Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU unglingaæfingn TR fyrir sumarhlé fengu fjórir ungir skákmenn viðurkenningu fyrir að hafa leyst bronsverk- efni. Á myndinni eru frá vinstri: Daði Örn Jónsson, umsjónar- maður unglingaæfinga TR, Dagur Arngrímsson, Einar Hjalti Jensson, Matthías Kormáksson og Stefán Kristjánsson. Jafnteflamet jafnað SKAK World Trade Centcr, New York: HEIMSMEISTARAEIN- VÍGI ATVINNUMANNA 11. sept.-13. október 1995 ANAND og Kasparov jöfnuðu jafnteflismet Karpovs og Kortsnojs frá Baguio 1978, þegar sjöundu skákinni í heimsmeistara- einvígi atvinnumannasambands- ins PCA lauk með jafntefii í New York á fimmtudagskvöld. Einnig þá varð jafntefli í sjö fyrstu. Kapparnir eiga þó langt í land með að ná meti í jafnteflum í röð í slíku einvígi. Það settu þeir Karpov og Kasparov í Moskvu veturinn 1984-85, er þeir gerðu 17 jafntefli í röð. Bæði 1978 og 1984 var skákafjöidi ótakmarkað- ur, en nú verða tefldar að há- marki 20 skákir. Þeim endist því varla einvígið til að jafna 17 jafn- tefla metið. Staðan er jöfn, 3 72-3 72, og Anand hefur komist vel frá byijun einvígisins. Til samanburðar má nefna að í einvígi Kasparovs og Shorts árið 1993 í London var staðan 5 72-172 eftir sjö skákir og úrslitin svo gott sem ráðin. Þrátt fyrir að stuttar skákir hafí valdið miklum vonbrigðum og dregið úr aðsókn, má búast við gífurlega spennandi baráttu næstu þijár vikur. Spái Anand sigri Skákþátturinn gerist nú svo djarfur að spá Anand sigri í einvíg- inu og byggir það á þvi að sjálfs- traust Kasparovs virðist ekki eins mikið og oft áður. Anand aflar sér dýrmætrar reynslu með hverri skák og hefur þegar misst einu sinni af vinningi, en ekki gefið höggstað á sér. Sjöunda skákin varð aðeins 25 leikir og tók aðeins tvær klukku- stundir. Kasparov jafnaði taflið með svörtu með sannkölluðum heimsmeistaraleik í 21. leik. Hann hefði vel getað haidið skákinni áfram en eina ferðina enn kaus hann að bjóða jafntefli. Það varð þó ekki eins mikið spennufall og í sjöttu skákinni þegar kapparnir hættu skyndilega í æsispennandi endatafli. Þá var í raun um hneyksli að ræða. Með hundrað milljóna verðlaunasjóð hafa kepp- endur skyldur gagnvart áhorfend- um og kostendum. Hvítt: Anand Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e6 7. a4 - Be7 8. 0-0 - 0-0 9. Be3 - Rc6 10. f4 - Dc7 11. Khl - He8 12. Bd3 - Rb4 13. a5 - Bd7 14. Rf3 - Hac8 15. Bb6 í fimmtu skákinni lék Anand hér 15. De2 en teflir nú upp á framrásiná e4-e5. 15. - Db8 16. e5 - dxe5 17. fxe5 - Rfd5! 18. Rxd5 - exd5 19. Hel - h6 20. c3 - Rxd3 21. Dxd3 Nú virðist hvítur hafa ívið þægi- legri stöðu, en næsti leikur Ka- sparovs er afar snjall og jafnar taflið fyllilega: a b c d e f -. g h 21. - Bc5 22. Dxd5 - Be6 23. Dd2 - Bxb6 24. axb6 - Hc6 25. Ha4 - Hxb6 Jafntefli. Haustmót TR að hefjast Haustmót Taflfélags Reykjavík- ur hefst á morgun, sunnudaginn 24. september. Að venju verða tefldar 11 umferðir með umhugs- unartímanum 1 klst. á 30 leiki og svo 45 mínútur til að ljúka skák- inni. Það eru því engar biðskákir. I aðalkeppninni verður skipt eftir skákstigum í 12 manna flokka, en neðsti flokkurinn verður opinn og þar verður teflt eftir Monrad kerfi. Mótið fer fram i félagsheimilinu Faxafeni 12. Skráning stendur nú yfir hjá TR. Teflt er á sunnudögum, miðviku- dögfum og föstudögum, nema hvað hlé verður gert á mótinu helgina 6.