Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÚN
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Sigrún Ragn-
heiður Jóns-
dóttir var fædd á
Efra-Vatnshorni í
Línakradal í Vest-
ur-Húnavatnssýslu
23. apríl 1895. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Hvammstanga 17.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Sigurðsson bóndi,
fyrst á Klömbrum,
síðar á Efra-Vatns-
horni og víðar, og
kona hans Ingi-
björg Guðmundsdóttir frá Kot-
hvammi. Hálfbróðir Sigrúnar
var Ragnar Ólafsson. Alsystk-
ini hennar voru Þórunn og Sig-
urður. 011 eru þau látin.
Sigrún giftist Birni G.
SIGRÚN Ragnheiður Jónsdóttir,
tengdamóðir mín, lést á sunnudag-
inn var, 100 ára að aldri. Þar með
lauk sterk, hæfileikarík, tilfinninga-
f rík, ástrík og skaprík kona vegferð
sinni hér á jörð. Það er ekki einfalt
mál fyrir einn eða neinn, ekki einu
sinni elli kerlingu eða manninn með
ljáinn, að leggja svoleiðis konu að
velli.
Sigrúnu varð tíðrætt um
bernskuheimili sitt. Hún sagði frá
Ragnhildi ömmu sinni sem sleppti
ekki stjórnartaumunum á heimilinu
þó komin væri ný húsmóðir, Ingi-
björg tengdadóttir hennar. „Það
vildi til,“ sagði Sigrún, „að amma
stjórnaði svo vel og mamma var svo
þýðlynd og góð.“ Amman sat við
vefstólinn og sló vefinn en móðirin
annaðist heimilið og svo sátu krakk-
arnir og héldu í höldin fyrir ömmu
sína og fengu i staðinn óteljandi
sögur og ævintýri og þjóðlegan
fróðleik. Börnin voru öll sitt með
hveiju mótinu. Ragnar hálfbróðir
þeirra hinna var elstur og uppáhald
allra ekki síst Ragnhildar ömmu
sem þó var ekki amma hans. Svo
kom Sigrún Ragnheiður. Hún var
ekkert fyrir fínvinnu inni við. Vildi
annað hvort sitja við kné ömmu
sinnar eða hamast í útiverkum í
öllum veðrum með karlmönnunum.
Björnssyni, organ-
ista og smið, og
biuggu þau lengst
af í Reykholti á
Hvammstanga. Þau
eignuðust tvö börn,
Ragnar Björnsson
orgelleikara og
skólastjóra Nýja
tónlistarskólans, og
Jónínu Þóreyju,
húsfreyju í Reykja-
vík. Sigrún lærði
karlmannafata-
saum og hjúkrun á
yngri árum.
Saumaskap stund-
aði hún lengst af ævi sinnar
og hjúkrun í fjölda ára.
Sigrún verður jarðsungin
frá Hvammstangakirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
14.00.
Það var ekki líkt Þórunni systur
hennar. Þórunn var líkari móður
þeirra, blíð og þýð og fjarska dug-
leg að hjálpa mömmu innivið og
alltaf kát og glöð. Hún- var reyndar
ekkert hrifin af því þegar útikrakk-
arnir stukku í pollana og skvettu á
hreinu og snotru svuntuna hennar.
Yngstur var Sigurður, hógvær og
prúður. Faðir þeirra barnanna var
mest við útivinnu, var þögull og fór
stundum einförum, þráði, að kom-
ast í menninguna ogtil mennta, sem
aldrei varð. Hann lét konurnar um
uppeldi barnanna. en Sigrún vildi
lifa lífinu lifandi. Hún ætlaði að
læra eitthvað, margt datt henni í
hug, en þó alltaf væri nóg til og
enginn þyrfti að líða skort á æsku-
heimili hennar, lá það ekki beint
við að senda hennar kynslóð frekar
en hinar eldri til langskólanáms.
Amma hennar, Ragnhildur, átti
systur á ísafirði, sem hún bað fyrir
Sigrúnu sonardóttur sína. Sigrún
var þá komin hátt á tvítugsaldur
þegar hún fékk að fara til ísafjarð-
ar að læra karlmannafatasaum.
Þarna lærði hún iðn sem hún stund-
aði með ýmsum tilbrigðum fram á
tíræðisaldur. Á ísafirði naut hún
lífsins. Þó ekkert væri slegið af
vinnunni á „verstiðinu" var nógur
tími til að kynnast öðru ungu fólki,
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar og afa,
SIGURÐAR ÞÓRARINS HARALDSSONAR,
Núpskötlu,
Melrakkasléttu.
Sérstakar þakkir fá björgunarsveitirnar Núpar á Kópaskeri og
Pólstjarnan á Raufarhöfn.
