Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 7 FRÉTTIR , Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÁHUGASAMIR kornræktarmenn. Jónatan Hermannsson tilrau nastjóri lengst til vinstri. Rannsaka virkni lúp- ínuseyðis VERIÐ er að vinna úr niðurstöðum rannsóknar á seyði úr lúpínurót á vegum Hjartaverndar og rannsókn- arstofu í ónæmisfræði en rannsókn- in er styrkt af Rannsóknaráði ríkis- ins. Ævar Jóhannesson hefur fram- leitt seyðið og gefið mörg hundruð manns það við ýmsum kvillum í mörg ár. Rannsóknin gengur út á það að kanna líffræðilega virkni seyðisins. Mikill fjöldi manns tók þátt í rannsókninni og var skipt í tvo hópa. Var öðrum hópnum gefið lúp- ínuseyði en hinum gerviseyði. Þátttakendur eru af ýmsum ár- göngum en einnig er kannað hver áhrif seyðisins eru á ónæmiskerfið. Ævar hefur gefið seyðið við marg- víslegum kvillum og margir hafa talið sig hafa haft mikið gagn af því. Utlit er fyrir meðaluppskeru af korni Syðra-Langholti. Morgunblaðið. Á VEGUM Rannsóknastofnunar landbúnaðarins eru gerðar kynbætur á íslensku korni, einkum byggi, með tilliti til íslenskrar veðráttu. Það er Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri hjá RALA, sem hefur yfirumsjón með þessum tilraunum. Hann var í sinni árlegu skoðunarferð síðastlið- inn mánudag til að líta á tilrauna- reiti og kornakra á Suðurlandi ásamt Kristjáni Bj. Jónssyni ráðunauti. Ahugasamir kornræktarbændur slógust með í förina til að kíkja á hvernig uppskeruhorfur væru. Fréttaritari hitti þá að máli þar sem þeir voru að skoða kornakur í Birt- ingaholti í Hrunamannahreppi hjá þeim feðgum Ágústi Sigurðssyni og Sigurði Agústssyni, þeir hafa ræktað korn með góðum árangri á undan- förnum árum. Menn voru sammála um að ef tíð yrði hagstæð næstu tvær til þrjár vikur yrði góð kornuppskera. Ein frostnótt gæti stoppað allan þroska kornsins svipað og gerðist í fyrra aðfaranótt 11. september en þá var kornið komið svipað á veg og nú er. Jónatan sagði að tveggja raða bygg þroskaðist best í lágsveitunum og hlýrri sandjörð en sex raða byggið ætti betur við fyrir norðan og í mold- ar- og mýraqarðvegi á Suðurlandi. Héi' í uppsveitum gerði ekki þau veður að það ylli skemmdum á sex raða bygginu en austanveðrin í lág- sveitunum við ströndina væru sex- raða bygginu skeinuhætt. Ný afbrigði í ræktun „Hér í Birtingaholti eru 60 til- raunareitir, 20 liðir í þremur samreit- um,“ sagði Jónatan. „Við gerum ráð fyrir að geta fengið afbrigði sem eru sambærileg við það sem hægt er að fá erlendis, jafnvel fljótari til þroska. Víxlfijóvganir fara fram í gróður- húsi, við erum ekki komnir með þessi afbrigði á markað ennþá en það verð- ur vonandi eitthvað til sölu næsta vor og síðan aftur meira magn árið 1997. Árið í ár nær því sennilega að verða meðalár, sumarið heldur styttra en hlýrra en langtímameðal- tal segir til um. Seinna var sáð vegna klaka í vor en við vitum ekki hvern- ig endirinn verður. Hér hefur mest uppskera orðið 4 tonn á hektara en mest uppskera hefur orðið á Þor- valdseyri um 5 tonn. Sögur eru um meiri uppskeru á einum hektara í Mýrdal. „í fyrra var meðaluppskera úr 588 tilraunareitum 3,2 tonn á hektara og það er alls ekki slæmt miðað við Norðurlöndin," sagði Jón- atan. Hann sagði að þegar best lét árin 1992-’93 hefði verið ræktað korn á 660 hekturum lands en síðustu ár hefði það verið eitthvað minna og einkum væri samdráttur í kornrækt- inni á þessu ári. Morgunblaðið/Ásdís Hljóðfæraleikari í 50 ár GUÐMUNDI Steingrímssyni trommuleikara, sem þekktur er undir nafninu Papa Djass meðal djassáhugamanna, var veitt silf- urmerki Félags íslenskra hljóm- listarmanna, FÍH, á veitingahús- inu Ommu Lú síðastliðið mánu- dagskvöld. Tilefnið er að Guð- mundur hefur starfað sem hljóð- færaleikari í 50 ár og hefur verið traustur félagi í FÍH alla tíð. Þetta ber upp á sama tíma og Jazzvakn- ing fagnar 20 ára afmæli sínu, tónlistarskóli FIH 15 ára afmæli og RúRek djasshátíðin 5 ára af- mæli. Þegar Björn Árnason, skóla- stjóri FÍH, hafði afhent Guðmundi silfurmerkið lék Guðmundur með kvartetti sínum á RúRek djasshá- tiðinni sem nú stendur sem hæst. Líftryggingar á heimsmælikvarða • Friends Provident eru í fremstu röð enskra líftiyggingarfélaga. Bretland er ein helsta miðstöð veraldar í tryggingum og fj ármálaþj ónustu. • Starfsstöðvar í 16 löndum um víða veröld. • Frá stofnun 1832 heftir félagið éflst með ári hverju. • I sjóðum þess eru nú um £14.000.000.000 og tryggingatakar yfir 2.500.000. Friends bjóða íslendingum nú að reyna: • Úrval persónutrygginga sem sameina vernd og sparnað. f « Sveigjanlega samninga og úrvals þjónustu sem er verðlaunuð í Bretlandi og Svíþjóð. • Ávöxtun með því besta sem þekkist í 14 sjóðum á heimsmarkaði. Fitt er valið. Við bjóðum þér að eflast með árunum í félagsskap með okkur. Upplýsingar hjá löggiltri vátryggingamiölun á íslandi. FRIENDS^PROVIDENT INTERNATIONAL Unitcd Kingdom House, Castlc Strcct, Salisbury, Wiltshirc SPl 3SH England UK. Tcl: 0044 1722 413366. Fax: 0044 1722 332005. Principal and Hcad Ofticc: Pixham End, Dorking, Surrcy RH4 ÍQA England. Incorporatcd by Act of Parliamcnt in the United Kingdom with limited liability and registcrcd in England No. ZC115. Mcmbcr of thc Association of Intcrnational Life Officcs. FRIENDS PROVIDENTINTERNATIONALIS THF. TRADING NAME FOR BUSINESS CONDUCTED OUTSIDE THE UNITED KINGDOM OF FRIENDS PROVIDENT LIFF. OFFICES. Ævitrygging Alþjóðleg! Sveijjjanlejj! Líf- tekjutjóns- ojj lífeyristryjjginjj Frábær kostur fyrir sjálfstætt starfandi fólk! HAGALL LÖGGILT VÁTRVGGINGAMIÐLUN HAGALL, Ámi Reynisson Ivtm, Túngata 5, Sími 55 11 110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.