Morgunblaðið - 19.09.1995, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.09.1995, Qupperneq 42
" 42 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Rosenthal _ þegnr \>ú vcU,r gi°f Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Verð við nllrn hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. Næði -► orka -» jafnvægi Hvernig eykur þú orku þína Lærirað vinna úr neikvæðum tilfinningum og nota jákvæöa hugsun *StreitulQSun Helgarnámskeið á Snæfellsnesi •22. sept.-24. sept. • 29. sept.-1. okt. •°rfcu*^U9sun l Gisting, fullt fæði og námskeiö: 17.400 kr. Leiöbeinandi: Bryndís Júlíusdóttir, kinesiolog. FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA símar 562 3640, 562 3643, fax 562 3644. ÍT] Stjórntækniskóli íslands 1 UötAoK'il/La Q Höfðabakka 9. Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli íslands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminú er ætlaó að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki með góða almenna menntun, starfsreynslu í viðskip- talífinu eða þeim sem vilja bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki r markaðshugsun (íslensku viðskipta- og ifnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin er próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða /nslu við kennslu og í viðskiptalífinu. iðsfræöi. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjómun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerö. Viöskiptasiöferöi. Ekkí hika lengur : ;■ í 'j * £ :■“.: Jíií ..ví ■•■.; fe; VVísVVrVví: Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. blabib - kjarni málsins! ÞESSAR glaðlegn stúlkur héldu tombólu og basar nýverið og söfnuðu 1.768 krónum sem þær gáfu í Hjálparsjóð Rauða kross íslands. Stúlkurnar heita Guðrún Arna Jóhannsdóttir og Ragnhildur Hafsteinsdóttir. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dög- unum til styrktar Rauða krossi íslands í söfnun- inni „Konur og börn í neyð“. Þær söfnuðu 2.949 krónum. Stúlkurnar eru f.v. í aftari röð: Selma Ósk Höskuldsdóttir, Steinunn B. Hrólfsdóttir og Sonja B. Sigurðardóttir og í fremri röð f.v. Sunna Lind Höskuldsdóttir og Erla Gerður Viðarsdóttir. ÞESSI duglegu börn héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.689 krónum til styrktar söfnuninni hjá Rauða krossi íslands, Konur og börn í neyð. Börnin heita Soffía Dóra Jóhannsdóttir, Sigurjón Jóhannsson og Stefán Árni Jónsson. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Kvennaskóla- nemendur takið eftir! RÍKEY Ingimundardótt- ir myndlistarkona vili koma því á framfæri til nemenda úr Kvennaskól- anum, sem hún kenndi í fyrra, að þeir eiga ennþá talsvert af dóti hjá henni, t.d. mjög fallegar grím- ur. Þeir geta sótt það í Súðarvog 36 á fimmtu- dögum frá kl. 9-12. Hálsmen tapaðist GULLHÁLSMEN með gotnesku letri og merkt með stöfunum V.G. týndist annaðhvort við sundlaugina í Breiðholti eða í Hafnarfirði, líklega síðustu helgina í júlí. BBIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson EFTIR útspilið eru tíu slag- ir tilbúnir til töku í þremur gröndum, en þetta er tví- menningur, svo hver yfir- slagur er gulli betri. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G ▼ KG2 ♦ 107654 ♦ K654 Suður ♦ ÁK73 ¥ ÁD84 ♦ Á82 ♦ Á2 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: spaðasexa, fjórða hæsta. Blindur eignast fyrsta slaginn á spaðagosa, og nú er það spuming: Hvemig á suður að reyna við ellefta slaginn? Hann spilar auðvitað tfgli, því þar fæst ellefti slagurinn fyrirhafnarlítið ef Finnandi vinsamlegast hringi í síma 581-2119. Fundarlaun. Gæludýr Kettlingur fannst SVARTUR hálfloðinn kettlingur ca íjögurra mánaða fannst við Framnesveg á fimmtu- dagskvöld. Hann er meiddur á fæti. Uppl. gefnar