Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reutfir RYUTARO Hashimoto, fjármálaráðherra Japans, hneigir sig meðan þingmenn Frjálslynda demókrataflokksins fagna sigri hans í leiðtogakjöri flokksins. Leiðtogakjör stærsta stjórnarflokks Japans Þjóðernissinni og hægrimaður sigrar Tókýó. Reuter. hafnaði í gær beiðm stjórnar Nýja- Sjálands um að hindra kjarnorku- sprengingar Frakka í tilraunaskyni neðanjarðar á eyjunni Mururoa í Suður-Kyrrahafi. Dómstóllinn úrskurðaði að hann gæti ekki fjallað frekar um málið. Stjórn Nýja-Sjálands vildi að dóm- stóllinn hindraði kjarnorkutilraunim- ar með því að taka upp mál, sem Nýsjálendingar og Ástralir höfðuðu gegn Frökkum vegna kjamorku- sprenginga ofanjarðar á áttunda ára- tugnum. Dómstóllinn úrskurðaði árið 1974 að engin ástæða væri til að kveða upp dóm í málinu eftir að Frakkar höfðu lýst því yfir að tilraun- unum yrði hætt. STÓR brjóstmynd af Winston Churchill, á stærð við hús og reist á suðurbakka Thames-ár í London, gæti orðið svar Breta við Frelsisstyttunni við innsigl- inguna í New York-borg, að sögn The Independent. Þessi hugmynd verður lögð fyrir breska nefnd, sem fjallar um framkvæmdir í tilefni næstu aldamóta, og hermt er að áhrifa- miklir menn hafi léð henni stuðn- ing. Gert er ráð fyrir að högg- myndin verði tólf metrar á hæð og í sökklinum verði veitingahús, prýtt með smærri styttum af for- Önnur tilraun lík- leg innan tíu daga Nýsjálendingar skírskotuðu til greinar í úrskurðinum frá 1974 sem kveður á um að endurskoða mætti úrskurðinn ef forsendur hans breytt- ust. Dómstóllinn sagði hins vegar í gær að hann gæti ekki breytt þessum úrskurði þar sem hann ætti aðeins við um kjamorkusprengingar ofan- jarðaren ekki neðanjarðar. Dómstóll- inn samþykkti því að vísa málinu frá með tólf atkvæðum gegn þremur. Jim Bulger, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagði að úrskurðurinn ylli vonbrigðum en stjórnin myndi halda sætisráðherrum Bretlands. Þessi hugmynd er uppruna- lega komin frá myndhöggvaran- um Oscar Nemon, sem breska konungsfjölskyldan hafði mikið dálæti á. Hann gerði t.d. styttur af Sigmund Freud, Harry S. Tru- man, Dwight D. Eisenhower og Margaret Thatcher. Nemon lést fyrir tíu árum en að sögn The Independent hefur sonur hans beitt sér fyrir hug- myndinni og aflað áhrifamikilla stuðningsmanna eins og afkom- enda Churchills, og Johns Gummers umhverfisráðherra. áfram að knýja á Frakka um að hætta tilraununum. Frakkar sprengdu fyrstu kjarn- orkusprengjuna fyrr í mánuðinum og Jacques Baumel, varaformaður varnarmálanefndar franska þingsins, sagði í gær að önnur sprengja yrði líklega sprengd innan tíu daga. Kjarnorkutilraunirnar hafa sætt harðri gagnrýni víða um heim og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kvaðst í gær ætla að ræða deiluna á óformlegum leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hófst þá í Alcudia á Majorka. Jacques Chirac, forseti Frakklands, verður á fundin- um, en hann frestaði fyrirhugaðri heimsókn Carlsons til Parísar nýlega vegna gagnrýni hans á tilraunirnar. Ný lög í Rúmeníu Erlendir fánar bannaðir Búkarest. Reuter. TALSMAÐUR Ions Iliescus Rúmeníuforseta varði í gær ný lög sem banna að fánar erlendra ríkja séu dregnir' að hún í landinu eða þjóðsöngvar þeirra sungnir. Fulltrúar ung- verska minnihlutans í Rúmen- íu telja að með lögunum sé verið að reyna að þrengja að honum. „Lögin eru í samræmi við það sem gerist í Evrópu og stofna ekki í hættu réttindum þjóðabrota Rúmeníu," sagði talsmaðurinn, Traian Che- beleu, á blaðamannafundi á fimmtudag. Er hann var 'oeð- inn að nefna lönd þar sem slík lög væru í gildi sagðist hann ekki koma þeim fyrir sig í bili. Hægt verður að dæma menn í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að flagga er- lendum fánum eða syngja er- lenda þjóðsöngva á rúmenskri grund. Fulltrúar ungverska minnihlutans segja lögin geta valdið fáránlegum atburðum. „Samkvæmt þessum dæmalausu lögum verðar að fjarlægja [erlenda] fána á hótelum og það ætti að vara knattspyrnufíkla við áður en þeir fara til Rúmeníu, þeir mega ekki syngja þjóðsöngva landa sinna meðan leikurinn stendur yfir,“ sagði einn þeirra. RYUTARO Hashimoto, fjármála- ráðherra Japans, vann í gær auð- veldan sigur í leiðtogakjöri Ftjáls- lynda demókrataflokksins, stærsta flokksins