Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 41 MESSUR í DAG, 23. september, höldum við upp á átt- ræðisafmæli föður míns. Hann fæddist að Langárfossi í ■ Mýra- sýslu sonur hjónanna Matthilde Gröndal og Jóhanns Kristjánssonar húsateiknara og bygg- ingameistara. Þau eignuðust sjö börn. Afi var mikill hæfi- leikamaður og skildi eftir sig margar falleg- ar byggingar bæði á höfuðborgarsvæðinu Og upp til sveita. Má nefna t.d. Skálatún í Mosfellsbæ, Karfavog 35 Rvík og Fjólugötu 25 Rvík sem var í eigu fjölskyldunnar í íjölda ára og vakti mikla athygli hjá ferðamönnum. Einnig hannaði hann miðstöðvareldavélar sem brenndu olíu, kolum og ýmsum öðr- um eldivið. Eins og nafnið gefur til kynna voru þær hannaðar með það í huga að hægt væri að elda á þeim jafnframt að hita íbúðina, þær gengu undir nafninu Sóló. Pabbi átti ekki langt að sækja hvað handlagni snerti og byggði m.a. Blásteina, annað heimili þeirra mömmu og pabba. Pabbi kvæntist móður minni Svölu Eyjólfsdóttur 21. maí 1938. Mamma hefur verið mikil stoð fyrir hann sérstaklega við versl- unina og starfið sem fylgir Blástein- um. Pabbi er mikill hestamaður og eignaðist sinn fyrsta hest fyrir um það bil 30 árum. Sá hét Háleggur og þótti glæsilegur og mikill gæðing- ur. Háleggur var viðkvæmur til að bytja með, hafði sennilega hlotið illa meðferð, en með mikilli lagni og þolinmæði vann hann traust hests- ins. Þeir urðu miklir mátar og engin hafði lag á Hálegg eins og pabbi. Háleggur var 29 vetra er hann féll. Ég efa ekki að það hefur verið erfitt að sjá á eftir honum. Blakkur var til að byija með klár- inn hennar mömmu. Hann varð einn- ig mjög langlífur, 32 vetra, og senni- lega elstur allra íslenskra hesta. Hestarnir hafa eflaust stuðlað að hinni miklu hreysti sem pabbi býr yfir. Það er mikil gleði sem þeir hafa veitt honum. Pabbi hefur alltaf verið mikill útivistarmaður og at- hafnamaður. Árið 1958 hóf hann rekstur verslunarinnar Sport og var oft kennd- ur við hana. Verslunina rak hann með miklum krafti og á tíma var hann með 2 útibú þar til árið 1980 að hann ákvað að selja og hægja á. Samhliða versluninni rak hann innflutnings- verslun og þessu fyigir mikið álag. Pabbi sat í stjórn Landssambands stang- veiðifélaga í 18 ár og formaður þess frá 1973-76 og formaður Nordisk - Sportfisker Union frá 1977-80. Það var gaman að fá að skoða laxaflugurnar hans pabba sem fylltu mörg flugubox. I nokkrar laxveiðiferðir fórum við krakkarnir og þá var gaman að háma í sig krækiberin og gómsætt nestið sem mamma hafði lagað. Árið 1988 héldu foreldrar mínir upp á gullbrúðkaupsafmælið og samdægurs útskrifaðist fyrsta barnabarnið þeirra, Runólfur Jó- hannsson, frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og setti upp hvítan koll. Hann er nú við læknanám í Kaup- mannahöfn. Sem foreldri get ég rétt ímyndað mér hversu stolt þau hljóta að hafa verið af honum. Alls erum við fjögur systkinin, Katrín, Jóhann, Erna og Tryggvi. Þijú okkar búa erlendis. Það er margt sem maður fer á mis við að vera búsettur erlendis. Sér- staklega þykir mér fyrir því hversu lítið börnin fá að vera með afa sínum og ömmu þó svo að maður komi heim árlega og foreldrar mínir hafi verið duglegir við að heimsækja okkur. Það er alltaf hápunktur að fara heim á sumrin og heimsækja þau að Blásteinum á Kjalanesinu þar sem hrossin þeirra eru. Fá að hlaupa um frí og fijáls á landinu og kom- ast úr lamandi hitanum sem ríkir í Virginíu á sumrin í hressandi ís- lenska veðráttuna. Þakka þér fyrir holl og góð ráð í gegnum tíðina og að vera okkur systkinunum alltaf innan handar. Pabbi minn, innilegar hamingju- óskir frá okkur öllum. Erna, Gernst, Stefán Hákon, Andrea Birgit og Erik Wilhelm (Manassas, Virginia). ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Messa kl. 14 í Áskirkju. í tilefni af degi heyrnarlausra flytur Vilhjálmur G. Vilhjálmsson ræðu. Sr. Miyako Þórðarson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Skírn. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjá sr. Maríu Ág- ústsdóttur. Barnastarf í Vesturbæj- arskóla kl. 13 í umsjá Guðmundu Ingu Guðmundsdóttur. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Guðmundur Oskar Ólafsson. Organisti Kjartan Ólafs- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Friðrik Hilmarsson prédikar. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Karl Sigur- björnsson. Ensk messa kl. 14. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 11. Barna- guðsþjónusta. Messa kl. 14. Organ- isti Pavel Manasek. Sr. Helga Soff- ía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Sr. Flóki Kristinsson þjónar fyrir altari. Jón Hagbarður Knútsson prédikar. Kór Langholtskirkju syngur. Organ- isti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson messar. Barnastarf á sama tíma. Félagar úr kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnars- son. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12, í umsjá sr. Hreins S. Hákonarsonar. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kynn- ingarguðsþjónusta fyrir fermingar- börnin kl. 11. Organisti Vera Gul- asciova. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisala á vegum Kirkjukórsins eftir messu. Barna- starf á sama tíma í umsjá Elínborg- ar Sturludóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- HAKON JOHANNSSON inu í gær, undir fyrirsögninni „Rétt Rósu var ekki birt í heild. Beðist heild, með leyfí útgefanda. Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. . (Matt. 6.) þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta við upphaf fermingarstarfs. Fundur með foreldrum fermingarbarna að guðsþjónustu lokinni. Organisti Davíð Jónasson. Samkoma ki. 20 í umsjá Ungs fólks með hlutverk. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 11. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. Hallfríður Ólafsdóttir spilar á flautu. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Örganisti Smári Ólason. Sr. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar. Ræðuefni: Kærleikurinn. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Organisti Lenka Mátéová. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- messa _ kl. 11 í kirkjunni. Barna- messa í Rimaskóla kl. 12.30. Börn í Engja- og Rimahverfi eru hvött til að mæta. Umsjón Hjörtur, Rúnar og prestarnir. Messa kl. 14. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Org- anisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjónusta kl. 11 í safn- aðarheimilinu Borgum. Guðsþjón- usta kl. 11. Jónína Elísabet Þor- steinsdóttir guðfræðingur prédikar. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Messa kl. 14. Kirkju- kórinn flytur „Alles was Ihr tut“ eft- ir Christian de Dekind. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: í lok Kristniboðsþings. Samkoma á morgun kl. 17. Ræðumenn: Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir. Barnasamverur á sama tíma. Léttur kvöldverður að lokinni samkomu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Allir vel- komnir. Ath. breyttan samkomu- tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Messa sunnudag kl. 14. Altarisganga. Barnastarf á sama tíma. Meðlæti eftir messu í Kirkjubæ. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldu- samkoma sunnudag kl. 14 í umsjá Sigurðar og Inger Jóhönnu. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna. Niels Hans- son talar. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Messa kl. 11. Fermingarbörn næsta vors boðin velkomin. Gunnar Kristjánsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Bragi Friðriksson. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Fermd verður Ingibjörg Christa Guðmundsdóttir, Álfholti 56c, Hafnarfirði. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14 sem sr. Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur leiðir. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ferming og altarisganga. Fermdur verður Arnar Freyr Theod- orsson, Lyngbergi 43, Hafnarfirði. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. (Ath. bteyttan tíma.) Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, cand. theol., sem er í starfskynn- ingu í Keflavíkursókn, talar um trú- arþroska. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einars- son. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Boðið verður upp á kaffisopa og ávaxta- safa í Kirkjulundi og rætt um trúar- þroska eftir messu. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. GRINDAVÍKURKIRKJA: Kirkjudag- ur. Helgistund í Víðihlíð kl. 12.45. Messa kl. 14. Altarisganga. Organ- isti siguróli Geirsson. Kór Grinda- víkurkirkju leiðir safnaðarsöng. í messunni munu þeir Símon ívars- son og Michael Hillenstedt gítar- leikarar flytja verk fyrir tvo gítara. Prestur sr. Jóna Kristín Þorvalds- dóttir. Kaffiveitingar eftir messuna í boði sóknarnefndar. Gítartónleikar kl. 16. Flutt verður fjölbreytt gítar- tónlist og er aðgangur ókeypis. All- ir eru velkomnir á dagskrá Kirkju- dagsins. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Tómas Guð- mundsson. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Hátíðarmessa sunnudag kl. 14 í tilefni af 10 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sr. Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- holti, prédikar, sr. Tómas Guð- mundsson prófastur og sr. Svavar Stefánsson sóknarprestur þjóna fyrir altari. Söngfélag Þorlákshafnar og barnakór grunnskólans syngja undir stjórn Róberts Darling organ- ista. Sunnudagaskólinn hefst um morguninn kl. 11 og fá börnin litla afmæliskveðju frá kirkjunni. Tón- leikarkl. 17. Bernadelstrengjakvart- ettinn og Jónas Ingimundarson leika og er aðgangur ókeypis. Á mánudagskvöld kl. 20.30 verður kór Bústaðakirkju með tónleika af létt- ara taginu, aðallega lög úr söng- leikjum. Stjórnandi er Guðni Þ. Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskólinn byrjar kl. 11 og er stórfjölskyldan velkomin. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Boðið upp á akstur frá Hraunbúðum. Barnasamvera í safnaðarheimilinu meðan á prédikun stendur. Messu- kaffi. Kl. 20.30 poppmessa. „Létt sveifla í helgri alvöru". Hljómsveitin Prelátar leiðir safnaðarsönginn. Heitt á könnunni og vöfflusala að lokinni messu. AKRANESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Messa á Dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fermingar á sunnudag FERMING í Garðakirkju kl. 14. Prestur sr. Bragi Friðriksson. Fermd verður: Ingibjörg Christa Guðmunds- dóttir, Álfliolti 56c, Hafnarfirði. FERMING í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði kl. 11. Prestur sr. Einar Ey- jólfsson. Fermdur verður: Arnar Freyr Theodorsson, Lyngbergi 43, Hafnarfirði. ”* *«*»**»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.