Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 1 5 • FERÐALÖG Síldarævintýrið á Siglu- firði heillar ferðafólk Morgunblaðið/ÞHY GAMLI síldarbrakkinn Roaldsbrakki hýsir nú síldarminjasafn Siglfirðinga. GAMLI síldarbærinn Siglufjörður státar nú af eina síldarminjasafni landsins, en það er í gamla síldar- brakkanum, Roaldsbrakka. Brakk- inn er byggður 1907, í upphafi síld- aráranna og er einn af stærstu síld- arbrökkunum og sá veglegasti á Siglufirði og þó víðar væri leitað. Á jarðhæðinni fór fram margs konar vinna og var þar geymt salt, verkfæri og veiðarfæri. Nú er þar aðalanddyri safnsins og helsti sýn- ingarsalur þess. Á annarri hæð voru lengst af skrifstofur útgerðarinnar og var búið þar um tíma. íveruherbergi síldarstúlkna voru á þriðju hæð og má sjá minjar um dvöl þeirra þar. Þar er allt eins og þær hafi brugðið sér frá í stutta stund og hanga föt til þerris á snúr- um og kaffíbollar eru enn á borðum. Allt að 30-40 stúlkur bjuggu þar þegar mest var. Á milli skipakoma var oft glatt á hjalla, dans og tón- list, en þegar skip kom hlaðið síld að landi tók vinnan við og var oft löng og ströng því salta þurfti síld- ina á sem skemmstum tíma í tunnur. „Hneykslanlegt" lífernl Flestir sem unnu í síldinni voru ungir og lífsglaðir og sagt er að bændur í sveitum hafí hryilt sig við að heyra frá „hneykslanlegu" lífemi vinnufólksins sem réð sig til síldar- vinnu á Siglufírði. Stundum var Siglufjörður kallaður „sódóma ís- lands“ og kom þangað mikið af skemmtikröftum og tónlistarmönn- um að halda uppi fjöri. Nokkrir áhugamenn um síldar- minjasafn tóku sig til fyrir nokkrum árum og ákváðu að gera upp gamla Roaldsbrakkann og endurskapa þá stemningu sem ríkti á síldarárunum. Það er Félag áhugamanna um minjasafn sem hefur staðið að upp- byggingu Roaldsbrakka síðastliðin fjögur ár og var síidarminjasafn Siglfirðinga flutt þangað í fyrra og brakkinn formlega opnaður sem safn. í sumar hafa staðið yfir reglu- legar söltunarsýningar þar sem að gömul vinnubrögð á síldarplaninu eru sýnd á hveijum laugardegi fyrir ferðamannahópa og aðra gesti og blandast fræði og afþreying á skemmtilegan hátt saman. Á eftir söltunarsýningunni eru gömlu sfld- arlögin leikin og dans stiginn af síld- arsöltunarfólki og safngestum. Örlygur Kristfinnsson, formaður Félags áhugamanna um minjasafn, segir að safnið dragi að marga ferðamenn. Ekki megi gleyma því að Siglufjörður er fyrir utan hring- veginn og þarf að bjóða upp á ferða- þjónustu sem virkar spennandi á fólk svo því finnist ástæða til að taka á sig krók og staldra við um tíma í bænum. Það hefur tekist vel í sumar og aðsókn á síldarminja- safnið hefur verið töluverð og hafa 5.000 manns sótt safnið heim. Margir sem i safnið koma, unnu á árum áður í síldinni á Siglufírði og fínnst þeim sérstakt að rifja upp gamla tíma. Afkomendur þeirra láta sig heldur ekki vanta til að sjá hvemig afi og amma eða pabbi og mamma höfðu það í síldinni. Úrval/Útsýn hefur staðið fyrir hópferðum um hringveginn. Er þá komið við á Siglufírði á laugardög- um og safnið skoðað og horft á söltunarsýninguna og síðan tekur fólk þátt í dansinum. Þeir útlending- ar sem koma eru margir af eldri kynslóðinni og muna eftir íslands- síldinni, oft með söknuði. Rómantík í síldinni „Hugmyndin að síldarminjasafni kviknaði fyrir nokkram árum. Þá var komið upp bráðabirgðasafni á meðan verið var að gera upp Roalds- brakka. Upp frá því vaknaði fljót- lega áhugi á síldarárunum og fyrir fjórum árum var Síldarævintýrið haldið hér um verslunarmannahelgi. Þá kom gífurlegur fjöldi fólks og Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1985 Erlendir ferðamenn í janúar-ágúst 4 oqc Breyt. frá 1993 Fjöldi % fyrraári 1. Þýskaiand 30.563 20,7 5,8% 2. Bandaríkin 20.510 13,9 11,2% 3. Danmörk 16.683 11,3 58,2% 4. Svíþjóð 13.917 9,4 ■3,7% 5. Bretland 11.848 8,0 ■13,3% 6. Noregur 10.546 7,1 -10,5% 7. Frakkiand 8.405 5,7 0,7% 8.Sviss 6.961 4,7 