Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 31 JÓN EYJÓLFUR EINARSSON + Jón Eyjólfur Einarsson, pró- fastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, fæddist í Langholti í Andakílshreppi 15. júlí 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 14. september síðastliðinn, 62ja ára að aldri. Foreldrar hans voru Jóney Sig- ríður Jónsdóttir, f. 15. maí 1902, d. 2. október 1981, og Einar Sigmundsson bóndi, f. 21. maí 1903, d. 17. október 1986. Systkini Jóns voru: Þórður, f. 20. apríl 1931, Sigmundur, f. 14. júní 1932, d. 8. júlí 1965, og Sigrún, f. 8. apríl 1935. Hinn 21. desember 1963 kvæntist séra Jón Hugrúnu Valnýju Guðjónsdóttur, f. 10. júlí 1943 á Akranesi. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Munda, f. 1. júlí 1966, uppeldisfræðing- ur og leikskólastarfsmaður. 2) Guðjón Ólafur, f. 17. febrúar 1968, lögfræðingur, aðstoðar- maður umhverfisráðherra. Sambýliskona hans er Kristín Huld Haraldsdóttir, f. 29. mars 1970, læknanemi, og eiga þau einn son, Hrafnkel Odda, f. 25. febrúar 1993. 3) Jóney, f. 19. febrúar 1970, íslenskufræðing- ur, gift Gunnlaugi Aðalbjarnar- syni, f. 27. mars 1966, viðskipta- fræðingi, og eiga þau eina dótt- ur, Erlu, f. 11. febrúar 1995. 4) Einar Krislján, f. 15. mars 1971, ráðherrabílsljóri. Unn- usta hans er Dagný Jónsdóttir, f. 16. janúar 1976. Séra Jón lauk stúdentsprófi frá MA 1959 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1966. Hann var kennari um tíma en sóknar- prestur í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd frá 1966. Séra Jón OKKAR kæri vinur, séra Jón Ein- arsson, er látinn. Svo ótrúlegt og undarlegt og óumræðilega sörglegt. Við viljum hafa þá sem okkur þyk- ir vænt um sem lengst hjá okkur, þess vegna lokum við oft augunum fyrir staðreyndum og neitum að horfast í augu við veruleikann. Við báðum og vonuðum í lengstu lög að kraftaverk gerðist og að Jóni myndi batna. Sjálfur tók hann ör- lögum sínum með jafnaðargeði, þótt honum fyndist of fljótt að kveðja þennan heim, svo mikið og margt langaði hann að gera. Kynni okkar eru orðin rúmlega þijátíu ára gömul, eða frá því þeg- ar hann var að ljúka guðfræðinám- inu, jafnvel áður en hann fann ást- ina sína, hana Hugrúnu. Frá því rómantíska sumri er þau hittust hafa þau verið saman alveg þar til yfir lauk. Það er erfitt að hugsa sér annað án hins, svo samhent voru þau. Allir sem þekktu séra Jón vita hversu sannur og heill hann var í öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur. Kirkjan var hans hjartans mál og henni vildi hann allt það besta. Það var því ekki óeðlilegt að hann var kjörinn í helstu stjórnunarstöð- ur innan hennar vébanda. Við sögð- um oft í gríni, að Jón hefði tvö áhugamál; kirkjuna og Framsókn- arflokkinn. Sennilega hefði hann einnig geta orðið góður lögfræðing- ur, þar sem hann vildi kryfja öll mál til mergjar og þótti sumum nóg um. Oft þótti hann harður í horn að taka á fundum og hleypti þá stundum í brýrnar. Var svipurinn þó fljótur að breytast í bros þegar Hugrún birtist. Ljúfur var hann heim að sækja og þau hjón, enda oft gestkvæmt á því heimili. Vart var til betri og sannari vin- ur en séra Jón Einarsson. Við varð- veitum minningarnar frá þeim ótal mörgu stundum sem við fjögur átt- gegndi íjölmörg- um trúnaðarstörf- um innan kirkj- unnar. Hann var prófastur í Borgarfjarðar- prófastdæmi 1977 - 1978 og frá 1980. Hann var formað- ur