Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sóttur um borð í Höfðavík 'l'F-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, hífði í gærmorgun sjúkl- ing úr skipi í fyrsta skipti síðan hún kom til landsins. Maðurinn var um borð í Höfðavík AK-200 sem var stödd 50 sjómílur suð- vestur af Eldey. Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæsl- unnar var haft samband við hana í gærmorgun. Þá hafði togarinn Höfðavík AK-200 fengið sjó á sig og maður um borð skollið í brúarþilið og hlot- ið þungt höfuðhögg. Kallað var á TF-LÍF og flutti hún manninn á Reykjavík- urflugvöll. Þaðan var hann fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild Borgarspítalans. Maður- inn reyndist ekki lífshættulega slasaður. Siávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva Skattar eru slæm útflutningsvara „ÞAÐ ER býsna undarlegt, að sum- ir menn skuli enn ræða það í alvöru, að það sé helzt til ráða að auka skattheimtu á atvinnugreinina. Því er jafnvel haldið fram, að það eitt feli í sér nýja tíma í sjávarútvegi á íslandi. Ugglaust, má það rétt vera. En að minni hyggju opnuðu þeir nýju tímar ekki dyr fyrir nýsköpun og framþróun. Þær gáttir eru fyrir svefngengla stöðnunar. Ástæðan er einföld: Skattar eru nefnilega afar slæm útflutningsvara," sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva í gær. Þorsteinn ræddi meðal annars um afkomu í sjávarútvegi og samkeppn- isstöðuna við ríkisstyrktan sjávarút- veg, meðal annars innan Evrópu- sambandsins. Hann sagði að sjávar- útvegurinn hefði á undanförnum árum haft forystu um framleiðni- aukningu í íslenzku atvinnulífi. Samt stæðum við höllum fæti í saman- burði við ríkisstyrktan sjávarútveg nágrannalanda okkar varðandi þau laun, sem atvinnuveguinn gæti bor- ið. Það brýndi okkur að gera enn betur. Það hlyti því að vera keppi- kefii að fyrirtækin gætu skilað betri afkomu, svo knýjandi sem það væri að geta bætt afkomu þeirra; sem í fiskvinnslu störfuðu. Þorsteinn sagði svo: „Það er ekki líklegt að greiðlega gangi að selja sjávarútvegsskattinn í útlöndum. Hann yrði því nýr baggi á rekstrin- um. Svigrúmið til nýsköpunar, þró- unar og launahækkana yrði að sama skapi minna. Sjávarútvegsskattur- inn myndi þá veikja þá sókn, sem sjávarútvegurinn er í. Sú breyting hefur altént orðið með komu nýrrar ríkisstjórnar að deiiur um þetta grundvallaratriði eru ekki lengur innan ríkisstjórnarinnar, heldur á milli hennar annars vegar og tveggja stjórnarandstöðuflokka hins vegar.“ Þorsteinn sagði, að menn gæti greint á um skattheimtu á þessu sviði, en það væri nú að koma á daginn að meiri sátt ríkti um afla- markskerfið heldur en útlit hefði verið fyrir til skamms tíma og réði þar sjálfsagt mestu sú reynsla sem menn hefðu nú af þessu kerfi. Sjáv- arútvegurinn stæði sig vel í þessu kerfi og róttækar breytingar á því væru ekki aðeins ólíklegar heldur einnig óskynsamlegar. „Það er ekki lengur hlutverk stjórnmálamanna og hagsmuna- gæzluforingja að halda atvinnu- greininni uppi. Þeirra hlutverk er að búa stjórnendum og starfsfólki skilyrði til að gera það. Það er mikil- vægt hlutverk, sem felur í sér að hafa stöðugt vakandi auga með því að ryðja nýjum tækifærum braut. En ef fyrirtækin ganga illa við stöð- ugleika og eðlilega samkeppnisstöðu gagnvart útlöndum geta eigendurnir