Álfhildur Gunnarsdóttir,
Haraldur Sigurðsson, Hulda B. Valtýsdóttir,
Jón Sigurðsson,
Vigdís V. Sigurðardóttir, Eiríkur Kristjánsson,
Kristbjörg Sigurðardóttir, Óli Björn Einarsson,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
t
Hjartans þakkir til allra, sem veittu aö-
stoð og sýndu samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför
SIGURGEIRS SVERRISSONAR
frá Blönduósi.
Guð blessi ykkur öll.
Sverrir Kristófersson, Elísabet Þ. Sigurgeirsdóttir,
Guömundur Sigurgeirsson,
Ólöf Sigurgeirsdóttir,
Kristófer Sigurgeirsson,
Elisabet Sigurgeirsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og systkini hins látna.
' -----------------------------------------------------------------
MINNINGAR
syngja og dansa, hlæja og skemmta
sér. Þegar heim kom í sveitina, tók
alvaran við. Sigrún geystist milli
bæja um allar sveitir og saumaði
spariföt á karlmennina. Sagði hún
stundum að hún hálf sæi eftir því
hve kappsfull hún var að hamast
við saumaskapinn. Hún átti það til
að verða slæm í höfðinu þegar hún
var búin að sauma vandaðan alfatn-
að með vesti og öllu saman á einni
helgi, svo fór hún kannski út á tún
með heimafólkinu að taka saman,
henni fannst einhvern veginn hún
ómögulega geta verið að dútla eitt-
hvað inni þegar bráðlá á að_koma
heyi í hús. En þó hún væri nú orð-
in sjálfrar sín og verktaki, eins og
það væri kallað í dag, var enn gam-
an að skemmta sér og ekkert vissi
hún yndislegra en að dansa, nema
þá það væri að spila og syngja.
Tónlist var reyndar æðst allra lista
í hennar huga og fáar stundir held
ég hún hafi átt sælli en hlusta á
son sinn fremja þá dýru list þegar
fram liðu stundir. Sjálf spilaði hún
á harmóníku fyrir böllum á peysu-
fötunum sínum þegar hún var ung,
og á harmoníum eða stofuorgel lék
hún alþýðulög og sálma og söng
með.
En hugurinn hvarflar víða og
Sigrúnu var ekki nóg að sauma og
spila, sér og öðrum til gamans, hún
hafði mikla þrá til líknarstarfa.
Samúð hennar með öllum sem voru
minni máttar, sjúkir eða áttu á ein-
hvern hátt bágt, var mikil. Jónas
Kristjánsson læknir, er frægastur
varð fyrir stofnun heilsuhælisins í
Hveragerði, stóð þá fyrir nokkurra
mánaða námskeiði í hjúkrunarnámi
og útskrifaði hjúkrunarkonur það-
an. Þetta nám sótti Sigrún og
stundaði síðan hjúkrun í Húnaþingi
um nokkurra ára skeið. Fyrirkomu-
lagið var ekki ósvipað og með
saumaskapinn. Hún ferðaðist um
sveitir, fór heim til sjúklinganna og
annaðist þá í veikindum þeirra
meðan á þurfti að halda. Eignaðist
hún ævilanga vináttu margra sjúk-
linga sinna frá þeim tíma. Oft var
þetta erfið vinna til líkama og sálar
og gat lagst þungt á hana að geta
ekki létt þrautum af sjúklingum
sínum. En oft var þetta líka ákaf-
lega skemmtilegt og gjöfult starf
og sjúklingurinn og hjúkrunarkon-
an veltust um af hlátri yfir ein-
hveiju „skopplegu“.
Þær þekkja það athafnakonurnar
ungu í dag, að það er ekkert svo
sjálfgefið fyrir hugdjarfa og sjálf-
stæða konu að fórna frelsi sínu
fyrir eiginmann og börn, enda var
Sigrún komin um þrítugt þegar hún
giftist Birni G. Bjömssyni, smiði,
organista og bónda í Torfustaða-
húsum, heiðarbýli milli Miðfjarðar
og Línakradals. Björn var orðlagður
fyrir gáfur sínar, hann var skáld-
mæltur (systursonur Ólafar frá
Hlöðum) og músíkalskur, lét sér
nægja nokkurra vikna orgelnám hjá
Brynjólfi Bjarnasyni til að gera tón-
listarstarfið að ævistarfi ásamt
smíðunum, bæði sem kirkjuorgan-
isti, tónsmiður og tónlistarkennari.
