Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D tvgmiHiifrttk STOFNAÐ 1913 201.TBL.83.ARG. MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kjarnorkutilraunir hafnar við Mururoa París. Reuter. FRAKKAR tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu framkvæmt kjarnorkutil- raun neðansjávar við Mururoa í Suð- ur-Kyrrahafi. Var kraftur spreng- ingarinnar um 20 kílótonn. Hún er sú fyrsta í röð tilraunasprenginga sem Frakkar hyggjast framkvæma í vetur. Áætlun Frakka um kjarnorkutil- raunirnar hefur mætt geysilegri andstöðu víða um heim og í gær léði Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, máls á því að Frakkar kynnu að fækka fyrirhuguðum tilraunum og hætta fyrr en áætlað var. Grænfriðungar lýstu því yfir í gærkvöldi að tilraunasprenging Frakka væri óhæfuverk og „alger- lega óásættanleg". Sögðu samtök grænfriðunga á Nýja-Sjálandi að með þessu hefði Chirac ritað nafn sitt í sögubækur sem „alger glæpa- maður í stjórnmálum og umhverfis- málum". - Bandarísk stjórnvöld hörmuðu ákvörðun Frakka en sögðu jafnframt að hún myndi ekki verða til þess að þau féllu frá því að fresta eigin kjarnorkutilraunum að sögn hátt- setts embættismanns. Þá hafa Ástr- alir fordæmt kjarnorkutilraunina. ¦ Chirac ljær máls/16 Hillary Clinton flutti harðorða ræðu á kvennaráðstefnunni í Kína Fagnað sem mál- svara kvenna Peking. Reuter. HILLARY Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, fór í gær hörðum orðum um ríki, sem þving- uðu konur til fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, og var skeytun- um augljóslega beint gegn kín- verskum stjórnvöldum fyrst og fremst þótt hún nefndi þau ekki á nafn. Var ræðu hennar, sem hún flutti á fyrsta eiginlega starfsdegi fjórðu alþjóðakvennaráðstefnunnar, vel fagnað en hún gagnrýndi einn- ig, að þátttakendum í óháðu kvennaráðstefnunni, sem haldin er utan Peking, skuli vera meinað fullt tjáningarfrelsi. Hillary sagði í ræðu sinni, að konur og karlar ættu að geta gert sínar fjölskylduáætlanir án þving- unar og ofbeldis, einkum þess, sem fælist í fóstureyðingum og ófrjó- semisaðgerðum gegn vilja konunn- ar. Var þessum orðum hennar vel fagnað en ræðu hennar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og forvitni um hve opinská hún yrði með tilliti til stirðra samskipta Bandaríkjanna og Kína. í Banda- ríkjunum hafa einnig ýmis mann- réttindasamtök gagnrýnt Hillary fyrir Kínaferðina. Tjáningarfrelsi skert Hillary gagnrýndi einnig, að kon- um á óháðu kvennaráðstefnunni í borginni Huairou, sem er nokkuð fyrir utan Peking, skyldi ekki hafa verið leyfð þátttaka í kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði, að tjáningarfrelsi þeirra væri skert með ýmsum hætti. „Frelsi felst í rétti fólks til að koma saman og láta í ljós skoðanir sínar," sagði Hillary. Hillary ætlar að ávarpa óopin- beru ráðstefnuna í dag en hana sækja 25.000 konur. Fögnuðu þær sérstaklega ræðu hennar í gær og margar telja sig sjá í Hillary öflug- an talsmann kvenna um heim allan á næstu árum hvort sem hún verð- ur lengur eða skemur til heimilis í Hvíta húsinu í Washington. Reuter Eiginkonur knýja á um lausn gísla EIGINKONUR og unnustur gísl- anna fjögurra sem uppreisnar- menn halda í Kasmir, skoruðu í gær á þá að láta mennina lausa og sögðu að því meir sem málið drægist á Ianginn, þeim mun minni samúðar nyti málstaður uppreisnarmanna á Vesturlönd- um. Konurnar eru komnar til Njju-Delhi á Indlandi þar sem þær héldu fréttamannafund í gær. Lýstu þær yfir áhyggjum sínum vegna frétta um að við- ræður indverskra yfirvalda og uppreisnarmanna hefðu farið út um þúfur en talsmenn stjórn- valda í Jammu og Kasmír full- yrtu að viðræðum væri haldið áfram. Þjóðverjinn Dirk Hasert, Bandaríkjamaðurinn Donald Hutchins og Bretarnir Paul Wells og Keith Mangan hafa nú verið í haldi á þriðja mánuð. Á myndinni eru f.v.: Catherine