Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 35' I I I I I i i í ; ; i j I 4 ; 4 4 4 4 4 I 4 4 - FRÉTTIR AFMÆLI MÓDELSAMTÖKIN eru að hefja vetrarstarfið, en samtökin hafa starfað óslitið síðan árið 1967. Margvísleg helgarnám- skeið hefjast nú í septem- ber. I fyrsta lagi eru almenn námskeið fyrir unglinga 12 ára og eldri, stúlkur og pilta, eingöngu í fram- komuþáttum, siðvenjum, heima og heiman, borðsið- um, háttprýði og snyrtimennsku. Þetta stutta og markvissa nám- skeið er ætlað til að skapa meiri vellíðan og öryggi í fijálslegri framkomu. Mæting er íjögur skipti IV2 tíma í senn á sunnudögum. Einnig er námskeið þar sem er leiðbeint með að sitja fyrir framan myndavél, förðun og hárgreiðsla fylgir með. Þetta er námskeið fyr- • • Okumenn eru minntir á að fara varlega NÚ ÞEGAR skólarnir eru að byrja hvetur Umferðarnefnd Hafnar- fjarðar ökumenn til að fara var- lega í umferðinni, sérstaklega nálægt skólum og í íbúðahverfum. Lögreglan um allt land stendur nú fyrir átakinu Börnin heil heim sem felur í sér aukna löggæslu og leiðbeiningu við skólana. Hafnarfjarðarbær hefur af þessu tilefni staðið fyrir uppsetn- ingu borða sem eru strengdir yfir götur á nokkrum stöðum í bænum með yfirskriftinni: Skólabyijun nýir nemendur - nýir vegfarend- ur, sem eiga að minna ökumenn á skólabörn úti í umferðinni. Einnig er vert að benda foreldr- um og forráðamönnum á að fylgja börnum sínum fyrstu dagana í og ir þá sem vilja fá góðar myndir af sér byggðar á faglegum grunni. Mæting tvisvar sinnum, ómældur tími. Módelsamtökin eru um- boðsaðili fyrir umboðs- skrifstofur um allan heim og aðstoðar að koma góð- um módelum á framfæri. Módelsamtökin hafa um- boð fyrir fegurðarsam- keppni í Kóreu „World Miss Seoul“. Undanfarin þijú ár hafa tvær íslenskar stúlkur unnið fyrsta sæti og ein kjörin „Ungfrú Evr- ópa“ og er nú verið að leita að stúlku sem á að fara út næsta vor. Innritun á námskeiðin er í húsa- kynnum samtakanna, Engjategi 1, milli kl. 16-19. Framkvæmda- stjóri Módelsamtakanna er Unnur Amgrímsdóttir. úr skóla til að hjálpa þeim að finna öruggustu gönguleiðina. » ♦ ♦------ Barnakór Hallgrímskirkju Vetrarstarfið að hefjast VETRARSTARF Barnakórs Hall- grímskirkju hefst fimmtudaginn 7. september. Eru böm sem starfað hafa áður með kórnum beðin að koma til inn- ritunar í Hallgrímskirkju milli kl. 16 og 17 þann dag. Nýir félagar geta skráð sig á sama stað klukkan 17 til 18. Starfandi eru tvær deildir í kóm- um. 7-9 ára og 10 ára og eldri. Æfíngar eru fyrirhugaðar tvisvar í viku, á þriðjudögum og fímmtudög- um. Kórstjóri verður sem fyrr Bjam- ey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. MJÓR er mikils vísir segir máltækið og það á með sanni við um hana Ástu S. Guðjóns- dóttur frá Vestmanna- eyjum, sem varð 90 ára 5. september. Það var engin silfurskeið í munni hennar við fæð- ingu og eins 0g hún segir sjálf var hún bara smápæja þegar henn var „hent í burtu“. For- eldrar hennar voru bláfátæk vinnuhjú og höfðu ekki aðstæður til að hafa hana. Henni var komið i fóstur, kornabarni, til Jóns Jónssonar og Helgu Runólfs- dóttur á Króktúni í Rangárvalla- sýslu, en hún var skírð í Odda- kirkju. Jón og Þuríður föðuramma hennar vour