- Saga Sigrúnar í Torfustaðahús-
um minnir að einu leyti á aðra heið-
arbýlissögu. Þegar þar kom, að Sig-
rún fæddi sitt fyrsta bam, bar það
að bráðara en til var ætlast. Það
var seint í mars 1926, vetur hafði
verið þungur og mikið fannfergi,
að Björn bóndi neytti færis er veður
var skaplegt og fór niður í sveitina
að sinna erindum, tók son sinn með
sér á tólfta ári, er hann átti frá
fyrra hjónabandi, en Björn var
ekkjumaður er þau Sigrún giftust.
Meiningin var að hann kæmi við á
næsta bæ og fengi þar lánaða ung-
lingsstúlku til að vera hjá Sigrúnu
meðan hann væri í burtu en hún
var ein heima utan manns er komið
var fyrir hjá þeim og átti við geð-
sýki að stríða. Ekki hafði Björn
verið að heiman nema hálfan dag,
þegar skall á iðulaus stórhríð, innan
húss sem utan því nú var barn að
koma í heiminn. Engum manni var
fært á milli bæja, og engin kom
hjálpin neðan úr sveit og sængur-
konan stóð í ströngu við að sefa
þann hugsjúka mann er hjá þeim
bjó meðan fæðingarhríðamar börðu
hana innan. Svo fæddist sveinninn,
sem önnur mannanna börn og móð-
urinni hafði tekist með lagni að fá
manninn, sem þar var á sveimi, að
sjóða sér skæri og færa sér lín, svo
hún gæti skilið á milli. Þetta var á
miðnætti. Og með nýjum degi fengu
þau öll þrek og kjark og þegar bjart
var orðið hafði hríðinni slotað. Með
lagni tókst Sigrúnu að telja mann-
inn á að ganga til bæjar og sækja
hjálp. Ekki var hann fyrr farinn en
aftur skall bylurinn á svartari en
nokkru sinni fyrr. Sigrún lá með
sex marka sveininn sinn á sæng-
inni. Það var dautt í ofninum og
hafði fennt á gluggann svo ekki
lagði skímu inn. Svo brann kertið
upp og myrkrið varð biksvart. Það
var þó ekki fyrr eh klukkan á
veggnum stoppaði að Sigrún fór
að óttast um sinn eigin sálarstyrk.
Eftir sólarhring barst hjálpin og þá
tóku ný ævintýr við.
Börnin urðu tvö, Ragnar og Jón-
ARNIJONSSON
+ Árni Jónsson
fæddist í
Holtsmúla í Land-
sveit 17. júní 1896.
Hann andaðist á
hundraðasta aldurs-
ári í sjúkrahúsinu á
Selfossi 16. septem-
ber síðastliðinr..
Foreldrar hans voru
Jón Einarsson,
bóndi í Holtsmúla,
og Gíslunn Árna-
dóttir, kona hans.
Árni var þriðji í röð
10 systkina, en þrjú
þeirra eru enn á lífi.
Arni var bóndi í Holtsmúla frá
1920 til 1964 en flutti þá til Sel-
foss og bjó þar til danardægurs.
Árið 1920 giftist Árni Ingiríði
Oddsdóttur, f. 13. maí 1887, d.
24. febrúar 1937. Börn þeirra á
lifi eru: Oddur, f. 29. júní 1921,
henir í Gautaborg, maki Hulda
Ágústsdóttir; Jóna Gíslunnj f. 2.
ágúst 1922, maki Sveinn Olafs-
son; Inga Guðrún, f. 3. septem-
ber 1923, maki Einar Bergþórs-
OKKUR systur langar í örfáum orð-
um að minnast afa okkar sem að
við kveðjum að sinni í dag. Minning-
arnar um afa eru margar. Það var
alltaf jafn gott að heimsækja hann
og ömmu á Selfossi. Okkur var
ávallt tekið opnum örmum og rætt
um heima og geima, en afi hafði
mikinn áhuga á því sem við tókum
son; Guðmunda, f. 29.
ágúst 1924, maki
Oddur Guðmunds-
son; Ingibjörg, f. 26.
ágúst 1925, marki
Olgeir Sigurðsson;
Lilja, f. 16. ágúst
1926, maki Loftur
Jóhannsson; Ágúst,
f. 3. ágúst 1930,
maki Ólöf Svava
Halldórsdóttir. _
Seinni kona Árna,
Þorgerður Vil-
hjálmsdóttir, f. 27.
febrúar 1918, frá
Hamri í Flóa lifir
mann sinn. Sonur þeirra er Þor-
steinn, f. 23. október 1949, raf-
iðnfræðingur, maki Dóróthea
Antonsdóttir, sljúpdóttir Helga
Marteinsdóttir, f. 15. ágúst 1945,
sambýlismaður Sigurður Krist-
insson.
