Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sjúkraþjálfarar verða með greinar á laugardögum í vetur þar sem vakin er athygli á iyrirbyggjandi þáttum sem eru til þess fallnir að bæta líðan og heilsu almennings. í dag skrifar Unnur Guttormsdóttir úr faghópi um bamasjúkraþjálfun. Klappa saman lófonum, reka féð úr móonum, tölt’ á eftlr tófonum, tína egg úr spóonum. MENNING flyst frá einni kynslóð til annarrar. Mann fram af manni hafa foreldrar raulað þessa alkunnu barnagælu við börn sín og litlum lófum er klappað sam- an. Börnin læra merkingu orðanna um leið o g þau uppgötva fingur sína, og að þá má nota til ýmissa hluta. Þau eru farin að leika sér með þinni aðstoð oggegnum ieikinn komast þau smátt og smátt á snoð- ir um hitt og þetta. Þátttaka þín gefur leiknum gildi og þér tækifæri til að taka þátt í einstöku ævintýri. Leikur er barninu í blóð borinn, jafn sjálfsagður og það að nærast og hvíla sig, jafn ómissandi og súrefnið sem það andar að sér. Hann er iiður í þroska barnsins, mótar skyn þess, hreyfifærni og andlegt atgervi. Oafvitandi er leikurinn undirbún- ingur undir komandi ár, því hann einkenn- ist af því að vera fijáls án tiltekins tak- marks. Hreyfileikir örva hreyfiþroskann og hjálpa barninu til að kynnast líkama sínum og ná valdi yfir honum. Þeir móta sjálfsmynd þess og hreyfiþörf, hugmynda- flug og athafnaþrá fær útrás. Hlutverk þitt Fyrstu tvö aldursárin, á því skeiði sem bamið er að uppgötva líkama sinn, æfa getu sína og færni, hafa uppa- lendur og það umhverfi sem barnið er í mikil áhrif og geta beint þörfum barnsins inn á þroskavænlegar brautir. Þitt hlutverk er að bamið njóti lík- amlegrar umönnunar og ást- úðar á viðkvæmu aldurs- skeiði. Til þess að það öðlist öryggiskennd og sé fært um að læra af umhverfi sínu verð- ur því að líða vel. Því ekki að vekja upp barn- ið í hjarta sér og rifja upp gömlu góðu hreyfileikina sem þú lærðir sem barn, taka þátt í leiknum, upplifa þá sam- kennd og ánægju sem honum fylgir? Að ýta undir Þegar frá fæðingu em börn ólík að eðlisfari. Á meðan eitt er lágvært og ró- legt sýnir annað líflegri geðbrigði. Á með- an annað er farið að hlaupa um allt 9-10 mánaða gamalt fer hitt ekki að ganga fyrr en við 14-15 mánaða aldur. Breiddin er ótrúlega mikil og þú getur ýtt undir þroskann á því stigi sem hann er hveiju sinni. Það má hugsa sér að fyrsta árinu sé skipt upp í ársfjórðunga. Fyrstu þrjá mánuðina þarft þú að áðlag- ast nýjum aðstæðum, aðlagast og kynnast nýjum einstaklingi og hann þér. Þá er gaman að vera saman, njóta samverunn- ar, kjá, hjúfra, stijúka. Eftir bað og við bleiuskipti er gott að fá að sprikla fijáls og liggja stund og stund á grúfu og spreyta sig á að lyfta höfði og horfa í kringum sig. Fá mjúka, létta hringlu í hönd- ina, reyna að bragða á. Frá fjögurratil sex mánaða gerist margt í þroska barns- ins. Það fer að fá betra vald yfir höfði og sperra sig æ hærra þegar það liggur á grúfu. Þá er gott fyrir barnið að liggja mikið á maganum þegar það er vakapdi, til að styrkja háls og herðar, hand- leggi o g bak, sem undirbúning fyrir skriðið og það að setjast upp. Það uppgötvar á sér tærnar, veltir sér við, og fer að finna tilgang í að komast úr einni stöðu yfir í aðra. Þú getur hjálpað því til að velta sér yfir á hliðarnar, af grúfu yfír á bak og síðar frá baki yfir á grúfu, til að styrkja axlargrindarvöðva, bol að aftan og framan og vöðvana í kring- um hálsinn, t.d. með því að seilast eftir dóti. Þið eruð mikið saman og njótið nýrra þátta í samverunni. Það að tala saman, kjá, hnoðast, glettast, sýna og leika hefur allt sinn tilgang. Barnið vill skoða, naga, slá sleif í borð. Það vill sitja með þinni hjálp til að fá tilfinningu fyrir því að halda bol í lóðréttri stöðu og finna jafnvægi höfuðs og bols, sem það fær líka með því að hoppa og dansa í kjöltu þér. Syngja „Við skulum róa sjóinn á ...