-8. október vegna 'deildakeppni Skáksambands íslands. Mótinu lýk- ur 25. október. Verðlaun í efsta flokki eru 65 þús., 35 þús. og 20 þús. auk þess sem sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1995 og hreppir farandbikar. I öðrum flokk- um eru verðlaunagripir fyrir þijú efstu sæti auk þess sem sigurveg- ari í hveijum flokki færist upp að ári, óháð skákstigum. Keppni í unglingaflokki 14 ára og yngri fer fram laugardagana 30. september og 14 október og hefst taflið kl. 14. Duglegir mannaveiðarar Samkvæmt öruggum heimildum skákþáttarins hafa mannaveiðarar 1. deildar taflfélaganna heijað grimmt í raðir liðsmanna Taflfé- lags Reykjavíkur eins og undanf- arin haust. Talið er öruggt að tveir stórmeistarar skipti um félag. Fé- lagaskiptum verður að vera lokið í þessari viku og verður greint frá þeim þegar þau liggja endanlega fyrir. Margeir Pétursson. ÍDAG BBIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson SIGURÐUR Vilhjálms- son óttaðist að makker myndi melda aftur og ákvað að verða fyrri til. Þetta var í bikarúrslitaleik +Film og VÍB sl. sunnu- dag. Sigurður átti þessi spil í norður, á hættu gegn utan: Norður ♦ DIO ? 10754 ♦ 1094 ♦ D1072 Sem gjafari passaði Sig- urður og næsti maður, Karl Sigurhjartarson, opn- aði á þremur hjörtum. Fé- lagi Sigurðar, Jakob Krist- inssop, sagði þijá spaða og Ásmundur Pálsson í vestur Ijögur hjörtu. Vestur Norður Austur Suður Á.P. S.V. K.S. J.K. Pass 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu ? Fáir sæju ástæðu til að blanda sér í. sagnir með norðurspilin, en Sigurður taldi víst að Jakob ætti tví- lita hönd og gæti ekki stillt sig um að segja láglitinn sinn á fímmta þrepi. Og þá valdi Sigurður frekar að spila flórða spaða: Norður ♦ DIO V 10754 ♦ 1094 ♦ D1072 Austur ♦ 74 IIIIH T KDG8632 llllll 4 D * G53 Suður ♦ ÁG9863 f 9 ♦ K87652 ♦ - Ásmundur doblaði fjóra spaða og lagði niður laufás. Jakob henti hjarta í þann slag, en trompaði næst hjartaásinn og spilaði út tíg- ulkóng. Hann óttaðist að spaðinn lægi 4-1 og vildi fríspila hliðarlitinn áður en hann færi í trompið. Þegar Ásmundur dúkkaði tígul- kónginn, slapp Jakob einn niður. Hinu megin unnu AV 4 hjörtu með yfirslag, svo sveit +Film vann 250 á spilinu og 6 IMPa. Vestur ♦ K52 f Á ♦ ÁG3 ♦ ÁK9864 Farsi 6-15 UAIí6LAC^/cóOCTU^fLT ^995JFarcusCartoons/djsL^jMJniverea^ProssSjmdjcat^ „ 7/ri/igcUi i 3/9/7 og n thugo&u huoré þeir iakí. tö/i/uieiks-fykia, " VELVAKANDI Svararí síma 569 HOOfrá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn um kvótaviðskipti JÓN Hannesson bað Vel- vakanda að koma á framfæri eftirfarandi: Hvað nema kvótavið- skiptin háum fjárhæð- um? Eru þau virðisauka- skattskyld, þ.e. bæði sala og leiga? Tapað/fundið Lyklakippa fannst KIPPA með mörgum lyklum á fannst í sl. viku á Birkimel og getur eig- andinn vitjað hennar í síma 551-7735. Ullarpeysa týndist GRÁ ullarpeysa, hneppt að framan, týndist við Bíóborgina sunnudaginn 10. september sl. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í Brynhildi í s. 581-1289. Hringur fannst HRINGUR með blásteini fannst fýrir utan Tunglið á MR-balli þriðjudaginn 19. september sl. Nafn er grafið í hann og má eigandinn vitja hans hjá Brynhildi í síma 581-1289. Gæludýr Týndur síamsköttur TAPAST hefur í vest- urbæ gæfur, síðhærður, bláeygður síamsköttur, merktur með brúnni ól. Þeir sem hafa séð hann vinsamlegast hafí sam- band sem fýrst í síma 552-7708. Hundur í óskilum SVÖRT tík af Labrador- kyni, u.þ.b. sex mánaða gömul er í óskilum á Selfossi. Uppi. í síma 482-2552. Köttur í óskilum ALHVÍTUR hálfvaxinn fressköttur hefur verið í óskilum í Garðabæ í u.