Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT EVRÓPUÞINGIÐ. Hugleiðingahópurinn leggur ekki til að vald þess verði aukið. Hugleiðingahópur ESB skilar áfangaskýrslu Samstarfið eflt á núver- andigrunni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HUGLEIÐINGA- HÓPUR ESB fyrir ríkjaráðstefnuna, sem á að hefjast á næsta ári, skilaði af sér áfangaskýrslu fyrir helgi. Ef hugmyndum hans verður fylgt eftir verður áhersla lögð á að leysa einstök mál, ekki að byggja upp stofnanir og ráð Evr- ópusambandsins á sama hátt og við gerð Maastricht-samkomu- lagsins. Áhersla á umhverfismál Skýrslan mótast af þeirri hugsun að al- menningur eigi að hafa á tilfinningunni að verið sé að fást við mál, sem honum komi við, en ekki að verið sé að reisa hátimbrað bákn. Um leið er komið til móts við ýmis af þeim sjónarm- iðum, sem norrænu aðildarlöndin hafa lagt áherslu á. í stað þess að efla völd ESB-þingsins er lagt til að þjóðþingin efli Evrópu- afskipti sín. Meðal annars eru umhverfis- og atvinnumál ofarlega á blaði, en annars er sérstaklega tekið á málum, sem snerta hugs- anlega ljölgun aðildarlandanna. Þótt lítið sé um áþreifanlegar hugmyndir um atvinnu- og um- hverfismál er þeim málum haldið á lofti sem forgangsmálum. Um atvinnumálin segir að ESB þurfi að fylgjast ítarlega með hvaða áhrif stefna þess á ýmsum sviðum hafi á atvinnumál. Þessi mál njóta sérstakrar athygli almennings og því er hér verið að leggja áherslu á að ESB sýsli með mál, sem komi almenningi við. Skipan framkvæmdastjórnar Vald þingsins er deilumál í öllum aðildarlöndum ESB. Hugmynda- hópurinn leggur ekki til að vald þess verði aukið, heldur að þjóð- þingin verði styrkt í umfjöllun um evrópsk málefni. Þessari hugmynd hefur meðai annars verið haldið á Iofti í Bretlandi, þar sem hópar þingmanna hafa reynt að starfa á þessdri braut og talið sig hafa náð góðum árangri. Um leið er líka hugmyndin að Evrópuumræðan endurspegli betur umræðum í hverju landi. Það hefur lengi verið ljóst að ekki verður hægt að halda skipulagi ESB óbreyttu með 25-27 löndum í stað 15 nú. I stað þess að einstök lönd fari til skiptis með formennskuna hálft ár í senn er stungið upp á að fleiri en eitt land í einu fari með formennskuna. Skipan framkvæmda- stjórnarinnar, þar sem nú situr einn fulltrúi frá h^erju aðildar- landi, getur heldur ekki gengið óbreytt, þar sem verksviðin eru aðeins 12-15. Hópur- inn er þó ekki sam- mála um hvernig stað- ið verði að skipan framkvæmdastjórnarinnar, en í Svíþjóð og Danmörku hefur sú hugmynd verið viðruð að minni löndin skiptist á að sitja í fram- kvæmdastjórninni, en það er enn ófrágengið og reyndar viðkvæmt mál. Annað mál, sem er viðkvæmt bæði í Danmörku og Svíþjóð, er afstaðan til Vestur-Evrópusam- bandsins. í skýrslu hugmynda- hópsins er lagt til að varnarsam- starf ESB verði innan þess. Til að treysta utanríkis- og varnar- málastefnu ESB er lagt til að kom- ið verði á stofn hópi, sem sinni forvinnu stefnumótunar á því sviði. Sú hugmynd hefur verið rædd í Danmörku og er umdeild þar. í heild má segja að hugmyndir hópsins gangi út á að skerpa sam- starfið á grundvelli þess skipu- lags, sem þegar er fyrir hendi, í stað þess að gera ráð fyrir nýrri skipan. I ljósi reynslunnar af því þegar Danir höfnuðu Maastricht- samkomulaginu 1992 er nú lagt til að einstök lönd geti valið ólík- ar lausnir, ef þau vilja ekki stað- festa samkomulagið, sem ríkjar- áðstefnan 