Morgunblaðið - 06.09.1995, Side 30

Morgunblaðið - 06.09.1995, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hjartkær bróðir okkar og sonur, BJARNI KARLSSON trésmiður, lést þann 19. ágúst sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þann 7. september kl. 10.30. Fyrir hönd systra hins látna og annarra áðstandenda, Valgerður H. Bjarnadóttir og John Gott. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLGRÍMA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áðurtil heimilis á Mímisvegi 2a, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 7. september kl. 13.30. Jóhannes Jóhannesson, Alfheiður Kjartansdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Þorkell M. Þorkeisson, Bárður Jóhannesson, Ósk Auðunsdóttir, ömmubörn og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ODDNÝJAR JÓHÖNNU BENÓNÝSDÓTTUR, Hrisrima 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuð- ust hana í veikindum hennar. Jón Þórðarson, Þórður Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Hreinn Harðarson, Njóia Jónsdóttir, Benóný Jónsson, Sigrfður Viðarsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, MARÍU SVÖVU JÓHANNESDÓTTUR, Kleppsvegi 96. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Einarsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður minnar, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Aflagranda 40, Reykjavik. Sigurður Kjartansson, Eyrún Gunnarsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Nína Sigurðardóttir, Inga Sigurðardóttir. + Pökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Ásgarði, Vopnafirði. Antonfa Björnsdóttir, Elías Björnsson, Sigurbjörn Björnsson, Stefán Björnsson, Ásta Björnsdóttir, Hámundur Björnsson, Þorbjörg Björnsdóttir, Þorgerður Björnsdóttir, Aðalbjörn Björnsson, Hildur Magnúsdóttir, Birna Björns, Katrín Valtýsdóttir, Kristberg Einarsson, Rut Vestmann, Guðmundur Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Adda T ryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LÁRA PÉTURSDÓTTIR + Lára Péturs- dóttir fæddist í Kúvíkum í Reykj- arfirði á Ströndum 3. janúar 1907. Hún andaðist í Hafnarbúðum í Reykjavík 30. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Ólason og Sigrún Guð- mundsdóttir, sem bjuggu þar og á Gjögri. Systkini Láru voru Óli, Ragnar, Ágúst og Guðbjörg, öll látin. Eiginmað- ur Láru var Einar Bæringsson frá Furufirði, f. 5. nóvember 1899, d. í ágúst 1962. Foreldr- ar hans voru Bæring Bærings- son og Guðrún Tómasdóttir. Börn Láru og Einars voru Elí B., f. 23.6. 1927, Guðrún, f. 6.7. 1928, d. 16.7. 1993, Pétur R.B., f. 11.10. 1931, Að- alsteinn, f. 24.12. 1933, María, f. 30.9. 1935, Sólrún, f. 17.1. 1937, og Sigrún Theresa, f. 31.7. 1951. Barna- börn og barna- barnabörn Láru eru nú 72 talsins, búsett ýmist hér heima eða erlendis. Útför Láru fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. SESSELJA JÓHANNSDÓTTIR + Sesseya Jóhannsdóttir, Cácilia Höfner, fæddist í Hof bei Salzburg 12. júlí 1934, hún lést 23. ágúst 1995 í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og fór útförin fram 30. ágúst. FÁTÆKLEG kveðja. Hinn 30. ágúst var jarðsett á Seyð- isfirði Sesselja Jóhannsdóttir, hún Sillý. Mig langar að setja nokkur orð á blað til að minnast hennar. Ég þekkti hana Sillý ekkert meira en gengur og gerist, hún var bara þannig, að hún sýndi öll- um hlýhug og var svo innileg og mér fannst ætíð að ég, og eki bara ég, ætti hauk í horni þar sem Sillý var. Ég kynntist henni fljót- lega eftir að ég fluttist til Seyðis- íjarðar og 1975 fór ég að vinna í Norðursíld og hún vann þar líka. Það var stutt í brosið hjá henni, það geislaði fannst mér frá henni hlýjan og gleðin. Svo einhvern tím- ann á árunum, sem við unnum saman í Norðursíld, datt einhveij- um í hug að við ættum að stofna róðrarsveit, kerlingarnar, og taka þátt í kappróðrinum á sjómanna- daginn. Sillý var strax til þegar leitað var til hennar, „en almáttug- ur ég hef aldrei róið, en það má læra það,“ sagði hún og hún gerði það svo sannarlega og við tókum þátt í kappróðrinum í 2 eð_a 3 ár og höfum mjög gaman af. