Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 5 FRÉTTIR Brottfluttir Islendingar umfram aðflutta Osamið við 25 félög opinberra Vatn til Seltirninga dýrara VATNSVEITA Reykjavíkur hefur hækkað verð á vatni til Seltjarnar- neskaupstaðar frá sex krónum á tonn í sjö krónur á tonnið í ár, auk þess sem vatnstonnið hækkar í átta krón- ur næstu fjögur ár. Vatnsveitan tilkynnti upphaflega hugmyndir um að tonnið yrði selt á ellefu krónur og níu aura, sem var óásættanlegt að sögn Sigurgeirs Sig- urðssonar, bæjarstjóra Seltjarn- arneskaupstaðar. Samningar við Vatnsveitu Reykjavikur hafi síðan leitt til áðurnefndrar niðurstöðu, sem sé viðunandi. Þegar Heiðmörk, þar sem Gvend- arbrunnar eru, var tekin eignarnámi úr Seltjarnarneshreppi árið 1934, sá löggjafinn til þess að Seltirningum yrði tryggt vatn og rafmagn um ókomin ár á kostnaðarverði. Sigur- geir segir að þrátt fyrir hækkunina sé vatnið ótvírætt enn á kostnaðar- verði. „Vatnsveita Reykjavíkur hefur lagt í miklar fjárfestingar upp í Heið- mörk, sem koma okkur öllum til góða, og það eru aðallega þessar nýju fjárfestingar sem leiða til auka- kostnaðar," segir Sigurgeir. Tvær milljónir í aukakostnað Hann segir að hækkunin fari vita- skuld eftir vatnsnotkun, en hún sé í kringum milljón rúmmetrar á ári. Hækkunin þýði því um tveggja millj- ón króna aukakostnað á næsta ári. „Vatnið er selt eftir mæli og því okkar hagur að nota sem minnst, þannig að við reynum eftir bestu getu að takmarka notkun með því að finna leka áður hann valdur vand- ræðum o.s.frv.," segir Sigurgeir. Fleiri farnir utan en allt árið í fyrra í ÁGÚST fluttu 273 íslenskir ríkis- borgarar brott af landinu umfram aðflutta. Það sem af er árinu hafa því 916 fleiri íslendingar flutt af landinu umfram þá sem flutt hafa heim. Allt árið í fyrra voru brott- fluttir íslenskir ríkisborgarar 861 umfram aðflutta. Eins og undanfarna mánuði lá straumurinn aðallega til Norður- landa í ágúst og fluttu 478 manns þangað, 43 fluttu til annarra Evr- ópulanda, 26 til Bandaríkjanna, sjö til Afríku, einn til Asíu og einn til Ástralíu. Til landsins fluttu aftur á móti 267 frá Norðurlöndum, 15 frá öðr- um Evrópulöndum, sex frá Banda- ríkjunum, fjórir frá Afríku, tveir frá Asíu og fimm frá Ástralíu. starfsmanna GENGIÐ hefur verið frá kjarasamn- ingum nokkurra stéttarfélaga opin- berra starfsmanna og samninga- nefndar ríkisins á seinustu dögum. Enn er þó ólokið gerð samninga við 25 félög. Fyrir seinustu helgi voru undirrit- aðir nýir kjarasamningar við Félag háskólakennara á Akureyri, Kenn- arafélag Kennaraháskólans, Kjara- félag viðskipta- og hagfræðinga, Meinatæknafélag Islands, Stéttar- félag lögfræðinga í ríkisþjónustu, Kjarafélag tæknifræðinga og Stétt- arfélag verkfræðinga. Sáttafundur í deilu náttúru- fræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisins til sáttafundar í dag eftir langt hlé á viðræðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu ríkisins og Félags íslenskra flugumferðarstjóra en sú deila er einnig til meðferðar hjá sáttasemjara. Að sögn .Gunnars Björnssonar, varaformanns samninganefndar rík- isins, hefur félögunum sem ósamið er við verið gerð sambærileg tilboð og samið hefur verið um við önnur og sagði hann að annars vegar væri boðið upp á hliðstæðan samning og samið var um í samningum ASÍ/VSI í vetur en því til viðbótar hefði verið samið um sérmál hvers félags sem jafngilti um það bii 1,8% launahækk- un að jafnaði. Hefur útfærslan hjá flestum verið sú að um % félags- manna hafa færst upp um einn launaflokk. Er misjafnt eftir samn- ingum hvort einstakir starfsmenn færast milli launaflokka eða um er að ræða tilfærslu á starfsheitum Heillandi kynnisferðir - Marrakech - Berba-kvöld - Atlasfjöllin - Markaðsferðir Enn á ný ryður Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn brautina með nýjungar fyrir íslenskan ferðamarkað, nú með reglulegu leiguflugi í vetur til Agadir á Atlantshafsströnd Marokkó. Með dyggilegri aðstoð ferðamálayfirvalda í Agadir getum við nú boðið íslendingum einstök kjör á tveggja og þriggja vikna ferðum til þessa glæsilega ákvörðunarstaðar. BYRJAOll FpOINA I Æs PLUS Af*láttur til korthafa ■- -3 VISA til Agadír -200 aæti f bodi. wíi.imví-rrr Almenn kort ýlB 1000 lcr. Farkort 2000 kr. Gullkort 3000 kr. Verð frá 63.670 kr Verð á mann í tvær vikur á Residence Farah með 3.000 kr. VISA-afslætti. Innifalið: Beint leiguflug, gisting, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli. Þær tvær ferðir sem við buðum til Agadir fyrr á þessu ári fyrir Gull- og Farkorthafa VISA slógu svo sannarlega í gegn, enda er hér ekki um neinn venjulegan sólarlandastað að ræða. I Agadir opnast þér dyrnar að töfrum 1001 nætur - og glæsilegri baðströnd að auki. LOFTSLAG Lofthiti °C Sjávarhiti °C 21 Regndagar ÍU ÚRVAL-ÚTSÝN - þangað liggur straumurinn jj .... ........11.1 okt nóv des jan feb mar apr maí jún júl 26 24 21 20 21 23 24 24 26 27 21 21 18 17 17 18 18 19 20 22 3 3 3 2 2 4 3 2 0 0 milli flokka og tekur sú breyting gildi á samningstímanum, þ.e. út næsta ár. Helmingur launabreyting- arinnar kemur til framkvæmda við undirritun samninga, fjórðungur 1. október og að síðustu 1. mars á næsta ári. Viðræður við þau félög sem enn eiga ósamið eru mjög mis- langt á veg komnar. Brottfluttir ísl. ríkisborgarar umfram aðflutta 1994-95 i ágústlok voru brott fluttir orðnir 900 — umfram aðflutta á þessu ári, sem eru um 500 fleiri en var á sama tíma ífyrra 1000 700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.