Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 21 Opið bréf til rit sljóra Alþýðu- blaðsins KÆRI Hrafn Jökulsson! í upp- hafi þessa greinarkorns vil ég þekka þér ágæt kynni og um margt ánægjuleg samskifti utan ritvallar í kosningabaráttunni í vor. Blað þitt Alþýðublaðið er um margt hnyttið og vel skrifað, en er þó skrifað af meiri hörku en gerist í pólitík í dag. Ljóður ritstefnunnar er þó sá að mikið ber þar á persónulegum árás- um og fyrirlitningu í garð manna og málefna. Minna þessi skrif blaðs- ins mjög á það kalda stríð sem ríkti í pólitík hér á landi fyrr á öldinni, þegar stjómmálamenn og fjölskyld- ur þeirra fengu það óþvegið. Þá var nú svo vasklega ausið úr forinni að æstur skríll réðist að heimil- um_ stjórnmálamanna. Ég held nú satt að segja að enginn kysi þessa tíma á ný og þeir eru blettur á stjórnmálasögu lands- ins. Ég kann vel snörp- um átökum um málefni en hinu kann ég illa þegar markmiðið virð- ist það eitt að sækja æru manna. Flestir menn hafa nokkuð til síns ágætis og dreng- skapur og vinátta i garð andstæðinga er það sem gert hefur pólitíkina hér bærilega. Ég hef tekið eftir því að þú ert með unga menn í uppeldi sem beita oddinum fast og feta í þín hörðu fótspor á ritvellinum og fara stund- um framúr læriföðurnum. Nú bar svo við að einn þessara skósveina þinna brá sér að heiman og birti mikla ritsmíð í Morgunblaðinu fimmtudaginn 31. ágúst sl. Var það listamaðurinn og grínistinn ungi Hallgrímu Helgason. Mér finnst nú aðdróttanir Hallgríms í minn garð bæði grófar og ærumeiðandi og sett- ar fram til að reyna að hópa gegn Málflutningur er sá sami og hjá Gróu gömlu á Leiti, segir Guðni Ágústsson, þegar hann svarar skriffinum Al- þýðublaðsins. mér og Framsóknarflokknum. Hall- grímur reynir í kjaftasögustíl að höfða til kvenna og aldraðra og setur innan gæsalappa ummæli sem ég hef aldrei látið falla. Ég tala að vísu oft umbúðalaust; á ráðstefnu um öldrunarmál sagði ég að öldrun væri ástand sem hægt væri að tefja fyrir og þar með fækkaði öldruðu fólki. Þetta er nú nákvæmlega það sem læknavísindin segja í dag og staðreynd sem við sjáum á mörgu frísku fólki þrátt fyrir háan aldur. Þessum boðskap hef ég fylgt eftir á Alþingi með tillöguflutningi um sveigjanleg starfslok og lífeyrismál sem snúa að bættri afkomu þeirra öldruðu. „Konan á bak við eldavél- ina“, var álíka húmor gárunganna, þar sem ég á ráðstefnu um janfrétt- ismál varaði konur við því að krefj- ast jafnréttis með þeim hætti að móðurhlutverkið biði skaða af. Það þekkia þeir sem hafa átt góða móð- ur að ekkert kemur í hennar stað, enn á það við sem séra Matthías kvað: Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður. Ég styð fullkomið jafnrétti kvenna á vinnumarkaði og í launum en bæði atvinnulífið og þjóðfélagið í heild verður að tryggja þann sveigjanleika að á hinn viðkvæma þráð á milli móður og barns verði aldrei höggvið. Þessi skoðun mín féll á æstasta rauð- sokkatímabilinu og átti því ekki uppá pallborðið hjá einhveijum og reynt var að núa mér því um nasir að ég væri karl- rembusvín og vildi hafa konuna heima. Hins- vegar bý ég nú svo vel að eiga yndislega konu og þijár dætur, þannig að ég er jafnréttissinni en þó innan þeirra marka að karl og kona eru ekki eins, hvert ein- asta ungviði þarf á móður sinni að halda umfram föður ekki síst fyrstu missiri lífsins. Hinu fagna ég svo að karlmenn koma sem betur fer meira að upp- eldi barna sinna en áður var og heimilisstörfum. Hallgrímur nýr mér enn um nasir kynþáttahatri og fer þar mikinn, mikið er vald þessa unga manns að dæma og grýta ókunnungan mann. Hér býr mikið af góðu og dugandi fólki af erlendu bergi sem er góðir íslendingar, ég hef hinsvegar ein- ungis varað við ástandi sem sífellt versnar í nágrannalöndum á milli þjóðarbrota. Slíkt ástand er ekki heppilegt í neinu landi. Nýbúar og innflytjendur þurfa umhyggju og aðstoð til að fóta sig í nýju ríki svo þeir verði í sátt við þjóðina og þjóð- in í sátt við þá. Ég er alinn upp á stóru heimili þar sem hin gömlu gildi voru rækt- uð að elska allt sem lifir og ástunda ekki illt umtal um náungann né ala á hatri í annarra garð, og hluti af þeirri uppeldisfræði var að kunna að fyrirgefa. Ég er af góðu fólki kominn og þarf svo sem ekki að eyða tíma mínum í að svara skrifum sem dæma sig sjálf og lýsa sjúku hugarástandi og ég vii segja blindu pólitísku hatri í garð andstæðinga. Hingað til hef ég látið mér fátt um finnast um skrif Alþýðublaðsins, enda hinar klúru greinar notaðar til heimabrúks og sjálfsagt glatt á hjalla á meðal ykkar félaga þegar ykkur tekst best upp. Málið vernsar hinsvegar þegar skósveinar Alþýðu- blaðsins eru farnir að fara á milli bæja, samanber umrædda grein Hallgríms í Morgunblaðinu