Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, HANNA JÓNSDÓTTIR frá Flateyri, Túngötu 8, Stöðvarfirði, lést sunnudaginn 3. september. Guðbjartur Haraldsson og börn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinarhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, SOFFÍU PÁLSDÓTTUR frá Höskuldsey, Reitarvegi 2, Stykkishólmi. Einnig þakkir til allra á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og til hjúkrunarfólks og systranna á St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi fyrir hlýhug og góða umönnun. Kolbrún Sigurbjörnsdóttir, Hilmar Sigurbjörnsson, Sæmundur Sigurbjörnsson, Hörður Sigurbjörnsson, Jakob Sigurbjörnsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, GUÐRÍÐUR STEINÞÓRA * MAGNÚSDÓTTIR, Heimavöllum 5, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja laugardag- inn 2. september. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 9. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Suðurnesja. Helgi Egilsson, Friðbjörg Helgadöttir, Árni Björgvinsson, Guðrún Helgadóttir, Friðbjörn Björnsson, Þorsteinn Helgason og barnabörn. t Elskuleg dóttir mín, systir okkar og frænka, SIGURBJÖRG GRI'MSDÓTTIR frá Apavatni, Hátúni 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. september kl. 13.30. Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, Magnús Helgi Jónsson, Guðrún Asa Grímsdóttir, Sigurlín Grímsdóttir, Magnús Gri'msson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA GUÐRÚN ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Hringbraut 76, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala föstudag- inn 1. september, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 11. september kl. 13.30. Auður R. Gunnarsdóttir, Jón Sveinsson, Hörður Gunnarsson, Bryndis Bjarnadóttir, Gunnar Karl Lúðvíksson, Brynjar Harðarson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÚSTU SIGURÐARDÓTTUR, áðurtil heimilis i' Reyðarkvfsl 5. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna deildar B-4 Borgar- spítalans. Sigríður Ólafsdóttir, Einar Sigvaldason, Páll Ólafsson, Þuríður Guðjónsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Jón Þór Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Reynir Bjark- mann Ragnars- son var fæddur í Reykjavík 20. febr- úar 1949. Hann lést á Borgarspítalan- um 28. ágúst 1995. Foreldrar hans voru Björg Þor- kelsdóttir og Ragn- ar Ólafur Agnars- son, d. 1974. Hann var fimmti í röðinni af átta systkinum. Elst er Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Maríus Sigur- björnsson, Guðmundur Sigur- björnsson, Sigurbjörn Ó. Ragnarsson, Sigríður Kolbrún Ragnarsdóttir, d. 1966, Hall- dór Ragnarsson, Tómas Bald- vinsson. Sonur Reynis er Val- geir, f. 1970. Utför Reynis fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá systkinum Bróðir okkar er allur langt um aldur fram. Við minnumst hans sem lítils kröftugs snáða með bros á vör og stríðnisglampa í augum. Úr Stórholtinu þar sem við ólumst upp í stórum systkinahópi er margs að minnast í blíðu og stríðu sem of langt væri að telja upp hér, en minnumst nokkurra punkta. Það kom snemma í Ijós að mikill kraft- ur var í peyjanum. Fór hann ungur að vinna fyrir sér. Sem unglingur fór Reynir í sveitamennsku að Fagradal í Saurbæ í Dölum til Sig- urðar og Erlu sem hann tók miklu ástfóstri við og hélst sú vinátta alla tíð. Var það eins og hans ann- að heimili. Hann fór ungur til sjós og stund- aði hann sjómennsku í nokkur ár, ásamt því að vinna aðra vinnu þar á meðal bólstrun, byggingarvinnu og margt fleira. Þótti hann forkur til allra hluta. Minnist ég einu