Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flétta Medio- banca veldur spennu á Italíu Milanó. Reuter. MIKIL gerjun á sér nú stað í ít- ölskum efnaiðnaði fyrir tilstilli Mediobanca. Á föstudag var greint frá því að með flóknum hlutabréfa- skiptum og samruna myndi fjár- festingafyrirtækið Gemina taka yfir fjárhaldsfyrirtækið Feruzzi og efnasamsteypuna Snia BDP. Þá mun hið risavaxna iðnfyrirtæki Montedison, sem Feruzzi ræður yfir, taka yfir Caffaro og Snia Fibre, en Fiat á hlut í þeim báðum. ítalskir viðskiptasérfræðingar segja fléttu Mediobanca snilldar- lega en ekki sé að sama skapi ljóst hvaða tilgangi hún eigi að þjóna. Samkeppnisyfirvöld eiga enn eftir að samþykkja þessi viðskipti öll en ef af þeim verður myndast ný risasamsteypa sem mun velta rúmlega 25 milljörðum dollara á ári. Það eru ekki aðstæður á mark- aðnum sem knýja fram þennan samruna heldur hagsmunir ítal- skra banka. Feruzzi og Montedi- son römbuðu á barmi gjaldþrots fyrir tveimur árum og var bjargað fyrir tilstilli bankakerfisins. Bank- arnir eignuðust hins vegar 67% hlut í Feruzzi. Nú þegar reksturinn er kominn réttu megin við strikið vildu bankarnir losna úr fyrirtæk- inu og báðu hinn öfluga Medio- banca um aðstoð við að finna kaupendur að hlut sínum. Leysti bankinn málið með því að snúa sér til mikilvægustu við- skiptavina sinna á borð við Fiat. Cesare Romiti, framkvæmdastjóri Fiat, segir að til greina hafi kom- ið að leysa fyrirtækið upp í minni einingar eða þá að selja það er- lendum fjárfestum. Hvorugur kosturinn hafi verið Ítalíu í hag. Aðrir sérfræðingar gagnrýna hins vegar að ekki hafi verið leitað til erlendra aðila þar sem að slíkt kynni að hafa styrkt viðskipti Montedison utan Ítalíu. Þá hefur það verið harðlega gagnrýnt að ekki þeir sem nú taka yfir fyrir- tækin bjóðast ekki til að kaupa öll hlutabréf í þeim. í Bandaríkjun- um eða Bretlandi væri annað óhugsandi. „Það er ekkert í þessum samn- ingi sem er minnihluta hluthafa í hag,“ segir William Cowan hjá James Capel í London. Er talið að gengi hlutabréfa í fyrirtækjun- um muni lækka sökum þessa. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson FRIÐRIK Pálsson forstjóri SH og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips undirrita samning fyriilækjanna. Sölumiðstöðin og Eimskip semja um vörugeymsluþjónustu Akureyri. Morgunblaðið. SAMNINGUR milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Eimskipafé- lags Islands um vörugeymsluþjón- ustu á Akureyri var undirritaður á Akureyri á föstudag. Samningurinn gildir frá 1. september 1995 til fjög- urra ára. Á blaðamannafundi sem efnt var til í húsakynnum Eimskips af þessu tilefni kom fram að samningurinn felur í sér að Eimskip mun annast alla vörumóttöku, lagerhald og um- búðalager Sölumiðstöðvarinnar á Akureyri. Sölumiðstöðin gerir ráð fyrir að flytja allt að 40% af umbúða- lager fyrirtækisins frá Reykjavík til Akureyrar í kjölfar aukinna umsvifa á Norðurlandi. Fimm starfsmenn munu annast almenn lager- og afgreiðslustörf fyr- ir SH á umbúðalagernum, auk þeirra sem sjá um vörudreifingu. Forsvarsmenn Eimskips tilkynntu að til þess að mæta þörfum Sölumið- stöðvarinnar um aðbúnað og aðstöðu þyrfti að ráðast í umtalsverðar end- urbætur á hluta Oddeyrarskála, vör- húsi Eimskips á Akureyri. í kjölfar endurbótanna áformar Eimskip að bjóða vörugeymslu- og birgðastýr- ingarþjónustu til annarra viðskipta- vina félagsins á Norðurlandi. Gates segist gáttaður á athyglinni Madríd. Reuter. BILL Gates, stofnandi, eigandi og forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, sagði í gær að ftjáls blaðaumfjöllun um nýjustu afurð fyrirtækisins, stýrikerfisforritið Windows 95, hafi sparað því mikinn auglýsingakostnað. Á fréttamannafundi, sem Gates hélt í tilefni af markaðssetningu Windows 95 á Spáni í Madríd í gær, þriðjudag, sagði hann að þökk sé hinni miklu umfjöllun fjöl- miðla hefði fyrirtækið getað svo til sleppt öllum auglýsingum. „Við hugleiddum meira að segja að sleppa því alveg að auglýsa sjálfir, þar sem blöðin fjölluðu svo ítarlega um vöruna að það var sennilega óþarfi.