Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Norskar kýr til Islands BiBWÍÍill ATVlNNULEYF AÐALFUNDUR Landssambands kúabænda samþykkti i gær að fela stjóm sambandsins að heQa þegar f stað undirbúning að inn- flutningi á nýju n\jólkuri<úakyni. Það er of snemmt að lyfta upp halanum, Huppa mín. Hann er víst yfirlýstur útlendingahatari. VEIÐIMAÐUR glímir við lax í Túnstrengjum í Hítará. Stórlaxaveiði í Laxá í Þing. MIKIL stórlaxaveiði var nýverið í Laxá í Aðaldai fyrir landi Ness og Árness þrátt fyrir að mikið slýrek hafi gert mönnum erfitt fyrir. Hóp- ur sem lauk veiðum um mánaða- mótin fékk m.a. 24, 22 og 20 punda laxa, auk nokkurra 15 til 19 punda fiska. Mest veiddist á maðk, en fluga gaf lítið vegna slýreksins. Að raða sökkum Eyþór Sigmundsson, sem veiddi hluta af tímanum í umræddum hópi, sagði slýrekið hafa verið svo mikið að fluga hefði ekki gengið. „Hún kom upp með hnefastóra slýklumpa eftir hvert kast. Úrræðið var að nota maðk og raða þremur sökkum af smæstu gerð með jöfn- um millibilum á línuna fyrir ofan. Þá settist mest af slýinu á efstu sökkuna, síðan tók sú næsta við og loks sú þriðja. Með þessu móti var hægt að halda maðkinum hrein- um að mestu og þar sem fáir höfðu komið agni almennilega að laxinum í marga daga tók iaxinn grimmt og þetta gekk vel. Ég var aðeins í einn dag og náði þremur löxum, þar af 17 og 18 punda fiskum. Milli 200 og 300 laxar hafa veiðst á svæðinu og alls um 1.100 laxar í ánni. Að sögn Eyþórs er talsvert af iaxi á Nesveiðunum, miklu meira en hann bjóst við að sjá eftir að hafa heyrt á tali manna í sumar að lítið líf væri í ánni. Mikið hark Mikiil haustbragur er nú víða á veiðiskapnum, lax farinn að taka illa og á það ekki síst við um Borg- arfjörðinn og Vesturlandið. Sem dæmi má nefna að holl sem lauk nýverið veiðum í Kjarrá fékk aðeins fimm laxa, en þar voru sjö stangir að veiðum í þrjá daga. Þar af veidd- ust fjórir laxar síðasta morguninn. Hollið á undan fékk aðeins 8 fiska og voru skilyrði þó ágæt, talsvert af laxi og vatnsmagn gott. Sömu sögu er að segja um Norðurá, þar hefur verið dauf veiði, m.a. var þar að veiðum fyrir skömmu holj skipað harðsnúnum veiðiklóm sem kenna sig við stafinu U og N. Þrátt fyrir alla sína þekkingu var aflinn rýr. Bæði Norðurá og Þverá hafa gefið yfir 1.600 laxa, Norðurá heldur meiri afla og er hún efst enn sem komið er. Laxá í Kjós í fjóra stafi Laxá í Kjós hefur nú gefið um 1.000 laxa, en samt hefur veiðin gengið rólega að undanförnu. Vatn er gott, kannski heldur mikið, en það er betra en of lítið. Eitthvað er enn' af sjóbirtingi, en minna en var fyrr í sumar. Er kominn haust- bragur á veiðina í Kjósinni eins og víðar. Stórbleikja í Soginu Það fréttist fyrir fáum dögum, að veiðimenn sem voru að veiðum í Soginu fyrir landi Ásgarðs fundu torfur af mjög stórri bleikju. Fengu kapparnir 8 fiska og misstu annað eins. Voru þær allt að 4-5 pund, en fullyrt var að enn stærri fiskar væru í torfunum, sennilega allt að 8 til 10 punda. Mest var af þessum físki í Kvörninni og þar var eitt- hvað af laxi líka. Settu félagarnir í þijá, en misstu reyndar alla. Fyrirlestur í siðfræði Trúiaðtil séu rétt svör Logi Gunnarsson Merking og tóm er nafn á fyrirlestri sem doktor Logi Gunn- arsson heimspekingur flytur á vegum siðfræðistofnunar Háskóla íslands annað kvöld, fímmtudagskvöld. Fyrirlest- urinn fjallar um merkingu og möguleika lífs sem lifað er án þess að fella nokkra gildis- dóma. Hann er haldinn í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands og hefst klukkan 20. Hvað er siðfræði? - Að mínum dómi er hægt að skipta siðfræði upp í nokkra flokka eftir því frá hvaða sjónarhorni efnið er skoðað, þó í grunninn séu all- ar spumingar ' siðfræðilegs eðlis nátengdar, enda tengist siðfræðin almennt séð alltaf siðferði með einhveijum hætti. Annars vegar má segja að siðfræð- ingar reyni að svara spurningum um hver sé hin rétta breytni og hvemig við eigum að haga okkur til að lifa góðu og réttlátu lífi. Fyrir heimspekinga leiða hugleið- ingar um þessi efni oft til þess að þeir setja fr'am kenningar sem hægt er að nota sem mælikvarða á hvað er rétt og rangt. Þá hugsa þeir sér dæmigerðar aðstæður og draga ályktanir af því hvað er rétt að gera í hvetju tilviki fyrir sig og alhæfa síðan út frá því. Þessi tegund siðfræði tengist beint því að svara