Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 33 * ræðustól skörungur, sem setti mál sitt fram með hnitmiðuðum rökum. Á þeim stundum gat hann verið meira en fastur fyrir, hann gat ver- ið hvassyrtur og barist eins og vík- ingur, en þegar úr ræðustól var komið var hann alltaf sami ljúfí persónuleikinn. Við skólabræður hans sögðum að konan hans, Hug- rún Valný Guðjónsdóttir, hefði haft þessi áhrif á hann, þannig að víking- urinn í honum hefði aðeins náð fram í ræðupúlti baráttunnar, þar sem málefni ungmennafélaga, stjórn- mála, bænda og kirkjunnar voru til að vetja eða vera í sókn fyrir. Hvers vegna? Bóndasonur úr Borgarfirði, sem átti heiðursforeldra íslenzkrar menningar, sem ræktu kristna trú og kenndu börnum sínum með lífi sínu og framgöngu allt það, sem er hveijum einstaklingi dýrmætast að eiga og búa að. Og með þetta að veganesti, kynnast þá baráttu ungmennafélagshreyfíngarinnar með kjörorðinu: Islandi allt. Nær síðan fullorðinn að lifa þá köllun, að vilja verða þjónn Drottins Jesú Krists í lífí og starfi sem sóknar- prestur. Hann mætti þeirri köllun með skólagöngu fyrst í Reykholti, síðan í Menntaskólanum á Akureyri og síðast í guðfræðideild Háskóla íslands. Allan tímann stefndi hann að þessu eina að verða sóknarprest- ur í sveit með góðri konu og saman gætu þau unnið landi og þjóð gagn. Það varð með handleiðslu Drottins Guðs og blessun, sem gaf honum yndislega konu, böm og hejmili og mikinn starfsvettvang, þar sem hann kom svo mörgu góðu fram. Alls staðar er þessi vitnisburður í dag: í prestakalli hans, sveitarfélag- inu sem hann var oddviti fyrir í svo mörg ár og í kirkjunni, þar sem hann hefur áorkað svo mörgu í átt til betra skipulags, sterkari fjár- hagsstöðu, meira sjálfstæðis og skil- virkara starfs. Hvað er dauði þessa lífs? Endalok eða upphaf eða framhald? Sr. Matt- hías svaraði í sálmi sínum og höfðar til bóndans og náttúmnnar um árangur af góðu sáðmannsstarfi, um þá hamingju sem felst í því að hafa unnið vel, lagt sig fram, gert sitt besta og þá er alltaf sigur frammi fyrir gjöf Drottins, líf í hans húsi með herbergjunum mörgu sem hann gaf fyrirheit um í orði sínu. „Þögla gröf, þiggðu duftið, þína gjöf. Annað er hér ekki að trega. Andinn fer í munarvega." Við þökk- um sr. Jóni Einarssyni fyrir störfín öll, hugsjónir og baráttu, réttlætis- kennd og viljann til góðra starfa. Þökk okkar beinist til eiginkonu og fjölskyldu hans og Drottins Guðs sem gaf og bænheyrði. Drottinn Guð huggi og styrki. Halldór Gunnarsson. In memoriam Langt um aldur fram er séra Jón Eyjólfur Einarsson, prófastur í Saurbæ, fallinn í valinn. Þeir syrgja hann sárast, sem nánastir voru ást- vinir hans. En við hin eigum hlut í harminum eftir drenginn góða, sam- ferðamennirnir allir á ævivegi. Eng- inn sem kynntist séra Jóni er ósnort- inn á útfarardegi hans. Leiðir okkar Jóns Einarssonar lágu fyrst saman fyrir réttum fjöru- tíu árum, í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Þar spruttu rætur hugheillar vináttu sem síðar reyndist standa dýpra en svo, að nokkur veðrabrigði fullorðinsára megnuðu að deyfa þann ramma safa er frá rótunum rann upp um stofn og kvistu ára- tuga bræðralags. Lengi býr að fyrstu gerð. Sú heiðríkja og birta, sem stafaði af viðmóti Jóns Einars- sonar þegar á æskuskeiði, varpaði bjarma yfír árin öll, er eftir runnu. Ljóðelskur og skáldmæltur piltur úr Reykholtsdal, hugsjónamaður í hefðbundnum skilningi íslenzkra ungmennafélaga, óbilugur í baráttu fyrir batnandi mannlífi, slíkur var Jón Einarsson ungur að árum, og samur var hann með nokkrum hætti alla