Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 39

Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 39
í MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 39 1 ---------------------------------------- ingjar. Guð gefi ykkur öllum styrk á þessum sorgarstundum. Við sendum einnig aðstandend- um þeirra Finns Björnssonar og Kristjáns R. Erlendssonar einlægar samúðarkveðjur í sorg þeirra, sem er okkar allra. Jensína, Magnús og Anna Kristín. Með þessu ljóði viljum við kveðja góðan vin. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Megi Guð styrkja fjölskyldu I Svans. Fanney og Laufey. Hann Svanur Þór frændi minn lést langt um aldur fram í hörmu- legu flugslysi, aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri, en oft er svo sagt að þeir deyi ungir sem guðirn- Íir elska. Það var aðeins tæpt ár á milli ( Svans og mín og þó svo oft hafi | liðið langur tími á milli þess sem við hittumst sökum þess að við bjuggum í sitt hvorum landshlutan- um, var alltaf mikið brallað þegar við hittumst og mikið gátum við alltaf rifist um alla skapaða hluti og hvorugt vildi samþykkja að það hefði rangt fyrir sér, enda bæði jafn þver. Þegar Svanur fór í Menntaskól- ann á Akureyri einn vetur hittumst I við mjög oft en þar vorum við Anna | systir í Verkmenntaskólanum og þar kynntist hann einnig hluta af okkar vinahóp. Svanur kom stund- um með okkur til Ólafsfjarðar og minnisstæð er ferðin þegar Múlinn var ófær og við fengum að fara í gegn um Múlagöngin sem þá var nýbúið að sprengja í gegn um. Svanur og Anna systir gerðu þá J stanslaust grín að mér því ég var j hálfsmeyk við að keyra þarna í " gegn í myrkrinu þá nýkomin með I bílpróf, en auðvitað vildi ég ekki viðurkenna það fyrir þeim. Eftir að við fluttumst bæði suður til Reykjavíkur til þess að stunda þar nám, hittumst við alltaf öðru hveiju, stundum í mat hjá ömmu. Við Svanur höfum alltaf verið bæði mikið í íþróttum, hann í körfu- bolta en ég í fótbolta. Deildum við ( oft mikið um það hvor íþróttin væri betri og auðvitað vildi hvorugt ’ undan láta. En ég var nú alltaf stolt ( af honum frænda mínum og fylgd- ist alltaf með hvernig honum gekk í leikjunum. Ég var búin að lofa Svani því að ég skyldi koma og horfa á hann spila með Völsurun- um, en nú verður ekkert af því. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír ( deyr aldregi ( þeim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku Svanur, megi minning þín lifa. Þín frænka, Jóna Kristín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. ( Vinirnir kveðja i vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kæri Svanur. Með þessum erindum vil ég ( þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Ég vil votta Jónasi, Elsu Nínu og Sunnu Maríu og öðrum aðstand- endum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk á sorgarstund. Megir þú hvíla í friði. Hildur Kristjánsdóttir. Á stundu sem þessari koma upp í hugann dýrmætar minningar um einstakan vin sem nú hefur verið hrifinn á brott í blóma lífsins. Ég hverf í huganum aftur til ársins 1989. Ég, þá tæpra 16 ára, nýbyijuð í menntaskóla, og komin heim í fyrsta páskaleyfið. Ég er stödd á skíðum uppi í dal og byijuð að renna mér áleiðis heim þegar bankað er í öxiina á mér. Þarna stendur hann þessi hávaxni strákur með svarta hárið og spyr hvort hann megi ekki verða mér samferða niður dalinn. Mig grunaði ekki þá, að þetta ætti eftir að verða upphaf- ið að einstökum vinskap, sem hélst þrátt fyrir að fjarlægðir skildu oft að. Við fundum fljótt út að