Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 35 + Helgi Sigur- geirsson fædd- ist á Stokkseyri 11. júní 1909, en flutt- ist til Reykjavíkur með foreldrum sínum þegar hann var á öðru aldurs- ári. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 18. sept- ember síðastlið- inn, 86 ára að aldri. Foreldrar Helga voru hjónin Agnes Pálsdóttir, ættuð úr Meðal- landi í Skaftafellssýslu, og Sigurgeir Jónsson frá Skarði í Gnúpverjahreppi. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur reistu þau sér hús á Berg- þórugötu 8A þar sem þau bjuggu meðan þeim entist líf og heilsa. Þau eignuðust sex börn og var Helgi númer fjög- ur í systkinaröðinni. Þau eru nú öll látin. Systkini Helga voru Jóhanna, Gréta, Sigrún, Guðsteinn og Páll. Þau bjuggu öll í Reykjavík, nema Sigrún, sem fluttist til Kanada. Helgi fór strax að vinna sem verkamaður í Reykjavík eftir að hann lauk barnaskólaprófi. Var fyrst í hafnarvinnu í Reykjavík, fór síðan í byggingarvinnu og starfaði við það í áraraðir. Hann starfaði sérstaklega við járnalagnir og bindingar. Hann ílentist við byggingu virkjana, fyrst við Sogsvirkj- anir fyrir sunnan og síðan við byggingu Laxárvirkjunar II í Aðaldal. Helgi settist að fyrir norðan. Hann kynntist Sigríði Björnsdóttur í Presthvammi í Aðaldal og þau giftust 6. júní 1952. Helgi var nú bóndi í nokkur ár, eða meðan þau voru gift, en þau skildu. Eftir það fór Helgi til Húsavíkur og settist þar að, vann fyrstu árin í byggingarvinnu hjá Byggingar- og steypustöðinni Varða hf. Síðar réðst hann til starfa hjá Hótel Húsavík og var þar við ýmis eftirlitsstörf meðan starfsævin entist. Hann undi sér vel á Húsavik og ákvað að eyða ævikvöldinu þar, bjó síðustu árin á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík. Helgi eignaðist ekki afkom- endur. Hann verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag. ÉG KYNNTIST Helga fljótlega eftir að ég flutti til Húsavikur í lok sjöunda áratugarins. Helgi var þá kominn nær sextugu, með fulla andlega og líkamlega orku, þó að hann gengi ekki alveg heill til skógar hvað líkamlega heilsu snerti. Okkur varð strax vel til vina, þó við værum ekki jábræður á þjóðmálasviðinu. Helgi var skarpgreindur maður, víðförull og víðlesinn, sjálfmenntaður eins og Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 flestir alþýðumenn voru um og eftir alda- mót. Það var því bæði fróðlegt og skemmti- legt að ræða við Helga og kynnast honum nánar, enda var hann þar að auki góður húmoristi og hnyttinn í tilsvörum og því alltaf tilhlökk- unarefni að eiga stund með honum. Helgi starfaði ásamt Katrínu konu minni á Hótel Húsavík um nokkurra ára skeið og upp úr því má segja að hann hafi orðið eins konar fjölskylduvinur, sem iðulega kom í heimsókn. Til dæmis varð hann fastagestur á heimili okkar á gamlárskvöld og sat þá sviðaveislu með fjölskyld- unni. Hafði þá ævinlega pela með sér til að gleðja sig og aðra. Við Helgi fórum líka í nokkrar ferðir saman, en Helgi var bíllaus, en hafði unun af að ferðast. Það kom því fyrir að ég gerðist bílstjóri Helga og fór með honum í ferða- lög um landið. Helgi fann upp á ýmsu kostu- legu til að gleðja okkur ef svo bar undir. Ein skemmtilegasta uppá- koman var sú að Helgi birtist einn morguninn með stærðar málning- arfötu og kúst og sagði að það væri engin hemja, að hafa grind- verkið í kringum garðinn okkar svona illa málað. Hann létti ekki fyrr en hann hafði lokið við að mála allt grindverkið. Helgi var alla tíð mjög róttæk- ur í stjórnmálaskoðunum. Hann mun ekki hafa verið einn af stofn- endum Kommúnistaflokks ís- lands, en var alla vega einn af frumkvöðlunum og gekk í flokk- inn skömmu eftir að hann var stofnaður. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni í Reykjavík á kreppuárunum, var ötull bar- áttumaður verkalýðshreyfingar og harður í horn að taka, eins og gamall kunningi hans úr hreyf- ingunni orðaði það. Eftir að ég kynntist Helga voru tímarnir að sjálfsögðu breyttir, en Helgi samt sem áður jafn ákveðinn í stjórn- málaskoðunum sem fyrr. Afstaða hans hafði þó mildast og hann var oft fundvís á hinar spaugilegu hliðar stjórnmálanna, jafnvel hjá sínum eigin mönnum. Það var því alltof gaman að ræða stjórnmálin við Helga, en oft á tíðum áttaði maður sig ekki á hvar mörkin milli alvörunnar og gálgahúmors- ins lágu. Eins og áður hefur komið fram hafði Helgi unun af ferðalögum og hann ferðaðist um ísland þvert og endilangt. Það nægði Helga ekki, hann var einnig mjög víðför- ull á heimsmælikvarða og hafði farið um allar heimsálfur nema Norður-Ameríku og Ástralíu. Honum þótti leitt að hafa aldrei komist til Eyjaálfunnar, en hins vegar vildi hann ekkert með Norð- ur-Ameríku hafa, enda var þar höfuðvígi kapítalismans. Helgi fór —**■ einu sinni í langferð um Suður- Ameríku og hafði mikla ánægju af því. Hann fór einnig margar ferðir til Austur-Evrópu, m.a. 2 ferðir um Sovétríkin og einnig fór hann um Kína. í ferðalögunum tók hann mikið af myndum, hafði unun af að sýna þær og segja frá. Síðustu ár ævinnar var Helgi mjög heilsuveill og ekki með sjálf- um sér. Það dró smátt og smátt af honum uns hann lést hinn 18. þ.m. Með Helga er genginn mjög eftirminnilegur persónuleiki og góður drengur í orðsins fyllstu merkingu og við hjónin munum alltaf minnast hans með sérstök- um hlýhug. Far þú vel, vinur. Eftirlifandi ættingjum Helga vottum við okkar dýpstu samúð. Gísli G. Auðunsson. HELGI SIG URGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.