“ í stað þess að fjárfesta í hefð- bundnum auglýsingum eyddi Microsoft-fyrirtækið um 200 millj- ónum Bandaríkjadala í uppákomur, sem drógu að sér athygli fjölmiðla. í New York var Empire-State- byggingin lýst upp í litum Windows 95-merkisins (rauðum, gulum og grænum) og í Ástralíu fengu börn fædd á markaðssetningardaginn forritið og fé að gjöf. Gates, sem kom fram á sviðið á markaðssetningarhátíðinni í Madríd í gegn um reykský að hætti poppstjörnu, sagðist sjálfur vera gáttaður á þeirri miklu athygli sem Windows 95 nýtur. „Umfjöllunin er miklu meiri en við höfðum búizt við,“ sagði hann. A.. FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA Frábær uppskrift... ...aðfríinu þínu. Margskonar gistimöguleikar: veiði, hestaleigur, gönguferðir o.fi Bæklingurinn okkar er ómissandi á ferðalaginu. Sterkir plastkassar og skúffur. Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Hægt að hengja á vegg, eða stafla saman. lyiargar stærðir gott verð. Avallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% □ Hvers vegna að borga 1.200 kr. fyrir kvarWra al Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr.? O Banana Boat 99,7% hreint Aloe Vera gel fæst 16 mismunandi pakknirrgum. Verð frá kr. 65, kr. 499 og upp í 1.000 kr. hálfur lítri. ' □ Biddu líka um Banana Boat Body Lotloinlð með Aloe Vera, A B2, B5, D og E vitam'ini. o Hefurðu prófað alnáttúrulega svitalyktareyðandi kristal- steininn? Margar gerðir og verðið er frá kr. 655. M.a.: O Svitalyktareyðandi Nature's kristalshjarta I gjafaöskju. □ Svitalyktandi Nature's kristalsdropi í gjafaöskju. □ Svitalyktandi Nature's „Ýtt'onum upp“ (Push-Up Stick). □ Svíalyktareyðandi Nature's sprey (kristall I vðkvaformi). Biddu um Banana Boat og Nature's kristalinn í apótekum, Ný stjórn Iðnlánasjóðs IÐN AÐ ARRÁÐHERR A skip- aði í júlí nýja sfjórn Iðnlána- sjóðs til fjögurra ára en þá rann út skipunartími fyrri sljórnar. Á myndinni eru f.v. þeir Sveinn Hannesson, Orn Gústafsson, formaður, Örn Jóhannsson og Bragi Hannes- son, forsljóri. Um leið véku úr sljórn þeir Geir A. Gunn- laugsson og Þórleifur Jóns- son. EKTA HANDHNÝTT AUSTURLENSK TEPPI EMIR JL-húsinu. Opið: Virka daga laugardaga kl. 13-18, kl. 10-16. Færanlegt Lands- bankaútibú verður opnað í Grafarvogi STEFNT er að því að opna nýtt útibú Landsbankans á Fjallkonuvegi 1 í Grafarvogi fyrir lok þessa mánað- ar. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra, er hér um að ræða lítið útibú sem mun fyrst og fremst sinna einstaklingum en getur einnig annast viðskipti við fyrirtæki. Útibúið í Grafarvogi er sextánda útibú Landsbankans á höfuðborgar- svæðinu. Aðspurður um þörfina fyr- ir fjölgun útibúa í Reykjavík sagði Brynjólfur ljóst að þeim myndi frem- ur fækka í framtíðinni en hitt. „Hins vegar er Grafarvogurinn orðinn það stórt og þéttbýlt íbúðarsvæði að við teljum ekki annað fært en að vera með bankaútibú innan þess svæðis. Það eru víða útibú á miklu fámenn- ari svæðum á landsbyggðinni og jafnvel útibú frá fleiri bönkum og sparisjóðum." Hann segir að útibúið hafi verið sérstaklega byggt fyrir Landsbank- ann og sé færanlegt því alveg eins sé reiknað með því að það verði síð- ar flutt til Grafarvoginum eða eitt- hvað annað. I því verði hraðbanki en einnig sé fyrir hendi sá mögu- leiki að afgreiða viðskiptavini gegn- um bílalúgu. Starfsmenn útibúsins verða vænt- anlega íjórir talsins í upphafi og koma þeir frá öðrum útibúum bank- ans. Guðbjörg Gísladóttir hefur verið ráðin útibússtjóri. Iðnlánasjóður Býður út skuldabréf fyrir einn milljarð IÐNLÁNASJOÐUR hefur í undir- búningi að bjóða út á innlendum markaði skuldabréf fyrir einn millj- arð króna og er þetta stærsta ein- staka útboð sjóðsins til þessa. Þeg- ar hefur verið aflað lánsfjár að upphæð 600 milljónir með skulda- bréfaútboðum á árinu þannig að útlit er fyrir að lánsijáröflun innan- lands verði svipuð og í fyrra þegar Heilsuval - Barónsstíg 20 ® 562 6275 Ný verslun með bútasaumsvörur Jólaefnin komin. - Skráning á námskeið hafin. Verið velkomin! Frú Bóthildur, saumagallerí, Suðurlandsbraut 20, Sfmi 553 3770. boðin voru út bréf fyrir um 1.600 milljónir. Leitað hefur verið eftir tilboðum í útboðið hjá VÍB, Landsbréfum og Kaupþingi og rennur skilafrestur út á mánudag. Að sögn Braga Hannessonar, forstjóra Iðnlána- sjóðs, hefur eftirspurn verið nær eingöngu eftir lánum í íslenskum krónum. „Auk þess erum við að minnka hlut erlendra lána í okkar innlánsfé, sem var mjög stór.“ Iðnlánasjóður tók í sumar lán hjá Sumitomo Bank í London til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán hjá tveimur erlendum bönkum. Lán- ið nam 20 milljónum bandaríkjadala sem jafngildir um 1,3 milljörðum króna. Vextir eru millibankavextir í London að viðbættu 0,15% álagi og segir Bragi að þetta sé hagstæð- asta lán sem sjóðurinn hafi nokkru sinni tekið eriendis. > I i ; i í l I I i ; í t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.