penni og blað voru sterk vopn í barátt- unni við fjarlægðir og tókum þau oftar en ekki fram yfir það tækni- undur sem síminn er. Nú í þessum endurminningum stend ég sjálfa mig að því að lesa aftur bréfin, sem hann í einlægni sinni skrifaði mér, bréf sem lýstu öllu litrófi tilfinninganna. Hugur hans kom víða við i þessum skrif- um, allt frá áhyggjum af saklausum stríðshijáðum börnum og þeirra sem minna mega sín í þessum heimi, upp í þá gleði að fá að njóta lífsins i krafti heilbrigðis. Þetta var eitt af mörgu aðdáunarverðu í fari Svans. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og var alls ófeiminn við að tjá tilfinningar sín- ar. Þær eru ófáar stundirnar sem við deildum gleði og sorgum hvors annars, ræddum um tilgang og staðreyndir lífsins. Við veltum því stundum fyrir okkur hvort okkur væri ætlað eitthvert hlutverk í líf- inu. Ég tel að örlög okkar séu fyrir- fram ákveðin og trúi því að Svanur hafi fengið mikilvægt hlutverk hjá æðri máttarvöldum, þar sem hann hefur nú verið kallaður til starfa. Ég þakka fyrir þá lánsemi að hafa fengið að kynnast Svani, betri vin var ekki hægt að eignast. Minning um góðan dreng lifir. Elsku Jónas, Elsa Nína og Sunna María, megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Fjölskyld- um Finns og Kristjáns Rafns votta ég einnig mína dýpstu samúð. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hveija hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn A. Harðarson.) Katrín Anna. Við kynntumst Svani Þór Jónas- syni þegar hann fluttist til Reykja- víkur eftir námið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann hóf að æfa körfuknattleik með íþrótta- félaginu Leikni í Reykjavík haustið 1994. Það kvað þegar mikið að honum á æfingum og var hann allra leikmanna kraftmestur og dugleg- astur við æfingasókn. Það geislaði af honum lífskrafturinn og það er erfitt að sætta sig við að hann er horfinn. Þrátt fyrir veikindi og meiðsli síðastliðið ár lét hann ekki deigan síga heldur stundaði æfing- arnar af kappi og mætti á allar æfingar nema þegar hann var rúm- liggjandi á sjúkrahúsi. Svanur ákvað í vor að skipta um félag og spreyta sig í úrvalsdeild- inni á ný. Hann gekk til liðs við Val, en í því félagi lék faðir hans á sínum yngri árum. Hjá Val voru miklar vonir bundnar við leik hans, enda hafði hann undirbúið sig mjög vel fyrir komandi keppnistímabil. Körfuknattleikur var líf og yndi Svans. Hann smitaði alla í kringum sig með áhuga sínum og krafti og MINIMINGAR ekki kom maður að auðum kofunum hjá Svani þegar körfubolta bar á góma. Höggvið hefur verið stórt skarð í hóp körfuknattleiksmanna á íslandi. Missir okkar félaganna er mikill, en við munum minnast góðu stundanna þegar Svanur var hrókur alls fagnaðar. Við vottum foreldrum hans og systur og öðrum nákomnum okkar dýpstu samúð. Einnig viljum við votta ástvinum piltanna tveggja, sem fórust í flug- slysinu með Svani, samúð okkar. Fyrir hönd félaga úr Val og Leikni í Reykjavík, Halldór Bachmann og Torfí Magnússon. Föstudagurinn 15. sept sl. rann upp eins og allir aðrir venjulegir dagar. Ég vaknaði og ætlaði í skól- ann þegar pabbi kom á móti mér, tók utan um mig og sagði að lítil fiugvél væri týnd og Svanur minn væri um borð. Stuttu seinna hringdi afi, sagði að flugvélin væri fundin og Svanur og vinir hans tveir væru allir dánir, - þetta var hræðileg stund. Svanur Þór var eins og stóri bróðir minn. Mömmur okkar, sem eru systur, eru svo samrýndar að við börnin þeirra tölum stundum um það að við séum öll eins og systkini. Svanur