Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Stórglæsileg 4ra herb. íbúð íJörfabakka 22. Nýeldhúsinnr. Parket. Verð 7,2 millj. Áhv. 4 millj. hagst. lán. Mögul. að taka bíl og/eða hesthús og/eða minni íbúð uppí og/eða hag- stæða greiðsluskilmála. ión Egilsson, hdl., Knarrarvogi 4, sími 568 3737. Fagrakinn - Hafnarfirði Nýkomin til sölu góð 4ra-5 herb. íbúð með stórum svölum og 30 fm vönduðum bílskúr. Verð 8,7 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. 4ra-5 herb. íbúð v/ Blöndubakka Nýkomin til sölu. Góður staður á 1. hæð og fylgja tvö herb. og eldunaraðstaða í kjallara. Verð 8,5 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. — 552 1150-552 1370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N, rRAMKVAmdasijóri KRISTJÁN KRISIJÁNSSON, ioggiliur fasieignasali Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Eign f sérflokki Af sérstökum ástæðum bjóðum við til sölu skammt frá Miklatúni mjög rúmg. neðri haeð með öllu sér. Rúmgott þvotta- og vinnuherb. með sérgeymslu. Bílskúr. Eftirsóttur staður. Nánari uppl. aðeins veittar á skrifstofunni. Álfheimar - hagkvæm skipti Sólrík 5 herb. neðri hæð um 125 fm. Nýtt gler og gluggar. Sér þvottah. á hæðinni. Sér inng. Sér hiti. Góð lán fylgja. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. helst í nágr. Fyrir smið eða laghentan Lítil sér efri hæð 3ja herb. i steinh. á vinsælum stað í Vesturbænum. Allt sér. Tvibýli. Mikið útsýni. Laus fljótl. Tilboð óskast. Á söluskrá óskast: Traustir kaupendur óska eftir einnrar hæðar raðh. í Fellahverfi. Einbýlish. i Smáíbúðahverfi. Húseign í gamla bænum eða nágr. Má þarfnast standsetn. • • • Lokaðidag vegna jarðarfarar frá kl. 14 til 17. Símsvari - skilaboð. ALMENNA FASTEIGNASALAN UUEIVEB118 S. 552 1150 552 1376 Hólabraut 10 - Hfj. Sýnum í kvöld kl. 19 - 22 fallega og mikið endurn. neðri sérh. í þessu reisul. tvíbýlish. í Hafnarfirði. Nýl. eldhús, gólfefni, gler og pós- tar, rafmagn o.fl. Hús ið er nýmálað að utan, ný dren- lögn og frág. á lóð. Stærð 121 fm. 3 svefn herb. og auka- herb. í risi. Hagstæð áhv. lán kr. 4,6 millj. (ekki húsbr.). Verð 9,2 millj. Eignin er laus til afh. 1. nóv. nk. Selvogsgrunn 7 - sérh. Sýnum í kvöld kl. 19 - 22 skemmtil. 110 fm 5 herb. sérh. ásamt ca 22 fm bílsk. Sérinng. Bjartar og góðar stofur. Parket. Fráb. stað setn. Nýl. þak. Áhv. húsbr. ca 6 millj. Verð 9,8 millj. Örn verður á staðn um á milli kl. 19 og 22 í kvöld. Valhöll, fasteignasala, sími 588-4477 FRÉTTIR Draga á úr umferðarslys- um í Reykjavík með afmörkun 30 km svæða Næsta vor hefjast framkvæmdir við gerð svonefndra 30 km svæða í Reykja- vík en innan þeirra verður leyfður hámarkshraði ökutækja 30 km á klukku- stund. Verða þessi íbúðahverfi afmörkuð 0 g merkt sérstaklega en markmiðið eraðdraga úr slysum. TÖLUR frá Þýskalandi segja að slösuðum fækki um 40% á svok- kölluðum 30km svæðum. Þetta kom fram í erindi Baldurs Grét- arssonar verkfræðings á opnum fundi Umferðarnefndar Reykja- víkur nýverið en þar voru flutt nokkur erindi um það sem efst er á baugi í umferðarmálum Reykjavíkur. Margrét Sæmundsdóttir for- maður Umferðarnefndar Reykja- víkur sagði í upphafi fundar frá því markmiði nefndarinnar að fækka slysum um 20% til næstu aldamóta. Er stefnt að því með ýmsum aðgerðum, svo sem lag- færingu aðalgatnamóta þar sem 2A allra slysa verða, með því að skilja bílaumferð sem mest frá gangandi og hjólandi umferð, lækkun hámarkshraða, bættum almenningssamgöngum og aukn- um áróðri fyrir betri hegðan í umferðinni. Baldvin Baldvinsson yfirverk- fræðingur sagði frá helstu verk- efnum umferðardeildar borgar- verkfræðings sem eru m.a. um- ferðarskipulag, umsjón um- ferðarljósa, söfnun upplýsinga um umferðarslys, talning og spár um umferð m.a. í samvinnu við nágrannasveitarfélög. Þá sagði Baldvin mikið um símtöl frá borg- arbúum og taldi þau vera um tvö þúsund á ári. Þar kæmu fram margs konar ábendingar, hug- myndir og kvartanir. í Reykjavík eru farnar um 485 þúsund bíl- ferðir árlega og eknir kringum 2,5 til 3 milljónir km. Er um 90% þessa aksturs á einkabíium. Alls eru 85 umferðarljós í Reykjavík í dag og eru nú uppi hugmyndir um að tengja þau öll og stjórna þeim með tölvum. Myndi það gefa kost á stöðugri aðlögun ljós- anna eftir umferð hveiju sinni en í dag ganga ljósin eftir ákveðnu kerfi sem stillt er þann- ig að það breytist fjórum sinnum á sólarhring. Þá rifjaði Baldvin upp tilgang umferðarljósa og sagði menn oft ekki sýna þeim nægan skilning. Sagði hann um- ferðarljós draga úr slysum ekki síst þeim