Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dagskrá RúRek í dag DAGSKRÁ RúRek 1995 í dag, miðvikudag; Kl. 21.30, Philip Catherine og tríó Bjöms Thor- oddsens í Leikhúskjallaranum. Kl. 22. Á Fógetanum Kvart- ett Ólafs Jónssonar, Kjallara- hljómsveit Péturs Grétarsson- ar verður á Horninu, Kvartett Frits Landesbergen og gestir verða á Jazzbamum og Tríóið Skipað þeim ásamt Ragnheiði Ólafsdóttur á Kringlukránni. Pastelm^ndir á Ara í Ogri KRISTÍN Andrésdöttir heldur sýningu á 24 pastelmyndum á Ara í Ögri, Kristín er fædd 1960. Hún stundaði nám við MHÍ, tók stúdents- próf frá listasviði FB 1978 og myndmenn- takennara- próf frá MHÍ 1987. Þetta er sjötta einkasýning hennar. Opið er á Ara frá kl. 11 til 1 virka daga og frá kl. 11 til 3 um helgar. Sýningin stendur út septembermánuð. veitingastaðnum Ingólfsstræti 3. Kristín Andrésdóttir Morgunblaðið/Kristinn LEIKARAR og starfsmenn Þjóðleikhússins Eugenia Ratti held- ur söngnámskeið ÍTALSKA söngkonan og söngkennarinn, Eugenia Ratti, heldur námskeið fyrir söngvara og söngnema í Reykjavík sem hefst 1. október næstkomandi. Hún kemur hingað á vegum Jó- hönnu G. Möller söngkonu. Eugenia kemur nú hing- að til námskeiðahalds í 11. skipti og í 7. skipti á vegum Jóhönnu. Það er því orðinn stór hópur íslenskra söngvara sem notið hefur leiðsagnar hennar á þessúm námskeiðum, auk þess sem margir íslendingar hafa stundað nám hjá henni á Ítalíu. Undanfarin tvö ár hefur Eugen- ia dvalið hér mánaðartíma og boð- ið upp á óperustúdíó samhliða námskeiðum sínum. Sökum mikilla anna dvelur hún hér aðeins í tvær vikur að þessu sinni og má geta þess að hún kaus frek- ar að koma hingað en þiggja boð til Japana. A námskeiðinu að þessu sinni verður eingöngu um einkatíma að ræða. Eugenia er þekkt í heimalandi sínu og víðar, bæði sem söngkona og söngkennari. Hún söng á sínum tíma við Scala-óper- una í Mílanó og í óperuhúsum víða um heim. Eugenia starfar nú sem prófessor við tónlistarháskólann í Giuseppi Nicolini í Piacenza, tón- listarskólanh Mario Mangia í Fior- enzuola dArda (Pc) og Accademia d’Arte í Citta di Vogera. Kennslu- greinar hennar eru, auk raddþjálf- unar, túlkun á leiksviði og óperu- leikstjórn. Eugenia Ratti Leikárið að heflast í Þjóðleikhúsinu FYRIRHUGAÐ er að frumsýna tólf leikverk í þjóðleikhúsinu á árinu, sex á Stóra sviðinu, þrjú í Smíðaverkstæðinu og þijú á Litla sviðinu. Leikverkin eru af ýmsu tagi, íslensk, erlend, ný, sígild, gamansöm, átakamikil og svo mætti lengi telja. Þrjú íslensk leikverk verða frumsýnd, Þrek og tár eftir Ólaf Ilauk Símonarson, Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson, í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur, og Hvítamyrkur eftir Karl Ágúst Úlfsson. Þrjú sígild verk eru á dagskrá, Don Juan eftir Moliére, Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford og Sem yður þóknast eftir William Shakespeare. Af nýjum leikverkum erlend- um má nefna Glerbrot eftir Art- hur-Miller, nýjasta leikverk hans, Leigjandinn eftir Simon Burke og Kirkjugarðsklúbburinn eftir Ivan Menchell. Einnig er fyrirhugað að sýna á Smíðaverkstæðinu söngleik eft- ir Finnann Bengt Ahlfors, Ham- ingjuránið. Nýtt þýskt leikverk verður einnig frumsýnt, Sannur karlmaður (undirtitill Fernando Krapp sendi mér bréf) eftir Tankred Dorst. Barnaleikrit ársins verður Kardemommubærinn eftir Thor- björn Egner, sem nú er sýnt í fimmta sinn i Þjóðleikhúsinu. Einnig hefjast sýningar á ný á Stakkaskiptum eftir Guðmund