var ótrúlega skemmtileg- ur og fyndinn, - ég hlakkaði alltaf svo mikið til þegar von var á honum í heimsókn. - þá vissi ég að það yrði mikið fjör. Fyrir stuttu vorum við saman í sumarbústað í Munað- arnesi ásamt foreldrum okkar, systkinum og Otra frænda og Henríettu dóttur hans; við Svanur sungum saman og pabbi spilaði á gítarinn. Þetta var svo gaman og við töluðum um að við yrðum fljótt að endurtaka þetta því okkur þótti svo_ gaman að syngja saman. Ég hitti Svan síðast viku áður en hann dó, - þá vorum við að tala um bíómyndina Casper, ég var þá nýbúinn að sjá hana og Svanur ætlaði að drífa sig líka að sjá hana. Nú syngur hann Svanur minn aldr- ei framar, en ég mun syngja með honum og tala við hann í huga mínum. Ég bið Guð að taka á móti Svani og geyma hann. Ingrid Ork. Kveðja frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Fregnin af slysinu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Svanur Þór Jónasson hafði farist ásamt tveimur félögum sínum. Þrír ungir menn voru fyrirvaralaust stöðvaðir á leið sinni á vit ævintýranna. Áfall- ið var mikið fyrir fyrrum skóla- systkini, kennara og alla vinina á Akranesi. Enginn var viðbúinn þessu. Harmur og söknuður fyllir hugann. Nú minnumst við félagans og vinarins af hlýhug og reisn. Svanur Þór Jónasson lauk stúd- entsprófi í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi síðastliðið vor. Þá kvaddi hann okkur hress í bragði í stórum hópi brautskráðra nemenda. Skólaárin á Akranesi höfðu verið góður tími. Drengurinn frá Patreks- firði var fljótur að fmna sinn stað er hann kom fyrst í skólann. Hress- leiki hans og kraftur tiyggði honum fljótt stöðu í miðjum hópnum. Svan- ur varð strax áberandi í skólanum, vinamargur og alltaf með í félags- lífi nemenda og öðrum viðburðum skólalífsins. Þyrftu menn á hjálp að halda var oft hnippt í Svan. Körfuboltinn var annar stór kafli í lífi Svans meðan hann var á Akra- nesi. Það var gaman að fylgjast með honum á vellinum, keppnis- skapið og ósérhlífnin hreif þar alla. Drættir pennans verða þungir þegar við þurfum að kveðja unga og efnilega menn. Þá þurfum við á öllum styrk okkar og samstöðu að halda. Svanur Þór er í huga okkar hér í skólanum á Akranesi maður styrksins og samstöðunnar. Þannig munum við þennan góða félaga okkar, þannig munum við heiðra minningu hans. Fyrir hönd starfs- manna og nemenda í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi votta ég foreldrum Svans og aðstandend- um hans dýpstu samúð og vona að samhugur okkar verði þeim hugg- un. Þórir Olafsson. Við viljum minnast vina okkar sem létust af slysförum 14. septem- ber sl. Við getum ekki lýst sorg okkar með orðum þegar svo stórt skarð er höggvið í vinahópinn. Flest okkar hafa þekkst frá barn- æsku og því vinaböndin sterk. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar svona hlutir gerast. Það er ekki hægt að segja annað en að Krissi, Finnur og Svanur hafi verið lífsglaðir strákar sem kölluðu ekki allt ömmu sína. Þeirra mottó í lífinu var að gera hlutina vel eða sleppa þeim. Þeir fundu allt- af ástæðu til að skemmta sér og þá var aldrei að vita uppá hveiju þeir fundu. Það er erfitt að ímynda sér framtíðina án þeirra. Það er sárt þegar svb ungir menn falla frá í blóma lífsins og erfitt að finna tilganginn með því. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Krissa, Finni og Svani og átt allar þessar góðu stundir með þeim. Við söknum þeirra sárt. Við vottum fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg. Kristín María, Heiðbjört, Elsa, Fríða, Elín Kritin, Regína, Linda og Sigurjón. Svanur vinur okkar er látinn. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn sem aldrei verður fyllt. Það er svo margt sem þú áttir eftir að gera og svo margt sem þú áttir eftir að sjá - af hveiju? Við viljum þakka þér fyrir árin sem við fengum að kynnast þér og viljum þakka fyrir allt það sem þú hefur veitt okkur, allar gaman- stundirnar, hláturinn og uppátækin. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Kahlil Gibran. Elsku fjölskylda, megi guð styrkja ykkur í ykkar djúpu sorg. Hulda Birna og Jón Þór. Hann Svanur Þór var kallaður á brott án fyrirvara. Það var sárt að frétta lát hans. Framtíð hans var björt og væntingarnar miklar. Frá því ég kynntist Svanhvíti móðursystur Svans, er hann var 5 ára gamall, fylgdist ég með honum í fjarska verða að myndarlegum, hávöxnum, heilbrigðum manni, - fullum af orku og stórum fyrirætl- unum. Fyrir Svanhvíti var Svanur eins og bróðir eða sonur. Hann var brúðarsveinn 7 ára gamall við gift- ingu okkar Svanhvítar, ásamt jafn- aldra sinum Snorra Pétri, bróður mínum. Svanur var íþróttamaður, hafði skemmtilega frásagnargáfu og ætl- aði að verða flugmaður. Hann var, eins og svo margir ungir menn, hrifinn af tækni sem beislar og stýr- ir þeirri orku sem þarf til að knýja tæknivædd samgöngutæki nútím- ans. Þær áttu vel við hann ljóðlínurn- ar: Hvað er betra, en vera ungur og ör eiga vonir og æskufjör, - geta sungið, lifað, leikið sér létt í spori hvar sem er. Hann Svanur er farinn frá okk- ur. Maður situr eftir eins og væng- brotinn fugl, það er eins og ferða- lagið gegnum lífið hafi stöðvast um stund. Mann setur hljóðan og má ekki mæla þegar ungmenni í blóma lífsins eru hrifsuð burt, ungir menn, ólofaðir, rétt að byija að lifa skemmtilegustu ár ævinnar, fullir bjartsýni og væntinga. Svanur var ljúfur drengur, ávallt skapgóður og hress. Megi foreldrar hans, systir og aðstandendur láta huggast í minn- ingunni um góðan dreng. Kjartan Eggertsson. Sár var sú fregn að Svanur Þór væri dáinn. Hvernig má það vera að svo stór og sterkur strákur í blóma lífsins sé kallaður á brott? Minningarnar um Svan kalla þó fram bros í gegnum tárin. Allar skemmtilegu samverustundirnar okkar, þær ijölmörgu sigurstundir sem við áttum saman í körfunni. Og þau óteljandi uppátæki sem honum einum voru lagin. Svanur var alltaf hress og kátur. Ávallt boðinn og búinn til hjálpar, í verk- efnum stórum sem smáum. Það skarð sem hann skilur eftir sig í okkar vinahóp er meira en orð fá lýst. Þó leikurinn hafi verið stuttur og leiktíminn okkar lítill, þá lifir minningin í hug okkar og hjarta. Minningin sem færir okkur ljós í myrkri. Sofðu vært kæri vinur. Kveðja, Jón Þór. + GUÐBJÖRG SKAFTADÓTTIR, Sólheimum 23, lést 18. september. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. september kl. 15.00. Þeir, er vildu minnast hennar, láti Orgel- sjóð Langholtskirkju njóta pess- Kristín Gunnlaugsdóttir, Sig. Haukur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Einlægar þakkir okkar færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Innra-Hólmi. Guð blessi ykkur öll. Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir, Jón Auðunn Guðmundsson, Jóhanna Kristin Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Kristín Marísdóttir, Þorvaldur G. Jónsson, Guðrún Bjarnadóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Jón Hjálmarsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Arnþór Ingibergsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.