systkini. Fósturforeldr- arnir reyndust henni afburða vel, en uppeldissystkinin vora Helga, Jón, Hólmfríður, Nikulás og Helgi. Úng kona fór Ásta í vist til Reykjavíkur. Einnig var hún í vist á Stórólfshvoli og í Eyjum, en 24 ára giftist hún Valtý Brandssyni, glæsilegum manni og dugnaðar- forki. Sá stóri dagur var 2. nóvem- ber 1929, en Valtýr lést 1. apríl 1976. Þau Ásta og Valtýr eignuð- ust 13 börn og þó ekki væri nema þess vegna þá hefur hún skilað þjóðarbúinu miklu eins og sagt er um aflamennina, því allir eru af- komendur þeirra dugnaðar fólk, traust og glæsilegt. 5 barnanna eru látin, þau voru: óskírð, Vil- borg, Sigríður, Ása og Auðberg Óli. Börnin átta sem lifa eru: Helga, Jóhanna, Sveinn, Guð- brandur, Ástvaldur, Kristín, Jón og Óskar. Einnig ól hún upp dóttur- dóttir sína, Ástu Maríu. Búskapurinn var aldrei auðveldur og víst hefur Ásta fengið að fínna fyrir lífinu, eins og sagt er. Valtýr var bæði sjómaður og landverkamaður. í eðli sínu var hann of stór fyrir umhverfí sitt. Hann var sérstaklega elskur að heimili sínu en til verka var hann snillingur í því sem hann tók að sér. Ég naut þess sem ungl- ingur að vinna með honum í bæjarvinn- unni þar sem hans sér- svið var holræsakerfi bæjarins. Hann þurfti engar teikningar, hann vissi nákvæm- lega hvar hvaða lögn var, hvaða stútur og hvar þröskuldarnir voru þegar vandamálin komu upp. Hann var vinur okkar peyjanna, hann sagði okkur til og við virtum hann hvort sem slegið var á létta strengi eða þegar hann byrsti sig yfír fíflal- átunum í okkur. Það var gott að eiga hann að og sárt hve fljótt hann fór. Ef Valtýr Brandsson hefið átt færi á námi hefði hann ugglaust orðið mektar verkfræðingur. Það var enginn dans á rósum hjá Ástu og Valtý, en hjónabandið var gott og allt bjargaðist þetta. Það var auðvitað erfitt að koma barna- skaranum upp, en þau vora dugleg og útsjónarsöm, höfðu kýr, hirtu tún og höfðu kartöflugarð og það var endalaust saumað upp úr gömlu. Ásta hefur aldrei verið í reikningi neins staðar og aldrei var neitt keypt nema að það væru til geningar. En svo kom byltingin og Ásta eignaðist handsnúna saumavél og saumaði meira að segja þjóðhá- tíðartjaldið, sem annars var verk seglasaumara. Á fyrstu búskaparárunum varð að sækja vatn út í brunn og bera skolpið út. Fyrstu þægindin vora vinda á bala, þá var hægt að losna við að handvinda. Handtökin voru mörg í þvotti og þjónustu, einn vann í slipp, annar var mótoristi á bát og svo koll af kolli. Ung keyptu þau Ásta og Valtýr hermannabragga á Stórhöfða, en þá höfðu þau búið í Sjólyst á Hvoli í Eyjum á annan áratug. Þau fluttu Braggann niður í bæ í Löngulá þar sem Strembugata kom síðar og þar hélt lífsbaráttan áfram. Bragginn varð tákn um sjálfstæði og atorku, þar voru engar gylltar lamir né tígluð maghogny-gólf, en þar var heldur enginn hégómi. Þar var virðing hins vinnandi manns í há- vegum höfð. Bragginn hét reyndar Kirkjufell og þegar þau byggðu sér glæsilegt steinhús steinsnar frá Bragganum var búslóðin borin á milli. I 37 ár bjuggu þau á Bragga- slóðinni við Strembugötuna. Fólkið í Bragganum var oft kennt við Braggann, en í Eyjum var það aldr- ei niðrandi. Persónuleiki íbúanna naut slíkrar virðingar, þótt