Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANAKERFIÐ OG UNGA FÓLKIÐ TÖLUR þær um áhrif endurgreiðslna námslána á láns- hæfni ungs fólks í húsnæðiskerfinu, sem birtar voru í gær, eru sláandi. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur reiknað út að ungt par, sem greiðir 7% tekna sinna til Lánasjóðs íslenzkra námsmanna eins og endurgreiðslui’eglur sjóðsins gera ráð fyrir, og á milljón krónur í sjóði, þarf engu að síður að hafa 410.000 krónur á mánuði í tekjur, ætli það að geta keypt litla íbúð fyrir 6,5 milljónir ki'óna. Ástæðan er sú að með fullum endurgreiðslum námslána verður heildargreiðslubyrði fjölskyldunnar þyngri en þau 18% af heildartekjum, sem Húsnæðisstofnun miðar við. Sé engu sparifé til að dreifa — og ungt fólk, sem ný- lega hefur lokið námi, á oft ekki mikið af því — þurfa tekjur fjölskyldunnar að vera 556.000 krónur á mánuði, eigi hún að hafa efni á tveggja til þriggja herbergja íbúð á áðurnefndu verði. Hafi fólk hins vegar tekið lán í gamla námslánakerfinu, þarf það um 100.000 krónum minna í mánaðartekjur. Allir sjá að það er engan veginn raunhæft að búast við að fjölskyldufólk, sem hefur nýlega lokið námi, hafi svo háar tekjur. Og hafi það á annað borð góðar tekjur, hækka námslánaendurgreiðslurnar, barnabæturnar lækka og vaxtabæturnar sömuleiðis og „hátekjuskatturinn“ svokall- aði getur bætzt ofan á. Alþýðusambandið hefur reiknað út að jaðarskattur fjögurra manna fjölskyldu geti af þess- um sökum orðið allt að 80%. Stúdentaráð Háskóla íslands telur að áðurnefndar nið- urstöður sýni að ungt fólk standi frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að fara í nám og að koma þaki yfir höfuðið. Það er nokkuð til í því, en ungt fólk á þriðja kostinn — að flytja til útlanda að námi loknu, eins og sífellt fleiri dæmi eru um. Kynslóðinni, sem nú er að koma út á vinnumarkaðinn, hafa verið búnar margfalt erfiðari aðstæður en seinustu kynslóð, sem kom sér þægi- lega fyrir á meðan verðbólgan át húsnæðis- og námslánin hennar. Unga fólkið á hins vegar mun auðveldara nú með að hasla sér völl erlendis og mun vafalaust nota þau tæki- færi, sem þar bjóðast, ef ísland getur ekki boðið upp á sambærilegar aðstæður og helztu samkeppnislönd. Það verður því að gera hér einhverja bragarbót. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði fyrir skömmu í við- tali, sem vitnað var til hér í Morgunblaðinu: „Hins vegar tel ég nauðsynlegt að ákveðnir þættir í reglum LÍN verði athugaðir. Endurgreiðslukerfið hefur t.d. verið gagnrýnt og sú hugmynd hefur komið fram að það verði endurskoð- að í tengslum við húsbréfakerfið.“ Nú er kominn tími til að menntamálaráðherra útfæri þessa hugmynd nánar, væntanlega í samstarfi við Pál Pétursson félagsmálaráðherra. RÁÐHERRA TEKUR RÖKUM GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra hyggst eftir mánaðamótin gefa út nýja reglugerð um úthlut- un tollkvóta k ostum og fleiri landbúnaðarvörum. Sam- kvæmt GATT-samkomulaginu ber að flytja ákveðið magn þessara vara inn á lægri tollum en almennt gerist. I Morgunblaðinu í gær kemur fram að nú bregður svo við að hið umdeilda ákvæði fyrri reglugerðar, um að ost- ar, sem ekki eru framleiddir hér á landi, skuli hafa for- gang við úthlutun tollkvóta, er fellt brott vegna þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið. Morgunblaðið hefur verið í hópi gagnrýnenda. þessa reglugerðarákvæðis og bent á að það væri ekki í anda GATT-samkomulagsins, þar sem það stuðláði ekki að auknu aðhaldi að innlendum ostaframleiðendum, til hags- bóta fyrir neytendur. Landbúnaðarráðuneytið hefur hins vegar — fram að þessu — varið reglugerðina með kjafti og klóm. Það er ánægjulegt að sjá að landbúnaðarráðherra hefur tekið rökum og notar ráðherravaldið, sem honum er feng- ið með lögunum um framkvæmd GATT, með skynsamleg- um hætti. Það breytir ekki því að sem mest af þessu valdi ætti að taka af honqm og skipa innflutningsmálunum þess í stað með almennum lagaákvæðum. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um hag fiskveiða og fiskvinnslu Góð afkoina í rækju o\ en samdráttur í botr Rækjuveiðar og rækjuvinnsla skila góðum arði um þessar mundir, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um hag fiskveiða og fiskvinnslu 1994 og 1995. Horfur eru á að botnfiskafli minnki enn og afkoma veiða og vinnslu botnfísks hefur versnað frá því í fyrra. Hreinn hagnaður sjávarútvegs- ^ fyrirtækja í hiutfalli af tekjum r - Sjávarútvegur í heiid' -3% 2%- 3%- -í ágúst 1995 —-1994 •1%I -1%C -2%°Ö Bátar -2,5?ST°9arar ■ 1% Frystiskip 2% -4% 1 % Veiðar og vinnsla botnfisks Veiðar £3. rn • . : ’JsBatób -5,5% -1,5% 0% 13%Botnfiskvinnsla - - : ' \ 4,5% Frysting Söltun ~C. Rækjuveiðar og vinnsla Loðnuveiðar og bræðsla I 111% ] 13% 119% Hér eru taldar botnfiskveiðar og -vinnsla, rækjuveiðar og -vinnsta og loðnuveiðar og -bræðsla. Þessar greinar ná til tæplega 90% af allri sjávarafurðaframleiðslu. í veiðum og vinnslu er miðaö við tekjur greinanna alls aö frádregnum miiliviðskiptum með hráefni. Afkoma 146 fyrirtækja í sjávarútvegi 1994< Hreinn hagnaður í hlutfalli aftekjum Fjöldi- fyrir- tækja Hlutfall tekna af útgerð Hlutfall tekna af útgerð frystitogara Eigin- fjár- hlutfall Meðal- velta i millj. kr. Meira en 10% 20 40% 0% 1,3% 184 Meira en 5% 25 39% 18% 29,2% 668 0-5% 50 44% 19% 27,7% 611 -5-0% 16 45% 20% -4,5% 392 -10-5% 13 46% 22% 20,8% 451 Meiraen -10% 22 71% 16% -23,1% 132 Alls 146 44% 18% 20,5% 452 Hlutdeild í vi allra í úrtakii IÁGÚST síðasliðnum var talið að rækjan skilaði hagnaði sem nam 19% af tekjum og hafði útkoman batnað enn frá því í fyrra þegar rækjuveiðar og -vinnsla skiluðu að meðaltali 13% hagnaði. Eins telur stofnunin að vel horfi með loðnuna og að hún geti skilað góðum arði - ef hún veiðist. Verð á mjöli og lýsi hefur verið mjög gott undanfarið. Þá er gert ráð fyrir verulega aukinni síldveiði á þessu ári miðað við árið í fyrra og horfir vel með afkomu greinar- innar. Hagnaður af útgerð frystitogara hefur minnkað og er háum fjár- magnskostnaði meðal annars kennt um. Þjóðhagsstofnun hefur lokið við uppgjör á afkomu helstu greina sjávarútvegsins fyrir árið 1994. Í gær sendi stofnunin frá sér niður- stöður þessa uppgjörs ásamt mati á stöðu sjávarútvegsins í ágúst síð- astliðnum miðað við þáverandi rekstrarskilyrði. Samdráttur í botnfisk- afla og -vinnslu Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að botnfískafli haldi áfram að drag- ast saman og verði tæplega 8% minni í ár en í fyrra. Ekki sér fyrir endann á samdrættinum í botnfisk- inum og er gert ráð fyrir 1% minni botnfiskafla á næsta ári en í ár. Afkoma veiða og vinnslu botn- fisks var jákvæð sem nam 1% af tekjum í fyrra. Miðað við stöðuna í ágúst 1995 áætlaði Þjóðhagsstofn- un að afkoma þessara greina hafi versnað og hún orðin neikvæð um 3,1%. í fyrra var botnfiskvinnslan rekin með hagnaði þriðja árið í röð og var hagnaður af frystingu og söltun 2,9% af tekjum. Saltfiskvinnsla styrkist í sessi Miðað við rekstrarskilyrði