Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 17 Oopinbera kvennaráðstefnan fyrir utan Peking Lögreg’lan hefur vakandi auga með konunum Peking. Reutcr. LÖGREGLUAÐGERÐIR og mik- ið eftirlit hafa sett mikinn svip á óháðu kvennaráðstefnuna, sem haldin er skammt frá Peking. Tíbetskar konur, útlægar í Kína en nú með ríkisborgararétt ann- ars staðar, hafa verið eltar á röndum og allir bæklingar og blöð á kínversku, sem róttækar kvenréttindakonur og lesbíur komu með, hafa verið gerð upp- tæk. Tian Qiyu, aðstoðaröryggis- málaráðherra Kína, reyndi í síð- ustu viku að takmarka útifundi kvennanna við ákveðið svæði, íþróttasvæði skóla nokkurs, en margir hópar hafa virt þau fyrir- mæli að engu. Sagði hann, að árásir á leiðtoga Kína yrðu ekki þolaðar og kínverskur Iögreglu- foringi sagði, að konurnar, á hvorri ráðstefnunni sem væri, hefðu málfrelsi svo fremi þær rækju ekki áróður fyrir skiptingu landsins. Er þá átt við kröfur Tíbeta um sjálfstæði. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja, að Kínastjórn hafi enga heimild til að setja neinar tak- markanir á almenn skoðanaskipti á ráðstefnunni. Eltar með svívirðingum Michael Lightowler, sendi- herra Ástralíu í Kína, kom í gær tveimur tíbetskum konum og áströlskum ríkisborgurum til hjálpar þegar um 15 kínverskir embættismenn og þátttakendur í ráðstefnunni réðust að þeim með svívirðingum. Tók hann sér stöðu með þeim og létu þá Kín- verjarnir af skömmunum. Til nokkurra æsinga kom einnig á óopinberu ráðstefnunni þegar um 400 lesbíur söfnuðust saman til að leggja áherslu á sín réttinda- mál. Fylgdist lögreglan grannt með hópnum en þegar lesbíurnar gengu fram á hóp íslamskra kvenna frá Norður-Afríku hitnaði aðeins í kolunum. Höfðu þær síð- arnefndu ýmis ófögur orð um kynsystur sínar en þær létu það lítt á sig fá. Mikill uggur í Frakklandi vegna sprengjutilræða Ottast „heilagt stríð“ íslamskra öfgahópa París. Reuter. SPRENGJUTILRÆÐIN í París að undanförnu hafa vakið ótta við, að íslamskir öfgamenn séu að uppfylla leynilega skipun um að hefja „heilagt stríð“ í Frakklandi. Nú þegar liggja sjö menn í valnum og meira en 100 hafa slasast en frönsku lögreglunni virðist lítið hafa orðið ágengt við rannsókn á hermdarverkunum. Tilraunir til að valda dauða og tortímingu á tveimur fjölsóttum mörkuðum í París sl. sunnudag sýna, að hermdarverkamennirnir eru ákveðnir í að valda skelfingu meðal óbreyttra borgara. Höfðu þeir komið fyrir tveimur sprengjum en hvorug þeirra sprakk. Báðar voru þær gerð- ar úr gaskútum, sem fylltir höfðu verið með sprengiefni og nöglum og skrúfboltum til að valda sem mestum meiðslum. Öryggisgæsla hert Frönsk stjórnvöld hafa brugðist við með því að herða öryggisgæslu um allt landið og sem dæmi má nefna, að foreldrum var bannað að fara með börnum sínum inn í sjálfa skólana þegar þau sneru til baka úr sumarleyfi. Opinber sorpílát hafa víða verið innsigluð eða fjarlægð og í París hefur jafnvel komið til tals að loka almenningssalernum. í frönskum dagblöðum hafa kom- ið fram áh'yggjur um, að íslömsk öfgasamtök hafí fyrirskipað heilagt stríð í Frakklandi og Le Monde sagði, að lögreglan hefði þá kenn- ingu, að nokkrir hópar, þar á meðal franskir ríkisborgarar, stæðu að hermdarverkunum. Það styður þessa frásögn, að fjórir múslimar, þrír franskir og einn alsírskur, hafa ver- ið handteknir en þeir eru