þ.b. eina viku. Upplýs- ingar um hann fást í síma 565-6763. Með morgunkaffinu Ast er... að gera húsið upp í sameiningu. TM Rog. U.S. Pat. Off. — all hflbts rosorvod (c) 1995 Los Angeles Times Syndicate Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur að undanförnu flogið tvisvar sinnum til Kaupmannahafnar með Flugleið- um. í bæði skiptin fékk hann prýði- legan mat úr eldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli á útleið. Á heimleið var hins vegar sami mat- seðillinn í bæði skiptin, og skemmst er frá því að segja að allir réttirnir voru svo gott sem óætir. í forrétt voru tvær rækjur, sem hafði verið drekkt í einhverri bragðsterkri sósu, í aðalrétt mauksoðið schnitzel með spínatpasta(l) og afar ræfils- legu blómkáli og í eftirrétt kaka, sem var svo hörð að plastskeiðin vann ekki á henni. Víkveiji, sem oft fær góðan mat í flugvélum Flugleiða, spurði hveiju þetta sætti og var ekki hissa, þegar hann fékk svarið; Flugleiðir fljúga nú á milli Hamborgar og Kaupmannahafnar í samstarfi við SAS og maturinn var ættaður úr þýzku eldhúsi í Hamborg. Þýzk matargerð hefur aldrei verið upp á marga fiska og þetta er enn ein sönnun þess. Hins vegar má spyija hvort Flugleiðir telji sig geta verið þekktar fyrir að bjóða farþegufn sínum upp á þessa tevtónsku matargerðarlist. xxx ESSI reynsla minnti Víkveija. á aulabrandara, sem hann sá einu sinni krotaðan á subbulegan matseðil á enn subbulegra veitinga- húsi í Þýzkalandi: „Veiðimanna- schnitzelið hér bragðast einstak- lega vel, ef veiðimennirnir eru ferskir." XXX VÍKVERJI flutti nýlega í gam- alt hús í Þingholtunum og kann vel við sig í hverfinu. Það, sem helzt skyggir á ánægju hans með nýju heimkynnin eru starfs- menn Bílastæðasjóðs Reykjavíkur- borgar, sem virðast sitja um íbúa hverfisins og nota hvert tækifæri til að gera þeim skráveifu. íbúar Þingholtanna hafa lítið af bíla- stæðum upp á að hlaupa; einna helzt bílastæðahúsið við Berg- staðastræti. Bílastæði við heimili eru fá og mikið um það að ekkert bílastæði fylgi íbúðum í hverfinu. Þau fáu bílastæði, sem þar er að finna, eru yfirleitt upptekin á dag- inn vegna þess að fólk, sem vinnur í Miðbænum, leggur bílum sínum í þau meðan á vinnudegi stendur. Þingholtabúar, sem þurfa t.d. að skreppa heim í hádeginu, hring- sóla oft tímunum saman án þess að finna nokkurt bílastæði. Þrautalendingin verður því stund- um að leggja upp á gangstéttina fyrir framan húsið á meðan hlaup- ið er inn og reikningurinn, sem gleymdist um morguninn sóttur eða einhvetju álíka fljótlegu erindi sinnt. XXX OG ÞÁ spretta einkennisklæddir borgarstarfsmenn fram úr fylgsnum sínum og skella gíróseðli upp á þúsund krónur á bílrúðuna. Það er engin lygi, að þótt bíllinn sé skilinn eftir fyrir utan opnar útidyrnar í fimm mfnútur, ná þess- ir heiðursmenn að skrifa gíróseðil- inn, koma honum fyrir og forða sér áður en Víkveiji kemur út aftur. Á skömmum tíma hefur þetta gerzt svo fáránlega oft, að Víkveiji og fjölskylda hans eru komin með hálfgert ofsóknarbijálæði, enda er fjölskyldubílnum aldrei lagt ólög- lega nema undir þessum sérstöku kringumstæðum. xxx GETA borgaryfirvöld ekki linað þjáningar íbúa í Þingholtun- um með því að gefa út einhvers konar íbúaskírteini í bílgluggann, eins og víða tíðkast í útlendum borgum? Víkveiji er ekki að mæla því bót að bílum sé lagt þannig að það trufli umferð akandi eða gang- andi vegfarenda, en oft mætti hafa í huga hveijar aðstæður íbúa í gamla bænum eru og leyfa þeim að leggja bílum við heimili sitt í skamman tíma í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.