lenska væri á landinu að hnjóða í bragg- ana. Ásta hefur alla tíð búið yfir miklu jafnaðargeði, skapgóð í gegn um þykkt og þunnt, þótt lítill væri tíminn til svokallaðra tómstunda. Þó hefur hún notið þess á seinni árum að gleðjast á góðum stundum, með ömmu- og langömmubörnum sínum sem nálgast nú hundraðið hægt og sígandi. Einnig hefur Ásta alla tíð haft mikið gaman af bæði dans og söng. Megi Ásta í Bragganum eiga glaðar og góðar stundir. í kvæði Asa í Bæ, í veram, seg- ir m.a: „Að síðustu lentum við út í Eyjar Þótt oft sé þar garri og sjávarrót. Þar eru glettnar glæsimeyjar sem gefa okkur undir fót. Um eftirköstin þær aldrei hugsa því ástin er þeirra hjartans geim. Fyrst stígum við dansinn stundarlengi og stingum svo af með þeim. Það varð farsælt þegar þau Ásta og Valtýr stigu saman í lífsins rhelódí. Til hamingu á merkum tímamót- um, því flóra ættarinnar er fögur. Árni Johnsen. Vetrarstarf Módel- samtakanna að hefjast Unnur Arnffrímsdóttir ASTA SIGRUN GUÐ J ÓN SDÓTTIR Hannes tók forystuna af Jóhanni SKAK Afmælismót Frið- riks Olafssonar og Skáksambands í s I a n d s ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI 2-16. september 1995 MIKIÐ fjör og barátta einkenndi þriðju umferð Friðriksmótsins á mánudagskvöldið. Nokkuð hafði verið um stórmeistarajafntefli í fyrstu tveimur umferð- unum en nú var barist til síðasta manns í öll- um skákunum sex. Fjórar skákir unnust, en jafnteflisskákirnar tvær voru ekki síður æsispennandi. Hannes Hlífar Stefánsson tók forystuna á mótinu með öruggum sigri á Jóhanni Hjartarsyni, sem um helgina lagði Larsen og Smyslov að velli. Það er aldrei nein lognmolla yfír skákum Larsens, en aðdáendur hans urðu fyrir von- brigðum þegar ungverska stúlkan Soffía Polgar gersigraði hann í aðeins 30 leikjum. Jón L. Árnason var naumur á tíma gegn Helga Olafssyni en tókst engu að síður að vinna skákina. Friðrik Ólafsson og Smyslov tefldu hörkuskák þar sem Friðrik var greinilega á þeim buxunum að vinna loksins skák af aldursforsetanum. Eftir mikið vopnaskak var þó ekki um annað að ræða en að semja jafntefli. Ævintýralegasta skákin var þó við- ureign Þrastar og Gligoric en þar var mikið ójafnvægi í liði. Þröstur var skiptamun yfir en báðir áttu óvígan her frípeða. Margir bjugg- ust við því að Þröstur myndi sigra á úthaldinu auk þess sem hann er þekktur fyrir útsjónarsemi í flókn- um stöðum. En eftir spennandi endatafl mátti hann kallast sáttur við að fá jafntefli. Gligoric hefur jafnan fengið góðar stöður útúr byijunum, enda hef- ur hann ritað fjöl- margar bækur um þau fræði og ef ein- hver getur kallast gangandi alfræði- orðabók um skák- byijanir þá er það örugglega hann. Úrslit 3. umferðar: Friðrik-Smyslov 'A- '/2 Jóhann-Hannes 0-1 Soffía Polgar-Larsen 1-0 Helgi Ól.-Jón L. 0-1 Margeir-Helgi Áss 1-0 Gligoric-Þröstur V*— ’/« Staðan: 1. Hannes Hlífar 2'A v. 2-4. Jóhann, Soffía Polgar og Mar- geir 2 v. 5-7. Þröstur, Jón L. og Gligoric 1 'A v. 8-12. Friðrik,ýímyslov, Larsen, Helgi Ól. og Helgi Áss 1 v. Skák efstu manna: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Hannes H. Stefánsson Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - d5 6. cxd5 - exd5 7. Bg2 - Bb4+ 8. Bd2 - Bd6 9. Rc3 - 0-0 10. 