Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 29 1994 og 1995 ^loðnu ifiski gefur hin hagstæða verðþróun til- efni til að ætla að afkoman verði góð. Þjóðhagsstofnun brá á það ráð að áætla að afkoma loðnuvinnslu verði sú sama og í fyrra. Stofnunin áætlar að loðnuveiðin verði 813 þúsund tonn og skili 11% tekjuaf- gangi í ár. í fyrra veiddust 748 þúsund tonn af loðnu. Þegar afkoma veiða og vinnslu botnfísks, rækju og loðnu er skoðuð sameiginlega reyndist afkoman í fyrra vera jakvæð sem nam 3,2% af tekjum. Áætlað er að hagnaður i ágúst síðastliðnum hafi verið 2,2% í þessum atvinnugreinum. Aukning í síldveiðum Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því í áætlunum sínum að síldveiði aukist til muna. í fyrra veiddust 151 þúsund tonn af síld en gert er ráð fyrir því að 304^ þúsund tonn veiðist á þessu ári. I Síldarsmug- unni hafa veiðst 172 þúsund tonn af Islandssíld á þessu ári og fór hún í bræðslu. Var það hrein viðbót við veiðar á Suðurlandssíld. Líkur eru taldar á að Síldarsmugan gefi álíka magn á næsta ári. Síldarsöltun var rekin með 1% hagnaði í fyrra eftir margra ára taprekstur. Saltsíldarverð hækkaði um 9,6% á milli áranna 1993 og 1994 og kemur það fram í 13% hagnaði greinarinnar í fyrra. Þjóð- hagsstofnun telur bjartar horfur í síldarsöltun á þessu ári< Tap á hörpudiski Lítilsháttar hækkun varð á hörpudiski á milli áranna 1994 og skv. úrtaki Þjóðhagsstofnunar) 1995. Hörpudisksvinnsla var rekin með bullandi tapi í fyrra og eru taldar líkur á að hún sé enn rekin með tapi. Töluverð afkomudreifing í úrtaki Þjóðhagsstofnunar voru 146 fyrirtæki í sjávarútvegi og var úrtakið valið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Niðurstöðurnar eru byggðar á ársreikningum fyrir- tækjanna. Útflutningsframleiðsla þeirra fyririrtækja sem lentu í úr- takinu er 62% af útflutningsfram- leiðslu landfrystingar og 39% af útflutningsframleiðslu söltunar. Flest fyrirtækin rekin með hagnaði Úrtakið bendir til talsverðrar dreifingar afkomu sjávarútvegsfyr- irtækja í fyrra líkt og undanfarin ár. Af fyrirtækjunum 146 voru 22 fyrirtæki, sem voru með 4,4% velt- unnar, með meira tap en sem nem- ur 10% af tekjum. Önnur 20 fyrir- tæki, sem voru með 5,6% heildar- veltunnar, skiluðu meiri hagnaði en sem nam 10% af tekjum. Flest fyrir- tækin voru rekin með hagnaði eða 95 af þeim 146 sem lentu í úrtak- inu. Þessi 95 fyrirtæki voru með 77,2% veltunnar. Endurútgáfa Tölvuorðasafns Morgunblaðið/Ásdís VINNA við nýja útgáfu Tölvuorðasafns, í saman- tekt Orðanefndar Skýrslutæknifélags Is- lands, er nú að hefjast. Stefán Briem hefur verið ráðinn ritstjóri verksins og segir hann að vonir standi til að bókin komi út eftir tvö ár. „Ef vel ætti að vera þyrfti endur- bætt útgáfa að koma út á þriggja ára fresti, því breytingarnar í tölvu- heiminum eru ótrúlega örar. Fólk leitar gjarnan til okkar þegar vant- ar þýðingar á ýmsum hugtökum og við reynum að leysa úr slíku eftir bestu getu, en það er auðvitað mikil- vægt að allir hafi aðgáng að orða- bók sem þessari.