Prófastafélags íslands frá 1989, kirkjuþingsmaður 1976 - 1994 og kirkjuráðsmaður frá 1986. Þá sat hann í stórn Prestafélags ís- lands 1974 - 1978. Séra Jón starfaði einnig mikið að fræðslu- og menningarmálum í sínu héraði og var m.a. formað- ur fræðsluráðs Vesturlands 1978 - 1982 og sat um tíma í skólanefnd Leirárskóla, í skóla- nefnd Fjölbrautaskóla Vestur- lands og í skólanefnd Héraðs- skólans í Reykholti. Þá var hann framkvæmdastjóri Sögu- félags Borgaríjarðar í 12 ár. Séra Jón vann ennfremur mikið að sveitarstjórnarmálum og sat m.a. í hreppsnefnd HvalQarð- arstrandarhrepps frá 1974 og var oddviti frá 1978. Þá var hann formaður héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu 1989 - 1994. Hann tók einnig talsverð- an þátt í stjórnmálum, var m.a. um tíma formaður Félags ungra framsóknarmanna í Borgarfjarðarsýslu og síðar formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðarsýslu. Þá sat hann í miðstjórn Framsóknar- flokksins í 15 ár. Eftir séra Jón liggur fjöldi greina og bókarkafla í Qölmörg- um tímaritum og safhritum. Séra Jón verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. um saman, bæði hérlendis og utan. Mikið var oft gaman hjá okkur. Við nutum návistar hvers annars og gleymum áhyggjum hversdagsins. Hann var einnig mikill vinur barna okkar Ólafs sem sakna hans sárt. Það hefur í senn verið lærdóms- ríkt og yndislegt að sjá hve fjöl- skyldan hefur verið samhent í veik- indum séra Jóns. Hugrún, börnin og fjölskyldur þeirra hafa umvafið hann ást og umhyggju, með ein- stakri rósemi og jafnvægi. Það er fullvissa trúarinnar, að við honum hafi verið tekið og hann leiddur inn í dýrð Drottins, hans sem sagði og segir: „Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar." Ég þakka þessum vini mínum tryggðina, hlýjuna og elskusemina og bið um blessun og varðveislu fjölskyldu hans til handa. Ebba Sigurðardóttir. Séra Jón Einarsson var aðeins sextíu og tveggja ára er hann lést eftir fárra mánaða veikindi. Tvennt kemur fyrstu upp í hugann við óvænt fráfall hans, en það er hvílík- ur missir það er fjölskyldu hans og hver missir er að honum innan Þjóð- kirkjunnar. Með séra Jóni er geng- inn mikill atorkumaður, sem lét um sig muna þar sem hann kom við sögu. Því er skarð fyrir skildi. Við upphaf prestsskapar síns í Saurbæ þurfti séra Jón að snúast til varnar réttindum prestsseturs síns og kirkju. Vakti framganga hans í því strax athygli. Þótti mönn- um þar kveða nokkuð við annan tón én gert hafði í málefnum kirkjunnar á áratugunum þar á undan. Séra Jón varð vel að sér um íslenska kirkjuskipan og óþreytandi í að minna á mikilvægi þess að halda rétt á rétti kirkjunnar. Hann var líka kvaddur til trúnaðarstarfa inn- an kirkjunnar, var prófastur í Borg- arfirði, sat lengi á kirkjuþingi og nú síðast í kirkjuráði. Einnig kom hann margvíslega við sögu í félags- störfum innan kirkjunnar og sat í ijölda nefnda. Raunar er það undr- unarefni hveiju séra Jón gat afkast- að, er horft er til þessara starfa og hinna veraldlegu félagsstarfa sem hann tók þátt í. Embætti sitt rækti hann einnig af alúð og reglusemi og staðinn í Saurbæ sat hann af myndarskap. Þar var ávallt gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna séra Jóns og Hugrúnar og þau höfðingj- ar heim að sækja. Saurbær er mik- ill ferðamannastaður og lagðist íjöl- skyldan öll á eitt um að þjóna þörf- um þeirra gesta. Mikla