Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 28

Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANAKERFIÐ OG UNGA FÓLKIÐ TÖLUR þær um áhrif endurgreiðslna námslána á láns- hæfni ungs fólks í húsnæðiskerfinu, sem birtar voru í gær, eru sláandi. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur reiknað út að ungt par, sem greiðir 7% tekna sinna til Lánasjóðs íslenzkra námsmanna eins og endurgreiðslui’eglur sjóðsins gera ráð fyrir, og á milljón krónur í sjóði, þarf engu að síður að hafa 410.000 krónur á mánuði í tekjur, ætli það að geta keypt litla íbúð fyrir 6,5 milljónir ki'óna. Ástæðan er sú að með fullum endurgreiðslum námslána verður heildargreiðslubyrði fjölskyldunnar þyngri en þau 18% af heildartekjum, sem Húsnæðisstofnun miðar við. Sé engu sparifé til að dreifa — og ungt fólk, sem ný- lega hefur lokið námi, á oft ekki mikið af því — þurfa tekjur fjölskyldunnar að vera 556.000 krónur á mánuði, eigi hún að hafa efni á tveggja til þriggja herbergja íbúð á áðurnefndu verði. Hafi fólk hins vegar tekið lán í gamla námslánakerfinu, þarf það um 100.000 krónum minna í mánaðartekjur. Allir sjá að það er engan veginn raunhæft að búast við að fjölskyldufólk, sem hefur nýlega lokið námi, hafi svo háar tekjur. Og hafi það á annað borð góðar tekjur, hækka námslánaendurgreiðslurnar, barnabæturnar lækka og vaxtabæturnar sömuleiðis og „hátekjuskatturinn“ svokall- aði getur bætzt ofan á. Alþýðusambandið hefur reiknað út að jaðarskattur fjögurra manna fjölskyldu geti af þess- um sökum orðið allt að 80%. Stúdentaráð Háskóla íslands telur að áðurnefndar nið- urstöður sýni að ungt fólk standi frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að fara í nám og að koma þaki yfir höfuðið. Það er nokkuð til í því, en ungt fólk á þriðja kostinn — að flytja til útlanda að námi loknu, eins og sífellt fleiri dæmi eru um. Kynslóðinni, sem nú er að koma út á vinnumarkaðinn, hafa verið búnar margfalt erfiðari aðstæður en seinustu kynslóð, sem kom sér þægi- lega fyrir á meðan verðbólgan át húsnæðis- og námslánin hennar. Unga fólkið á hins vegar mun auðveldara nú með að hasla sér völl erlendis og mun vafalaust nota þau tæki- færi, sem þar bjóðast, ef ísland getur ekki boðið upp á sambærilegar aðstæður og helztu samkeppnislönd. Það verður því að gera hér einhverja bragarbót. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði fyrir skömmu í við- tali, sem vitnað var til hér í Morgunblaðinu: „Hins vegar tel ég nauðsynlegt að ákveðnir þættir í reglum LÍN verði athugaðir. Endurgreiðslukerfið hefur t.d. verið gagnrýnt og sú hugmynd hefur komið fram að það verði endurskoð- að í tengslum við húsbréfakerfið.“ Nú er kominn tími til að menntamálaráðherra útfæri þessa hugmynd nánar, væntanlega í samstarfi við Pál Pétursson félagsmálaráðherra. RÁÐHERRA TEKUR RÖKUM GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra hyggst eftir mánaðamótin gefa út nýja reglugerð um úthlut- un tollkvóta k ostum og fleiri landbúnaðarvörum. Sam- kvæmt GATT-samkomulaginu ber að flytja ákveðið magn þessara vara inn á lægri tollum en almennt gerist. I Morgunblaðinu í gær kemur fram að nú bregður svo við að hið umdeilda ákvæði fyrri reglugerðar, um að ost- ar, sem ekki eru framleiddir hér á landi, skuli hafa for- gang við úthlutun tollkvóta, er fellt brott vegna þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið. Morgunblaðið hefur verið í hópi gagnrýnenda. þessa reglugerðarákvæðis og bent á að það væri ekki í anda GATT-samkomulagsins, þar sem það stuðláði ekki að auknu aðhaldi að innlendum ostaframleiðendum, til hags- bóta fyrir neytendur. Landbúnaðarráðuneytið hefur hins vegar — fram að þessu — varið reglugerðina með kjafti og klóm. Það er ánægjulegt að sjá að landbúnaðarráðherra hefur tekið rökum og notar ráðherravaldið, sem honum er feng- ið með lögunum um framkvæmd GATT, með skynsamleg- um hætti. Það breytir ekki því að sem mest af þessu valdi ætti að taka af honqm og skipa innflutningsmálunum þess í stað með almennum lagaákvæðum. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um hag fiskveiða og fiskvinnslu Góð afkoina í rækju o\ en samdráttur í botr Rækjuveiðar og rækjuvinnsla skila góðum arði um þessar mundir, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um hag fiskveiða og fiskvinnslu 1994 og 1995. Horfur eru á að botnfiskafli minnki enn og afkoma veiða og vinnslu botnfísks hefur versnað frá því í fyrra. Hreinn hagnaður sjávarútvegs- ^ fyrirtækja í hiutfalli af tekjum r - Sjávarútvegur í heiid' -3% 2%- 3%- -í ágúst 1995 —-1994 •1%I -1%C -2%°Ö Bátar -2,5?ST°9arar ■ 1% Frystiskip 2% -4% 1 % Veiðar og vinnsla botnfisks Veiðar £3. rn • . : ’JsBatób -5,5% -1,5% 0% 13%Botnfiskvinnsla - - : ' \ 4,5% Frysting Söltun ~C. Rækjuveiðar og vinnsla Loðnuveiðar og bræðsla I 111% ] 13% 119% Hér eru taldar botnfiskveiðar og -vinnsla, rækjuveiðar og -vinnsta og loðnuveiðar og -bræðsla. Þessar greinar ná til tæplega 90% af allri sjávarafurðaframleiðslu. í veiðum og vinnslu er miðaö við tekjur greinanna alls aö frádregnum miiliviðskiptum með hráefni. Afkoma 146 fyrirtækja í sjávarútvegi 1994< Hreinn hagnaður í hlutfalli aftekjum Fjöldi- fyrir- tækja Hlutfall tekna af útgerð Hlutfall tekna af útgerð frystitogara Eigin- fjár- hlutfall Meðal- velta i millj. kr. Meira en 10% 20 40% 0% 1,3% 184 Meira en 5% 25 39% 18% 29,2% 668 0-5% 50 44% 19% 27,7% 611 -5-0% 16 45% 20% -4,5% 392 -10-5% 13 46% 22% 20,8% 451 Meiraen -10% 22 71% 16% -23,1% 132 Alls 146 44% 18% 20,5% 452 Hlutdeild í vi allra í úrtakii IÁGÚST síðasliðnum var talið að rækjan skilaði hagnaði sem nam 19% af tekjum og hafði útkoman batnað enn frá því í fyrra þegar rækjuveiðar og -vinnsla skiluðu að meðaltali 13% hagnaði. Eins telur stofnunin að vel horfi með loðnuna og að hún geti skilað góðum arði - ef hún veiðist. Verð á mjöli og lýsi hefur verið mjög gott undanfarið. Þá er gert ráð fyrir verulega aukinni síldveiði á þessu ári miðað við árið í fyrra og horfir vel með afkomu greinar- innar. Hagnaður af útgerð frystitogara hefur minnkað og er háum fjár- magnskostnaði meðal annars kennt um. Þjóðhagsstofnun hefur lokið við uppgjör á afkomu helstu greina sjávarútvegsins fyrir árið 1994. Í gær sendi stofnunin frá sér niður- stöður þessa uppgjörs ásamt mati á stöðu sjávarútvegsins í ágúst síð- astliðnum miðað við þáverandi rekstrarskilyrði. Samdráttur í botnfisk- afla og -vinnslu Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að botnfískafli haldi áfram að drag- ast saman og verði tæplega 8% minni í ár en í fyrra. Ekki sér fyrir endann á samdrættinum í botnfisk- inum og er gert ráð fyrir 1% minni botnfiskafla á næsta ári en í ár. Afkoma veiða og vinnslu botn- fisks var jákvæð sem nam 1% af tekjum í fyrra. Miðað við stöðuna í ágúst 1995 áætlaði Þjóðhagsstofn- un að afkoma þessara greina hafi versnað og hún orðin neikvæð um 3,1%. í fyrra var botnfiskvinnslan rekin með hagnaði þriðja árið í röð og var hagnaður af frystingu og söltun 2,9% af tekjum. Saltfiskvinnsla styrkist í sessi Miðað