í síma 551-3959. Kettlingur í óskilum LÍTILL, móbröndóttur kettlingur, aðeins nokk- urra vikna, elti mig frá Freyjugötu að Bjarnar- stíg sl. fímmtudag. Eig- andi getur vitjað hans í síma 562-6526. liturinn brotnar 3-2. Hið sama er upp á teningnum ef austur á mannspil stakt, en það er heldur ósennilegt í ljósi þess að vestur virðist eiga langlit í spaða. Hitt er mun líklegra að vestur sé stuttur í tígli. Er eitthvað til ráða ef vestur á einspil f tígli? Norður ♦ G V KG2 ♦ 107654 4 K654 Vestur Austur ♦ D108642 ♦ 95 V 653 11 V 1097 ♦ G ♦ KD93 * D107 Suður ♦ G983 ■ * ÁK73 V ÁD84 ♦ Á82 ♦ Á2 • Spilið kom upp í al- heimstvímenningnum síðast- liðið vor. Fyrir tíu slagi voru gefin 44 stig af 100, en 89 fengust fyrir að vinna fimm grönd. Galdurinn liggur í tígulíferðinni, að spila út tíunni í öðrum slag! Þannig ræður sagnhafi við níuna blanka í vestur, auk þess sem austur gæti freistast til að leggja á með tvö mannspil og níuna: KG93, DG93 eða KD93. Víkveiji skrifar... KVIKMYNDIN um Jón Leifs hefur að vonum vakið mikla athygli enda hefur verið vandað til hennar með sérstökum hætti. Eitt af því, sem vekja mun athygli þeirra, sem sjá kvikmyndina er leik- ur Ruthar Olafsdóttur, sem leikur Annie, fyrstu eiginkonu Jóns Leifs. Svo vill til, að þessi glæsilega leikkona er dótturdóttir annars frumkvöðuls íslenzks tónlistarlífs, dr. Victors Urbancic. Þeir sem komnir eru yfír miðjan aldur muna áreiðanlega eftir þessum Austur- ríkismanni, sem fluttist hingað til lands eins og nokkrir aðrir gyðing- ar, sem áttu drjúgan þátt í að hefja tónlistarlíf á Islandi til vegs og lyftu þar Grettistaki ásamt ís- lenzkum frumkvöðlum á borð við Pál ísólfsson, Jón Leifs og Ragnar í Smára. xxx A AUNDANFÖRNUM vikum hafa birzt hér í Morgunblaðinu athyglisverðar greinar um baráttu bandarískra stjórnvalda gegn tób- aksreykingum og áróðri hinna al- þjóðlegu tóbaksfyrirtækja. í fyrra- dag var skýrt frá baráttu banda- rísks lögmanns, sem eyddi mestum hluta ævinnar í baráttu á vegum tóbaksfyrirtækjanna en hefur nú snúið við blaðinu, þar sem hann er að deyja úr krabbameini vegna sígarettureykinga. Er ekki kominn tími til, að ís- lenzk stjómvöld snúi við blaðinu, hætti að nota sölu á þessu fíkni- efni til þess að raka saman fé í ríkissjóð en hefji í þess stað ein- beittar og ákveðnar aðgerðir til að koma vitinu fyrir fólk svo að það hætti reykingum og þá ekki sízt unga fólkið, sem allt bendir til að séu helztu reykingamennirnir nú til dags? XXX VÍKVERJI tekur undir með talsmönnum Verðbréfamark- aðar íslandsbanka hf., sem hafa gert athugasemdir við auglýsingar, þar sem birtar eru tölur um ávöxt- un ákveðinna sjóða yfir þriggja mánaða tímabil. Slík auglýsing birtist fyrir skömmu frá Kaupþingi hf. Það er út af fyrir sig rétt hjá talsmanni Kaupþings, sem fram kom hér í blaðinu sl. laugardag, að ávöxtun langt aftur í tímann segir ekki endilega alla söguna um möguleika á ávöxtun í framtíðinni. Það hlýtur hins vegar að gefa betri vísbendingu um ávöxtunarmögu- leika að horfa tólf mánuði aftur í tímann en þrjá mánuði. Fjármálafyrirtækin hljóta að leggja áherzlu á trúverðugan mál- flutning í auglýsingum sínum, því að fá fyrirtæki þurfa jafnmikið á trausti að halda og einmitt þau. xxx MORGUNBLAÐIÐ hefur átt í erfíðri baráttu við suma aug- lýsendur, sem virðast hafa meiri áhuga á að birta auglýsingatexta á ensku en á íslenzku. T.d. birtist auglýsing hér í blaðinu á laugar- dag, þar sem m.a. sagði: „Nú er allt Sixties". Hvað skyldi þetta þýða? Aðalatriði málsins er þó, að birt- ing auglýsinga á erlendu tungu- máli er lagabrot. í samkeppnislög- unum er beinlínis bannað að birta auglýsingar á öðru tungumáli en íslenzku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.