Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður í Ejórðungs- sjúkrahúsinu á morgun kl. 10.00. Messað verður í Akur- eyrarkirkju kl. 11.00, Bára Frið- riksdóttir guðfræðikandidat prédikar. Messað verður í Seli kl. 14.00, Arnaldur Bárðarson guðfræðikandidat prédikar. GLERÁRKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta á morgun kl. 11.00 þar sem fræðsluefni barnastarfs í vetur verður kynnt. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fyrsti fundur 11+ kl. 18.00 í dag. Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, almenn samkoma kl. 20.00, Ann Merethe Jakobsen HVÍ TASUNNUKIRKJAN: Vakningasamkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30. í kvöld, vakn- ingasamkoma kl. 20.00 á morg- un, Krakkaklúbbur kl. 17.00 næsta föstudag og bænasam- koma kl. 20.00 sama dag. HÚSAVÍKURKIRKJA: Kynningarguðsþjónusta kl. 14.00 á morgun. Fermingar- bömum og foreldrum þeirra sér- staklega boðið til hennar. Eftir guðsþjónustuna verður kynning- arfundur á Hótel Húsavík þar sem farið verður yfir fermingar- fræðslustarfið og rætt um hugs- anlega fermingardaga. Áríðandi að sem flestir sjái sér fært að mæta. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18.00 og á morgun kl. 11.00. Snjór komin ofann í miðjar hlíðar í gærmorgun Horfin sumarblíða KULDALEGT var um að litast í gærmorgun, snjór komin ofan í miðjar hlíðar og greinilegt að haustið ætlar að setjast snemma að. Norðlendingar eiga ekki von á góðu um helgina en spáð er slydduhrið og leiðindaveðri þannig að þeir sem ætla að taka upp kartöflur um helgina ættu að búa sig vel eins og krakkarn- ir á Pálmholti gerðu í gær. Þar á bæ er búið að taka fram húf- ur og vettlinga og og annan klæðnað sem betur hæfir veðr- inu en sá sem þau hafa klæðst í blíðviðrinu sem verið hefur síðustu vikur en er nú að baki. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Fjöldi ijúpna hefur verið merktur af Náttúrufræðistofnun í Hrísey Mikilvægt að veiði- menn skili merkjum Hrísey. UNDANFARNA daga hefur ijúpnamerkingaleiðangur Nátt- úrufræðistofnunar verið við störf í Hrísey og er það liður I rann- sóknarstarfi stofnunarinnar, að kanna áhrif veiða á stofninn. Ein leiðin er að merkja sem allra mest af ijúpum og því eru merkt- ar eins margar og komist verður yfir. Til að árangur náist er sam- vinna við skotmenn nauðsynleg, en flestir merktu fuglarnir skila sér til þeirra. Leitast er við að fá þá til að gæta grannt að hvort merkingar er að finna á fótum, eða væng þeirra fugla sem þeir skjóta og þeir beðnir að koma upplýsingum um veiðistað og tíma til stofnunarinnar. Endurheimt merktra fugla er misjöfn eftir svæðum landsins. A sumum svæðum veiða margir en á öðrum er allt að því veiðibann. Um fjórðungur merktra fugla skilar sér á Eyjafjarðarsvæðinu en aðeins einn af hverjum hundrað í Öræfasveit, endurheimtin er því allt frá 25% niður i 1%. Um það bil eitt þúsund ijúpur er nú í Hrís- ey, bæði fullorðnir fuglar og ung- ar, en innan þriggja vikna má búast við að þeir verði nær allir flognir upp á fastalandið, strax og fyrstu snjóar koma í fjöll. Ólafur K. Nielsen leiðangurs- stjóri sem ræddi við fréttaritara og gaf þessar upplýsingar sagði að rannsóknir í Hrísey og víðar sem liefðu staðið allt frá árunum 1963-1964 þar til nú hefðu stað- fest að um 10 ára sveiflu væri að vænta í stofni ijúpunnar. Talning- ar sem staðið hefðu í áratugi stað- festu það einnig. Ólafur gat þess að hátt í 100 áhugamenn stæðu að merkingu fugla á vegum Náttúrufræðistofn- unar. Merkingarátaki því sem haf- ið var af umhverfisráðuneytinu yrði einnig haldið áfram enn í nokkur ár. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Einn fluttur á slysadeild EINN var fluttur á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri eftir árekstur á Drottningarbraut í gær- dag en meiðsl hans talin minnihátt- ar að sögn varðstjóra lögreglunnar. Óhappið var með þeim hætti að bíl var ekið út af innkeyrslu við Drottn- ingabrautina og i veg fyrir bifreið sem ekið var í suðurátt. Bílarnir skemmdust báðir mikið. Iþrótta- og tóm- stundaráð Tómstunda- námskeið að hefjast NÁMSKEIÐ á vegum íþrótta- og tómstundaráðs eru að hefjast um þessar mundir, en nægt framboð verður á margskonar tómstundatilboðum í vetur. Ráðið gefur út bækling á hveiju hausti þar sem upplýs- ingar eru um námskeið fyrir unglinga, en ráðið efnir einnig til námskeiða fyrir fullorðna. Félagsmiðstöðvar ráðsins eru í þremur grunnskólum bæjarins; Lundarskóla, Síðuskóla og Gler- árskóla auk Dynheima og eru námskeiðið haldin á þessum stöðum ákveðin kvöld vikunnar. Auk námskeiðahaldsins eru fé- lagsmiðstöðvarnar opnar ákveð- in kvöld og félagsmiðstöðin í Dynheimum er opin alla daga og þar eru haldnir dansleikir um helgar. Nánari upplýsingar um tóm- stundastarfsemi á vegum íþrótta- og tómstundaráðs er hægt að fá á skrifstofu íþrótta- og tómstundafulltrúa í Strand- götu 19b og þar fer einnig fram skráning á námskeið. Einnig er hægt að skrá sig hjá umsjónar- mönnum félagsmiðstöðvanna á opnunartíma. Fjölbreytt dag- skrá á mömmu- morgnum SAMVERUSTUNDIR fyrir for- eldra með ung börn hafa undan- fama vetur verið í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á mið- vikudagsmorgnum frá kl. 10 til 12 og er starfsemin að fara í gang að nýju. Annan hvern miðvikudag kemur gestur á fund foreldr- anna og meðal þess sem á dag- skrá verður til áramóta er heim- sókn Valgerðar Valgarðsdóttur, djákna, sem mætir á næstu sam- verustund, miðvikudaginn 27. september, Sigrúnar Svein- björnsdóttur, sálfræðings, Haf- dísar E. Bjarnadóttur sem spjallar um tannvernd barna, Jóns Knutsen sem ræðir um skyndihjálp og Michaels Claus- ens barnalæknis sem fjallar um þvaglát. Tilgangur samverustundanna er að gefa foreldrum kost á að hittast og kynnast öðrum í svip- uðum sporum. MA settur MENNTASKÓLINN á Akureyri verður settur við hátíðlega at- höfn í Glerárkirkju á sunnudag, 24. september kl. 14.00. Skólinn er fullsetinn og vel það, en um 600 nemendur munu stunda þar nám í vetur, þar af tæpur helmingur utanbæjar- nemendur. Nýtt skólahús verður tekið í notkun að ári, haustið 1996 og tvöfaldast þá kennslurými skól- ans. Skauta- menn vilja auk- inn styrk FORSVARSMENN Skautafé- lags Akureyrar hafa farið fram á að rekstrarstyrkur til félagsins verði aukinn um 1 milljón króna. íþrótta- og tómstundaráð greið- ir félaginu 1,3 milljónir króna á ári í rekstrarstyrk. Ráðið sá sér ekki fært að verða við erindi skautamanna og hækka styrkinn á þessu ári, en vísaði því til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.