tíð. Hvítur seiður uppvaxtaráranna birtist í nýrri mynd í fari Jóns Ein- arssonar við guðfræðinám í Háskóla íslands, en þar urðum við samferða um fímm vetra bil. Jón gekk á hönd fijálslyndri guðfræðitúlkun, eins og hún hafði fegurst skinið í fræðum Ásmundar Guðmundssonar biskups og fyrirrennara hans, en birtist okk- ar guðfræðingakynslóð meðal ann- ars í uppeldisstörfum hins fágæta Ijúfmennis, prófessors Björns Magn- ússonar. Bjartsýni og umburðar- lyndi voru meðal einkenna þessa trúarviðhorfs, samfara siðferðilegri festu og hreinskiptni, sem mjög átti eftir að gæta í fari Jóns Einarsson- ar alla tíð. Sumrin 1963 og 1964 stýrðum við skólabræðurnir sumarbúðum Þjóðkirkjunnar að Kleppjárnsreykj- um í Borgarfirði. Fyrra sumarið kynntist Jón Einarsson ungri stúlku, sem ráðizt hafði til starfa í búðun- um, Hugrúnu Guðjónsdóttur frá Akranesi. Þau gengu í hjónaband litlu fyrir jól sama ár. Vígslumaður þeirra var séra Ólafur Skúiason, þá æskulýðsfulltrúi, en ég var svara- maður vinar míns Jóns. Þessi vígslu- stund er ein af fegurstu perlunum, sem tengjast Jóni Einarssyni í hug- skoti mínu. Endurminningarnar um sumrin tvö í Reykholtsdal geyma myndir, sem óhjákvæmilegt er að birtist aftur I eilífðinni, þar sem hinu góða fagra og fullkomna verður til skila haldið: Sólin skín, og hverirnir dómolla í kvöldkyrrðinni. Börnin leika sér og sömuleiðis sumarbúða- stjórarnir ungu og konur þeirra, báðar þama með þeim í öllum verk- um og allri gleði. Helgihaldið kvölds og morgna er tilvonandi prestshjón- um uppspretta óræðrar ánægju. Lindir sálarinnar streyma. Næstsíðasta ár okkar Jóns Ein- arssonar í Guðfræðideild tókumst við m.a. á hendur ásamt skólabróð- ur okkar Sigurði Emi Steingríms- syni, síðar dr. theol og þýðanda Gamla testamentisins úr hebresku á íslenska tungu, að efna til útgáfu nýs tímarits á vegum Félags guð- fræðinema. Það hét Orðið og hefur starfað síðan óslitið að mestu. Þarna voru á ferð margháttaðir byijunar- örðugleikar, eins og gengur. Aldrei gleymi ég glaðlegri kappsemi Jóns Einarssonar í þessari baráttu, einurð hans og ákafa við að snúa góðu málefni áleiðis. Hér verður ekki sögð sú saga, er hófst með prestvígslu séra Jóns Einarssonar haustið 1966 til Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd. Það efni er mjög mörgum kunnugt og getur að líta hvarvetna í ævi- skrám okkar daga, verður þar eftir þegar við emm öll. Ýmsir munu einnig verða til að rifja þá sögu upp í dag og af margháttuðum hóli. Farsæld séra Jóns Einarssonar í hvers konar umsvifamiklum störf- um heima og ekki síður heiman, þ.á m. við æðstu stjórn íslenzku Þjóð- kirkjunnar, var í fyllsta samræmi við gerð hans alla og arfleifð. Ham- ingja presthjónanna í Saurbæ, séra Jóns og frú Hugrúnar, bamalán þeirra og blessun öll, varð okkur hinum, sem álengdar fylgdumst með þeim, tilefni síendurtekinnar ánægju. Heimsókn í Saurbæ var jafnan hátíð, allar fréttir þaðan með nokkmm hætti gleðifregnir, vinfest- an óbrigðul og engu lík. Séra Jón Einarsson var prestur pg prófastur á einu af helgisetmm íslands, Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Á þeim vettvangi var hann alhuga og heill, eins og í hveiju verkefni öðru. Hallgrímskirkja í Saurbæ og umhverfi kirkjunnar tóku stakkaskiptum í tíð séra Jóns og er þar nú staðarlegra en nokkru sinni fyrr. I Saurbæ lifír minning séra Hall- gríms Péturssonar ríkulegar en ann- ars staðar, mesta snillings sem ís- lenzk kristni hefur alið. Þeirrar minningar gætti mjög í viðhorfum séra Jóns Einarssonar, er á leið. Hann varð næsta handgenginn höf- undi Passíusálmanna, og unun var að