Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 FRÉTTIR Framkvæmda- stjóri menningar-, uppeldi- og fé- lagsmála Borgarráð samþykkir ráðningu Jóns Björns- sonar BORGARRÁÐ samþykkti í gær að ráða Jón Björnsson, framkvæmda- stjóra félagsmálasviðs Akureyrar, í starf fram- kvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og fé- lagsmála. Tillagan var samþykkt með þremur sam- hljóða atkvæð- um borgarfull- trúa Reykjavík- urlista, en borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og lögðu fram bókun. Embættið óþarft f bókun sjálfstæðismanna segir að ráðning framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála Reykjavíkurborgar sé eitt gleggsta dæmið um stöðugt aukna yfirbygg- ingu í stjórnkerfi borgarinnar. Ekki verði séð að þörf sé fyrir þetta nýja embætti enda illa skilgreint og tengsl við nefndh, borgarstofnanir og forstöðumenn afar óljósar. Þá muni embættið ekki auka á skil- virkni í stjórnsýslu borgarinnar. Bent er á að R-listinn hafi samþykkt sex ný embætti í yfirstjórn borgar- innar auk þess sem stofnað hafi verið til embætta hjá SVR og Félags- málastofnun. Auk stofnkostnaðar við flest þessara embætta mætti gera ráð fyrir að árlegur launakostn- aður og annar rekstrarkostnaður vegna nýrra embætta nemi um 30 milljónum. Því sitji borgarráðsfull- trúar Sjálfstæðisflokks hjá við af- greiðslu málsins. Tímabærar breytingar Borgarstjóri lagði fram bókun þar sem kemur fram að bókun sjálfstæð- ismanna sé í senn ómálefnaleg og órökstudd og þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að gera stjórnkerfis- breytingar í borgarkerfinu tor- tryggilegar. Breytingamar séu hins vegar löngu tímabærar og í raun forsenda þess að hægt sé að ná betri tökum á fjármálum og rekstri borgarinnar og gera borgarkerfið aðgengilegra fyrir borgarbúa. Þrátt fyrir samfélagslegar breytingar og breytt verkefni hafi stjórn borgar- innar að mestu verið óbreytt frá því snemma á áttunda áratugnum. Þá hafi enn ekki verið ráðið í tvær af þeim stöðum sem sjálfstæðismenn tiltaki í bókun sinni og að samfara stjórnkerfisbreytingunni hafi verið lagðar niður eða ekki endurráðið í þijár stöður. Það sé sannfæring borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að þær breytingar sem verið er að gera á stjórnkerfi borgarinnar eigi eftir að skila sér í betri og hagkvæmari þjónustu við borgarbúa. Mikill áhugi á Heimabanka íslandsbanka Aðrar bankastofn- anir ætla að bjóða svipaða þjónustu Töluverður áhugi er fyrir Heimabankanum * sem Islandsbanki kynnti um helgina. ______245 manns höfðu í gær fengið______ tölvutengingu við íslandsbanka, en með þeirri tengingu er hægt að greiða reikninga og fá reikningsyfírlit gegnum einkatölvu viðskiptavina. VILJI viðskiptavinur greiða reikninga eru ýmsir möguleikar í boði. HILMAR Gunnarsson, tölvufræðingur hjá íslandsbanka, með Heimabankann á skjánum. ÍSLANDSBANKI telur þetta geysilega góð viðbrögð, og segir Sigurveig Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi bankans, að viðtök- urnar séu betri en flestir bjugg- ust við. Til að geta notað Heimabanka íslandsbanka þurfa notendur að hafa tölvu með Windows 3.1 eða Macintosh-tölvu og mótald, að lágmarki 2.400 baud. Bankinn lætur viðskiptavinum í té tengi- forrit sem sett er í tölvuna sam- kvæmt leiðbeiningum sem fylgja. Forritið er á tveimur diskettum og u.þ.b. 1,5 megabæt að stærð. Þegar náðst hefur samband við Heimabankanri birtist val- mynd á tölvuskjánum og þar sést staða þess bankareiknings sem gefínn var upp í umsókn. Hægt er að velja ýmsa mögu- leika, svo sem að fá reikningsyf- irlit sem hægt er að prenta út eða stöðu á kreditkortum. Þá er hægt að greiða skuldabréf, gíró- seðla og víxla með því að fylla út viðkomandi dálka í valmynd- um eða færa milli bankareikn- inga. Einnig er hægt að leita í þjóðskrá, reikna út greiðslubyrði lána eða senda tölvupóst til starfsmanna bankans. Hægt er að láta bankann senda kvittun til viðtakanda greiðslu með því að merkja í ákveðinn reit. Einnig er hægt að láta bankann senda greiðand- anum kvittun fyrir útborgun. Fyrir þessa þjónustu þarf þó að greiða sérstaklega en að öðru leyti kostar 1.500 krónur að tengjast Heimabankanum auk 960 króna árgjalds og síma- kostnaðar. í startholum Fyrirtæki hafa í nokkur ár getað tengst bönkum