Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÞEIR voru margir sem kunnu vel að meta ísinn frá Kjörís. Héraðsfundur Isafjarðarprófasts- dæmis skorar á kirkjuleg yfirvöld Ráða ber prest til þjónustu í Súðavík ísafirði - Héraðsfundur ísafjarð- arprófastsdæmis var haldinn í Ögri í ísafjarðardjúpi sl. sunnudag. Full- trúar frá söfnuðunum á norðan- verðum Vestfjörðum sátu fundinn og var umfjöllun um væntanlegt lagafrumvarp um stjórn og starfs- hætti Þjóðkirkjunnar aðalmál fund- arins. Þá var einnig rætt um ýmis sér- hagsmunamál Vestfirðinga og voru mál Súðavíkur sérstaklega til um- fjöllunar. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun, sem borin var upp af þeim Barða Ingibjartssyni, formanni sóknarnefndar Súðavíkur og sr. Magnúsi Erlingssyni, sóknar- presti, og hún send biskupi íslands og kirkjuþingsmönnum: „Héraðsfundur Ísafjarðarpróf- astsdæmis, haldinn í Örgri 3. sept- ember 1995, skorar á kirkjuleg yfir- völd að ráða prest til þjónustu í Súðavík í kjölfar atburðanna sem þar urðu í janúar sl., ber brýna nauðsyn til þess að sérstakur prest- ur verði settur til þjónustu við Súð- víkinga, en Súðavík er eina sjávar- þorpið á Vestfjörðum, og þó víða væri leitað, sem ekki hefur sinn eigin sóknarprest með fasta búsetu á staðnum. Núverandi fyrirkomulag prestþjónustu í Súðavíkursókn telst vart ásættanlegt.“ Tónlistar- og baðstrandar- stemmning hjá Sundhöll Selfoss Selfossi - Baðstrandastemmn- ing var á bökkum sundlaugarinn- ar á Selfossi síðdegis á laugardag en þá bauð Sundhöllin til fagnað- ar í beinu framhaldi af Brúar- hlaupi, Hálandaleikum og mark- aðsdegi. Margir tóku áskorun Sundhallarinnar og mættu á staðinn, hlustuðu á skemmtilega tóniistardagskrá þar sem Snigla- bandið hitaði sig upp fyrir dans- leik á Hótel Selfossi. Á sundhall- arsvæðinu var boðið upp á ís og svaladrykki ásamt því auðvitað að liggja og slappa af í heitu pottunum og njóta tónlistar og góðs veðurs. FRÁ sumarskóla Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Morgunblaðið/Silli Samæfing björgunar- sveita SVFÍ á Austurlandi Neskaupstað - Samæfing björgun- arsveita Slysavarnafélagsins á Austurlandi og þyrlubjörgunar- sveitar Varnarliðsins á Keflavíkur- fiugvelli fór fram dagana 18. og 19. ágúst sl. Um 110 manns úr björgunar- sveitum frá Djúpavogi til Vopna- fjarðar tóku þátt í æfingunni sem fór fram á Norðfirði. Æfingin fólst m.a. í að leita að tveimur mönnum sem brotlent höfðu lítilli flugvél eftir um 12 mínútna flug frá Egils- stöðum. Seinni daginn voru svo æfðar ýmsar aðgerðir með þyrlu- flugbjörgunarsveitinni bæði á sjó og landi. Á æfingunni voru líka notaðir gámar, sem fylgdu rússneskum tor- færubifreiðum sem nokkrar björg- unarsveitir hér eystra hafa keypt, og reyndust þeir vel. Er auðvelt að breyta þeim í stjómstöð eða sjúkra- skýli. Æfingin fór fram í blíð- skaparveðri, kannski of góðu því að oftast eru veður frekar slæm er sveitirnar eru kallaðar út. 50 ára afmæli Hellna- kirkju á sunnudag Laugarbrekku - Haldið verður upp á 50 ára vígslu- afmæli Hellnakirkju í Snæ- fellsbæ sunnudaginn 10. september næstkomandi. Hátíðarmessa verður í kirkjunni kl. 14 og mun biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, predika. Fyrsti héraðsfundurinn Eftir messu verður af- mælisfagnaður í félags- heimilnu að Arnarstapa. Jafnframt verður héraðs- fundur Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis haldinn á Arnarstapa, en héraðs- fundur hefur ekki áður verið haldinn í Hellnasókn. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÞYRLUSVEITIN á æfingu. Skóli Norrænu eld- fjallastöðvarinnar Húsavík - Lengi hefur staðið fyr- ir, á vegum Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, að koma á sumar- skóla fyrir nemendur á Norður- löndunum sem stunda doktorsnám og setti forstöðumaður eldfjalla- stöðvarinnar, Guðmundur Sig- valdason, skólann í fyrsta sinn fyrir skömmu á Hótel Húsavík. Nemendur er 5-6 frá hveiju Norðurlandanna og fyrirlesarar eru m.a. prófessorar frá Banda- ríkjunum og Bretlandi og íslensku doktorarnir Guðmundur Sigvalda- son og Eysteinn Tryggvason. Húsavík þótti hentugur staður fyrir skólann m.a. vegna þess hve staðurinn er nálægt svokölluðum plötuskilum og þar í grennd eru mikil sprungusvæði og fer fram á þessu vettvangskönnun í sam- bandi við fyrirlestra sem fluttir eru. Farið var um Reykjaheiði en þar eru mikil sprungusvæði, Tjör- nes var skoðað, farið að Mývatni, Kröflu og Dettifossi. Einnig fengu nemendur að sjá landið úr lofti. Nemendurnir létu vel af þeirri fræðslu sem þeir fengu með þessu móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.