í ágúst síðastliðnum var frysting og söltun rekin með 4% tapi, að mati Þjóð- hagsstofnunar. Hlutföll á milli af- komu frystingar og söltunar hafa snúist við og er afkoma í söltun nú betri en afkoma í frystingu sem er breyting frá undanförnum árum. Þessi breyting er í samræmi við merkjanlega aukningu í saltfisk- framleiðslu á sama tíma og fram- leiðsla hefur minnkað í landfiyst- ingu. Verð á landfrystum afurðum var 2,2% lægra í ágúst síðastliðnum en það var að meðaltali í fyrra. Á sama tíma hafði verð á sjófrystum afurðum hækkað um 2,8% frá með- altali fyrra árs. Verð á saltfiski var í ágúst síðastliðnum 4,8% hærra en það var að meðaltali 1994. Halli á botnfiskveiðum Halli var á rekstri botnfiskveiða árið 1994, að meðtalinni útgerð frystiskipa, og nam hann 1,1% af tekjum. Tap af rekstri togara nam 2,3% af tekjum, hagnaður var af útgerð frystiskipa sem nam 2% af tekjum en 2,2% af rekstri annarra báta en loðnuskipa. Mikil umskipti hafa orðið til hins verra í rekstri frystiskipa miðað við 10% hagnað mörg undanfarin ár. Verri afkomu frystiskipanna 1994 má meðal ann- ars rekja til mikillar hækkunar ijár- magnskostnaðar en í fyrra bættust í flotann nokkur mjög dýr frysti- skip. Áætlað var að tap af botnfisk- veiðum í ágúst síðastliðnum hafi verið 0,8% af tekjum. Góð afkoma í rækju og loðuu Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar benda til góðrar afkomu í veiðum og vinnslu rækju. í fyrra nam hagn- aður af veiðum og verkun rækju 13% af tekjum en í ágúst síðastliðn- um var talið að greinin skilaði hagn- aði sem nam 19% af tekjum. Þessa góðu niðurstöðu í rækjunni rekur Þjóðhagsstofnun til góðs verðs á mörkuðum, mikillar fram- leiðslu og góðra gæfta, sem og end- urskipulagningar og hagræðingar í greininni. Á það er bent að þessi hagræðing kom í kjölfar mikilla erfiðleika sem at- vinnugreinin gekk í gegnum í byijun þessa áratugar. Rækjuverðið í ágúst síðastliðnum á er- lendum mörkuðum var 34% hærra en meðalverðið 1994 og 50% hærra en í júní í fyrra. Erfitt að segja til um þróunina Þjóðhagsstofnun telur erfitt að segja fyrir um hver þróunin verður. Nefnt er að sumir þykist verða var- ir við andstöðu neytenda við háu rækjuverði og hægri aukningu framboðs. Verð á erlendum mörk- uðum er þó ekki farið að lækka. Verð á skelrækju hefur verið til- tölulega stöðugt sé litið til lengri tíma, en hefur sveiflast að undan- förnu. Verð á skelflettri ræku í ágúst síðastliðnum var úm 8% hærra en fékkst að meðaltali fyrir sömu vöru 1994. Óvissa um loðnuveiðar Horfur eru á áframhaldandi góðri afkomu í loðnuveiðum og bræðslu. Árið 1994 var hagnaður af veiðum og bræðslu loðnu 8% af tekjum. Hagnaður af loðnuvinnslunni var 5% en 5,3% af útgerð loðnubáta. Á þessu ári telur Þjóðhagsstofnun að loðnuveiðar og bræðsla muni skila hagnaði sem nemur 11% af tekjum. Verð á loðnuafurðum hefur hækkað sé meðalverðið 1994 borið saman við verð í ágúst síðastliðnum. Þannig hafði verð á mjöli hækkað um 5,5% en verðið á loðnulýsi um heil 38,1%. Þjóðhagsstofnun bendir á að veruleg óvissa ríki um afkomu loðnuveiða og bræðslu á þessu ári, enda veiðin mjög sveiflukennd. Ástand loðnustofnsins er talið gott og því búist við góðri afkomu grein- arinnar í ár og á næsta ári. Engin loðna veiddist í ágúst síð- astliðnum og því hæpið að tala um góða afkomu. En þegar sömu að- ferðum er beitt og notaðar eru til að áætla afkomu í öðrum greinum Hagnaðuraf útgerð frysti- togara hefur minnkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.