1996 samþykkir, svo löndin þurfi ekki lengur að sam- þykkja allt eða ekkert. Þetta er nýr tónn miðað við fyrri afstöðu og hér eru það ekki síst efa- hyggjumennirnir í norðri, sem hafa haft áhrif. Átján menn sitja í hugleiðinga- hópnum. Hvert aðildaríkjanna fímmtán á einn fulltrúa, Evrópu- þingið tvo og framkvæmdastjórnin einn. CARLOS Westend- orp, Evrópuráð- herra Spánar, er formaður hugleið- ingáhópsins. Fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka á Mururoa Chirac ljær máls á færri sprengingum París, Papeete. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, sagði í gær að Frakkar kynnu að sprengja færri kjarn- orkusprengjur í tilraunaskyni á eyjum í Suður-Kyrrahafi og á skemmri tíma en talað hefur verið um. Forseti Frönsku Pólynesíu, sagði að fyrsta sprengjan yrði sprengd í vikunni og hvatti útlend- inga, sem þar eru til að mótmæla tilraununum,' að fara þaðan og skipta sér ekki af innanlandsmál- um Frakka. „Átta tilraunir eru hámark, en við hættum auðvitað um leið og við höfum fengið nægar upplýs- ingar,“ sagði Chirac í sjónvarps- viðtali. „Og að öllum líkindum verður tilraununum hætt all- nokkru fyrir þann dag sem ég nefndi, 31. maí.“ Chirac kvaðst telja að nægilegt væri að sprengja sex til átta kjarn- orkusprengjur. Að tilraununum loknum myndu Frakkar beita sér fyrir alþjóðlegum samningi um algjört bann við kjarnorkutilraun- um og útbreiðslu kjarnavopna. Gaston Flosse, forseti Frönsku Pólynesíu, sagði að Chirac hefði Forseti Frönsku Pólynesíu vill losna við erlenda mótmælendur boðað hann á sinn fund í París eftir fyrstu kjarnorkusprenging- una og kvaðst fara þangað í byij- un næstu viku. íhlutun mótmælt Stjórnmálamenn frá ýmsum lönd- um, þeirra á meðal Masayoshi Takemura, fjármálaráðherra Jap- ans, hafa mótmælt tilraununum í Papeete, höfuðborg Frönsku Póly- nesíu, undanfarna þijá daga. Flosse sagði að stjórnmálamenn- irnir ættu að hætta afskiptum af innanríkismálum Frakklands og Frönsku Pólynesíu. „Ég er meira en óánægður, ég er hneykslaður á því að allur þessi fjöldi útlend- inga skuli koma hingað.“ Hei-ve de Charette, utanríkis- ráðherra Frakklands, kvartaði við sendiherra Svíþjóðar í París yfir afskiptum sænska menningar- málaráðherrans, Margot Walls- tröm, af innanríkismálum Frakka með því að taka þátt í mótmælun- um í Papeete. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísaði þessari gagnrýni á bug. „Kjarn- orkutilraunir eru aldrei innanríkis- mál, heldur mál sem snertir allt mannkynið,“ sagði hann. Franska stjórnin hefur ákveðið að senda 35 þingmenn til landa í Evrópu, Asíu og Rómönsku Amer- íku til að kynna málstað Frakka. Charles Millon, varnarmálaráð- herra Frakklands, ræddi við þing- mennina og bað þá um að „minna á hvernig ákvörðun Frakka er í þágu friðar og sjálfstæðis og skap- ar tækifæri fyrir Evrópu“. Frakkar hafa tekið tvö skip grænfriðunga, Rainbow Warrior og Greenpeace, við strendur Mur- uroa, þar sem fyrsta sprengjan verður sprengd. Tvö skip á vegum umhverfisverndarsamtakanna eru enn skammt utan við lögsögu eyj- unnar ásamt 13 öðrum skipum til að mótmæla tilraununum. Mikið í húfi í viðureign NATO og Bosníu-Serba Mladic áttaði sig1 ekki á að nú væri Vesturlöndum alvara ákvarðanatöku innan Sameinuðu þjóðanna og yfirieitt var niður- staðan að hafast ekki að, sem olli mikilli óþreyju í NATO. Nú vaknar hins vegar spurning- in um það hvenær þessi nýtil- komna festa dragi NATO inn í