ekki litið til ríkisvaldsins. Þeir þurfa að huga að því, hvort réttir menn eru við stjórnvölinn,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Sjávarútvegsráðherra um veiðistjórnun á Flæmska hattinum Skárra en óheft veiði „STAÐREYNDIN er sú, að innan LÍÚ eru tvö sjónarmið ráðandi hvað varðar veiðistjórnun á Flæmska hattinum. Annars vegar er það hóp- ur sem vill alls engar veiðitakmark- anir og hins vegar er stjórn LIU, sem vill meiri takmarkanir en sam- komulag varð um,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra að- spurður um þá gagnrýni sem Krist- ján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, setur fram í Morgunblaðinu í gær á hvernig sjávarútvegsráðuneytið hefði staðið að málum á Norður-Atl- antshafs-fiskveiðiráðstefnunni. „Sumum kann að finnast að það sé bezt til að samræma þessi sjón- armið, að skammast út í starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins. Það er auðvitað ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er sá, að á þessum ársfundi NAFO kom fram tillaga um að eng- in veiði yrði leyfð á þessum mið- um,“ sagði Þorsteinn ennfremur. Ekki tekið undir tillögur okkar „Við lögðum til, í samræmi við tillögur okkar á síðasta ársfundi NAFO, að ákveðinn yrði heildar- kvóti á rækjuveiðunum sem síðan yrði skipt milli veiðiþjóðanna í sam- ræmi við veiðireynslu hverrar fyrir sig. Því miður tók ekkert af aðildar- löndunum undir þá tillögu okkar, en þau voru öll tilbúin til að samþyklya einhverjar sóknartakmarkanir. Eg tel að það hafí verið skárri kosturinn að fara þá leið en að búa áfram við stjórnlausar veiðar,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að þrátt fyrir að þetta væri slæmt fyrirkomulag, tryggði það góða hlutdeild íslendinga í þess- um veiðum. Aðferðin . fæli einnig í sér óhagkvæmari sókn en með kvótastjórnun og væri fjarri því að vera nægilega ábyrg til að fullnægja þeim verndunarkröfum sem nauð- synlegar væru á þessum miðum. Hins vegar stæði þessi ákvörðun aðeins í eitt ár og það væri afar óskynsamlegt af okkur að reyna að fá henni breytt og eiga fyrir vikið á hættu að veiðar yrðu stjórnlausar áfram. Fortíðin annað land LEIKLIST Þjóölcikhúsið ÞREK OG TÁR Höfundur: Olafur Haukur Símonar- son. Léikstjóri: Þórhaliur Sigurðs- son. Leikmynd: Axel H. Jóhannes- son. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Dans- stjórn: Astrós Gunnarsdóttir. Tón- listarstjórn: Egill Ólafsson. Hljóð- stjórn: Sigurður Bjóla. Leikarar: Anna Kristín Amgrímsdóttir, Bessi Bjamason, Edda Amljótsdóttir, Edda Heiðrún Backmann, Egill Ólafsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigiu-ðarson, Magnús Ragnarsson, Sigríður Þor- valdsdóttir, Stefán Jónsson, Sveinn Þórir Geirsson, Vigdis Gunnars- dóttir, Þóra Friðriksdóttir og Öm Amason. Undirleikur: Tamlasveit- in. Föstudagur 22. september. VÍS MAÐUR sagði eitt sinn að fortíðin væri annað land og þar væru hlutirnir gerðir á annan veg. Þegar við ferðumst aftur þangað sjáum við líf okkar á þeim tíma í nýju ljósi. Þetta nýja verk Ólafs Hauks Símonarsonar sem frumsýnt var í gærkveldi fer hægt af stað, en vinnur fljótt á. Fyrir hlé eru persónurnar kynntar til sögunnar og við sjáum innviði fjölbýlishúss í Vesturbæn- um snemma á viðreisnarárunum. Lífið gengur sinn vanagang og persónumar mótast