og spari- sjóðum gegnum tölvur. I Lands- banka og sparisjóðunum hefur tengingin verið nánast beint við Reiknistofu bankanna en hægt hefur verið að tengjast við tölvu- deildir Búnaðarbanka og ís- landsbanka. Þessi þjónusta hefur í raun verið opin fyrir almenning en verðið á henni hefur verið hátt eða yfirleitt hátt á þriðja þúsund krónur á mánuði. í þjónustusíma banka og sparisjóða hefur síðustu mánuði einnig verið hægt að greiða skuldabréf og færa á milli reikn- inga auk þess að fá yfirlit yfir stöðu á bankareikningum. Að sögn Þórðar B. Sigurðssonar for- stjóra Reiknistofu bankanna verður þar væntanlega innan skamms einnig hægt að fá upp- lýsingar um kreditkortareikn- inga. En bankar og sparisjóðir und- irbúa nú að bjóða viðskiptavinum sínum svipaða þjónustu og ís- landsbanki. Edda Svavarsdóttir, markaðsfulltrúi Búnaðarbank- ans, sagði að þetta hefði lengi verið í undirbúningi í bankanum og hluti þjónustunnar væri þegar kominn á markað, tölvuforritið Hómer sem væri grunnur að heimatölvubanka. Þar væri hægt að færa heimilisbókhald, reikna út greiðslubyrði lána og ávöxtun sparireikninga. Það eina sem vantaði væri möguleiki á síma- sambandi gegnum módem og hann væri væntanlegt innan skamms. Gert er ráð fyrir að heimaþjón- usta verði tekin upp hjá spari- sjóðunum síðar í þessum mán- uði. Að sögn Jóns Ragnars Hö- skuldssonar framkvæmdastjóra er hugmyndin sú að kerfi spari- sjóðanna virki svipað og Netscape-forritið fyrir Internet- ið. Þá væri hægt að stjórna þjón- ustunni frá tölvumiðstöð spari- sjóðanna og breyta henni og bæta við upplýsingum á valmynd án þess að breyta hugbúnaðar- pakkanum. Brynjólfur Helgason, að- stoðarbankastjóri Landsbank- ans, sagði að eitthvert form af heimaþjónustu yrði tilbúið innan skamms og það yrði sambærileg þjónusta við þá sem fyrirtæki hafi notið um nokkurra ára skeið gegnum Boðlínu bankans. Öryggið tryggt Víða í útlöndum hefur heima- bankaþjónusta staðið viðskipta- vinum banka til boða um nokk- urn tíma. Edda Svavarsdóttir sagði að ein ástæða þess að Búnaðarbankinn hefði ekki enn boðið slíka þjónustu hér á landi á almennum markaði væri að hann vildi tryggja öryggi við- skiptavinanna sem allra mest. En í útlöndum hefði borið á því að óviðkomandi kæmust inn á heimabankakerfi. Fulltrúar íslandsbanka full- yrða að Heimabankinn sé örugg- ur fyrir innbrotum. Hilmar Gunnarsson, í markaðsdeild ís- landsbanka sagði að Heimabank- inn væri notendaheldur, þ.e. not- endur Heimabankans væru skráðir fyrir því forritseintaki sem þeir fengju í hendurnar. Þá yrðu þeir að nota lykilorð til að komast í samband við bankann. Loks væri ekki hægt að ræsa Heimabankann í gegnum tengi- forrit annars notanda. Því ætti ekki að vera meiri hættæá mis- notkun en í hraðbönkum eða þjónustusímanum. Málþing um fiskveiði- stjórnun og eignarrétt SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Há- skóla Islands stendur í dag fyrir málþingi um fiskveiðistjórnun og eignarrétt í sjávarútvegi. Á málþinginu verður fjallað um eignarrétt í sjávarútvegi, mismun- andi aðferðir við fiskveiðistjórnun og áhrif þeirra á sjávarútveginn í ýms- um löndum Norður-Evrópu. Á vegum Evrópusambandsins er nú unnið að rannsóknum á eignar- rétti í sjávarútvegi og eru stjórnend- ur verkefnisins meðal frummælenda á málþinginu. Á dagskrá málþingsins er kynning á ESB-verkefninu og flytur Wim Davidse erindi um það. Þá verður fjallað um aðferðir fiskveiðistjórnun- ar og áhrif þeirra og flytja erindi um það þeir Niels Vestergaard, Wim Ðavidse, Ragnar Árnason, Tryggvi Þór Herbertsson, Hermann Bárðar- son og Ellen Hoefngal. Síðast á dagskrá málþingsins er erindi Vince McEwans um eignarrétt í sjávarútvegi. Að þeim loknum fara fram umræður og sjávarútvegsráð- herra býður til móttöku í þinglok. Málþingið fer fram í Ráðstefnusal ríkisins, Borgartúni 6 og hefst klukk- an 10:00 og stendur til klukkan 17:00. Byssuskotið var steinvala LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði byssumanns í Fossvogi í gærkvöldi, eftir að íbúi þar tilkynnti að skotið hefði verið á hús hans. íbúinn kvaðst hafa heyrt hvell og séð gat á rúðunni. Við nánari rann- sókn kom í ljós að einhver hafði kastað steinvölu í rúðuna. I I I > \ f \ I i k i \ i \ I I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.