Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Témstomd^skólinn Tungumálanám á haustönn Enska Cheryl Hill Stefánsson Julie Kraske Robert S. Robertson Cheryl Julie Robert Þýska Bernd Hammerschmidt Magnús Sigurðsson ■ífranska Jacques Melot Ingunn Garðarsdóttir Jacques Spænska Elisabeth Saguar I tcdsha Paolo Turchi Rússneska Áslaug Agnarsdóttir Sænska Adolf H. Petersen Danska Magdalena Ólafsdóttir Finnska Tuomas Jarvela íslenska fyrir útlendinga Alma Hlíðberg Inga Karlsdóttir Alma h^ Tómstundaskólini? • lykill aö leik ag starfi • IDAG SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í fyrstu umferð' Friðriks- mótsins í Þjóðarbókhlöð- unni í viðureign tveggja ís- lenskra stórmeistara. Hannes Hlífar Stefánsson (2.520) hafði hvítt og átti leik, en Jón L. Árnason (2.545) var með svart og varð að fórna manni á b2, lék 26. — Ba3xb2? en rétt var 26. — Bd6 27. Dxg6 — Hg8 og þótt hvítur sé peði yfir eru úrslitin langt frá því að vera ráðin. 27. d6! (En ekki 27. Kxb2? - Dc3+ 28. Kcl - Da3+ 29. Kd2 — Bxd5 og svartur fær hættulega sókn) 27. — Bxe4 28. dxc7+ — Hxc7 29. Bxe4 - Bd4 30. Rd2 — a5 31. Rb3 og með manni undir gafst svartur upp. Fjórða umferð Friðriks- mótsins verður tefld í dag kl. 17 í Þjóðarbókhlöðunni. Þá mætast: Hannes Hlífar og Friðrik, Helgi Ól. og Jóhann, Smyslov og Soffía Polgar, Larsen og Gligoric, Þröstur og Margeir, Jón L. og Helgi Áss. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Jon Fljótsdælingur ODDNÝ hringdi og bað Veivakanda um hjálp til að hafa upp á dánarári Jóns Magnússonar, Fljóts- dælings, sem fæddur var árið 1878. Árið 1937 kom út eftir hann bókin: „Æv- intýri Afríkufarans", sem Benjamín Sigvaldason, skrifaði. Geti einhver hjálpað Oddnýju vinsam- legast hafið samband í s. 562-2992. „Kennaratyggj ó “ KRISTINN Snæland hafði samband við Velvakanda. Hann sagðist oft þurfa að kaupa sér lím sem kallað væri „kennaratyggjó", og þætti sér afar leiðinlegt að biðja um vöru með þessu nafni og fer þess á leit að henni verði fundið annað nafn, t.d. klessulím. Tapað/fundið Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski úr leð- urlíki tapaðist niðri við Lækjargötu eða einhvers- > staðar í miðbænum. I veskinu voru skilríki, öku- skírteini, vegabréf o.fl. Skilvís fínnandi vinsam- lega hringi í síma 581-1848. Hjól í óskilum ICE-FOX hjól hefur verið í óskilum í Seljahverfi síð- an í lok júlí. Eigandinn er beðinn að hringja í síma 557-9096. Týnd lyklakippa LYKLAKIPPA sem er gyllt spjald, merkt Gunn- ar, og á voru 4 lyklar og rauður svissneskur vasa- hnífur, tapaðist í Esju- göngu sl. sunnudag. Skil- vís fmnandi vinsamlega hringi í síma 562-7152. Hjól tapaðist ELDGAMALT, illa farið hjói, brúnt með bláum brettum tapaðist fyrir þrem vikum. Hjól þetta hefur mikið tiifínningalegt gildi fyrir eigandann sem hafði það með sér frá Danmörku, og getur hann ekki ímyndað sér að nokk- ur vildi eiga það. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 551-8995. Sundbolur tapaðist SVARTUR O’Neil sund- bolur tapaðist í Laugar- dalslauginni sl. föstudag um sexleytið. Finnandi vinsamlegast skili sund- bolnum til afgreiðslu Laugardalslaugarinnar eða hafí samband í síma 552-3736. Gæludýr Skógarköttur í óskilum GRÁR skógarköttur fannst á Grensásvegi sl. sunnudag. Eigandinn er beðinn að vitja hans í síma 568-1680. Týnd læða BRÚNBRÖNDÓTT fln- gerð ársgömul læða hvarf 1. ágúst sl. frá heimili sínu á Tunguvegi í Hafnar- fírði. Hún var með brúna leðuról sem gæti hafa dottið af henni. Geti ein- hver geflð upplýsingar vinsamlega hringið í síma 565-8174. Farsi ,,I/7/i£ahz>ve*tír eru mjöý fuxgsiae&iYnúna.