átökin því að nú verður ekki aftur snúið fyrr en Bosníu-Serbar hafa fallist á úrslitakosti Sameinuðu þjóðanna um að aflétta umsátrinu um Sarajevo. Bosníustjórn jók þrýstinginn á Sameinuðu þjóðirnar með hótun- um um að draga sig úr friðarvið- ræðunum nema flugher NATO yrði beitt, en nú reyndist ótti þeirra við festuleysi SÞ ekki á rökum reistur. Mistök Bosníu-Serba Bosníu-Serbar gerðu hins vegar þau mistök að líta á enn eina „skil- yrðislausa" úrslitakosti með dæmi- gerðri blöndu af loðmullu, kok- hreysti og málamiðlunum í þeirri von að þyrla ryki í augu andstæð- inganna. Þegar ljóst var að Bosn- íu-Serbar hugðust aðeins flytja nokkur vopn frá Sarajevo í stað þess að aflétta umsátrinu um borgina, var látið til skarar skríða. Sérfræðingar segja að tveir ótengdir atburðir hafi komið Serbum í koll. Þar ber fyrst að nefna yfirburðasigur Kró- ata á Króatíu-Serbum í Kraj- ina-héraði, sem batt enda á drauminn um Stór-Serbíu. Þá fyllti andlát þriggja bandarí- skra stjórnarerindreka í bílslysi á Igman-fjalli fyrir utan Sarajevo Bill Clinton Banda- ríkjaforseta ákveðni í að hvika hvergi. Nú er einnig að hitna í kolunum fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum á næsta ári og Clinton er mjög í mun að virðast staðfastur. Viðbrögðin við sprengjuár- ásinni fyrir viku vöktu undrun íbúa Sarajevo, en Mladic og Bosníu-Serbarnir voru furðu lostnir. „Þeir höfðu komist upp með svo margt að þeir áttuðu sig ekki á hinni auknu festu,“ sagði banda- rískur stjórnarerindreki. „Það kemur ekki til greina að hætta fyrr en markinu er náð. Við höfum lagt of mikið á okkur til að glata því nú.“ Aflétti Mladic umsátrinu hefur hann hins vegar tapað stríð- inu. Reuter REYKUR stígur til himins eftir loftárásir orrustuþotna NATO á víghreiður Serba skammt frá Sarajevo í Bosníu í gær. Belgrad, Brussel. Reuter. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) og Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa nú lagt mikið undir í Bosníu. Ekki verður aftur snúið eftir að sprengjuárásir voru hafnar að nýju á víghreiður Bosníu-Serba í gær. Ráðamenn á Vesturlöndum höfðu vonast til að fjögurra daga hlé á loftárásum gæfi Ratko Mladic, hernaðarleiðtoga Bosníu- Serba, ráðrúm til að átta sig á því að nú væri þeim alvara. Mladic tók hins vegar þann kostinn að líta á fyrri loftárásir sem undantekn- ingu frá almennu ráðleysi NATO og SÞ og sinna úrslita- kostum þeirra engu. Hvorir tveggju eru þeirrar hyggju að andstæðingurinn verði fyrri til að láta undan og sá sem fyrr gefur eftir hefur miklu að tapa. Sú ákvörðun að refsa Bosn- íu-Serbum fyrir sprengjuárás, sem gerð var á Sarajevó á mánudag í síðustu viku með þeim afleiðingum að 37 manns létu lífið, var ekki þrautalaus. Upphafið að því að hún var tekin má rekja til þeirrar niður- lægingar, sem Vesturlönd máttu þola þegar griðasvæðið í Zepa féll í hendur Bosníu- Serbum. „Við settumst niður fullir ákveðni og fórum yfir hvert smáatriði til að vera vissir um að rétt væri að öllu staðið, það væri enginn ágreiningur, engir veikleikar og allir væru vissir um og ánægðir með það, sem koma skyldi,“ var haft eftir hátt- settum stjórnarerindreka. „Síðast en ekki síst ákváðum við að láta staðar numið þegar ógnin hefði verið fjarlægð.“ Lítið var orðið eftir af trú- verðugleika Vesturlanda í hugum Serba eftir það, sem á undan var gengið. Mikill hægagangur var á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.