Mosley, Anne Henneg, Jane Schelley og Julie Mangan. Afganistan Skæru- liðar ná Herat á sitt vald Islamabad. Reuter. ÍSLAMSKA rétttrúnaðarhreyfingin Taleban náði í gær á sitt vald borg- inni Herat í vesturhluta Afganist- ans. Sökuðu afgönsk stjórnvöld Pakistani um að standa að baki baráttu andstæðinga stjórnvalda. Pakistanir vísuðu þessum ásökun- um á bug í gær og sögðust ekki fylgja neinni ákveðinni fylkingu að málum í Afganistan. Fall Herats er mikið áfall fyrir stjórn Burhanuddin Rabbanis sem hefur haldið borginni frá árinu 1992 er stjórn kommúnista í Kabúl féll. Náðu borginni án átaka Að sögn eins starfsmanns Sam- einuðu þjóðanna þurftu liðsmenn Taleban vart að hleypa af einu ein- asta skoti er borgin féll. Ekki er vitað um mannfall. Taleban náði á sunnudag næststærsta flugvelli landsins í Shindand á sitt vald. í gær var haft eftir starfsmönn- um erlendra hjálparstofnana, að hersveitir hliðhollar Abdul Rashid Dostum fari nú um Badghis-hérað og hafi náð bænum Kale Now á sitt vald, auk þess sem þeir hafi rofið vegasamband Herat við ná- grannaríkið Túrkmenistan. Leiðtogafundi um N-frland frestað HILLARY Clinton ávarpar kvennaráðstefnu SÞ í Peking í gær Ðyflinni. Reuter. BRESK og írsk yfirvöld slógu í gær á frest mikilvægum fundi leið- toga landanna um Norður-írland, sem hefjast átti skammt frá Lond- on í dag. Fundinum var frestað vegna ósættis um hvernig ætti að leysa þann hnútsem viðræður um frið á Norður-írlandi eru komnar í. Að sögn írskra embættismanna er deilt um hvernig boða eigi til friðarviðræðna allra flokka og kröfur um afvopnum írska lýð- veldishersins og mótmælenda. Lagði John Bruton, forsætisráð- herra írlands, til að fundinum yrði frestað og féllst John Major, for- sætisráðherra Bretlands, á það. NATO og SÞ hefja loftárásir að nýju á stöðvar Bosníu-Serba nærri Sarajevo Sarajevo, París, Belgrad. Reuter. HERIR Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Sameinuðu þjóðanna, SÞ, hófu í gær að nýju loftárásir á stöðvar Bosníu-Serba eftir fjögurra daga hlé. Er ætlunin að rjúfa um- sátur þeirra um Sarajevo og sögðu talsmenn SÞ að árásuhum yrði haldið áfram þar til þungavopnin hafi verið flutt á brott. Að sögn talsmanna NATO var ákveðið að láta til skarar skríða þar sem Bosn- ¦ íu-Serbar hefðu ekki gengið að skil- yrðum SÞ um að flytja þungavopn úr skotfæri við Sarajevo. Leiðtogar á Vesturlöndum hafa lýst yfir stuðningi si'num við aðgerð- irnar en Rússar fordæmdu hins vegar loftárásir í „hegningarskyni" sem haí'i skipað NATO á bekk með þeim stríðsaðilanum sem sé að Rússar for- dæma árásir reyna vinna sigur á Serbum. Kváð- ust þeir óttast áhrif loftárásanna á fyrirhugaðar friðarviðræður í Genf og kröfðust þess að þeim yrði hætt nú þegar. Arásirnar hefðu verið gerðar þrátt fyrir jákvæð viðbrögð Serba við krófum SÞ um að aflétta umsátrinu um Sarajevo. íbúar borg'arinnar og bosnísk stjórnvöld lýstu í gær ánægju sinni með loftárásirnar. Tólf aðildarþjóðir NATO tóku þátt í aðgerðunum gegn Bosníu- Serbum. Loftárásirnar hafa verið gerðar á vígi Serba umhverfis Sarajevo, á herskála þeirra í Lukaviea, Dobrinja-úthverfið í Sarajevo, vopnabúr og flutninga- leiðir Serba. Þá sökuðu þeir NATO um að hafa sprengt í loft upp vatns- dælustöð í úthverfi Sarajevo sem hafi séð óbreyttum borgurum fyrir vatni. Skömmu áður en loftárásirnar hófust varaði Ratko Mladic, yfir- maður hers Bosníu-Serba, við því að yrði á þá ráðist, myndu þeir svara fyrir sig. Holbrooke ræðir við Milosevic Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, er nú staddur í Belgrad, höfuðborg Serbíu, þar sem hann ræddi við við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu. Mótmælti Milosevic loftárásunum í samtali við Holbrooke, kvaðst telja þær ónauð- synlegar og lýsti áhyggjum sínum af áhrifum þeirra á friðarviðræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.