“. Því er dillað þegar dula er sett fyrir andlitið „týndur“, og tekin frá aftur „bö“. Unnur Guttormsdóttir Um 7 mánaða situr barnið eitt og óstutt og undir 9 mánaða aldur sest það sjálft upp og kemst aftur yfir á magann ef því sýnist svo, veltir sér til og frá og rótar sér um til að skoða heiminn. Nú er gam- an að toga sig upp til að sitja og styrkja jafnframt hálsvöðvana og magavöðvana. Styrkja handleggi, axlargrind, bol og vöðva í kringum mjaðmir þegar barnið fer viðstöðulaust úr einni stöðu yfir í aðra. Standa og halda sér til að fá tilfinningu fyrir uppréttri stöðu og styrkja bol, mjað- magrindar- ogfótleggjavöðva. Dansa „Stígur hann við stokkinn ...“. Það er vin- sælt að apa eftir einföldum hljóðum, hlusta á róm í síma, slá hlutum saman og henda niður, horfa á eftir, taka við aftur, henda niður. Þegarbörnin eru 10-12 mánaða gömul, byija mörg hver að skríða eða ferðast um á rassinum. Þau fara líka að reisa sig upp, toga sig á fætur og síðan að ganga með. Þau eru að styrkja líkamann almennt sem undirbúning undir göngu. Það má leiða með báðum höndum, einni hendi til að fá aukna tilfinningu fyrir jafnvægi og þar með styrkja mjaðmagrindarvöðva og vöðva í fótleggjum. Fara í sendiferðir, „ná í boltann“. Hjálpa til við að klæða sig í og úr, hafa orð á því sem gert er í leið- inni: „Réttu fram fótinn. Hér er skórinn.“ Læra hvar nefið er eða bumban. „Kemur maður gangandi...“. Leysa einfaldar þrautir, t.d. með dollum: stafla, raða, rúlla, uppgötva dýpt, setja ofan í, taka aftur upp úr. Tala saman, syngja, lesa, leika, dansa, hrósa. Litla manneskjan er að fá meiri og meiri skilning á heiminum. Á öðru aldursárinu gerast hlutirnir hratt. Þó þið séuð mikið saman verður samt að gefa lausan tauminn, sýna þolin- mæði. Tala saman, hlusta, syngja, lesa, segja frá, dansa, hlaupa um, vera úti, sulla, moka, sparka bolta, hjóla, príla, toga, hanga, skríða undir, skríða inn í, busla í vatni. Herma eftir sér eldri og leika ýmis hlutverk með hjálp hugarflugsins, „hjálpa pabba að skúra“. Skapa eitthvað sjálfur, svo sem byggja, teikna, klippa. Rífa niður er líka liður í þroskanum, „skemma“, rústa einhveiju sem byggt var upp áður. Allt til þess að auka líkamlega færni, úthald og styrk, til þess eins að vera í góðu jafn- vægi og fá útrás fyrir hreyfiþörf, sköpun- argáfu og hugarflug. Hið unga ísland Margir halda því fram að fyrstu 2-3 árin séu þau mikilvægustu fyrir væntan- lega getu barns í námi. Það skiptir máli að barnið sé hvatt til að læra þegar það er tilbúið til þess. Ef barn er ánægt og öruggt í því sem það er að gera, lærir það að læra; lærir að njóta námsins heima fyrir, löngu áður en það byijar í skólanum. Það má vera að barnið sé mörgum gáf- um gætt, en höfuðatriðið er þó hvað það gerir við þær, hvernig því nýtist það sem það fékk í vöggugjöf. Þar getur þú gefið stuðning, þá hvatningu sem þarf til að barnið fái notið sín. Þau dæmi um hvatn- ingu sem nefnd