áherslu lagði séra Jón á að í því öllu væri minn- ingu Hallgríms Péturssonar haldið á lofti. Margir verða nú eflaust til þess að minnast séra Jóns og rekja störf hans. Það ætla ég ekki að gera í þessu skrifi heldur er erindi mitt að flytja kveðju Skálholtsstaðar til þeirra sem eftir standa og vitna um þær þakkir sem séra Jón á skildar fyrir það se_m hann gerði fyrir Skál- holtsstað. í störfum hans í nefnd um málefni Skálholts og í störfun- um í kirkjuráði kom skýrlega í ljós að séra Jón vildi veg Skálholts mik- inn. Kynnti hann sér gaumgæfilega það sem hér er við að fást í upp- byggingu staðarins og báru tillögur hans um það efni á kirkjuþingi og í kirkjuráði vott um mikinn metnað staðarins vegna. Sannarlega voru bundnar vonir við að enn ætti hann eftir að reynast nokkur áhrifamað- ur í þessu efni og hér er hans sárt saknað. Minningu séra Jóns skulum við heiðra með því að halda á loft stórhuga hugmyndum hans um framtíð Skálholts. Að lokum minnumst við hjónin ágætra samverustunda með heimil- isfólkinu í Saurbæ og biðjum góðan Guð að hugga og styrkja frú Hug- rúnu og böm hennar. í þeim átti séra Jón holla ástvini sem áttu gild- an þátt í gæfu hans og gengi. Al- máttugum Guði felum við svo séra Jón Einarsson að leiðarlokum í þeirri sælu von sem okkur er gefin fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Arndís og Sigurður Sigurðsson, Skálholti. „Að endingu bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. Þetta, sem þér hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín, það skuluð þér gjöra. Og Guð friðarins mun vera með yður.“ (Filippíbréf 4., 8-9.) Þegar mér barst sú fregn að vin- ur minn, séra Jón Einarsson, væri allur, komu mér þessi orð postulans í huga og ekki ófyrirsynju. Hans verður ekki minnst við leiðarlok, nema í Ijósi þessarar hvatningar, við skæra birtu þess friðar, sem leiðir af kristinni staðfesti og ár- vekni. Þannig var ævi hans lifandi boðun drengskapar, trúmennsku og viljafestu. Viku fyrir andlát séra Jóns átti ég tal við hann í síma. Rómurinn var veikur og hann kvaðst vera að búa sig til farar út á Akranes á sjúkrahúsið þar, því nú væri þannig komið fyrir sér, að hann ætti óhægt með gang. „En ég ætla að vona, að læknarnir geti liðsinnt mér, því það fer að styttast í kirkjuþingið. Já, ég vona að við sjáumst þar í næsta mánuði." Þetta voru siðustu orðaskipti okkar í þess- um heimi. Það, sem honum var efst í huga, var kirkjan, vegur hennar og áhrif, heill ástvina, þjóðar og lands. Mér kom í huga erindi úr Ijóði eftir Borgfirðinginn Guðmund skáld á Kirkjubóli, sem hann orti í minningu bóndamanns: Við bárum þig sjúkan burt úr þínu inni, við bændur heima í þinni eigin sveit. Vissum, að þar var hafln hæpin leit að hreystinni misstu og starfagetu þinni. En þú sagðist koma aftur, endurfæddur. Við eitruðum ei þá trú, sem þú varst gæddur. Trú séra Jóns var hvorki né varð heldur eitruð af áliti manna og orð- um, því hann byggði líf sitt á þeim grundvelli, sem ekki varð hnikað, á lifandi trú á samfélagið við Jesúm Krist og handleiðslu hans. Hann ætlaði á kirkjuþingið, en að þessu sinni verður það annað og æðra þing, sem bíður hans, og þar er að vænta svars við því, hvað h'fið er. Ævistarf séra Jóns Einarssonar var mótað af köllun, sem hann hlaut ungur. Við hittumst fyrst í Mennta- skólanum á Akureyri á sjötta ára- tugnum. Þá þegar var hann ákveð- inn að nema guðfræði og ganga