sinni er við bræður, Reynir og Sigurbjörn, vorum að leggja ræsi fyrir Magnús Jónsson í Húsgagnaverslun Skeifunnar að ég var að vandræðast með steypuna í fötunni, vantaði múrskeið til að slétta yfir rörin. Vindur Reynir sér að mér og spyr hvort ég geti ekki notað hend- urnar. Fór hann þar með sínar hendur í fötuna og sléttaði yfir rörin. Svona smámuni lét Reynir aldrei stöðva sig í neinu verki. Margar góðar stundir áttum við systkinin saman í vinnu, gleði og glaumi, því alltaf var hann tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd ef á þurfti að halda. Munum við alltaf minnast hans með hlýju og þakk- læti. Það var vitað um nokkurn tíma hvert stefndi og var það styrkur fyrir alla hvað Reynir bar sjúkdóm sinn með miklu æðruleysi. Þó að við vissum að þetta tæki brátt enda, er erfitt að trúa því að þú -sért horfinn og verðir ekki meir á meðal okkar í lífanda lífi. Þín hetju- lega barátta við erfiðan sjúkdóm líður okkur aldrei úr minni. Við trúum því að ástvinir okkar sem á undan okkur eru farnir hafi tekið vel á móti þér eftir þessa miklu raun. Með þessum fátæklegu orð- um viljum við þakka þér samfyld- ina og kveðjum þig með trega og söknuði, og hugsum til þín í bæn- um okkar. Mágur minn, Reynir Bjark- mann, er allur. Baráttu hans við erfiðan sjúkdóm lauk í ágústmán- uði. Leiðir okkar Reynis lágu fyrst saman þegar við vorum unglingar í sveit vestur í Dölum. Hann í Fagradal, ég í Neðri-Hundadal. Við kynntumst nokkuð þar en lík- lega grunaði hvorugan okkur að þau kynni myndu verða meiri og nánari er fram liðu stundir. En það gerðist þegar ég kynntist systur hans, Katrínu Sjöfn, sem síðar varð eiginkona mín. Þar með tengdumst við Reynir fjölskyldu- böndum í viðbót við kunningsskap- inn. Ég man að gosárið 1973, þegar við Sjöfn bjuggum í Reykjavík, var Reynir búsettur hjá okkur, fyrst á Bergstaðastrætinu og síðan í Með- alholtinu en þar leigði hann her- bergi langan tíma eftir að við vor- um farin aftur heim til Eyja. Reyndar kom hann með okkur til Eyja þegar við fluttum þangað á ný og vann við múrverkið í húsinu okkar. Þá líkaði honum lífið, alltaf nóg að gera og það munaði svo sannarlega um handtökin hans. Reynir stundaði margs konar störf á ævinni. Hann fór ungur til sjós, vann mikið við byggingar- vinnu og var lengi við störf hjá Magnúsi í Skeifunni. Reynir var einrænn að eðlisfari og blandaði geði við fáa. En þeir sem þess urðu aðnjótandi, fundu í honum tryggan vin. Hann bast aldrei fjölskylduböndum, kvæntist aldrei, en eignaðist einn son, Val- geir, og vildi eftir mætti reynast honum vel. Hugurinn leitaði oft vestur í Dali, í Fagradal, sérstaklega á vorin. Þar átti hann líka góða að, þau Sigurð og Erlu. og þeirra fólk. Þau reyndust honum líka betur en enginn þegar með þurfti. Síðasta heimsókn Reynis út til Eyja, til okkar Sjafnar, var nú í vor. Líklega grunaði okkur báða að þær yrðu ekki fleiri. Hann var þá orðinn þjáður af sjúkdómi sínum og vissi að hverju stefndi. Engu að síður var hann rólegur og æðru- laus að vanda. Ekkert var honum íjær en að fara að íþyngja öðrum með sínum vandamálum. Við Sjöfn kveðjum Reyni, bróður og mág, þakklát fyrir þær ánægju- stundir sem við áttum saman. Líf- ið hefði verið okkur fátæklegra án ínn' Magnús Sveinsson. REYNIR BJARK- MANN RA GNARSSON + Ingibjörg Olsen fæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1925. Hún lést á Landakots- spítala 22. júlí sið- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 28. júlí. í DAG hefði Ingibjörg vinkona mín orðið sjö- tug ef henni hefði enst aldur. í dag væri undir- búningur fyrir boðið sem hún ætlaði að hafa á