“ Fyrsta Tölvuorðasafnið kom út árið 1983 og í því voru 700 orð. Árið 1986 kom önnur útgáfa út og þar var 2.600 orð að finna. „Það er erfitt að geta sér til um hve mörg orð verða i næstu útgáfu, en það er kannski ekki fjarri lagi að orðafjöldinn tvöfaldist," segir Stef- án. „Nú er til dæmis mjög ör þróun í notkun tölvuneta og þar skjóta upp kollinum alls konar ný orð. Á meðan sviðið er nýtt og aðeins sér- fræðingar fást við það, þá gengur kannski að fræðihugtök séu á er- Iendu máli. Um leið og notendahóp- urinn stækkar þá þarf íslensk heiti á hugtökunum.“ Unnið eftir ISO-stöðlum Stefán segir að mjög gaman sé að starfa við Tölvuorðasafnið og leita nýrra orða. „Við styðjumst við hugtakalista Alþjóðlegu stöðlunar- stofnunarinnar, ISO. Þann lista fáum við á ensku og frönsku og á honum er að finna skilgreiningar á hugtökum, sem notuð eru í tölvu- heiminum. Listinn er ræddur á fundi Orðanefndarinnar og mestu máli skiptir að íslenska skilgreiningin sé góð. Takist það, þá er búið að af- marka viðfangsefnið og auðveldara reynist að finna íslenskt heiti, sem fellur vel að beygingarreglum ís- lenskrar málfræði og fer vel í sam- settum orðum.“ Stefán segir að oft séu ný, ís- lensk heiti mynduð af þeim, sem starfa við tölvur og geti fleiri en eitt orð yfir sama hlutinn verið í notkun. „Stundum hefur fólk sam- band við okkur á skrifstofuna og lætur vita af slíkum heitum, en oft- ar leitar Orðanefndin eftir upplýs- ingunum." íslenska í gluggaumhverfi Stefán segir að um þessar mund- ir sé Orðanefndin sérstaklega að huga að þýðingu ýmissa hugtaka, sem notuð eru í svokölluðu gluggaumhverfi. „Þegar hugbúnað- ur er þýddur fyrir almenning er nauðsynlegt að sem flest sé á ís- lensku. Menn hafa þurft að búa við að ýmsar skjámyndir eru með ensk- um skýringum og þær vilja oft veij- ast fyrir fólki, þó að það telji sig kunna ensku ágætlega. Við viljum • • Orar breytingar o g fjöldi nýrra orða Orðin mótald og vistfang, sem og sagnimar að vista og forsníða, hafa fest sig í sessi. Þau eru ættuð frá Orðanefnd Skýrslutækni- — ———— félags Islands, líkt og fjölmörg önnur orð í tölvuheiminum, til dæmis gervigreind og hnappaborð. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér undirbúning endurútgáfu Tölvu- orðasafns, sem síðast kom út fyrir níu árum. gjarnan að skjámyndir, sem eiga að leiða not- andann um tölvukerfin, séu með íslenskum orð- um.“ Þrátt fyrir að nú séu níu ár liðin frá því að Tölvuorðasafnið kom síðast út hefur Orða- nefndin starfað sleitu- laust._ „Skýrslutæknifé- lag íslands gefur út tímaritið Tölvumál og þar birtist af og til orða- listi, með nýjum íðorð- um. Slík birting gefur lesendum tímaritsins einnig tækifæri til að koma með ýmsar ábendingar og athuga- semdir, áður en bókin kemur út.“ Leita styrkja til útgáfu Tölvuorðasafns Sigrún Helgadóttir tölfræðingur er formað- ur Orðanefndar Skýrslutæknifélags ís- lands og hún ritstýrði Tölvuorðasafninu, sem kom út árið 1986. Hún segir að Orðanefndin Sigrún Helgadóttir hafi víða leitað styrkja vegna nýrrar útgáfu Tölvuorðasafns. Þegar hafi fengist styrkir frá Málverndarsjóði, Lýð- veldissjóði og svokall- aðri RUT-nefnd, sem er ráðgjafarnefnd á vegum ríkisins um upp- lýsingatækni. „Við höf- um fengið