Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 11
Borgarstjórn samþykkir hækkun á
fargjöldum SVR þrátt fyrir mótmæli
Stendur til að
bæta þjónustu og
samgöngukerfi
HÆKKUN á fargjöldum Strætis-
vagna Reykjavíkur var samþykkt í
borgarstjórn í fyrrakvöld. Borgar-
fulltrúar R-listans greiddu atkvæði
með hækkuninni, en borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins á móti. Fyrir
fundinn var Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, borgarstjóra, afhentur
undirskriftalisti með nöfnum 11.335
íbúa Reykjavíkur.
„Við gerum okkur grein fyrir því
að þessi aðgerð er ekki til vinsælda
fallin," segir Arthur Morthens,
stjórnarformaður SVR og borgar--
fulltrúi R-listans.
„Það þarf stundum að taka erfið-
ar ákvarðanir og það er það sem
við stöndum frammi fyrir í þessu
tilviki. Fjárhagsstaða SVR er svo
erfið að við áttum ekki annarra
kosta völ en að fara út í þessar
aðgerðir. Borgarbúar munu hins
vegar sjá á næstu misserum, í síð-
asta lagi næsta vor, bætt sam-
göngukerfi og bætta þjónustu. Sér-
staklega munu íbúar í austurhluta
borgarinnar sjá verulega bætta
þjónustu. Eins munu allar samgöng-
ur við miðbæinn verða miklu öflugri
eftir að nýja leiðakerfið kemst á.“
En eru borgarbúar ekki að segja
með þessum undirskriftum að þeir
vilji ekki fargjaldahækkun, þrátt
fyrir að hún hafi betri þjónustu í
för með sér?
„Samkvæmt skoðanakönnun sem
við létum Gallup gera fyrir okkur,
þá kemur í ljós að borgarbúar eru
óánægðir með þjónustuna og telja
hana ekki nægilega góða. Það kom
líka fram að fólk væri tilbúið að
borga meira fyrir betri þjónustu.
Ég held að við verðum að skoða það
borgarbúar, þegar nýtt og bætt al-
menningssamgöngukerfi verður
komið á, hvort að við höfum farið
hér rangar leiðir.
Það sem gerist á næstu tveimur
og hálfu ári er veruleg uppbygging
á leiðakerfinu. Og ég held að öllum
sé ljóst að austurhluti borgarinnar
hefur orðið mjög útundan í þróun
almenningssamgangna í borginni.
Þegar leiðarkerfið var sett á fót á
sínum tíma, þá var austurhlutinn
nánast ekki til, þ.e. Breiðholt, Árbær
og Grafarvogur. Það þarf auðvitað
að byggja leiðakerfið upp á þessu
svæði. Það þýðir einfaldlega að við
verðum að kosta meiru til. Það kost-
ar meira að reka Strætisvagna
Reykjavíkur eftir því sem borgin
stækkar.“
Nú tala sjálfstæðismenn um að 6
prósenta hækkun, í samræmi við
verðlagsþróun í þjóðfélaginu, hefði
verið ásættanlegri.
„6 prósenta hækkun hjá Sjálf-
stæðisflokknum þýðir 24 milljónir
fyrir SVR. Þeir hafa sjálfir skorið
á undanförnum fjórum árum í burtu
207 milljónir af árlegu framlagi til
SVR. Þeir eru í raun og
veru að skila til baka 10
prósentum af skerðing-
unni sem þeir stóðu að og
það dugar ekki.“
En þegar fargjalda-
lækkun var samþykkt á síðasta kjör-
tímabili. Voru framlög til SVR ekki
aukin aftur um 60 milljónir til að
mæta því?
„Nei, þetta var óútfyllt ávísun,
kosningavíxill, sem engin innistæða
var fyrir. SVR hafa orðið að bera
þessar 60 milljónir og 30 milljónir,
þ.e.a.s. hálft ár í viðbót, að auki,
vegna þess að ekkert hefur komið
á móti.“
Nú tala sjdlfstæðismenn um hag-
ræðingu og þið um niðurskurð á
síðasta kjörtímabili.
„Auðvitað fóru sjálfstæðismenn í
hagræðingu á SVR. Ég held að
þeir hafi hagrætt SVR alveg inn
að beini og ég held að það sé ekki
hægt að komast lengra í þeirri hag-
ræðingu en þeir gerðu. Þeir gerðu
ákveðna hluti þar sem út af fyrir
sig voru ágætir, en hins vegar tel
ég að þeir hafi mjög markvisst
þrengt að almenningssamgöngu-
kerfinu, sem er ekki rétt pólitík."
