Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 52

Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍM 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG WUgCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Innflutningnr á unnuni kjötvörum Sjö vilja flytja inn 61 tonn SJÖ AÐILAR skiluðu inn tilboðum til innflutnings á samtals 61 tonni af unnum kjötvörum. Ráðgjafa- nefndin, sem fjallar um innflutning á búvörum, kemur saman til fundar í dag og tekur afstöðu til tilboðanna. Heimilt er að flytja inn 26 tonn af unnum kjötvörum á lágum tollum, m.a. nautakjöt, soðið kalkúnakjöt, svínakjöt, soðna hamborgarahryggi og dilkakjöt. Upphaflega óskuðu c~tolf aðilar eftir að flytja inn um 150 tonn af kjöti. Þetta voru Lyst hf., Gunnar Kvaran hf., Hagkaup, Nóa- tún, SS, Karl K. Karlsson, Bein dreifing hf., íslenskt franskt hf., Rolf Johansen, Dreifing hf., Stjarn- an hf. og Kjötumboðið hf. Þar sem sótt var um miklu meira magn en heimilt er að flytja inn, ákváðu stjórnvöld að óska eftir til- boðum frá þessum aðilum í innflutn- inginn. Sjö aðilar skiluðu inn tilboð- um. Ekki fengust upplýsingar í gær hvaða aðilar þetta eru né hvers eðlis tilboðin eru. Ráðgjafanefndin, sem fjallar um innflutning á búvörum, en í henni sitja fulltrúar frá viðskiptaráðu- neyti, fjármálaráðuneyti og landbún- aðarráðuneyti, kemur saman til fundar í dag og tekur afstöðu til tilboða. Tilboðin eru mismunandi hvað varðar magn, verð og tegundir. Samkvæmi á verkstæðinu LÖGREGLAN stöðvaði óleyfi- legt samkomuhald í iðnaðar- .húsnæði við Súðarvog aðfara- nótt sunnudags. Þar hefur lög- reglan áður þurft að leysa upp samkvæmi. Þegar lögreglan kom á vett- vang, um kl. 2.40 um nóttina var seldur aðgangur að dans- leik, sem haldinn var innan um jámarusl í húsnæði, sem notað er til viðgerða í björtu. Ekki var selt áfengi á staðnum, en ein- hveijir gestanna voru undir áhrifum. Þeir voru flestir á aldrinum 16-20 ára og vísaði lögreglan þeim frá. Súðvíkingar óska eftir að Ofanflóðasjóður kaupi hús í gömlu Súðavík Áætlaður kostnaður við kaupin um 700 milljónir ísafirði. Morgunbiaðið. HREPPSNEFND Súðavíkurhrepps ákvað á fundi sínum í gærdag að óska eftir því við Ofanflóða- sjóð og Almannavarnaráð ríkisins að farið verði út í kaup á húseignum í núverandi byggð í Súða- vík í stað þess að byggja varnarmannvirki á sama stað. Við ákvarðanatökuna lá frammi skýrsla Hnits hf. í Reykjavík um kostnað vegna bygging- ar varnarmannvirkja annars vegar og uppkaup húseigna hins vegar. Einnig lá frammi greinar- gerð þeirra lögfræðinga sem hreppurinn réð til að gera áætlun um kaup á húseignum. Að sögn Jóns Gauta Jónssonar, sveitarstjóra í Súðavík, var það sammála álit hreppsnefndar- manna að mæla með því við Ofanflóðasjóð að húseignir í núverandi byggð verði keyptar upp þar sem varnir þykja ekki fýsilegur kostur vegna kostnaðar og ýmissa annarra atriða. „Kostnaður við varnirnar er áætlaður frá 694 milljónum króna upp í 751 milljón, en kostnaður vegna uppkaupa húsa er áætlaður 700 milljónir króna. Þær varnir sem lagt er til að byggðar verði samkvæmt skýrsl- unni eru ófullnægjandi vegna þess að í þeim er gert ráð fyrir að snjóflóði sé hleypt í gegnum þorpið á tveimur stöðum. Húsakaupin með vörn- um fyrir Frosta hf. og framlagi Ofanflóðasjóðs vegna gatnagerðarframkvæmda í nýrri byggð eru um 700 milljónir. Því er það miklu hagkvæmari kostur,“ sagði Jón Gauti í samtali við blaðið í gærkvöldi. Hagstæðara að kaupa húsin Á fundi hreppsnefndarinnar var samþykkt eft- irfarandi ályktun til Almannavarnaráðs ríkisins: „Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps samþykkir að fara þess á leit við Almannavarnir ríkisins og félagsmálaráðherra, fyrir hönd Ofanflóðasjóðs, að húseignir í Súðavík, aðrar en húseignir Frosta hf., verði keyptar upp þannig að flytja megi íbúða- byggð alla á nýjan stað. Þess er einnig farið á leit við ofangreinda aðila að byggður verði varnar- garður vegna húseigna Frosta hf.