Útför Árna Jónssonar fer
fram í dag frá Selfosskirkju og
hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett
verður í Skarðskirkjugarði á
Landi.
okkur fyrir hendur. Ef ein okkar
kom í heimsókn var það alltaf með
því fyrsta sem afi spurði hvernig
hinar hefðu það. Sögur hans frá
liðnum tímum voru fjölmargar og
okkur fannst alveg hreint ótrúlegt
hvað hann mundi mikið frá æsku
sinni.
Veiðivatnaferðirnar með honum
ína Þórey, Sigrún vildi ekki eiga
mörg böm svo hún hefði tíma til
að njóta þeirra. Samt hafði hún
þessi ósköp gaman af börnum, hló
og grallaðist með þeim, enda fór
svo er leið að lokum og lífskveikur-
inn orðinn veikur, þá voru það litlu
langömmubörnin sem fengu hana
til að opna augun og hýrna á svip,
þó þeir eldri gerðu henni ekki ómak.
Já, Sigrún lifði tilfinningaríku og
sterku lífi, var ekki alltaf auðveld
sínum nánustu og heldur ekki sjálfri
sér. Þannig er oft um þá, er hafa
mikið og stórbrotið skap. En ástrík
var hún og gjöful öllum er höfðuðu
til hjarta hennar, ekki aðeins henn-
ar nánustu heldur öllum, mönnum
og málleysingjum.
Sigrún sagðist ekki kvíða vista-
skiptunum. Guð blessi hana á nýrri
vegferð.
Sigrún Björnsdóttir.
Á saknaðarstundu sem þessari
streyma minningarnar fram, þær
ófáar, góðar og skemmtilegar, elsku
amma mín. Svo ég tali nú ekki um
öll þau sumur, sem ég fékk að vera
fyrir norðan hjá þér. Við krakkarn-
ir hentumst um túnið þitt (eða tún-
ið mitt eins og ég nefndi það), svo
var kallað inn í kakó, parta og kök-
ur. Já, þetta átti við þig, allt fullt
af lífi. Eða kyrrðarstundirnar okk-
ar, þegar þú settist við orgelið þitt,
spilaðir og við sungum saman.
Þar sem þú varst kraftmikil, fjör-
ug og skaprík kona, má ég til með
að minnast þess þegar við sátum
systurnar fjórar á tvítugs- og þrít-
ugsaldri ásamt þér í peysufötunum
um nírætt við brúðkaupsathöfn. Nú,
við fengum allar óstöðvandi hlát-
urkast, þar með þú, amma, sem ein
af okkur stelpunum.
Vinur minn minntist fyrir stuttu
spilakvölds þegar þú varst tæpiega
níræð, hve honum fannst gaman
að kynnast þér á þessum aldri, sem
hafðir alla þessa eiginleika og varst
svona mikill grallari, enda var hleg-
ið dátt þetta kvöld.
Nú er þín langa sjúkrahúslega á
enda, sem hlýtur að hafa verið þér
mjög erfið og mikið álag fyrir þig,
erfitt var að horfa upp á hana.
Þeir sem önnuðust þig á Sjúkrahús-
inu á Hvammstanga eiga miklar
þakkir skildar fyrir góða umönnun.
Amma mín, þín hlutdeild í mínu
lifi er mér sérlega mikils virði og
öll sú væntumþykja sem þú gafst
mér og stuðningur.
Þín
Guðríður.
eru okkur ógleymanlegar, þar voru
við komnar í návígi við æsku hans,
en þekking hans á staðnum og sögu
var mikil. Vísurnar hans voru einnig
í sérflokki. í heimsóknum okkar á
Selfoss var hann vanur að spyija
okkur hvort við kynnum þessa vísu
eða hina og síðan voru þær þuldar
og alltaf dáðumst við að minni hans.
Afí var ákaflega glaðlyndur og
góðhjartaður maður. Aldrei heyrð-
um við hann segja neitt styggðarorð
um nokkurn mann. Hjónaband hans
og ömmu var að okkar mati ein-
stakt, þar sem að mikil væntum-
þykja réð ríkjum. Afi var mjög hepp-
inn að hafa svona dugmikla konu
sér við hlið og þá sérstaklega síð-
ustu árin, þar sem hún stóð sem
klettur við hlið hans þar til yfir lauk.
Hugur okkar til afa er fullur af
þakklæti, fyrir það að ganga móður
okkar í föðurstað, þegar þær mæðg-
ur fluttu til hans árið 1948. Okkur
systrunum hefur hann einnig reynst
sem hinn allra besti afi.
Elsku amma, missir þinn er mest-
ur, þar sem að þú hefur misst þinn
besta vin og lífsförunaut og við vilj-
um biðja Guð að styrkja þig á þess-
um erfiðu stundum.
Blessuð sé minning þín, elsku afi
okkar.
Af eilífðar Ijðsi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Gerða, Þórunn og Dagný.