í samsteypustjórn Tomiichi Murayama forsætisráð- herra. Úrslitin komu ekki á óvart og hermt er að hinir stjórnarflokk- arnir, Sósíalistaflokkurinn og Sak- igake, kvíði stjórnarsamstarfi við fijálslynda demókrata undir for- ystu Hashimoto, sem er á hægri væng íhaldsamasta flokksins í Jap- an. Leiðtogar Fijálslynda demó- krataflokksins hafa hingað til verið valdir með baktjaldamakki nokk- urra áhrifamanna og mótframbjóð- andi Hashimitos, Junichiro Koiz- umi, bauð sig fram til að breyta því þótt liann hefði litla möguleika á sigri. Úrslit leiðtogakjörsins voru þau að Hashimoto fékk 304 at- kvæði en Koizumi 87. Líklegt er að Hashimoto verði næsti forsætisráðherra Japans ef stjórnin springur eða þegar efnt verður til kosninga. Hann er 58 ára þjóðernissinni og varð vinsæll meðal almennings vegna harðrar afstöðu í viðskiptadeilum Japana og Bandaríkjamanna. Breytingar ólíklegar í baráttunni um leiðtogastöðuna hvatti Hashimoto til þess að gripið yrði til frekari aðgerða til að blása lífi í efnahaginn og binda enda á stöðnun síðustu fjögurra ára. Hann kvaðst einnig hlynntur endurskoð- un á nokkrum grundvallarþáttum efnahagskerfisins. Fréttaskýrendur töldu þó litlar líkur á að nýi flokksleiðtoginn stæði fyrir miklum breytingum. „Umbótasinnarnir í flokknum hafa sagt skilið við hann og gengið til liðs við stjórnarandstöðuflokkinn Shinshinto og lykilorðin í japönsk- um stjórnmálum nú eru þjóðernis- hyggja og íhaldsemi frekar en opn- un og frjálslyndi," sagði hagfræð- ingurinn Ronald Bevacqua. Alþjóðadómstóllinn úrskurðar í deilu Frakka og Nýsjálendinga Hafnar beiðni um að hindra sprengingar Haag. Reuter. ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN í Haag FRUMHUGMYND Oscars Nemons, mótuð í leir, um stóra brjóst- mynd af Churchill á bakka Thames-ár. Tillaga um risastóra Churchill-styttu 500 þúsundir í mánaðarlaun ÞÝSKIR þingmenn fá nú rúmlega 11 þúsund mörk í mánaðarlaun eða um 500 þúsund krónur. En neðri deild þýska þingsins hefur samþykkt að hækka laun þing- manna um 40% á næstu fimm árum. Þingmannalaun í Þýskalandi eru miðuð við laun yfirdómara í fylkisdómum. Þau voru 11 þúsund mörk á mánuði í byijun ársins en hafa tekið hækkunum á árinu og verða 11.872 mörk í byrjun næsta árs. Þingforseti fær tvöföld þing- mannalaun og varaforsetar fá IV2 þingmannalaun. Að auki fá allir þingmenn skattfrjálsa kostnaðargreiðslu sem nemur um 72 þúsund mörk- um árlega eða rúmum 3,2 milljónum króna. Það svarar til 266 þúsund króna á mánuði. Þingmenn fá að hringja ókeyp- is í þinghúsinu. Þeir fá endur- greiddan kostnað við flugferðir á vegum starfsins og hafa ókeypis aðgang að bílum sem þingið á. Annan kostnað greiða þeir að mestu leyti. Mótmæli danskra homma o g lesbía Hommi giftist lesbíu til að vekja athygli á misrétti Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BRÚÐURIN var hvítklædd, ung og lagleg og ungur brúðguminn.í bleik- um kjólfatafrakka með palléttum rétt eins og við á, en að baki þeirra stóð „brúðkaup gegn misrétti". Sör- en og Birgitte eru forsvarsmenn Samtaka homma og lesbía í Dan- mörku. Með brúðkaupinu vilja þau vekja athygli á misrétti sem þau álíta að þessir hópar séu enn beitt- ir, þrátt fyrir að 1989 hafi þeir getað gengið í skráða sambúð. Brúðhjónin tóku á móti vinum og stuðningsmönnum, auk blaða- manna og danska brúðkaupslagið um hve ljúft sé að fylgjast að fyrir tvo anda, sem unnast, var spilað. Kampavínið og brúðkaupskakan voru borin fram með ávarpi, þar sem bent'var á að til brúðkaupsins væri stofnað í mótmælaskyni. Sem gift kona getur Birgitte nú gengist undir gervifijóvgun, sem hún ætti ekki kost á í skráðri sam- búð með konu. Hommar og lesbíur geta ekki ættleitt börn og heldur ekki gifst í kirkju ef sambandið er milli tveggja aðila af sama kyni. En til að koma ekki óþægilega við neinn giftu þau Sören og Birgitte sig í Ráðhúsinu. Þau voru sammála um að mótmælin væru tímabær, því verið væri að ræða réttindi homma og lesbía. Brúðkaupið og athyglin sem það vekti ætti að bein- ast gegn óréttinu, sem hommar og lesbíur byggju enn við. Fyrri uppá- komur homma og lesbía í Dan- mörku hafa skilað sér út til heims- byggðarinnar og enginn vafi er á að sama verður nú uppi á teningn- um. I I I I I I I I > > > > > > t >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.