taldir vera félagar í íslömskum öfgasamtökum í Lyon. í blöðum er sagt, að þeir hafí verið að undirbúa árás á stóra bensíngeyma. Reuter Fellibylurinn Louis Leiðtoga- fundur um N-Irland Dyflinni. Reuter. NÝR kafli hefst í tilraununum til að koma á friði á Norður-írlandi þegar John Major, forsætisráð- herra Bretlands, og John Bruton, forsætisráðherra Irlands, halda leiðtogafund skammt frá London í dag. Adams svartsýnn Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hins pólitíska arms Irska lýðveldis- hersins (IRA), var svartsýnn í gær, en kvað fundinn marka tíma- mót í þyrnum stráðri sögu Norður- Irlands. Adams skoraði á Breta að láta af kröfum um að IRA léti af hendi vopn sín og reyna þess í stað að koma á alhliða viðræðum um að binda enda á 25 ára skæruhern- að vegna. yfirráða þeirra yfir Norð- ur-írlandi. ÞESSI gervihnattarmynd af felli- bylnum Louis gefur góða hug- mynd um þá ógnarkrafta náttúr- unnar sem þar eru að verki. Vindhraðinn í hringiðunni er um 225 km/klst. og ölduhæðin sem fylgir bylnum er gífurleg. Louis fór yfir hluta Antilles-eyjaklas- ans í Karíbahafi í gær og stefnir nú á Puerto Rico. A eyjunum Antigua og Montserrat, sem auk þess er nú ógnað af eldgosa- hættu, svipti Louis þökum af þorpum, felldi fjölda tijáa og neyddi ibúana til að halda til í óveðursskýlum. Stormasamt pólitískt haust í uppsiglingu í Slóvakíu Aukin spenna í deilum Meciars og Kovacs Bratislava. Reuter. FLESTIR búast við stormasömu pólitísku hausti í Slóvakíu vegna harðvítugra deilna þeirra Michals Kovacs forseta og Vladímírs Meciars forsætisráðherra. Kovac setur þing Slóvakíu í dag og er búist við að deilur hans og forsætisráðherrans muni setja mikinn svip á störf þings- ins á næstunni. Það flækir málin mjög að syni Kovacs var rænt af óþekktum mönnum í síðustu viku og hann færður nauðugur til Austur- ríkis. Kovac yngri er eftirlýstur í Þýska- landi fyrir fjársvik og er talið líklegt að hann verði framseldur þangað frá Austurríki. Juraj Schenk, utanríkis- ráðherra Slóvakíu, hefur til þessa ekki reynt að þrýsta á um að honum verði leyft að halda aftur til Slóvak- íu. Meciar hefur um margra mánaða skeið krafist þess að Kovac láti af embætti forseta og lagði í síðustu viku til að embætti forseta og for- sæUsráðherra yrðu sameinuð. í marsmánuði í fyrra beið Meciar lægri hlut er greidd voru atkvæði um vantrauststillögu á stjórn hans á þinginu en Kovac var meðal þeirra er hvað harðast höfðu barist gegn honum. Meciar vann hins vegar sig- ur í þingkosningum síðar á árinu og hefur leitað færis til að hefna sín á forsetanum síðan. Aðrir flokkar í stjórninni, en jafnt fyrrum kommúnistar sem hægri- öfgamenn eiga aðild að henni, hafa látið í ljós ótta um að Kovac muni á ný reyna að fella stjórn Meciars. Hafa þeir krafist þess að fá afrit af þingsetningarræðu Kovacs áður en hún verður flutt. Foretinn neitar því hins vegar að hann hyggist grafa undan forsætis- ráðherranum. í nýlegri yfirlýsingu sagði hann að haustið gæti vel orðið átakalaust en það væri stjórnarinnar að sjá til þess. Nýlega neitaði Kovac að undirrita þijú lagafrumvörp, sem samþykkt höfðu verið á þinginu, en í einu þeirra fólst að fallið var frá umfangs- mikilli einkavæðingu. Er búist við ■ að þingið muni samþykkja lögin á ný til að hnekkja neitunarvaldi for- setans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.