spurningum um hvernig við eigum að hegða okkur við til- teknar aðstæður; hvernig við eig- um að haga lífi okkar. Hin hlið siðfræðinnar snýr að því að reyna að svara spurningum Um eðli siðferðisins og í hvetju það sé fólgið. í okkar samfélagi hefur siðferði mjög tengst trúarbrögðun- um og guði í gegnum aldirnar. Meðan fólk trúði á guð var guð endanlegur mælikvarði góðs og ills og ekki þörf á neinum öðrum viðmiðum til að hafa til leiðsagnar um það hvernig haga bæri lífinu. Með undanhaldi trúarbragðanna vakna upp spurningar um stöðu guðdómsins, hvort hann sé upp- fynding mannsins og siðferðilegir dómar einungis mannasetningar, sem hafi þróast í tímans rás og 'gætu allt eins verið einhveijir aðr- ir ef aðstæðurnar væru aðrar og menningarsamfélögin önnur. Ef það er raunin hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna í ósköpunum við eigum að haga okkur siðferði- lega ef það hentar okkur betur að gera það ekki? Árekstrar milli sið- ferðisreglna og hagsmuna þess sem í hlut á eru algengir og oft mikii freisting að bijóta reglurnar. Til dæmis að skrökva eða borga ekki skuldir. Ef dómar í siðferði- legum efnum eru einungis grund- vallaðir á tilviljunarkenndum regl- um, því í ósköpunum skyldum við fara eftir þeim frekar en að breyta samkvæmt því sem virðist vera okkar hagur í það og það skiptið. Því eigum við að hegða okkur sið- ferðilega? Ekkert einfalt svar Þetta er hin stóra spurning og ég vona að til sé svar um eðli sið- ferðisins, um hið góða líf og hvað ber að gera. Ein vinsæl leið til að svara þessum spurningum á síðari tímum er að rekja mátt siðaboð- anna til skynseminnar sjálfrar í stað guðdómsins. Þegar allt komi til alls segi skynsemin þér að þinn hagur sé í raun réttri fólginn í að haga þér siðferðilega og þess vegna gangi það ekki upp að bijóta samninga,'borga ekki skuldir sínar eða segja ósatt. Þetta er ekki besta svarið að mínu mati. Það hefur ►Logi Gunnarsson er fæddur árið 1963. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1983 og BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Is- lands 1986. Þá um haustið hélt hann til doktorsnáms við há- skólann í Pittsburgh I Banda- ríkjunum. Nú nýverið varði hann doktorsritgerð sína, en hún heitir Making Moral Sense: Substantive Critique as' an Alternative to Rationalism in Ethics. kosti og galla. Ég trúi því hins vegar að til sé eitt rétt svar en það sé ekki hægt að setja það fram með einföldum hætti. Ég tel að það sé mikilvægt að reyna ekki að svara spurningunni beint. Sérhver maður er sérstakur og ólíkur öðrum. Það verður því að nálgast hinn sameiginlega kjarna frá mörgum sjónarhornum, því sérhver maður skilur hann sín- um skilningi. Þess vegna eru bók- menntir líka mikilvægar í þ'essum efnum því þær nálgast viðfangs- efnið eftir öðrum leiðum en heim- spekingar fara til dæmis. Svar við siðferðilegum spurningum er ekki hægt að setja fram með einföldum hætti eins og um stærðfræðilega formúlu væri að ræða. Einfaldur inælikvarði í siðferðilegum efnum er ekki til. Logi segir að siðadómar séu ein tegund gildisdóma. Gildisdómar geti verið mjög margvíslegir og til dæmis varðað það hvað sé fallegt og ljótt, vel^ og illa gert og svo framvegis. í fyrirlestrinum fjalli hann um ákveðna tegund af gildis- dómum. Gerður sé greinarmunur á þeim og styrkleikadómum, en styrkleikadómar séu þeir dómar þar sem viðkomandi Ieggi einungis mat á langanir sínar og styrkleika þeirra og ekkert annað. Kanadíski heimspekingurinn Chales Taylor haldi því fram að það líf sé óskilj- anlegt þar sem eingöngu sé farið eftir styrkleika langana viðkom- andi og engir gildisdómar felldir og þar af leiðandi sé slíkt líf ekki mögulegt frekar en rökleg mót- sögn sé möguleg. í fyrirlestrinum sýni hann fram á að þetta sé ekki rétt. Þvert á móti sé það bæði mögulegt og skiljanlegt að iifa ein- göngu samkvæmt löngunum sín- um. Hins vegar sé slíkt líf ekki fyllilega merkingarríkt. Ástæðan sé sú að í slíkt líf vanti hugmynd- ina um framför. Það sem vanti sé möguleikinn til þroska, en slík hugmynd um framför sé nauðsyn- legur hluti af merkingarríku lífi, en í stað hugtakanna um skiljan- leika og óskiljanleika styðjist hann við hugtökin merkingarsnautt og merkingarríkt. Það geri málið flóknara, en færi okkur jafnframt nær kjarna málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.