Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 48
V í K G IATT9 alltaf á Miðvikudögnm MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Æskilegt talið að nýting á flugleiðum fari ekki yfir 90% Nýting í Ameríku- flugi allt að 97% í júlí Má ekki bitna á ferðaþjónustunni, segir formaður flugeftirlitsnefndar SÆTANÝTING í Ameríkuflugi Flugleiða var að meðaltali yfir 90% í sumar, hæst í júlí. Á einni flugleið- inni var nýtingin 97% í júlí. Að sögn Birgis Þorgilssonar, for- manns flugeftirlitsnefndar, er æski- legt að nýting fari ekki yfir 90%, enda komi að því að ekki verði nægt sætaframboð til að anna eftir- -spum allra sem vilji ferðast til landsins. Það bitni á ferðaþjón- ustunni í heild. Flugleiðir muni hins vegar bæta einni Boeing 757 leigu- vél í flota sinn fyrir næsta sumar og verði þá með fjórar slíkar. „Nýtingin í fluginu til Bandaríkj- anna hefur verið mjög há í sumar, en í Evrópufluginu hefur hún verið eitthvað lægri,“ segir Birgir. „Að sjálfsögðu verða Flugleiðir að ná góðri nýtingu yfir helstu ferðamán- uði ársins og ekki síst á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem hart er barist um viðskiptavini og fargjöld eru lág. En ef nýtingin er svo há sem raun ber vitni kemur að því að ekki fá allir pláss sem vilja.“ Birgir segir að hlutverk flugeft- irlitsnefndar sé að fylgjast með ýmsu sem lýtur að flugi, m.a. nýt- ingunni, og gefa skýrslu til sam- gönguráðuneytis. „Við höfum ávallt átt gott samstarf við Flugleiðir um úrbætur. Félagið gerir sér fulla grein fyrir að sætanýtingin hefur verið mjög há, bæði í júní og þó sérstaklega í júlímánuði.“ Aðspurður hvort kvartanir hefðu borist vegna þess að ferðalangar hafi ekki komist til landsins eða frá segir Birgir að flugeftirlitsnefnd hafi borist munnlegar kvartanir, en erfitt sé að meta hvernig líta eigi á þær. Oft sé fólk ósátt við að ódýr- ustu sæti í vél séu uppseld og vilji ekki greiða hærra verð. „Þannig þurfa þessar kvartanir ekki alltaf að lúta að nýtingunni sem slíkri, en auðvitað er slæmt ef fólk kemst ekki leiðar sinnar á þeim degi sem því hentar." Ágúst óvenju- blautur VEÐRIÐ í Reykjavík einkenndist af óvenjumikilli úrkomu og fáum sólskinsstundum í ágúst. Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar hafa rigningardagar í ág- úst aðeins einu sinni verið jafn- margir síðan mælingar hófust árið 1949. Nú voru úrkomudagar 27 talsins, og aðeins árið 1976 voru þeir jafnmargir. Úrkomu- magn var hálf önnur meðalúr- koma og sólskinsstundir voru 75, sem er 80 stundum færra en að jafnaði í ágúst. Meiri sól á Akureyri Á Akureyri var hiti tveimur gráðum yfir meðallagi og úrkoma þar mældist 80% þess sem venja er. Sólskinsstundir á Akureyri mældust 165 talsins, eða 28 stund- um meira en venja er í ágúst. Foli felldur eftir skot * úr riffli gæsaskyttna FELLA varð veturgamlan fola sl. mánudag, sem hafði fótbrotnað í haga skammt ofan við Akranes. Við rannsókn dýralæknis og lögreglu kom í Ijós að um skotsár var að ræða, sennilega eftir stóran riffil. Töluvert af gæs hefur verið á þessum slóðum, sérstaklega á kvöldin og á nóttunni, og trúlega hafa þarna verið óvanar gæsa- skyttur á ferð. Tilfinnanlegt tjón " Að sögn eiganda hrossins er þarna um tilfinnanlegt tjón að ræða, þar sem folinn hafi verið fallegur, vel ættaður og lofað góðu. Sagði eigandinn að illt væri til þess að vita að einhveijir væru með stórhættuleg vopn við gæsa- veiðar í myrkri innan um menn og skepnur. Að sögn lögreglunnar er talið líklegt að þarna hafi viðvaningar verið á ferð en málið er enn í rann- sókn. --------------- ^ j Morgnnblaðið/Sverrir EIN ÞEIRRA A SLEIKJO Þingflokkar stjórnarinnar fjalla um fjárlagatillögur » Alvarlegt umferðar- slysá Suðurgötu ÁTTATÍU og tveggja ára gömul kona varð fyrir bíl á Suðurgötu í Reykjavik skammt frá vegamót- unum að Fálkagötu. i Að sögn lögreglu slasaðist kon- ^itn mikið, fótleggs- og lærbrotnaði auk þess sem hún hlaut höfuð- meiðsli. Að sögn lögreglunnar hljóp konan út á götuna þar sem ekki var gangbraut. Náði ökumað- ur bíls á annarri af tveimur akrein- um að stöðva í tæka tíð en öku- maður bíls sem ekið var eftir hinni ilhukreininni ekki. Konan var flutt á slysadeild. Rætt um að tengja ellilíf- eyri við fjármagnstekjur HUGMYNDIR eru um að tengja tekjutryggingu ellilífeyris við fjármagnstekjur. Það yrði þó vænt- anlega háð því að tekinn verði upp fjármagns- tekjuskattur. Nú skerðist elli- og örorkulífeyrir með tilliti til skattskyldra tekna. Fjármagnstekjur eru ekki skattskyldar en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er miðað við að slíkur skattur verði tekinn upp á næsta ári. Nefnd á vegum fjármála- ráðherra fjallar nú um þessi mál. Ekki er þó búist við að lög um fjármagnstekjuskatt, ef sett verða, taki gildi fyrr en í fyrsta lagi næsta haust og því skili skatturinn ríkinu ekki miklum tekjum á næsta ári. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra stað- festi að tillögur væru um aukna tekjutengingu Iífeyrisbóta í tengslum við fjárlagagerð fyrir næsta ár en vildi ekki upplýsa hvers eðlis þær væru. Raunaukning útgjalda Ríkisstjórnin afgreiddi drög að fjárlagafrum- varpinu í gær og fengu þingflokkar stjórnarinnar það til meðferðar. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins fjallaði um frumvarpið í gær og heldur því áfram í dag. Þá kemur þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins einnig saman til fundar um fjárlaga- frumvarpið. Gert er ráð fyrir að fjárlagafrumvarpið verði afgreitt með fjögurra milljarða króna halla og að sögn Jóns Kristjánssonar, formanns fjárlaga- nefndar, þýðir það að útgjöld verða um 123 millj- arður á næsta ári en tekjur 119 milljarðar. Það þýði jafnframt að ríkisútgjöldin aukist að raun- gildi um 1% frá þessu ári. Einkum var rætt um fjárlagatillögur heilbrigð- isráðuneytis á fundi Framsóknarflokksins í gær. Ingibjörg Pálmadóttir staðfesti að þar kæmi til skoðunar að samræma gjaldtöku á spítölunum enda ekki réttlátt að sjúklingar greiddu mishátt verð fyrir sömu aðgerðir. Þá staðfesti hún að rætt væri um að heilbrigðisráðuneytið réði sér- staka tilsjónarmenn í ákveðinn tíma með sjúkra- húsum sem ítrekað hefðu farið fram úr fjárlaga- heimildum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.