Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens j'MP ** SAGTAÐfBGUf&tNl J 5£ JAPH WÓPOGS&MptgJ Atz/ Húe> ETN t rn * Jjyj (° V) n h. rf o°0o)\ o ° *) ll i i5 Grettir Tommi og Jenni BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Borgar stj órinn talar einfald- lega út í bláinn Frá Páli Erni Líndal: BORGARSTJÓRINN í Reykjavík hefur sýnt af sér dæmafáa sjálfs- hreykni og rökleysu í málflutningi sínum af ýmsu tilefni að undan- fömu. Frammi fyrir myndavélum sjónvarpsstöðvanna minnir þessi fýrrum forystukona Kvennalistans einna helst á kokhrausta og tann- hvassa tengdamömmu, sem ríkir yfir heimilisfólki sínu í Ráðhúsinu og keyrir það áfram með góðu eða illu enda í nokkuð styrkri stöðu til þess arna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ötul við að taka undir með óánægju- kómm þjóðfélagsins í stjórnarand- stöðu sinni í borgarstjórn og á Al- þingi forðum daga. Hún gat gert sér fiest að hneykslunarefni og hef- ur vafalaust náð eyrum margra út á það. En það eru breyttir tímar. Nú er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðin leiðtogi í höfuðborg landsins og á að sýna hvað í henni býr og hvemig hún ætlar að láta hug- myndafræðina, sem hún þykist hafa verið að berjast fyrir undanfarinn áratug verða að veruleika. Litlar hafa efndimar orðið. Þegar eftir þeim er gengið þykir henni henta að bera við erfiðri stöðu borgar- sjóðsins. Siðustu dæmi sanna, að borgarstjórinn hefur ekkert nýtt fram að færa eins og deilan um hækkun fargjalda SVR ber vott um. En mörg er samt matarholan hjá borgarsjóðnum. Það er ekki tóma- hljóð í kassanum, þegar ráðin er hver silkihúfan ofan á aðra í emb- ættismannakerfi Ráðhússins, þegar farið er út í verklegar framkvæmd- ir, sem borgarstjóranum eru þókn- anlegar eða þegar skipulagsnefndin þeysir í lystireisu um Bretlandseyj- ar, sem kostar milljónir króna. Borgarstjórinn lét sig ekki muna um að reiða fram tvær milljónir króna til styrktar einni söngleiks- uppfærslu sumarsins, sem helst verður í minnum höfð fyrir klúryrði og annan dónaskap. Og ekki skort- ir peninga, þegar borgarstjórinn ætlar að bregða sér bæjarleið og halda í heimsókn til Peking með maka sinn og sex manna föruneyti úr borgarkerfinu eins og nú stendur til. Hvað kostar það? Borgarstjórinn taldi sig þess umkominn að senda forseta Islands tóninn í fréttaviðtölum eftir nýaf- staðna Kínaför forseta. Eftir borg- arstjóranum er haft að hún muni nú ekki liggja á skoðunum sínum við Kínveija þó að forseti Íslands hafí gert það. Ja, miklir menn erum við, Hrólfur minn. Þessi smekkleysa verður í minnum höfð og er til marks um sérstæðan valdahroka húsfreyjunnar { Ráðhúsinu, sem hróðug lýsir því í hveiju tímaritsvið- talinu af öðru, að hún sé í mikilli „valdastöðu“ og njóti þess að hafa áhrif. Allt er þetta svo gegnsætt og pínlegt að maður undrast að vera staddur á ofanverðri öld lýð- ræðis og upplýstrar umræðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef- ur til þessa notið þess að fjölmiðlar hafa farið um borgarmálin með silkihönskum í borgarstjóratíð hennar. Vinstrisinnar á Ríkisút- varpinu og hjá dagblöðunum áttu ekki lítinn þátt í því að koma henni til valda með því að misnota að- stöðu sína. Úr þeirri átt er því ekki að vænta ýkja hlutlægrar gagnrýni á störf borgarstjómar og meirihluta R-listans meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir situr í Ráðhúsinu. Þar hefur þagmælsku verið heitið. Má furðu gegna, hvað borgarstjórinn hefur getað óáreittur talað út í hött við fjölmiðlunga sína um borg- armálefnin. Dæmi: Aðhald I fjármálum var eitt helsta stefnumið R-listans. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er hins vegar löngu brostin. Það var tekið 700 milljón króna lán nú á miðju sumri og skuldasúpan vex. En hvaða skýringar gaf borgar- stjórinn á ástæðum þessarar láns- fjárþarfar? Jú. Hún sagði „einfald- lega“ mikið sparast með þessu því að lánið kæmi í staðinn fyrir yfir- drátt í Landsbankanum, sem væri dýrara lánsform! Og þetta er tekið gott og gilt í fjölmiðlaflórunni ís- lensku. Framúreyðslan og kolvit- laus áætlunargerð er ekki nefnd á nafn. Og hver hefur svo sem spurt hvað dvelji úrræðin í atvinnumálun- um, sem borgarstjórinn var búinn að lofa í kosningabaráttunni? At- vinnuleysi hefur aldrei verið meira í Reykjavík en einmitt nú, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er búin að vera á sínum „valdastóli“ í rúmt ár. Og síðasta tilvitnun í borgarstjór- ann er eftirtektarverð. Hún þiggur samkvæmt frétt Morgunblaðsins sömu laun og forsætisráðherrann fær á hveijum tíma. Eftir að Kjara- dómur ákvað hækkanir á kaupi ráðherra var eftir því innt af hálfu blaðamanns, hvort borgarstjórinn ætlaði að taka sömu hækkun á sín laun. Því álitaefni skaut Ingibjörg Sólrún til Davíðs Oddssonar, sem „oddvita" síns í þessu máli. Hún bíður þess að sjá, hvað hann ætlar að gera. Öðru vísi mér áður brá. Hvar er nú komið röggsemi og vandlætingu borgarstjórans? í ein- hveiju sýndarmennskukastinu fyrir nokkrum mánuðum lækkaði þessi sami borgarstjóri laun sín einhliða um 5%. Þá þurfti hún ekki að leita aðstoðar Davíðs Oddssonar frekar en hún þarf þess nú. Það er óþarfí fyrir borgarstjórann að skýla sér á bak við forsætisráðherrann. Hún getur ákveðið þetta sjálf enda er hún „kona, sem hefur völd“, svo vitnað sé í hana sjálfa. PÁLLÖRN LÍNDAL, Laugamesvegi 62. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.