fyrst og fremst af kyni þeirra, aldri og þjóðfélagsstöðu. Það er alls ekki hægt að halda því fram að allt sé slétt og fellt í fyrri hlutanum, en misfellurnar eru viðráðanlegar. Áhorfendur eru nokkuð tvístíg- andi í hléi og velta fyrir sér hvort þetta sé léttur söngleikur eða hádramatískt verk þar sem söngv- amir eru notaðir til að leggja áherslu á ákveðið andrúmsloft. Þetta skýrist allt betur eftir hlé þegar höfundur leitar dýpra inn í kviku persónanna. Það er athyglisvert að sjá sjö- unda áratuginn í ljósi þess tíma sem liðinn er. Við horfum á per- sónurnar glíma við þau vandamál sem þær eiga við að stríða og höfum allan tímann á tilfinning- unni að við vitum betur. Sumir telja kannski að kynferð- isleg misnotkun, barsmíð á eigin- konum og fleira þess háttar séu ný fyrirbrigði í þjóðfélagi okkar en svo er auðvitað ekki. Þessi örugga veröld þar sem okkur minnir að við höfum vaxið úr grasi eða eytt í manndómsárunum er í huganum tengd sakleysi og ein- faldleika. En heimurinn sem er skapaður kringum hugmyndina sem við sökkvum okkur inn í í fyrri hluta verksins reynist tálsýn ein. Það er áberandi að á þessum tíma nær kvennakúgun hámarki sínu. Þema sem kemur upp sí og æ í verkinu er hvernig konum er stjórnað af feðrum sínum eða eig- inmönnum. Búningarnir ýta undir þá ímynd að þær séu ánauðugar, þær eiga að reyna að vera sem kynþokkafyllstar til að ganga í augun á karlmönnunum. Virðið fyrir ykkur þessar konur á sviðinu á pinnahælum með heysátu- greiðslu í niðurþröngum kjólum þrífa og þvo þvott. Jafnvel eina „frjálsa" konan í verkinu klæðir sig ýkt á þennan hátt og notar frelsi sitt til að tæla til sín óánægðan mág sinn. Konurnar eru undirsátar karl- mannanna og styðja þannig við brothætta sjálfsmynd þeirra. Karlmennirnir í verkinu haga hlutunum nákvæmlega eins og þeim sýnist og byggja sjálfsmynd sína á drottnunarhlutverkinu en konurnar eru fullar ábyrgðar og óska þess helst að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Undirritaður getur varla ímyndað sér sterkari leikhóp hér á landi, hvortveggja í Ieik og söng, sem gæti gert betur við flutning þessa verks. Það er valinn maður í hveiju rúmi og sú hugsun skýtur upp kollinum að ákveðnir leikarar hafí verið hafðir í huga þegar viss hlutverk mótuðust í huga höfund- ar. Það eru ótrúlega mörg bitastæð hlutverk í þessu verki. Þau voru öll vel af hendi leyst en ég vil fyrst minnast á.Gunnar Eyjólfs- son og Hilmi Snæ Guðnason en leikur þeirra var einstaklega fín- lega stilltur. Nöfnurnar Edda Arnljótsdóttir og Edda Heiðrún Backmann fóru á kostum í hlut- verkum systranna og Vigdís Gunnarsdóttir túlkaði hina varn- arlausu Siggu af mikilli list. Önnu Kristínu Arngrímsdóttur tókst að öðlast alla samúð áhorfenda og forðast alla væmni í erfiðu hlut- verki Mínu. Búningar og leikmunir voru í anda þess tíma sem verkið gerist á og hafði alúð verið lögð í litaval og heildarmynd. Sviðið er einn geimur og ljósin eru notuð á fjöl- breytilegan og hnitmiðaðan máta til að afmarka leikrými og skerpa atriði sem þurfa að skera sig úr. Höfundi og leikstjóra hefur tekist að skapa ijölmenna og nær þriggja tíma langa sýningu þar sem okkur síðaldarfólki gefst kostur á að rifja upp sælar minn- ingar og% endurmeta þær í ljósi tímans. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.