Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 37 BREF TIL BLAÐSIIMS Opið bréf til borgar- stjóra og meirihluta borgar stj órnar Frá Sigurði Magnússyni: FRÚ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgastjóri! Ég er aðdáandi þinn vegna skörulegrar framkomu þinn- ar á mörgum sviðum. Þó er ég ósammála þér nokkuð oft en þú átt aðdáun mína fyrir kröftuga og heillandi framkomu. Ég, gamall karlinn, yngist ætíð um mörg ár þegar ég sé þig á skjánum, ekki meira um það. Vanvirt minning! Það sem kemur mér til að skrifa þér er hin umdeilda ákvörðun þín og meiri hluta borgarstjórnar að láta fjarlægja myndina af Bjarna Benediktssyni f.v. forsætisráð- herra og borgarstjóra úr hinu heimsþekkta herbergi, sem ráð- stefnustofan í Höfða er, og með því vanvirða minningu hans og , þeirra heimssögulegu viðburða er áttu sér stað er R. Reagan og M. Gorbatsjov funduðu þar árið 1986 og sömdu um fækkun á kjarnorku- flaugum landanna, sem varð til að minnka spennuna á milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Barátta! Ég hef ákveðið, sem íslendingur og sannur aðdáandi og skoðana- bróðir Bjarna Benediktssonar, að | beijast fyrir því að þú látir setja myndina af honum á þann stað, þar sem hún var og hafði skapað | sér sögulegan sess í sögunni, sög- unni um endalok kalda stríðsins, og upphaf að friði á norðurhveli jarðar. Finnst þér vera sæmandi fyrir þig og meiri hluta borgar- stjórnar Reykjavíkurborgar að vanvirða minningu þessa mikil- hæfa manns? Ef ykkur í borgar- stjórn Reykjavíkur finnst svona framkoma við minningu mikil- mennis sæmandi þá tel ég ykkur ekki með réttu ráði. Þess vegna vil ég benda þér á að þessi ákvörðun þín, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og meiri hluta borgarstjórnar, er óskiljanleg og alröng, þó ekki væri nema í ljósi þess að fundarherbergið í Höfða er heimsfrægt eins og „það var“, þegar það öðlaðist það umtal og þá frægð sem heldur orðstír þess og Islands á lofti um ókominn tíma. Þessi minning er bundin því, „að allt sé eins og áður var“ og sýni- legt þeim sem vilja leggja leið sína á þennan sögufræga stað. Ég mótmæli þeirri vanvirðu sem þið, með framkvæmd ykkar, hafið sýnt minningu látins manns. Áskorun! í ljósi þess skora ég á þig „æru- verðugi“ borgarstjóri, að sjá til þess að myndin af Bjama Bene- diktssyni heitnum verði sett á þann stað sem hún var, þegar ein merk- asta friðarráðstefna okkar tíma átti sér stað í fundarherberginu í Höfða. SIGURÐUR MAGNÚSSON, Hofteigi 14. Verzlunarskóli íslands Starfsnám Lœrið hjá þeim sem þekkja þarfir viðskiptalífsins Bókhalds- og tölvunám Kennslugreinar: Almenn tölvunotkun - stýrikerfið WINDOWS 95 Töflureiknirinn EXCEL Gagnagrunnurinn ACCESS Ritvinnslukerfið WORD for Windows 6.0 Bókfærsla Tölvubókhald (Opus-Alt) 208 kennslustundir. Verð kr. 51.800. Kennsla hefst 11. september og náminu lýkur með prófum í desember. VR og mörg önnur stéttarfélög og starfsmenntasjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna. Upplýsingar og innritun á skrífstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. * Mitt astkæra Island Vitara V6 fi Frá Einari Ingva Magnússyni: í ÁÐUR en ég skrapp til stóra megin- 4 landsins í suðausturvegi fyrir skömmu hafði ég heyrt, að fjöl- margar fjölskyldur væru að flytjast úr landi með allt sitt hafurtask og án áætlana um endurkomu. Ástæðan var sú að lífskjör hér á landi væru svo bágborin og erfitt að framfleyta sér og sínum. En mikið óskaplega var ég feg- 4 inn þegar ég kom heim til íslands | eftir dvöl mín erlendis, og ég hugs- aði með mér hve við íslendingar * megum þakka fyrir að eiga hér heima í þessu yndislega landi. Allt- of sjaldan hugsum við um gæði landsins okkar og þau forréttindi að mega búa hér og eiga hér heima. Við eigum ferskt og heil- næmt vatn, sem við getum drukk- ið beint úr krananum, kristaltært , loft, janvel inni í miðri höfuðborg- ' inni, sem er ein friðsælasta, hrein- ‘i asta og fallegasta höfuðborg þess- ( arar jarðar, fallega sveit og öræfi og harla gott mannlíf. Hér ríkir friður og ró og við lifum í allsnægt- um. Miklar hörmungar eru í kringum okkar handan við haf og lönd. Stríð og matvælaskortur hrjá bræður og systur okkar víðs vegar um hnött- inn, vatn er surns staðar ódrykkjar- hæft, heilbrigðisþjónusta takmörk- uð og miklir hitar og þurrkar hrjá íbúa þessara landa. Víða er meng- un andrúmsloftsins slík að hvítar skyrtur eru svartar eftir dagsstund í miðbænum. Þegar ég kom út úr flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna heim til míns ástkæra lands, var hiti sjö stig og svalt kvöldloftið tók mig í faðminn. Kyrrðin var svo mikil, að heyra hefði mátt saumnál detta. Ég þakkaði Guði fyrir að vera kominn heim aftur til landsins sem ég elskaði. Ég hét því að yfirgefa það aldrei framar, leitaði grassins græna, kraup niður undir stjörnu- björtum himni og kyssti land mitt á vangann. Ég er kominn heim og elska þetta land, þó aðrir fari burt. Hér á ég heima og er djúpt snort- inn yfir fegurð lands og þjóðar, og þakka guði fyrir þjóðerni mitt. Við eigum gott land og hér býr yndislegt fólk. EINARINGVIMAGNÚSSON Baldursgötu 38 Reykjavík. BondGIPS TREFJAGIPS er gæðalega fremra venjulegum gipsplötum Á veggi - í loft - Á gólf 12,7 m/m þykkt - Pl.st. 120x260 Aukin hitaeinangrun Brunavörn í A-flokki Rakaþolnar - Traust naglhald Ávailt til á lager Einkaumboð: Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla'29 - sími 553 8640 Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Miki& úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum Piýr eðaIjeppi þar sem afl og öryggi hafa forgang. Vitara V6 er einstaklega aflmikill, meö hljóöláta V6 vél, 24 ventla, sem afkastar 136 hestöflum. Hann er byggöur á sjálfstæöa grind og er meö hátt og lágt drif. Nákvæmt vökvastýriö og lipur 5 gíra handskiptingin eöa 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auðveldan í alcstri á vegum sem utan vega. Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega, höfuöpúöar á fram og aftursætum og styrktarbitar í huröum gera Vitara V6 aö einum öruggasta jeppa sem býöst. Einstaklega hljóölátt farþegarýmiö er búið öllum þægindum sem eiga heima í eöaljeppa eins og Vitara V6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.