í þjónustu kristinnar kirkju. Siðferð- iskennd hans var sterk og hiklaus. Af hispursleysi hélt hann fram málstað bindindis, hreinlífis og heiðarleika í starfi og leik, en hug- sjónunum var aldrei fylgt eftir með skinhelgi eða þeim hætti, að hann væri sniðgenginn og settur hjá. Hann bjó yfir innri þrótti, lifandi áhuga, lífsgleði og sérstæðu skop- skyni, er gerðu hann að svipsterk- um persónuleika, er engum gleym- ist, sem áttu með honum samleið. Hann hafði næma tilfinningu fyrir íslenskri tungu, kunni góð skil á braglist og minntist þess oft, hversu góðan grundvöll móðuramma hans, Sigríður Guðmundsdóttir, lagði að málkennd hans og glæddi tilfinn- ingu fyrir góðum skáldskap. Og hann orti ljóð í minningu hennar þar sem segir m.a.: Ég lítill drengur lá við þína hlið og lærði hjá þér mörg og nytsöm fræði. Þú opnaðir dymar inn á tímans svið, ennþá man ég flest þín gömlu kvæði. Þú kenndir mér lestur, ljóð og bænamál og lagðir grunn að ævistarfi mínu. Þú skynjaðir, hve viðkvæm var mín sál, og vafðir mig að kærleiksbijósti þínu. Bænir þínar allar urðu mér auðlegð sönn á lífsins göngu minni, ég veit, að þegar burt mig héðan ber, þær bænir fylgja mér í eilífðinni. Erindin bera sterk einkenni þeirr- ar einlægni, sem Jóni var eiginleg og gerði hann að þeim sálusorgara, sem hafði jafnan af nógu að taka til uppörfunar og huggunar þeim, er til hans leituðu. Hann átti þann trúarstyrk, er gerði honum fært að leiða aðra til móts við Guð friðarins. Séra Jón Einarsson sat Saurbæ á Hvalfjarðarströnd frá vígsludegi sínum 6. nóvember 1966 og allt til endadægurs 14. september sl. Hann leit á það hlutskipti sem helga hand- leiðslu, naut staðarins og staðurinn naut hans. Saga Saurbæjar, spor séra Hallgríms Péturssonar, nánd þeirrar heilögu andagiftar, sem fylgja mun þeim blessaða stað með- an íslensk tunga er töluð og messa sungin hér við nyrsta haf; allt varð það honum að uppsprettu fijórra hugsana, tær lind sálubótar og trú- arstyrks. Sú djúpa æð lokaðist aldr- ei, þótt að gæti syrt. Hamingja Jóns var studd þeirri gjöf, að eiga að lífsförunaut þá konu, sem ávallt stóð við hlið hans. Já, leiðir Jóns og Hugrúnar Guð- jónsdóttur lágu saman frá því þaU gengu í hjónaband nær árslokum 1963. Samhent bjuggu þau sér og börnum sínum fjórum heimili, sem bar svip menningarlegrar reglu- festu og alúðar, laust við tilgerð og tildur, og brátt annálað fyrir gestrisni og greiðasemi. Hispurs- leysi og hjartahlýja húsráðenda leiddi ósjaldan til langrar vöku með gestum, því margt bar á góma á þeim fundum og við endurfundi. Þau höfðu af miklu að miðla til skemmtunar, fróðleiks og umhugs- unar. Séra Jón hafði fastmótaðar skoðanir á málefnum þjóðar og kirkju og gat jafnan stutt mál sitt þekkingu og reynslu. Hann var kvaddur til trúnaðarstarfa, var m.a. prófastur í Borgarfjarðarprófast- dæmi í 12 ár, kirkjuþingsmaður og átti sæti í kirkjuráði. Er ekki of- mælt að hann hafi verið einn veiga- mesti og afkastamesti þjónn kirkj- unnar um langt skeið. Honum lét aldrei að látast, heldur gekk hiklaus til funda og lagði jafnan áherslu á að kryfja hvert mál til mergjar, var fundvís á lausnir og stóð jafn fast við þær ákvarðanir, sem ekki þóttu vænlegar til vinsælda, og hinar, sem aðdáun vöktu. Réði þar framsýni hans, reynsla og þekking. Að sveit- arstjórnarmálum vann séra Jón sem oddviti um langt skeið og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, sem