59,5% 9. Holland 4.694 3,2 ■11,9% 10-Finnland 3.285 2,2 11,8% Önnur 20.458 13,8 ■7,2% Samtals 147.870 1 00,0 5,0% Ferð með Hafnargöngu- hópnum HAFNARGÖNGUHÓPURINN hefur skipulagt gönguferð í kvöld 6. sept. Lagt verðir af stað frá Miðbakka- tjaldinu við Hafnarhúsið kl. 20 og haldið rakleiðis suður í Vatnsmýri. Þar mun Maggi Jónsson, arkitekt, sýna líkan og segja frá fyrirhuguðu Náttúrufræðahúsi Háskóla íslands sem á að rísa þar. Frá Vatnsmýrinni verður gengið vestur í Ánanaust í Héðinshúsið. Þar sýnir Gunnar M. Eggertsson víkinga- skipið sem þar er í smíðum. I lokin verður val um röska göngu út á Reykjarnes í Örfírisey og með hafnarbökkum til baka eða göngu beint til baka að Miðbakkatjaldi. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Jöklaferðir Ævintýri á Vatnajökii. Ferðir á snjóbil um og vélsleðum á stærsta jökul í Evrópu. Svefnpokag. og veitingar í Jöklaseli með óviðjafnanlegu útsýni. Jöklaferðir hf., pósthólf 66, 780 Hornaf.s. 478-1000, fax 478-1901, Jöklasel s. 478-1001. Hestaleigan Reykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði. Opið allt árið. 1 -4 klst. og dagsferðir. Uppl. í síma 483-4462 og fax 483-4911. Gisting Akureyri. Leigjum út 2-4 manna stúdíó íbúðir með öllum búnaði. Opið allt árið. Stúdíóibúðir, Strandgötu 13, Ak. s. 461-2035, fax 461-1227. Ferðaþjónusta bænda. Bæklingur okkar er ómissandi í ferða- lagið. Ferðaþjónusta um allt land. Gisting, veiði, hestaleiga, gönguferðir o.fl. Upplýsingar í simum 562-3640 og 562-3643, fax 562-3644. Engimýri Gisting á fögrum stað í grennd við Akureyri. Veitingar - hestaleiga - gönguferðir - vatnaveiði. Símar 462-6838 og 462-6938. Fljótasiglingar á gúmmibátum á Hvitá i Árnessýslu og Austari-Jökulsá Kanóferðír og kajaknámsk. Tjaldsvæði og svefnpokagisting á Drumboddsstöðum. Bátafólkið, Biskupstungum, Árnessýslu, s. 588-2900. Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - Lifandi leiðsögn - Gisting við allra hæfi. EYJAFERÐIR Stykkishólmi, s. 438-1450. SÍLDARSTÚLKUR salta sUd- ina af miklu kappi á söltunar- sýningunni sem hefur verið sýnd hvern laugardag í sumar. EFTIR söltunarsýninguna eru spiluð gömul síldarlög á harmónikku og söltunarfólk og safngestir stíga dans. við sáum að það var mikill áhugi fyrir síldaráranum. Það liggur ein- hver rómantík að baki þeim. Upp frá þessu hafa verið síldárævintýri hér um hverja verslunarmannahelgi og hafa verið með mest sóttu uppá- komum um þá helgi. Gullgrafarabærinn í norðri Við megum ekki gleyma því að með síldinni skapaðist efnahagsleg- ur uppgangur hér á landi og fólk fluttist úr sveit í bæ. Það má segja að síldin hafí komið okkur út úr torfbæjunum og íslendingar sáu peninga í fyrsta sinn.“ Það er stórmerkilegt að Siglu- fjörður byggðist upp á svo undra- skömmum tíma. Um aldamótin kúrðu nokkur hús hér í Eyrinni, ein- hvers konar vísir að litlu þorpi, líkt- ist frekar sveitabæ. En 10 árum síðar hafði fjölgað svo um munaði og um 1950 bjuggu hér yfír 3.100 manns og hátt á sjötta hundrað skip hafa verið talin í höfninni og á firðinum þegar bræla var á miðun- um. Þetta er ótrúiegur uppgangur, enda var Siglufjörður frægur í Evr- ópu og var kallaður gullgrafarabær- inn í norðri, eða Fiskerenes E1 ossvogsstöðin hf plöntusalan í Fossvogi Opiðkl. 8-17, sími 564-1777 Meöan birgðir endast: Stafaf ura, 15 kr. stk. Fossvogsstöðin f. neðan Borgarspítalann. Með fangið fullt afgróðri Vikaá Benidorm 14. sept. frá kr. 38.432* Tryggið ykkur síðustu sætin til Benidorm í sumar á ótrúlegum kjörum. Fallegt íbúðarhótel í hjarta Benidorm, Flamingo Benidorm sem margir farþegar okkar hafa gist á. Stór og fallegur garður, veitingastaður, móttaka, allar íbúðir með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Bókaðu strax, þetta eru síðustu sætin. Verð 38.430 kr. m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Verð 44.560 kn. m.v. 2 í íbúð, 14. sept. Skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.