“ í aðalrökstuðningi með greinargerðinni segir meðal annars að af samanburði á ofannefndum gögnum megi ráða að munur á kostnaði við kaup á húsum og hlutavörnum, sem þar er gerð tillaga um, sé óverulegur og í flestum tilfellum sé hann hagstæðari kaupum á húsum sem lausn frekar en vörnum. „Ég á von á því að tillaga okkar verði samþykkt og ég geri mér mjög bjartar von- ir um að svar geti legið fyrií frá Ofanflóðasjóði fyrir næstu mánaðarmót. I framhaldi af því hell- um við okkur af krafti í samningagerð við fólk um uppkaup á húsum. Það er það sem allir eru að bíða eftir. Þó svo að sú stund komi mun síðar en menn vonuðu, þá er hún engu að síður gleði- stund,“ sagði Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík. ■ Morgunblaðið/Eggert Akerlie Flugvél kemur undanjökli m Fimm lífeyrissjóðir sameinast í einn Veruleg hagræðing fylgir sameiningunni NÆSTSTÆRSTI lífeyrissjóður á íslandi verður til þegar gengið -*verður frá sameiningu fimm líf- eyrissjóða 16. október næstkom- andi. Hér er um að ræða lífeyris- sjóði verkalýðsfélaganna Dags- brúnar og Framsóknar, Iðju, Hlífar og Framtíðarinnar í Hafnarfírði, Sóknar og Félags starfsfólks í veit- ingahúsum. • Heildarskuldbindingar hins nýja Tifeyrissjóðs verða tæpir 23 millj- arðar króna og verður aðeins einn lífeyrissjóður, 'Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærri. Að sögn Halldórs Björnssonar, varaformanns Dagsbrúnar, hefur þessi sameining verulegt hagræði fyrir sjóðina í för með sér m.a. vegna minni rekstrarkostnaðar. Gert sé ráð fyrir því að skrifstofu- hald þeirra verði sameinað frá 1. janúar næstkomandi. Hann segir að sjóðirnir hafi verið gerðir upp og sé staða þeirra mjög áþekk. Sameiningin muni því ekki leiða til neinnar skerðingar á lífeyris- réttindum. Halldór segir að þegar hafi verið gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra hins nýja sjóðs og muni Karl Benediktsson, núver- andi framkvæmdastjóri lífeyris- sjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar, gegna þeirri stöðu. ■ Nýi sjóðurinn.../14 FÉLAGAR í Hjálparsveit skáta gengu fram á flugvélarflak í jaðri Gígjökuls, sem gengur norður úr Eyjafjallajökli, um síðustu helgi. Flakið er af bandarískri björgun- arvél af gerðinni Grumman Alb- atross. Hún fórst í maí árið 1952. í flugvélinni voru fimm menn. Einn fórst þegar vélin brotlenti á jöklinum, en hinir fjórir urðu úti ájöklinum. Björgunarvélin var á leið frá Keflavíkurflugvelli austur á land til að aðstoða bilaða flugvél. Hún komst aldrei alla leið. Leitað var að flugvélinni við erfiðar aðstæð- ur og munaði litlu að sú leit kost- aði fleiri mannslíf því að björgun- arsveit frá varnarliðinu Ienti í miklum hrakningum á jöklinum. íslenskir björgunarmenn komu þeim til hjálpar. Flugvélin fannst eftir þriggja daga leit og hjá henni eitt lík. Arið 1964 fannst eitt lík til viðbótar neðarlega í Gígjökli og árið 1966 fundust líkamsleifar þeirra þriggja sem enn voru ófundnir á svipuðum slóðuin. í kjöl- far þessarar miklu leitar var Flug- björgunarsveit Islands stofnuð. Flak flugvélarinnar er illa farið enda hefur það borist með jöklin- uimÞað er núna líklega eina 800 ffletra neðan við þann stað sem vélin brotlenti. Áformað er að hreinsa brakið af jöklinúm. Fyrir þremur árum fóru félagar úr Flugbjörgunarsveitinni upp á jök- ulinn og hreinsuðu brak úr vélinni sem þá hafði komið í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.