eru hér að framan eru bara brotabrot af því sem hægt er að gera. Hver og einn hefur sína aðferð, sýna ein- stöku aðferð sem hæfir því barni sem ver- ið er með hveiju sinni. Tækniskóli íslands - Menntun í þágu iðnaðarins í MORGUNBLAÐ- INU 20. september 1995, er grein eftir Öm Jóhannsson undir fyrir- sögninni „Menntun til að glíma við breyting- ar“. Undirritaður getur tekið undir ýmsar hug- myndir sem þar eru settar fram um iðnnám o.fl. Við lestur greinar- innar virðist ljóst að þekking greinarhöf- undur er takmörkuð hvað varðar menntun sem veitt er í Tækni- skóla ísiands. Þetta sýnir nauðsyn þess að skóla og atvinnulífs ei Krislján Karlsson efla tengsl nemenda i Öm, sem tækni- og ~i og undirritaður, telur það eina af forsendum betra iðnnáms/starfs- l náms og tæknináms á 1 háskólastigi. Tækniskóli íslands var stofnaður árið 1964 til þess að gefa iðn- aðarmönnum tækifæri til að fara í nám við sitt hæfí á háskóla- stigi. Síðan hefur námsframboð verið aukið og nú er unnið innan skólans skv. eftirfarandi megin- markmiðum: * Að safna og miðla til innlendri og erlendri sérþekkingu. * Að safna og miðla til nemenda þekkingu á þörfum og möguleikum íslensks atvinnulífs. * Að veita sérhæfða undirbúnings- menntun, sem tryggi að reynsla og þekking í iðnnámi og öðm starfs- námi nýtist við ná.msbrautir skólans. * Að tryggja það að nemendur fáist við hagnýt verkefni, sem tengjast atvinnulífi. * Að laga sig að breytingum, þörf- um og möguleikum þjóðfélagsins og vera fljótur að tileinka sér nýja tækni. * Að annast símenntun á sérsviðum skólans. Til þess að ná settum markmiðum er boðið nám við skólann bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Frumgreinadeild veitir nemend- Auka þarf fjárveitingu til Tækniskólans, segir Kristján Karlsson, og styrkja þarf tengsl hans við Samtök iðnaðarins. um með starfsþjálfun, lokapróf frá iðnskólum eða öðrum starfsmennta- skólum nauðsynlega undirbúnings- menntun, sem tryggir að reynsla þeirra og þekking nýtist þeim við námsbrautir í sérgreinadeildum skólans. Iðnnám er því ekki blind- gata í skólakerfmu eins og sagt er í grein Arnar. Styrkja mætti þessa deild við TÍ enn frekar með aukinni íjárveitingu og gæti hún þá boðið fleiri valkosti en hún gerir nú. Öm segir í grein sinni: „Jafn- framt því að bæta iðnnámskerfið á framhaldsskólastigi þarf nauðsyn- lega að fá inn í iðngreinar háskóla- menntað fólk sem hefur frekari for- sendur til að takast á við breytingar og miðla þekkingu til samstarfs- manna.“ Sérgreinadeildir TÍ hafa frá stofnun skólans boðið nám á há- skólastigi. í dag er boðið t.d. nám í: Iðnfræðum á sviði bygginga, véla og rafmagns; iðnrekstrarfræði á sviði framleiðslu, markaðs, útvegs og tækni; tæknifræði í byggingum, vélum og rafmagni; iðnaðartækni- fræði á sviði þróunar- og sjálf- virkni; matvæla og markaðar; út- flutningsmarkaðsfræðum til mark- j aðssetningar íslenskra framleiðslu- vara og þjónustu erlendis. Framhaldsmenntun, bæði á fram- halsskólastigi og háskólastigi, sem Öm leitar eftir fyrir starfsfólk iðn- aðarins að loknu námi í iðnskólum og öðrum starfsmenntaskólum er í Tækniskóla íslands. Auka þarf fjár- veitingu til skólans og styrkja þarf tengsl hans við Samtök iðnaðarins þannig að samsetning námsbrauta fullnægi sem best þörfum íslensks | iðnaðar. Höfundur er raforkutæknifræð- ingur og lektor við TÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.