0-0 - He8 11. Hel - Rbd7 12. Rh4 - Bb7 13. Rf5 - Bf8 14. Bg5 - h6 15. Bf4 - Hc8 16. a3 - Re4 17. Rxe4 - dxe4 18. d5? Jóhann notaði mikinn tima á byij- uninni og virtist ekki finna sig, þótt staðan sé í góðu lagi. Hér er 18. Bh3 eðlilegt framhald, en í staðinn lendir hann á villigötum. 18. - Nf6 19. d6 - Nd5! 20. dxc7 - Df6 21. Bh3 - Rxf4 22. gxf4 - Rxc7 23. Rcl -Rxcl 24. Dxcl 24. - e3! Opnar sóknarlínur fyrir biskupana. 25. fxe3 er nú best svarað með 25. - De6 sem hótar að vinna mann með 26. - Be4. 25. Rxe3 - Dxf4 26. Bg2 - Bxg2 27. Rxg2 - Dxcl 28. Hxcl - Hxe2 29. Hc8 - Hb2 30. b4 - Ilbl+ og hvítur gafst upp. 4. umferð í dag Fjórða umferðin hefst í Þjóðar- bókhlöðunni í dag kl. 17. Þá tefla saman Hannes og Friðrik, Helgi Ól. og Jóhann, Smyslov og Soffía Hannes Hlífar Stefánsson Polgar, Larsen og Gligoric, Þröstur og Margeir, Jón L. og Helgi Áss. Það hefur verið frábær aðsókn á mótið og sýninguna fram að þessu, enda er hvort tveggja ein- stakt í sinni röð. Friðriksmótið á Internetinu Þeir sem tengdir eru Internetinu geta séð skákirnar á Friðriksmót- inu og fylgst með á íslensku skáks- íðunni sem Daði Örn Jónsson hefur hleypt af stokkunum með miklum glæsibrag. Slóðin þangað er: http://www.vks.is/skak/ Á síðunni má einnig rifla upp skákatburði síðustu mánaða, sjá hvað er á döfinni og fá ýmsar upp- lýsingar um skák. Skák á Eurosport Einar Karlsson, skákáhugamað- ur, hefur bent skákþættinum á að skák er á dagskrá gervihnattasjón- varpsstöðvarinnar Eurosport dag- ana 6-8. ágúst, kl. 16 að íslenskum tíma. Sýnt verður efni frá atskák- mótum PCA og Intel. Ekki er vitað hvort það er frá keppnum síðasta árs, eða hvort verið er að gera skil mótinu í London um síðustu helgi. Örugglega mjög athyglisvert fyrir skákáhugamenn, en það kem- ur þó nokkuð spánskt fyrir sjónir að á íslandi þar sem skák er sögð útbreiddari en annars staðar þurfí menn að stilla á erlendar stöðvar til að sjá skákir frá nýjustu mótum raktar í mynd. Helgarskákmót í TR Helgina 6.-8. september gengst Taflfélag Reykjavíkur fyrir helgar- skákmóti í félagsheimili sínu að Faxafeni 12. Keppnin hefst á föstu- daginn kl. 19.30. Á laugardaginn hefst taflið kl. 10 árdegis og á sunnudaginn kl. 10.30, en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Þeir sem taka þátt í mótinu geta ekki fylgst með föstudags- og sunnudagsum- ferðum Friðriksmótsins nema að hluta. Helgarmótið er með sama sniði og fyrri slík mót TR. í fyrstu þrem- ur umferðunum verða tefidar at- skákir en kappskákir í fjórum síð- ustu. Sigurvegari á helgarmótinu í ágúst varð Arnar Þorsteinsson. Verðlaun era 20 þús., 12 þús. og 8 þús. og hækka ef þátttakendur verða fleiri en 35, eins og allar lík- ur eru á. Margeir Pétursson Keppendur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ll 12 V 1 Hannes H Stefánsson 1 1 2‘/i 2 Helgi Ólafsson '4 V2 0 1 3 Jóhann Hjartarson 0 1 1 2 4 Frlðrik Ólafsson 0 V* 1 5 Sofia Polgar v» V2 1 2 6 Svetozar Gligoric Vt V* V* IV* 7 Margeir Pétursson ‘/2 1 2 8 Helgi Ass Grétarsson l/2 'h 0 1 9 Þröstur Þórhallsson 'h /2 IV* 10 Bent Larsen 0 1 0 1 11 Vasillj Smyslov V* 0 Vt 1 12 Jón L. Arnason 0 1 V2 IV*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.