og níð- þátt á Bylgjunni, klæðaburðurinn og málflutningurinn sá sami og hjá Gróu gömlu á Leiti. Kærleikurinn er afl sem gott er að rækta í lífinu að lokum óska ég þér og þínu fólki alls hins besta í framtíðinni. Sá maður sem vill bera með rentu nafn- ið „listamaður" er aldrei klúr. Höfundur er alþingismaður. Guðni Ágústsson Rosenthal -pe$ arpúvchirá°f Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Vcrð við cillrci hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. Möguleikar sjálfsnáms í ATHYGLIS- VERÐRI grein Hauks Ágústssonar hjá Verkmenntaskóla Akureyrar í Morgun- blaðinu nýverið kom fram að árangur nemenda í fjar- kennslu hefur reynst „sambærilegur og gjarnan betri“ en annarra nemenda. Þetta er sérlega at- hyglisverð staðreynd í ljósi þess að fjar- kennslan byggir eðli málsins samkvæmt að mestu leyti á sjálfsnámi. Nemandinn sækir ekki kennslustundir og verður því af þeirri munnlegu framsögn sem þar er höfð í frammi. Þess í stað verður hann einkum að byggja á sjálfsnámi á grundvelli skráðra gagna. Langvarandi hefð er víða fyrir þeim umfangsmiklu „fundahöld- um“ sem felast í ótölulegum og oft óhóflegum fjölda kennslu- stunda. Sú persónulega verk- stjórn og leiðsögn sem í þeim felst er nauðsynleg á fyrstu árum skólagöngu þegar verið er að venja ung börn við það að ein- beita sér að námi. Þegar í fram- haldsskóla er komið á hins vegar að vera hægt að minnka fjölda kennslustunda til muna miðað við það sem tíðkast í dag og ná þann- ig betri nýtingu á tíma nemenda og kennara. Reynsla Verk- menntaskólans virðist undirstrika það að slíkt geti gefist oft betur en ekki ver eins og sumir kynnu að halda. Ný verkefni fyrir kennara Ef aukið sjálfsnám og fækkun kennslu- stunda yrðu gerð að stefnumáli á fram- haldsskólastigi myndi slíkt óhjákvæmilega kalla á stórbætt gögn af öllu tagi. Kennarar yrðu því ekki verk- lausir fyrir vikið. Þess í stað fengju þeir veruleg ný verkefni við gerð gagna sem nýst gætu til að styðja sjálfsnám. Tilvist þeirra myndi í mörgum tilvikum opna algerlega nýja möguleika til að þjóna miklum fjölda fólks sem komið er út á vinnumarkaðinn á mjög lágum tilkostnaði. Atvinnu- laust fólk myndi hafa mikið gagn af slíku. Þekkt dæmi um sjálfsnám Fjöldi fólks beitir sjálfsnámi með góðum árangri. Sennilega er slíkt óvíða meira en í tölvu- geiranum. Þeir sem vinna við hugbúnaðarþróun þurfa yfirleitt að vera mjög færir um sjálfsnám til að geta tileinkað sér endalausan straum nýjunga sem nauðsynlegt er að kunna skil á. Þetta nám verður að stunda án afláts ella missa menn fljótt af lestinni. Sjaldan er unnt að bíða eftir því að boðið sé upp á námskeið í öllu því sem þarf að læra. Og þeir sem mest mæðir á gera það heldur ekki. Þess í stað setjast þeir niður með tiltækar handbækur og einhenda sér í að læra það sem Unnt er að auka mjög hlut sjálfsmenntunar, segir Jón Erlendsson, sem hér fjallar um fjarkennslu. læra þarf, einir og óstuddir af öðru en góðum gögnum. Sjálfmenntaðir kennarar Það sama gildir um kennara. Þeir verða margir hverjir að stunda viðamikið sjálfsnám til að halda sér við og geta þannig talist frambæri- legri í störfum sínum. Margsinnis er þetta eini kosturinn. Kennsla felst því oft í því að kennarinn, sem stundum er að miklu leyti sjálf- menntaður, uppfræðir fólk sem iðu- lega trúir því statt og stöðugt að sjálfsmenntun sé óframkvæman- leg! Horfir samt dag hvern á lif- andi staðfestingu þess gagnstæða, þ.e. kennarann. Og margir mót- mæla gjarnan tillögum um aukið sjálfsnám sem óraunsæjum drau- mórum. Bjargföst sannfæring þeirra byggist eins og fyrr gat eink- um á langvarandi setum við fót- stalla sjálfmenntaðra lærifeðra. Það sem hér hefur verið sagt undirstrikar að unnt er að auka mjög þátt sjálfsmenntunar í skól- um og atvinnulífi. Á þessu er gríð- arleg þörf á þeim samdráttar- og breytingartímum sem við búum við um þessar mundir. Höfundur er yfirverkfræðingur Upplýsingaþjónustu Háskólans. Jón Erlendsson Lýsinghf. Skráning á Verðbréfaþing íslands Skuldabréf Lýsingar hf., 5. flokkur 1995, hafa verið skráð á Verðbréfaþing íslands. Útgáfudagur og nafnverð skuldabréfa Útgáfudagur bréfanna var 15. júní 1995. Nafnverð skulda- bréfanna var samtals 150 milljónir króna og voru þau seld í lokuðu útboði á tímabilinu 15. júní 1995 til 5. júlí 1995. Annað Skráningarlýsingu, ársskýrslur Lýsingar hf. og önnur gögn um félagið má nálgast hjá Kaupþingi hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík og hjá Lýsingu hf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Auglýsing þessi er einungis birt í upplýsingaskyni. Kaupþing hf. löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5 Sími: 515-1500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.