Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 11 FRÉTTIR Stjórnendur Eimskipafélags Islands hafa ákveðið að taka frægustu fossa landsins í fóstur Úrbótum við Goðafoss lokið Akureyri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Stefán Þór Sæmundsson HELGA Haraldsdóttir frá Ferðamálaráði, Hörður Sig-urgestsson forstjóri Eimskips og Halldór Blöndal samgönguráðherra kynntu nýtt skilti og bætta aðkomu að Goðafossi. FERÐAMALARAÐ, Eimskipa- félag íslands og samgönguráð- herra kynntu á f östudag nýtt skilti við Goðafoss og bætta að- komu við fossinn, sem er árang- ur af samvinnu þessara aðila í úrbótum í umhverfismálum. Verkefnissljórn á vegum sam- gönguráðuneytisins hafði komið á samstarfi við Eimskip um að taka fossa „í fóstur“ og er nú vinnu við fyrsta fossinn lokið. Helga Haraldsdóttir hjá Ferðamálaráði Islands sagði að ráðið hefði undanfarin ár styrkt einstaklinga og sveitarfélög til að lagfæra ferðamannastaði og nefndi að á þessu ári stæðu yfir úrbætur við Krísuvík, Hraun- fossa og Námaskarð. Aðkoman að Goðafossi hefur verið bætt mikið; afleggjarinn frá aðalveginum færður og bíla- stæði stækkað og fellt betur að umhverfinu. Þá hafa göngustíg- ar verið lagaðir og farartálmum komið fyrir þar sem nauðsynlegt er að vernda gróður. Loks var sett upp skilti sem lýsir náttúru og sögu staðarins. Eimskipafélagið greiddi framkvæmdirnar að miklu leyti en að sögn Helgu lagði Vega- gerðin einnig til fjármuni og þekkingu og haft var samstarf við sveitarsljórn Ljósavatns- hrepps, landeigendur og Nátt- úruverndarráð. I máli Harðar Sigurgestsson- ar, forstjóra Eimskips, kom fram að skip félagsins hafi frá upphafi borið nöfn fegurstu fossa landsins og Goðafoss væri einn þeirra. Alls hefðu fimm skip félagsins borið nafnið Goða- foss. Hörður sagði að i tilefni átaks í úrbótum á ferðamanna- stöðum hefði félagið ákveðið að taka nokkra fossa „í fóstur“. Nú þegar er hafin hönnun á svipuðum úrbótum við Skóga- foss og mun þeim verða lokið í þessum mánuði. A næsta ári mun Eimskip fjármagna fram- kvæmdir við Fjallfoss eða Dynj- anda í Arnarfirði og Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. „Vonast er til að vinnu við Dettifoss verði lokið við upphaf ferðamannatímans næsta sumar en hann hefur verið mikið í umræðunni á þessu sumri. Er það von Ferðamálaráðs og Eim- skipafélagsins að með úrbótun- um sem þar verða gerðar megi auka öryggi ferðalanga til muna,“ sagði Helga Haralds- dóttir. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra tók einnig til máls við athöfnina og lauk lofsorði á þær úrbætur sem gerðar hafa verið við fossinn óg hann vonaðist eft- ir jafn góðum árangri við lag- færingar á öðrum fjölsóttum ferðamannastöðum. 69% andvíg skyldu- áskrift aðRÚV RÚMLEGA 69% þeirra, sem svör- uðu spurningum í sk. Þjóðarpúlsi Gallups í lok júlí og byrjun ágúst, eru andvíg skylduáskrift að Ríkis- útvarpinu, að því er fréttastofa RÚV greindi frá í gærkvöldi. Rúm- lega 28% eru hins vegar hlynnt skyjduáskrift. A bilinu 81-84% þeirra, sem eru 34 ára eða yngri, sögðust andvíg skylduáskrift að RÚV og rösklega 40% þeirra sem eru á aldrinum 55-75 ára. Fleiri á móti sölu RÚV Hins vegar eru 46% svarenda hlynnt sölu Ríkisútvarpsins sam- kvæmt könnuninni en 47% andvíg sölunnL Yngra fólk er hlynntara sölu RÚV en þeir sem eldri eru, eða rösklega 53% þeirra sem eru 18-24 ára en tæp 25% þeirra sem eru á aldrinum 55-75 ára. Flestir fylgismenn Sjálfstæðis- flokksins eru hlynntir sölu RÚV, eða rúmlega 56% og helmingur kjósenda Þjóðvaka. Rösklega 44% stuðningsmanna Alþýðuflokks kváðust hlynnt sölunni, um 35-39% kjósenda Kvennalista og Framsóknarflokks en fæsta stuðn- ingsmenn á hugmyndin meðal kjósenda Alþýðubandalagsins, eða tæplega 27%. Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um siðfræði? Er til algildur mælikvarði á rétt og rangt, gott og illt? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500. Seljum síðustu Fiat bílana af ágerð 1995 með verulegum afslætti 3 stk. Fiat Uno Arctic 5 dyra, verð aðeins kr. 799.000 3 stk. Fiat Punto 55S 3 dyra, verð aðeins kr. 899.000 6 stk. Fiat Punto 75SX 5 dyra, verð aðeins kr. 999.000 Þetta ep tilboð sem býöst ekki á hverjum degi! Innifalið í verði er skráning og íslensk ryðvörn með 8 ára ábyrgð. ÍTALSKIR BÍLAR HF., SKEIFUNN117,108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 7620.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.