um 2 milljón- ir, en ætlum einnig að leita til ýmissa fyrir- tækja, svo hægt verði að gefa Tölvuorðasafn- ið út að nýju,“ segir Sigrún. Sigrún segir að Skýrslutæknifélag ís- lands, sem er félag áhugamanna um tölvu- tækni, hafi verið sett á laggirnar árið 1968. „Orðanefnd félagsins var stofnuð um svipað leyti, en sjálf settist ég í nefndina árið 1978 og ritstýrði Tölvuorða- safninu sem kom út árið 1986. Nú er tími til kominn að endurnýja orðasafnið. Það verður gefið út á prenti en við erum einnig að velta fyrir okkur möguleikanum á að gefa það út á tölvutæku formi.“ Sigrún segir að þrátt fyrir að sífellt bætist við ný hugtök í tölvu- heiminum þá verði án efa auðveld- ara að vinna endurútgáfu Tölvu- orðasafnsins en fyrstu útgáfuna. „Orðanefndin hefur starfað sleitu- laust, enda er breytingin svo ör að við getum ekki tekið okkur frí í 10-15 ár, eins og kannski er hægt í ýmsum öðrum greinum. í Orða- nefndinni sitja nú, auk mín, þeir Baldur Jónsson prófessor, Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Örn Kaldalóns kerfisfræðingur. Baldur hefur setið í nefndinni frá 1976, en við hin frá 1978.“ Starf Orðanefndarinnar spannar allt svið tölvutækninnar, vélbúnað- inn jafnt sem hugbúnaðinn. „Við höfum orðið vör við að vinna okkar hefur haft mikil áhrif, þrátt fyrir að sala Tölvuorðasafnsins hafi ekki gengið sem skyldi. Það er til dæmis mjög ánægjulegt að fylgjast með greinaskrifum, þar sem öll hugtök eru á íslensku. Við lesum orðin okkar kannski daglega, til dæmis í Morgunblaðinu. Ef þau eru notuð, þá skiptir auðvitað engu hvaðan þau eru komin.“ Gjörvi í hálfkæringi Sigrún segir að á fundum Orða- nefndarinnar sé oft kastað fram ýmsum hugmyndum að íslenskum orðum yfir hugtök í tölvufræðum. „Eitt af þeim orðum, sem var kast- að fram í hálfkæringi, er til dæmis „gjörvi“ í stað enska heitisins „proc- essor“. Þetta orð hefur fest sig í sessi og það koni okkur kannski dálítið á óvart. Á móti kemur, að ýmis orð sem við höfum verið ánægð með og talið góð og gild hafa ekki náð fótfestu." Sigrún segir að nú sé mjög að- kallandi að endurskoða Tölvuorða- safnið og bæta við það. „Frá því að það kom síðast út hefur glugga- umhverfi orðið alls ráðandi í stýri- kerfum og hugbúnaði. Ýmsir hafa spreytt sig á að þýða þau hugtök, sem notuð eru í gluggaumhvérfi. Hér starfa margir tölvuskólar og margar nýjar kennslubækur á ís- lensku hafa komið út. Það vill oft verða fólki hjartans mál að nota „sín orð“ og allir láta eins og þeir séu að finna upp hjólið. Nemendur, sem leita til fleiri en eins kennara og eiga að styðjast við ýmsar handbækur, eru farnir að biðja menn um að nota bara ensku heitin, því ekkert samræmi er í þeim islensku. Það eru allir sammála um að þarna er samræmingar þörf. Við í Orðanefndinni förum yfir þau ís- lensku heiti, sem nú eru notuð, og eigum áreiðanlega eftir að nota sum þeirra en kasta öðrum. Við vonum að nýtt Tölvuorðasafn geti komið út eftir tvö ár og að beiðni okkar um styrki til útgáfunnar verði vel tekið,“ segir Sigrún Helgadóttir, for- maður Orðanefndar Skýrslutækni- nefndar íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.