Býstu við einhverjum eftirmálum
af þessum hækkunum?
„Nei, ég á nú ekki von á því. Ég
vænti þess að borgarbúar muni
verða ánægðir með þá bættu þjón-
ustu sem að þeir munu fá í sam-
bandi við nýtt leiðakerfi á næstu
árum.“
Ekki hlustað á borgarbúa
Það kom fram í máli R-listans
að hækkun á fargjöldum SVR væri
afleiðing af aðgerðum sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn á síðasta kjör-
tímabili. „Þetta er furðulegur fyrir-
sláttur vegna þess að R-listinn gerði
sína eigin fjárhagsáætlun um síð-
ustu áramót, og þar hafa engar
forsendur breyst,“ segir'Árni Sig-
fússon.
„Það virðist vera kostnaðarauki,
samtals um 5 milljónir, þegar tekn-
ar eru auknar tekjur á móti auknum
gjöldum vegna samninga við starfs-
menn. Við höfum fallist á 6 prósent
hækkun fargjalda, sem þýðir 27
milljónir. Það hefði nægt á næsta
ári til þess að greiða hækkun vegna
samninga við starfsmenn og til bóta
á leiðakerfinu og kannski svipaða
upphæð og rætt hefur verið um í
stjórn SVR.
Fullyrðingar R-listans um fortíð
sjálfstæðismanna í máli SVR eru
að verða gamlar lummur. Okkur
tókst ágætlega að breyta rekstri
SVR úr því að borga með þeim eina
milljón á dag 1991, í um 560 þús-
und krónur 1994 og það teljum við
vera ánægjulegan árang-
ur.
Það virðist vera að
þótt á tólfta þúsund íbúar
mótmæli þessum aðgerð-
um og hafi safnað undir-
skriftunum á aðeins sex dögum, þá
sé ekki hlustað á þau mótmæli. Við
gætum allt eins staðið frammi fyrir
40-50 þúsund mótmælum miðað við
þessa niðurstöðu og þessa svörun á
svo skömmum tíma, sem virðist
ekki vera hlustað á. Það er mjög
leitt.
Margir segja að SVR hafí ekið
R-listanum til valda vegna óánægju
borgarbúa með breytingar Sjálf-
stæðisflokksins á rekstri SVR. Nú
sýnist mér allt stefna í að SVR aki
R-listanum aftur heim í næstu kosn-
ingum," sagði Árni Sigfússon.
Engar for-
sendurhafa
breyst
TIL SÖLU ER ÁRMÚL118
42S FM EFRI HÆÐ
TIL SOLU er um 425 fm full innrétt-
uð og vönduð skrifstofu hæð (efri
hæð) í Armúla 18. Skiptist hæðin
m.a. í 14 skrifstofuherbergi,
afgreiðslu, lítinn sal, tölvuherbergi,
2 geymsluherbergi, eldhús, tvö
salerni og sér stigahús. Hluti af
útgáfustarfsemi Fróða
og starfsemi Frjáls
framtaks voru í
húsnæðinu í fjölda-
mörg undanfarin ár. - Útborgun
getur verið lítil ef um traustan
kaupanda er að ræða.
Frjálstframtak
Héöinshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavik
Simi 515 5500 - Telefax 515 5599.
FASTEIGNASTARFSEMI - LANDVINNSLA
A LITLA SVIÐI KL:20:00
Hvaö geröist d 17 dra afnuelisdegi Ljúbu?
Spennandi leikrit um
samband mceöra og dcetra.
Ljúfsdrt verk og ófyrirsjdanlegt.
Eftir Liúdmílu Razumovskaju, höfund Kæru Jelenu
Þýðandi:Arni Bergmann
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson
Búningar: Stefanía Adolfsdótt|r ] , Tm
Lýsing: Elfar Bjarnason , Æf í
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir ->
Leikarar: Ásta Arnardófttir,
Guðrún ÁsmundsdóttÍR
og Sigrún Edda Björnsðottlr
FRUMSYNING sunnudag 24.09
2. sýning þriðjudag 26.09
3. sýning miðvikudag 27.09
LEIKFELAG
REYKJAVIKUR
Borgarleikhús S:568 8000
i n 1 11 n