- l/r'Ltu efcfeL he/oUrr txx/ccc ixjrv " ÞESS AR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 1.126 krónur. Þær heita Kolbrún Gunnarsdóttir, Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, Hulda Sigrún Sigurð- ardóttir og Vala Björk Gunnarsdóttir. María Þóra Sveinbjömsdóttir var með en gat ekki verið á myndinni. Hlutavelta Yíkveiji skrifar... VÍKVERJA brá verulega í brún þegar hann keypti stykki af ferskum ítölskum Parmesan-osti í stórmarkaði í síðustu viku. Þrátt fyrir óhugnanlega hátt verð á þess- ari matvöru er hún það ómissandi í marga pastarétti að Víkverji hefur reynt að bíta á jaxlinn og spara frekar annars staðar í matarkörf- unni. Verð á þessum osti hefur verið í kringum 2.500 krónur á hvert kíló og hefur lítið stykki því oftast kostað í kringum fimm hundruð krónur. Víkverja fannst því skrýtið þegar stykkjaverðið var skyndilega komið niður í kringum 300 krónur. Skýringin reyndist sú að kílóverðið var nú einungis 1.790 krónur eða mörg hundruð krónum lægra en það hafði verið þegar Víkveiji keypti sama ost viku áður í sama stórmarkaði. Ekki veit Víkverji hver skýringin á þessari lækkun er, en datt helst í hug GATT-samkomulagið. Það væri þá í fyrsta skipti sem þetta samkomulag sem svo miklar vonir voru bundnar við yrði til að lækka matarútgjöld á heimili Víkveija. VÍ er stundum haldið fram að það sé „dýrt að vera íslend- ingur“ líkt og um eitthvert óhagg- anlegt náttúrulögmál sé að ræða. Víkverji hitti á dögunum mann sem var þessu sjónarmiði algjörlega ós- ammála og taldi það beinlínis hættulegt. Maður þessi sem stundar fyrir- tækjarekstur og þekkir vel til að- stæðna í viðskiptalífinu nefndi fjöl- mörg dæmi um það að íslenska dýrtíðin væri í raun ekkert annað en sjálfskaparyíti. Til að koma í veg fyrir fólksflótta og hugvitsflótta yrði að breyta þessu. Að sjálfsögðu ætti ísland að vera „paradís fyrir íslendinga“. Það hlyti að vera mark- mið stjómvalda að búa almenningi lífvænlegar aðstæður þannig að fólki liði vel á íslandi og væri sátt við að búa þar. Annað gæti reynst varasamt til lengri tíma litið. xxx MIKIL áhersla er nú lögð á að kynna bílastæðahús Reykja- víkurborgar og hefur það líklega ekki farið fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á laugardag. Við helstu akstursleiðir inn i miðbæ- inn var bílstjórum bent á að ekkert gjald þyrfti að greiða í bílastæða- húsum þennan dag og þeim afhent- ir upplýsingabæklingar um húsin. Víkveiji bjó um nokkurra ára skeið erlendis og notaði þá bíla- stæðahús nær daglega. Af einhveij- um ástæðum hefur hann hins vegar ekki vanið sig á að nota bílastæða- húsin í miðbæ Reykjavíkur. í fyrsta lagi er staðsetning þeirra oft óheppileg. Vissulega eru vega- lengdirnar kannski ekki ýkja langar ef tekið er mið af aðstæðum erlend- is en þegar við bætist íslenskt vetr- arveður (og jafnvel „sumarveður" í sumum tilvikum) er auðvelt að skilja af hveiju bílstjórar reyna að leggja sem allra næst verslunum. Þá fínnst Víkveija það óþægilegt að greiðsluvélar í bílastæðahúsun- um taka ekki við seðlum líkt og í flestum öðrum löndum. Af hveiju eru þær ekki þannig úr garði gerð- ar að hægt sé að borga með t.d. 100 krónaseðlum auk myntar, rétt eins og t.d. er hægt að nota 10 marka seðla í bílastæðahúsum í Þýskalandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.