því að heyra hann fjalla um Hallgrímssálma og Hallgrímsljóð. í því tilliti sem öðrum var hver gest- koma í Hallgrímskirkju í Saurbæ unaðsstund til uppbyggingar og fagnaðar. Þegar séra Jón Einarsson á fyrri hluta þessa árs var lostinn þeim skelfilega sjúkdómi, er nú hefur í skjótri svipan dregið hann til dauða, varð hin mergjaða veig Hallgríms- sálma honum hugbót í ýtrustu raun: Guð er minn Guð, þó geysi nauð og gangi þannig yfir, syrgja skal spart, þó missta eg margt, máttugur Herrann lifir. Af hjarta nú og hreinni trú til hans skal ég mér venda. Nafn Drottins sætt fær bölið bætt, blessað sé það án enda. Þennan sálm las séra Jón Einars- son kirlq'ugestum í Hallgrímskirkju í Saurbæ einn síðasta sunnudaginn, sem hann embættaði þar nú í sum- ar. Sama hugsun sé okkur öllum, er í dag syrgjum hann látinn, harma- bót og huggun í dýpstu sorg. Séra Jón Einarsson var bindindis- maður alla tíð og barðist fyrir þeim málstað, eins og öðru sem honum var hugleikið. Um allmörg ár var hann meðlimur í Reglu Musteris- riddara, og þar lágu leiðir okkar enn og aftur saman. Fyrir fáum vikum hugðist reglan sækja heim Hall- grímskirkju í Saurbæ og vitja reglu- bróðurins hugþekka í sjúkleika hans. Áður en af því yrði fór hel- stríð séra Jóns að höndum. Ekki varð því af fyrirhuguðum samfund- um. Ánnarra funda er nú að bíða: _ Sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft víst til bjó. Sú eilífð, sem Hallgrímur Péturs- son kveður hér um og kristnum mönnum er boðin, verður nú vett- vangur endurfunda allra þeirra bræðra og systra, er saman undu á ævivegi með séra Jóni Einarssyni. Fyrir hönd bræðra minna í Reglu Musterisriddara flyt ég frú Hugrúnu og bömum hennar og bamabömum hugheilar samúðarkveðjur í sorg- inni. Við Dóra mín biðjum fyrir vini okkar Jóni og öllum þeim, sem hann heitast unni. Heimir Steinsson. Kveðja frá hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps. í dag er til moldar borinn séra Jón Einarsson prófastur og oddviti í Saurbæ. Við viljum með þessum orðum minnast starfa hans fyrir Hvalfjarð- arstrandarhrepp, þau vora mikil og unnin af miklum dugnaði og fram- sýni. Séra Jón tók fyrst sæti í hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps árið 1974 og átti sæti í henni samfellt til dauðadags og oddviti síðustu 13 árin frá árinu 1982. Þessi tími er einn mesti fram- kvæmdatími á vegum hreppsins í sögu hans. Undir stjóm séra Jóns var ráðist í mörg stórverkefni hér í sveit. Árið 1976 var ákveðið að ráðasc í bygg- ingu nýs félagsheimilis hér í hreppn- um og var séra Jón vaiinn í bygg- inganefnd þess og varð formaður hennar. Byggingu lauk með vígslu félags- heimilisins árið 1980. Árið 1982 var tekin ákvörðun um skipulagningu þéttbýliskjarna í hreppnum og var honum valinn staður í hlíðinni ofan við félagsheim- ilið og hlaut nafnið Hlíðarbær. Hreppurinn stóð fyrir byggingu á flóram húsum þar eftir félagslegu íbúðakerfi. Húsin voru síðan seld ungu fólki sem settist að hér í hreppnum. Síð- ar, árið 1988, byggði hreppurinn þriggja.íbúða hús í Hlíðarbæ og era tvær íbúðir í því í eigu hreppsins. Séra Jón hafði alltaf brennandi áhuga á að skjóta styrkari stoðum undir atvinnu- og búsetumöguleika hér í hreppnum, og árið 1985 kom upp sú hugmynd að sveitarfélagið og fiskeldisfélagið Strönd, sem þá hafði starfsemi hér í hregpnum, stæðu saman að jarðhitaleit. í fram- haldi af því fóru jarðhitarannsóknir fram snemma árs árið 1986. Árang- ur þeirra rannsókna varð sá að líkur voru til að finna mætti heitt vatn í landi Hrafnabjarga. Ákvörðun var tekin um að bora þar eftir heitu vatni, sem