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra í róðrarsveitinni þegar ég segi „hafðu þökk fyrir þann tíma“, Sillý. Það var í júní í sumar að ég hitti Sillý í sjúkrahúsinu og var hún svo bjartsýn. Hún settist hjá mér og tók ofan og sagði: „Sjáðu bara það er byijað að vaxa aftur hárið og ég held að þetta sé allt að koma“ og svo hló hún. Mörg undanfarin ár hafa þau hjónin unnið við að prýða bæinn okkar og svo var einnig nú í vor, þá sá maður þau saman við að gróður- setja plötur. Ekki sjaldan undanf- arin sumur sá maður Sillý með sláttuorfið og ekki gat hún (þó sárlasin væri) látið það vera að taka aðeins í orf í sumar eins og hún sagði mér. Ég fór í burtu í 3 vikur í ágúst og var Sillý komin í sjúkrahúsið hér áður en ég fór, en ég frétti það daginn, sem ég fór og átti þess ekki kost að heimsækja hana. Ég kom heim um kvöldið 22. ág- úst og hún dó aðfaranótt 23. ág- úst. Eg skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð vegna þess að Siliý gaf mér alltaf svo mikið þegar ég tal- aði við hana, og vil ég þakka henni það. Ég bið góðan Guð að styðja og styrkja Emil, eftirlifandi eigin- mann Sillýjar, og svo börn þeirra hjóna, barnabörn og alla ættingja nær og fjær. Guðrún Andersen, Seyðisfirði. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Á ÞESSUM síðsumarkvöldum norður á Ströndum hvíslar lognald- an því um vog og fjörð að steinum fjörunnar, að hún Lára Pétursdótt- ir sé nú í hárri elli sofnuð í sátt við Guð og menn. Lára móðir mín var 88 ára þeg- ar hún sofnaði síðast í Hafnarbúð- um í Reykjavík. Hafði hún dvalist þar í tvö ár með þakklátum huga fyrir hjartahlýja umönnun. Systkini hennar voru Óli, Ragn- ar, Ágúst og Guðbjörg. Slitu þau barnsskónum í Kúvíkum og á Gjögri við Reykjarfjörð. Ung kynntist móðir mín Einari Bæringssyni frá Furufirði. Fluttust þau til ísafjarðar og síðar lá leiðin til Reykjavíkur. Unnust þau hug- ástum og eignuðust sex börn á árunum 1927-1937, og seinast dóttur 1951. Eru nú frá þeim komnir nær áttatíu afkomendur. Það er saga flestum kunn, að oft var þröngur kostur á barn- mörgum heimilum og ekki auðsótt vinna fyrir móðurina utan heimilis, ef hún á annað borð fékkst. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hvílíkt áfall það var, þegar faðir minn féll frá í ágúst 1962, þegar börnin voru vaxin úr grasi og eitthvað að hægjast um. Ekkert virtist buga móður mína og var hún þá farin að vinna í Kexverksmiðjunni Esju. Átti hún þar langan og farsælan starfsald- ur, allt þar til það góða fyrirtæki hætti rekstri. Móðir mín var ljóðelsk og söng- elsk og lengst af hraust. Hún dans- aði eins og engill og naut þess reglulega með samferðafólki sínu, sem sóttist eftir glaðværð hennar og návist. Svo skein henni enn einn sólar- geisli, þar sem var Karen Linda, dóttir Theresu, yngstu dótturinnar. Ólst hún að mestu upp hjá ömmu sinni, báðum til yndis. Hún lauk stúdentsprófi síðastliðið vor. Enda þótt við systkinin reistum bú bæði hérlendis og erlendis, var ævinlega náið og yndislegt sam- band, því alltaf var hún hið trausta bjarg, elskuð af öllum. Lára Pétursdóttir lifði tímana tvenna eins og hennar kynslóð. En ástar naut hún allra sinna og einlægrar vináttu samferðafólks. Hún vann og dansaði meðan heilsan leyfði og sofnaði sátt við Guð og menn. Mér finnst eiga vel við að fá að láni þetta erindi Þorsteins Erlings- sonar að lokum, þótt það væri ekki til hennar ort: En styrkurinn var þín létta lund, þau ljós, sem í rökkrum skína. Nú þökkum við hverri hlýrri mund, sem hér kom með fróun sína, og þeim, sem þér gáfu gleðistund og geisla’ yfir hvílu þína. Við hittumst á Guðsvegum, hjartans móðir mín. Elí B. Einarsson. í dag er til moldar borin ástkær amma mín, og langar mig til þess að kveðja hana með þessum erind- um. Kailið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hjartans þakkir fyrir samfylgd- ina. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Rebekka Jóna Ragnarsdóttir. Nú er sú stund runnin upp að elsku amma Lára mín er dáin. Þó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.