Steinsson, Taktu Iagið, Lóa! eftir Jim Cartwright og farandsýning- unni Lofthræddi örninn hann Orvar. Þökkum sjálfboðalidum okkar vel unnin störf og landsmönnum öllum frábærar móttökur neyð o RAUÐI KROSS ÍSLANDS I landssöfnuninni ■ ntCBR ■ RIrIB ■■■ ■■ ■■ konurog . börri Nærmynd af hættuástandi KVTKMYNPIR Bíóborgin/Saga- bíó/ Borgarbíó A k u r e y r i ÓGNIR í UNDIRDJÚPUM „CRIMSON TIDE“ ★ ★ ★ Vi Leikstjóri: Tony Scott. Framleið- endur: Don Simpson og Jerry Bruckheimer. Handrit: Michael Schiffer. Aðalhlutverk: Gene Hack- man, Denzel Washington, George Dzundza, Viggo Mortensen og Ja- mes Gandolfini. Hollywood Pictur- es. 1995. KAFBÁTATRYLLIRINN Ógnir í undirdjúpum í leikstjórn Tony Scott er fyrir margra hluta sakir af- bragðsgóð spennumynd. Hún er þetta sjaldgæfa fyrirbæri núorðið sem þarf ekki að beita ofbeldi til að skapa spennuþrungið andrúms- loft. Það sést varla blóðdropi í allri myndinni. Spennan er öll á sálfræði- legu plani og er æði margslungin. Hún magnast bæði á yfírborðinu þar sem heimurinn stendur á heljar- þröm kjarnorkustyijaldar og líka þar sem hún er ekki eins sýnileg á milli tveggja æðstu foringja banda- rísks kjarnorkukafbáts, sem verða að taka ákvörðun um hvort skjóta beri kjarnorkusprengjum á Rúss- land. Gene Hackman og Denzel Washington leika þessa tvo menn og gera það afar vel og af því ann- ar er hvítur en hinn svartur magn- ast líka upp spenna í kringum mögu- legt kynþáttahatur. Hackman er svo skreytingin á kökunni, ósigrandi í sínu fyrsta aðalhlutverki I alltof langan tíma. Samanborið við þetta virkar síðasta stóra kafbátamyndin, Leitin að Rauðum október, eins og fræðslumynd um notkun gúmbjörg- unarbáta. Tony Scott stýrir „Ógnurn" af kostgæfni eftir góðu handriti Micha- el Schiffer (Q. Tarantino mun einn- ig eiga í því) og keyrir myndina áfram á hámarksafköstum. Hún er sambland af „The Caine Mutiny“ og spennumyndum dagsins en ólíkt þeim er þessi ekki með öllu inni- haldslaus. Hún skýrir frá hlutum sem mögulega gætu gerst þegar boðkerfið bregst á hættutímum og hvaða afleiðingar það getur haft. Þannig sameinar „Ognir“ klassíska kaldastríðshrollvekju og klassíska kafbátamynd. Einskonar Sírínofskí hefur hleypt öllu í bál og brand í Rússlandi og hótar að senda kjarn- orkusprengjur á loft. Kjarnorkukaf- báturinn Alabama fær skipun um að skjóta upp spengjum en skipun, sem berst kafbátunum síðar, klár- ast ekki vegna bilunar í sendibún- aði svo ekki er vitað hvort það hafí verið ítrekun eða afturköllun. Um það bitast Hackman og Was- hington. Hackman veit að hlutverk- ið hefur verið leikið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og að það er klisja en hann sneiðir eins og hann getur framhjá henni og gefur safaríka lýsingu á gömlum, íhald- sömum bardagajaxli, sem lært hef- ur að efast aldrei um skipun og réttar starfsaðferðir. Washington er nýi maðurinn um borð, langskóla- genginn og allt að því fijálslyndur, svo hann er ekki lengi að .fara í taugarnar á þeim gamla og það er ekki síst streitan undir yfírborðinu á milli þeirra sem hleypir öllu í bál og brand. Samleikur þeirra er raf- magnaður. Góður hópur aukaleikara fyllir út í myndina og Scott nýtir sér til fulls kringumstæðurnar, ytri og innri átök og innilokunarkenndina sem kafbát- urinn gefur, að mestu laus við stæl- ana sem gerðu „Top Gun“ óþolandi. Hann hefur gert. nærmynd af hættu- ástandi sem dregur þig ósjálfrátt fram á sætisbrúnina. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.