skilaði þeim árangri að upp kom mikið af vel heitu vatni. Miklar vonir voru bundnar við nýtingu þess, hrepps- nefndin tók þá ákvörðun að vatninu skyldi dreift til íbúa hreppsins eins víða og mögulegt væri. Til þess að það mætti takast sem best, stóð hreppsnefndin fyrir stofn- un hitaveitufélags til að annast það verk og er hreppurinn helmings aðili að því á móti íbúum í hreppn- um. Vatninu hefur nú verið dreift til um 30 notenda í hreppnum. Með tilkomu heita vatnsins vaknaði mik- ill áhugi á byggingu sundlaugar við félagsheimilið. Árið 1991 ákvað hreppsnefndin að ráðast í byggingu hennar, þeirri byggingu lauk með vígslu sundlaug- arinnar í ágústmánuði 1992. Þessar framkvæmdir sem hér era taldar era stórar í svo fámennu sveitarfé- lagi sem okkar og þarf mikið áræði og ráðdeildarsemi til að framkvæma þær. Séra Jón var í forsvari fyrir öllum þessum framkvæmdum og eigum við honum mest að þakka hversu vel hefur tekist til. Séra Jón gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat m.a. í héraðs- nefnd Borgarfjarðarsýslu og var formaður hennar í mörg ár, tók auk þess þátt í mörgum fundum og ráð- stefnum, svo lítið eitt sé talið. Við sem nú sitjum í hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps, þökkum séra Jóni fyrir samstarfið, það var ánægjulegt og lærdómsríkt, við þökkum honum það mikla starf sem hann vann fyrir sveit okkar, verk hans munu um ókomin ár minna á góð og farsæl störf hans fyrir Hval- fj arðarstrandarhrepp. Hugrúnu ög fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja þau á sorgarstund. Jafnaldri minn og samstarfsmað- ur innan kirkjunnar, séra Jón Eyjólf- ur Einarsson, prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, er ótímabært fallinn frá. Honum er fylgt til graf- ar í dag frá Hallgrímskirkju í Saurbæ. Séra Jón var einn af merkustu prestum sinnar samtíðar. Hann lét að sér kveða í öllum góðum málum kirkjunnar á þjónustuárum sínum og átti dijúgan þátt í framgangi þeirra. Hann er mér minnisstæðast- ur frá samstarfsárum okkar í starfs- háttanefnd Þjóðkirkjunnar 1974- 1977, en séra Jón var formaður þeirrar nefndar. Þar komu fram kostir hans. Hann var reglusamur og agaður stjórnandi og fylgdi mál- um fast eftir. Þá var hann og harð- ur andstæðingur þegar ágreiningur var innan nefndarinnar, en sáttfús- astur allra og glaðastur þegar niður- staða var fengin. Meðan nefndin starfaði aflaði séra Jón sér víðtækr- ar þekkingar á kirkjulegri og al- mennri löggjöf og var enginn í prestastétt hans jafningi í því efni. Leiddi það af sjálfu sér er nefndar- starfinu lauk að séra Jón var kosinn á Kirkjuþing. Þar hafði hann einnig forystu, bæði sem varaforseti þings- ins og einnig kirkjuráðsmaður. Séra Jón var vel lesinn í íslensk- um bókmenntum, einkum ljóðlist, enda var hann hagmæltur vel. Séra Jón var reglumaður í þess orðs besta skilningi, bæði í einkalífi sínu og embættisfærslu. Hann sótti styrk í arfleifð sína, trúnaðartrausts íslenskrar bændamenningar, sem er samstiga skikkan Skaparans en ekki andstæð henni. Kona hans, Hugrún Guðjónsdótt- ir, og hann voru miklir og glaðir gestgjafar. Hjá þeim var gott og gaman að vera. Ég sendi Hugrúnu og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur og bið þess að góður Guð styrki þau og leiði í söknuðinum. Jón Bjarman. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgr. Pétursson.) í nokkram orðum langar mig að minnast vinar míns, séra Jóns E. Einarssonar í Saurbæ. Alltaf var gaman að koma í Saurbæ til Jóns og Hugrúnar, móð- ursystur minnar. Dvaldi ég þar oft þegar ég var lítil og vora þau hjónin mér einstaklega góð. T.d. fór ég með þegar Jón messaði í kirkjum í sveit- unum og á kvöldvökur í Vatna- skógi. Það era ógleymanlegar stund- ir sem ég átti á þessum stöðum. Þar lærði ég margt um lífíð og tilverana. Séra Jón fylgdist ávallt með hög- um mínum bæði í námi og öðra sem ég hafði fyrir stafni og þótti mér mjög vænt um það. Fjölskyldur okk- ar vora samrýndar og höfum við átt margar ánægjustundir saman. Séra Jón vissi að hveiju dró, tal- aði hann við fjölskyldu og vini um þann sjúkdóm sem hann var haldinn og hvað framundan væri. Með bjart- sýni og bjargfasta trú kvaddi hann þetta líf með kærleika til allra. Elsku Hugrún og böm. Megi al- góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Lilja Guðrún Guðmundsdóttir. „Það er undarlegt um að hugsa, að í líkama manns skuli áram sam- an geta leynst eyðileggjandi óvinur, sem ekki gerir vart við sig fyrr en allt er orðið um seinan og ekki verð- ur á honum unnið.“ Þannig komst sr. Jón Einarsson, prófastur að orði, þegar við ræddumst síðast við á \ ~ kyrrlátu vorkvöldi í kirkjunni haps í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ég hafði nýlega frétt að hann hefði þá fyrir nokkru greinst með krabba- mein á háu stigi og hann ræddi hisp- urslaust og æðrulaust um veikindin og hveijar afleiðingar þeirra gætu orðið. En ekki granaði mig að mað- urinn með ljáinn yrði svo fljótvirkur sem raun varð á. Sr. Jón hafði fúslega orðið við beiðni minni um að sýna kirkjuna og segja lítið eitt af sögu séra Hall- gríms Péturssonar erlendum þátt- takendum á norrænni mannrétt- indaráðstefnu, sem haldin var á norræna skólasetrinu skammt þar frá. Þetta var hátíðleg stund, sem snart okkur öll djúpt. Frásögn sr. Jóns lýsti kærleika hans til skáldsins og það gerðu einnig hreyfingar handa hans, þegar þær léku um og sýndu gestunum hina ýmsu útgáfur Passíusálmanna, sem þar gat að líta. Við sungum nokkra í lokin „Son guðs ertu með sanni“ — ekki aðeins fyrir erlendu -gestina, að ég hygg, heldur og til sr. Jóns í bæn um að honum yrði hlíft við þjáningum. Sr. Jóni kynntist ég fyrst þegar ég tók við stjórnarformennsku hjá / . Hjálparstofnun kirkjunnar árið 1990. Hann hafði þá setið í fulltrúa- ráði stofnunarinnar í nokkur ár og lengi stutt hana með ráðum og dáð. Mér varð fljótt ljóst, að hún var honum afar kær. Hann lét ætíð til sín taka á fundum fulltrúaráðsins, hafði ákveðnar skoðanir á því hvem- ig stofnunin ætti að vinna og lagði áherslu á að ekkert það væri gert, sem með nokkr móti gæti rýrt orð- stír hennar. Hann var afar nákvæm- ur í öllu er við kom fjármálum stofn- unarinnar enda lengi endurskoðandi hennar og reyndist henni betri en enginn með rödd sinni í Kirkjuráði. Það var því með eftirsjá að við kvöddum hann þegar hann hafði lokið tímabili sínu í fulltrúaráðinu, en samkvæmt reglum Hjálpar- stofnuanr kirkjunnar getur enginn setið þar í stjóm eða fulltrúaráði lengur en sex ár í senn. Síst grun- aði okkur að svo skammt yrði í aðra kveðjustund sýnu þungbærari. Fyrir hönd stjómar og fulltrúaráðs Hjálparstofnunar kirkjunnar þakka ég sr. Jóni Einarssyni prófasti allt hans góða starf í þágu þeirrar stofn- unar. Ég þakka honum persónulega vinsemd í minn garð svo og konU hans, Hugrúnu Guðjónsdóttur, og flyt henni og íjölskyldum þeirra hjóna innilegustu samúðarkveðjur okkar allra sem áttum samleið með honum innan vébanda Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Margrét Heinreksdóttir. • Fleirí minningargreinar um Jón Eyjólf Einarsson bíða birting- arogmunu birtast í blaðinu næstu* daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.