alvarlegustu, auka af- kastagetu gatnamóta og greiða leið gangandi fólks. Vistlegri íbúðahverfi í erindi Baldurs Grétarssonar yfirverkfræðings kom fram að MARKMIÐIÐ með afmörk- uðum svæðum er að draga úr alvarlegum slysum. valin hefðu verið tvö íbúðarhverfi sem gera ætti að 30 km svæðum. Eru það Lækirnir og hluti Hlíða- hverfis en þau svæði eru m.a. valin með hliðsjón af kvörtunum íbúa þar um umferðarhraða. Sagði hann að tilraun hefði verið gerð með 30 km svæði í Þingholt- unum en svæðið hefði trúlega verið of stórt og erfitt að koma við nauðsynlegum aðgerðum til að merkja það vel og minna öku- menn stöðugt á að þeir væru staddir á 30 km svæði. Með áður- nefndum nýjum svæðum væri hugmyndin að merkja aðkomu- leiðir þeirra vel með sérstökum hliðum og skiltum, fækka að- komuleiðum og reyna að hindra gegnumakstur. Einnig væri hug- myndin að gera þessi hverfí vist- legri og draga úr hávaða og mengun af völdum umferðar. Af öðrum erindum á fundinum má nefna umfjöllun Ásþórs Ragnarssonar sálfræðings um umferðarsálarfræði og áhrif hegðunar á slysatíðni, erindi Ingi- bjargar Guðlaugsdóttur yfir- skipulagsfræðings um áhrif um- ferðar á mismunandi íbúahópa og erindi Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings um umferð- armannvirki í Reykjavík. Ásþór benti m.a. á hvernig sjónsvið mahna skerðist með auknum hraða. Þegar ekið væri á 25 km hraða væri það 104 gráður, þeg- ar hraðinn væri 65 km væri það 70 gráður, um 40 gráður á 100 km hraða og 30 gráður þegar hraðinn væri 130 til 150 km. Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur sagði frá helstu framkvæmdum við umferðar- mannvirki en stærstu verkefni næstu misserin eru breikkun Vesturlandsvegar og Miklubraut- ar að Kringlumýrarbraut og gerð mislægra gatnamóta á þeirri leið og síðan tenging við nýjustu íbúðahverfin nyrst og austast í borginni með nýrri leið, brú eða göngum út frá Kleppsvík. Þá hlyti að koma til skoðunar í nánustu framtíð hvort Miklabraut yrði lögð í göngum frá Kringlumýrar- braut að Snorrabraut. Borgar- verkfræðingur sagði að reiknað hefði verið út að kostnaður vegna umferðarslysa væri um 8 millj- arðar króna og væri talið að af þeirri upphæð væru 3,5 milljarðar vegna slysa í Reykjavík og um 5 milljarðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Sagði hann að með ýmsum aðgerðum á stofnbrautum í borg- inni væri talið að lækka mætti þessa upphæð um 400 milljónir króna. Hönnun hringtorga endurskoðuð í fyrirspurnum og umræðum í lok fundar kom fram ánægja með góð framlög og aðgerðir varðandi aðgengi fatlaðra, m.a. skáa á gangstéttarbrúnum, og voru full- trúar í umferðarnefnd hvattir til að sjá svo um að framlög til þess- ara mála yrðu ekki iægri á næstu árum. Bent var á að agaleysi í umferðinni væri of algeng orsök slysa og að efla þyrfti löggæslu. Spurt var hvort ekki mætti draga úr saltaustri á vetrum, hvort ekki væri hægt að hafa áfram umferð- arljós blikkandi á gulu að nætur- lagi og hvort leggja ætti áfram fé í gerð hringtorga. Þá söknuðu menn umræðu um almennings- samgöngur og erindis um SVR. Varðandi gul blikkandi ljós var svarað að vegna hörmulegra slysa hefði því verið hætt en það væri þó helst talið forsvaranlegt á fáförnum gatnamótum. Ekki er talið mögulegt að hætta salt- notkun en gatnamálastjóri sagði að reynt yrði að hafa hana í hófi. Þá kom fram að endurskoða á hönnun hringtorga við Reykjaveg og Gnoðarvog. Einnig greindi Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, sem stödd var á fundinum, frá því helsta sem framundan er hjá fyrirtækinu en það er m.a. endur- skoðun á leiðakerfinu og gerð nýrra skiptistöðva í Miðborginni og á Ártúnsholtinu. Kartöflugrösin standa enn ÚTLIT er fyrir að kartöfluupp- skeran í landinu verði undir meðallagi. Utlit var fyrir mjög lélega uppskeru en grösin standa enn og segir Sigurbjartur Pálsson kartöflubóndi í Þykkvabæ að það muni um hvern daginn. Kartöflubændur taka aðeins upp kartöflur til að senda í verslanir en eru ekki farnir að taka upp til geymslu. Sigurbjartur býst við að uppskerustörfin hefjist fyrir alvöru um eða upp úr næstu helgi. Ekki þýði að bíða mikið lengur því allra veðra sé von úr þessu. Sigurbjartur segir að þó þessi góðu haustdagar séu kærkomnir geti uppskeran aldrei orðið góð úr þessu. Samkvæmt fréttum sem hann hefur úr Eyjafirði hefur ræst úr sprettunni þar, eftir erfitt vor. Einna skást telur hann að ástandið sé í Hornafirði. í heildina telur hann að uppskeran nái ekki að verða í meðallagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.