föstudag- inn á lokastigi. Við værum búnar að sauma afmælisdressið hennar úr efninu sem hún keypti í Singap- ore í vetur. Ég kæmi til veislunnar í fallega kjólnum sem þau Kristinn færðu mér úr sömu ferð, með hálsmen sem þau gáfu mér í jólagjöf fyrstu jólin sem við þekktumst. Kynni okkar Ingibjargar tengd- ust mjög saumaskap og fatagerð. Þau hófust með þeim hætti að hún og systir hennar Sigríður komu á saumanámskeið sem ég sá um hjá Vogue. Þær systur voru báðar fag- urkerar miklir og réðu ferðinni í sínu verkefnavali á þessu nám- skeiði. Námskeiði Ingibjargar lauk í raun aldrei því þessi kynni urðu til þess að við hófum samvinnu í að gera hugmyndir hennar að veru- leika. Hún keypti hér heima og erlendis efni, tölur og annað er prýða mátti flík því hún hafði sínar hugmyndir um útlit á hreinu. Fyrr á árum kom Ingibjörg oft- ast heim til mín. Ég sneið, við mátuðum, ég setti henni fyrir og hún saumaði heima. Heima átti hún saumaherbergi sem búið var öllum tækjum sem til þurfti. Kristinn sá fyrir því. Þau Krist- inn voru óþreytandi í að koma öllu sem hag- anlegast fyrir. Hann smíðaði borð, tvinna- standa, hengdi upp spegla o.s.frv., hún staðsetti. Oftast voru gerð fleiri eintök en Ingibjörg hafði not fyrir svo fleiri gætu notið góðs af. Ég á ýmsa muni sem bæði gleðja augað og eru til gagns fyrir saumaskapinn. Eftir að sjúkdómur Ingibjargar ágerðist kom oftar fyrir að ég fór til hennar þegar hún þurfti aðstoð við saumaskapinn. Við unnum sam- an eins og tvær samhentar sam- verkakonur og spjölluðum um alla heima og geima. Ingibjörg sagði mjög skemmtilega frá og ég sem barn þess tíma þegar ekki var kom- ið sjónvarp upplifði sjónrænt talaða frásögn hennar af ólíkum menning- arheimi Austurlanda. Hvílík upplifun þegar hún lýsti því þegar henni var boðið að skoða skartklæðnað sem saumaður var fyrir eiginkonur hertogans af Brun- ei! Silkikjólarnir voru settir í kistur fóðraðar með flaueli og flauelskjól- arnir í silkifóðraðar kistur. Kjólar skreyttir ekta perlum og demönt- um. Þúsund og ein nótt nútímans. Öðru hvoru kom svo Kristinn niður stigann og kallaði rómsterk- ur: „Dömur, hvað má bjóða ykkur, kaffi, kók eða konfekt?" Ingibjörg var rómantísk og hafði gaman af að gleðja þá er nærri henni stóðu. Fyrir nokkrum árum gistum við hjónin á hóteli í Lúxemborg á heim- leið. Höfðum við keypt gistinguna í gegnum ferðaskrifstofu hér heima áður en við lögðum af stað. Þegar við komum inn á herbergið var stór blómvöndur, ávaxtakarfa og kampavínsflaska í kæli á borði. Okkur rak í rogastans þegar við lásum óskir um ánægjulega dvöl og kveðju frá hótelstjóranum. Ekki þekktum við hann. Skýringin kom fljótlega. Ingibjörg hafði brugðið sér til Lux. þennan sama morgun, vissi af okkur og kom þessu í kring því hótelstjórinn var góðvinur þeirra hjóna. Kvöldverð snæddum við síðan í boði Ingibjargar sem talaði við þjónana hvort heldur sem var á ensku, þýsku eða frönsku. Við morguhverðarborðið daginn eftir hittum við hótelstjórann. Það var auðséð að hann þekkti Ingi- björgu vel. Þegar umræðan snérist um það hve auðvelt væri að aka sjálfur bíl þarna og ég hvatti Ingi- björgu til að prófa sjálfa, sagði Karl hótelstjóri: „Nei, frú Ingibjörg getur ekki ekið hér, hún þarf að hafa hugann við það sem hún ætl- ar að kaupa bæði handa þér og öðrum.“ Já, ef Ingibjörg vinkona mín væri á lífi og frísk væri mikil hátíð í vændum. Gjöfina sem ég ætlaði að gefa henni keypti ég aldrei, en andvirði hennar mun fara í sjóð krabbameinssjúkra bama. Blessuð sé minning merkrar konu. Hrefna Kristbergsdóttir. INGIBJORG OLSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.