Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 23
bera innkaupaaðila um vöruþróun
hafi verið mun árangursríkara en
bein framlög ríkisins. Slík sam-
starfsverkefni hafa aukið tækni-
þekkingu og orðið þess valdandi
að samkeppnisstaða á heimamark-
aði hefur batnað og jafnframt
hafa opnast möguleikar til útflutn-
ings. Mörg íslensk framleiðslu-
fyrirtæki hafa sýnt það og sannað
að vel er unnt að reka þróttmikinn
iðnað ef þau hafa aðgang að mark-
aði á meðan vöruþróun stendur
yfir. Sökum smæðar markaðarins
og oft takmarkaðs fjármagns hef-
ur umfangsmikil vöruþróun verið
íslenskum framleiðendum nánast
ómöguleg.
Tækifærin eru alls staðar
Óhætt er að fullyrða að nánast
öll opinber umsýsla getur stuðlað
að aukinni atvinnusköpun. Nánast
er sama hvar gripið er niður. Inn-
an heilbrigðisgeirans, orkugeirans
og samgöngugeirans og víðar eru
stórkaupendur vara sem eru inn-
fluttar en gætu allt eins verið
framleiddar hérlendis. Ef okkur
ber gæfa til vöruþróunarsamstarfs
framleiðenda og hins opinbera má
jafnvel búast við útflutningi á vör-
um sem nú eru fluttar inn. At-
vinnuh'fið með Samtök iðnaðarins
í broddi fýlkingar hafa lýst sig
reiðubúin til að stofna til samtarfs-
vettvangs um nýtingu opinberra
innkaupa til atvinnu- og nýsköp-
-unar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Meistarans hf. og á sæti í stjórn
Samtaka iðnaðarins.
sem ég raunar vissi, að það er
hvorki á færi lækna og því síður
stjórnmálamanna að meta gildi
lífsins fyrir einstaklinginn.
Því er umræðan um forganga-
röðun, eins og hún hefur farið
fram, út í hött.
Hvað er þá til ráða? Því má
svara með annarri spurningu.
Hver er vandinn? Fjárlagahallinn,
segja stjórnmálamennirnir. Heil-
brigðismálin eru svo þung að turn-
inn er kominn að falli. Ég hef
raunar aldrei skilið það að kostn-
aður við heilbrigðisþjónustu megi
ekki fara fram úr ákveðnum
hundraðshluta af vergum þjóðar-
tekjum. Hlýtur ekki þörf að ráða
þar einhveiju um? Er hugsanlegt
að spara einhveija aðra hallaverk-
andi þætti í þjóðarbúskapnum?
Forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustu, önnur en á læknisfræði-
legum forsendum, þar sem gildi
lífsins er haft að leiðarljósi, er
vont mál.
Að leggja slíka forgangsröðun á
stjórnmálamenn væri ómannúðlegt
og læknar eru að bijóta eigin siða-
reglur, ef þeir láta annað en velferð
sjúklingsins ráða gerðum sínum.
Við skulum því leita annarra
leiða. Þær eru til, ef vel er að
gáð, en hveijar sem þær verða að
lokum, heldur turninn áfram að
hallast.
Höfundur er læknir.
Lítil plastklemma með secjulstáli til sölu
Já pað Jer ekki mikiðjjrir henni. Og hagnýtt gildi hennarjýrir pig er jajnvel ekki stórvœgilegt. Það er Jreistandi að segja
nei og nota aurana í annað. En klemman leynir á sér. Hún er svo öjlug að hún getur hjálpað hreyjihömluðum að komast leiðar
sinnar í heimi stiga er stía sundur. Með sölu klemmunnar öjum viðjjár til að auðvelda aðgengijatlaðra í sartjélaginu. Og svo
getur pú hengt í hana reikninga, uppskrijtir að hamingju, myndir aj uppáhaldshaðströndinni eða bara hajt hana til skrauts.
Segulmagnað tilboð sem pú getur ekki hajnað...
SJALFSBJORG
LANDSSAMBAND FATLAÐRA
Greiddn akkur Leid...
K]e m m a n er t i I sölu pess a hc Ig i!