yrði of langt mál að telja upp á þessum vettvangi. Ekkert var honum fjær skapi, en kasta höndum til þeirra verkefna, sem honum voru falin. Eiga þau orð, sem Eggert Ólafsson hafði um Jón Skálholts- biskup Árnason, vel við um fram- göngu séra Jóns Einarssonar: Vanda nam hann verkin stærri og verkin minni fyrr og síð, sem fremst hann kunni. Með þökk í huga kveðjum við hjónin hollvin og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hans á trega- stund. Bolli Gústavsson á Hólum. Genginn er góður vinur götuna á enda í jarðnesku lífi sínu. Séra Jón Eyjólfur Einarsson, prófastur og oddviti, sem skilað hefur miklu og góðu ævistarfi, er ekki lengur í hópi stúdentanna frá MA sem út- skrifuðust vorið 1959 glaðir og reif- ir og gengu út í lífið með bros á vör. Eg kynntist séra Jóni fyrst á Menntaskólanum á Akureyri, þegar ég hóf þar nám. Við vorum ekki í sömu bekkjardeild, því að hann var í svokölluðum A bekk máladeildar, en ég í B bekk sömu deildar. Úr hópi stúdentanna vorið 1959 urðu fimm prestar, séra Ágúst á Prest- bakka, séra Brynjólfur í Stafholti, séra Sigfús á Hofí í Vopnafirði, séra Jón í Saurbæ og ég á Reykhólum. Þórarinn Björnsson, skólameist- ari við MA var þess hvetjandi að menn legðu stund á guðfræði, enda einstakur ágætis maður í alla staði. Undir handleiðslu hans nutum við góðrar fræðslu við Menntaskólann á Akureyri, sem við höfðum sem veganesti út í lífið. Það kom fljótt í ljós, að séra Jón hafði strax ákveð- ið það að leggja stund á guðfræði, þegar hann hóf nám við Mennta- skólann á Akureyri. Hann var vel hagmæltur og gerði nokkuð að því að yrkja hvetjandi ljóð í MA. Með okkur séra Jóni myndaðist fljótt vinátta, sem entist allt hans líf. Hið sama gilti um konu hans og börn síðar. Samferða urðum við séra Jón að nokkru leyti í Háskóla íslands, því að báðir inrnituðumst við í guð- fræðideildina sama haustið. Ætíð var séra Jón sami góði félaginn í gegnum öll okkar háskólaár. Hann var vígður til prestsembættis að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1966 og gegndi því embætti til dauða- dags. Og auk þess að vera þar prest- ur, þá gegndi hann einnig prófasts- embætti í Borgarfjarðaiprófasts- dæmi hátt í tvo áratugi. Öll embætt- isfærsla séra Jóns var til sannrar fyrirmyndar, enda var hann kjörinn til ýmissa annarra trúnaðarstarfa innan kirkjunnar, sat bæði á kirkju- þingi og í kirkjuráði um margra ára skeið. En það, sem mér finnst kannski það merkilegasta við vegferð hans og sýnir það best, hvað hann var mikill hæfileikamaður, er það, að honum tókst að gegna svo oddvita- embætti fyrir sveit sína, að aldrei sló á það starf skugga, það ég best veit. Ég átti eitt sinn tal við ónefnt sóknarbarn hans og ræddi við það um feril séra Jóns í oddvitastarfinu. Kom það þá fram, að Jón væri al- veg einstakur í því starfi, svo sem öllum þeim störfum, sem hann gegndi. Þvi nefni ég þetta starf alveg sérstaklega, að það hefur verið sagt, að prestsstarf og oddvitastarf geti vart vel farið saman. Þegar það er skoðað niður í kjölinn, þá er ofur skiljanlegt, að ekki sé eftir- sóknarvert fyrir prest að taka af- gerandi afstöðu um fjármál og fjár- reiður fólks, sem misjafnar eru ætíð og eiga svo að predika í kirkj- unni guðs orð um kærleikann, sann- leikann og miskunnsemina. En þessu starfi gegndi hann hvorki meira né minna en á 18. ár og SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.