við rekstrarskilyrði í ágúst síðastliðnum var frysting og söltun rekin með 4% tapi, að mati Þjóð- hagsstofnunar. Hlutföll á milli af- komu frystingar og söltunar hafa snúist við og er afkoma í söltun nú betri en afkoma í frystingu sem er breyting frá undanförnum árum. Þessi breyting er í samræmi við merkjanlega aukningu í saltfisk- framleiðslu á sama tíma og fram- leiðsla hefur minnkað í landfiyst- ingu. Verð á landfrystum afurðum var 2,2% lægra í ágúst síðastliðnum en það var að meðaltali í fyrra. Á sama tíma hafði verð á sjófrystum afurðum hækkað um 2,8% frá með- altali fyrra árs. Verð á saltfiski var í ágúst síðastliðnum 4,8% hærra en það var að meðaltali 1994. Halli á botnfiskveiðum Halli var á rekstri botnfiskveiða árið 1994, að meðtalinni útgerð frystiskipa, og nam hann 1,1% af tekjum. Tap af rekstri togara nam 2,3% af tekjum, hagnaður var af útgerð frystiskipa sem nam 2% af tekjum en 2,2% af rekstri annarra báta en loðnuskipa. Mikil umskipti hafa orðið til hins verra í rekstri frystiskipa miðað við 10% hagnað mörg undanfarin ár. Verri afkomu frystiskipanna 1994 má meðal ann- ars rekja til mikillar hækkunar ijár- magnskostnaðar en í fyrra bættust í flotann nokkur mjög dýr frysti- skip. Áætlað var að tap af botnfisk- veiðum í ágúst síðastliðnum hafi verið 0,8% af tekjum. Góð afkoma í rækju og loðuu Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar benda til góðrar afkomu í veiðum og vinnslu rækju. í fyrra nam hagn- aður af veiðum og verkun rækju 13% af tekjum en í ágúst síðastliðn- um var talið að greinin skilaði hagn- aði sem nam 19% af tekjum. Þessa góðu niðurstöðu í rækjunni rekur Þjóðhagsstofnun til góðs verðs á mörkuðum, mikillar fram- leiðslu og góðra gæfta, sem og end- urskipulagningar og hagræðingar í greininni. Á það er bent að þessi hagræðing kom í kjölfar mikilla erfiðleika sem at- vinnugreinin gekk í gegnum í byijun þessa áratugar. Rækjuverðið í ágúst síðastliðnum á er- lendum mörkuðum var 34% hærra en meðalverðið 1994 og 50% hærra en í júní í fyrra. Erfitt að segja til um þróunina Þjóðhagsstofnun telur erfitt að segja fyrir um hver þróunin verður. Nefnt er að sumir þykist verða var- ir við andstöðu neytenda við háu rækjuverði og hægri aukningu framboðs. Verð á erlendum mörk- uðum er þó ekki farið að lækka. Verð á skelrækju hefur verið til- tölulega stöðugt sé litið til lengri tíma, en hefur sveiflast að undan- förnu. Verð á skelflettri ræku í ágúst síðastliðnum var úm 8% hærra en fékkst að meðaltali fyrir sömu vöru 1994. Óvissa um loðnuveiðar Horfur eru á áframhaldandi góðri afkomu í loðnuveiðum og bræðslu. Árið 1994 var hagnaður af veiðum og bræðslu loðnu 8% af tekjum. Hagnaður af loðnuvinnslunni var 5% en 5,3% af útgerð loðnubáta. Á þessu ári telur Þjóðhagsstofnun að loðnuveiðar og bræðsla muni skila hagnaði sem nemur 11% af tekjum. Verð á loðnuafurðum hefur hækkað sé meðalverðið 1994 borið saman við verð í ágúst síðastliðnum. Þannig hafði verð á mjöli hækkað um 5,5% en verðið á loðnulýsi um heil 38,1%. Þjóðhagsstofnun bendir á að veruleg óvissa ríki um afkomu loðnuveiða og bræðslu á þessu ári, enda veiðin mjög sveiflukennd. Ástand loðnustofnsins er talið gott og því búist við góðri afkomu grein- arinnar í ár og á næsta ári. Engin loðna veiddist í ágúst síð- astliðnum og því hæpið að tala um góða afkomu. En þegar sömu að- ferðum er beitt og notaðar eru til að áætla afkomu í öðrum greinum Hagnaðuraf útgerð frysti- togara hefur minnkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.