Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand HEY, MANA6ER! IT'5 T00 HOT TO PlAY TODAV í Hæ, stjóri! Það er of heitt til að spila í dag! Þú ert alltaf að kvarta! Ýmist er Heyrðu, stjóri! Það er of of heitt eða of kalt. „alveg mátulegt" til að leika í dag! BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Styrkjum Perthessjúka Frá Halldóru Björk Óskarsdóttur: ALLIR foreldrar bera hag barna sinna fyrir bijósti, þeir hafa áhuga á velferð þeirra og vilja tryggja þeim sem besta framtíð. í þessari grein langar okkur foreldra Pert- hes-sjúkra barna að tjá okkur um mikilvægi þess að stofna samtök. Fyrir nokkrum vikum komum við saman og töluðum um reynslu okk- ara frá greiningu barna okkar. Var það athyglisvert að flest okkar höfðum lítið að segja varðandi framtíðina og hvaða afleiðingar sjúkdómurin gæti haft. Það vekur furðu okkar að ekki sé búið að sam- hæfa allar upplýsingar og vitneskju sem er til staðar, nógu eru tilfellin mörg. Við þetta verður ekki unað lengur. Brýn nauðsyn er á því að sérfræðingar og heilbrigðisyfirvöld aðstoði okkur foreldra svo og ein- staklinga til að betur megi fara en hingað til. Af samtölum við þá sem eldri eru og meiri hafa reynsluna kemur skýrt í ljós að við sem yngri erum erum mjög fáfróð um framtíð barna okkar varðandi sjúkdóminn. Það kemur skýrt í ljós að eftir greiningu sé um að ræða ævilanga fötlun í flestum tilfellum. Það vekur okkur til umhugsunar um það hvort ekki hefði mátt betur fara hjá þeim sem eldri eru. T.d. að beina þeim inn á framtíðarvettvang sem misbjóði ekki þeim hluta líkamans sem sér- staklega þarf að hlúa að. Til að þeir sem ekki þekkja til skilji hvað við erum að gera, yrði að lýsa nán- ar þeim fjölda skyldra tilfella sem til eru. í lögum um málefni fatlaðra, sem samþykkt voru 1992, segir svo: Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. í 2. gr. stendur: Sá á rétt á þjón- ustu samkvæmt lögum þessum sem er andlega eða líkamlega fatlaður og þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heymar- skerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veik- indum, svo og slysum. Þessi lög eiga tvímælalaust við Perthes- sjúka, en samkvæmt reynslu þess- ara einstaklinga og aðstandenda hefur framkvæmd þessara laga ekki náð til þeirra og veitt þann stuðning sem skilja má út frá laga- setningu þessari. Við vonumst til að okkur öllum sem þetta mál varðar megi takast með aðstoð allra þeirra sem vitn- eskjuna hafa svo og þeirra sem áhuga hafa á því að hjálpa okkur í því að þessir einstaklingar geti litið til framtíðar með mið tekið af reynslu þeirri sem til er, og hægt verði að leiðbeina þeim og aðstoða til framtíðar. Það er fullvissa okkar að mikið verk sé fyrir höndum og nauðsynlegt að byija strax. Með þessari stefnu erum við fullviss um að betur muni fara en hingað til. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á þessu átaki okkar að fjöl- menna á stofnfund samtakanna sem haldinn verður þann 25. sept- ember í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12, klukkan 20. Einnig minnum við á símanúmer okkar 588 5220 eftir klukkan 20 á kvöldin. Fyrir hönd foreldra Perthes- sjúkra barna, HALLDÓRA BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR. Garbarek o g Hilliard í Hallgrímskirkj u Frá Ólafi Ormssyni: ÞEGAR ég opnaði póstkassann í fjöl- býlishúsinu hér í Eskihlíðinni á mánudegi í upphafí nýrrar viku var þar innan um gluggapóst og annað þessar háttar „geisladiskur, gjöf frá góðum vini. Ég hljóp upp stigaganginn og upp í risið á fimmtu hæð, að herberginu sem ég hef til afnota þar til ég fæ stærra og betra húsnæði. í herberg- inu eru hljómflutningstæki og það fyrsta sem ég gerði er ég kom inn í herbergið var að setja geisladiskinn í tækið. Ur hátölurunum barst óvenjuleg tónlist, einhvers konar sambland af trúarlegri tónlist og jazzi, sem líkist þó helst miðaldatónlist og ég hlust- aði hugfanginn á Jan Garbarek og Hillard-sönghópinn minnugur þess að listamennimir koma fram á tón- leikum RúRek í Hallgrímskirkju laugardaginn 23. september kl 8.30 og að þá gefst einstakt tækifæri til að hlusta á frábæra tónlist í flutn- ingi merkra listamanna. Og þegar hlustað er á geisladisk- inn sem er tekinn upp á liðnu ári er eins og allar áhyggjur af hvers- dagslegum hlutum hverfí þegar og meira segja risherbergið sem er að hluta undir súð og einungis með litl- um þakglugga varð að höll. Tónlist- in hefur þau áhrif að það er eins og tilveran breyti um svip og yfir þann sem hlustar færist ró og friður. Þama er ekki fyrir að fara hávað- anum sem einkennir svo mjög popp- tónlist samtímans. Tónlist Jan Gar- barek og Hilliard-sönghópsins er sennilega í ætt við hið guðdómlega, og þegar hlustað er á flutninginn þá verður manni ljóst að Jan Garba- rek og Hillard-sönghópurinn hafa náð hinum eina sanna tón. Það er ástæða til að minna á tón- leikana og hvetja fólk til að eiga friðarstund í Hallgrímskirkju frá skarkala og streitu nútímaþjóðfé- lags. ÓLAFUR ORMSSON, rithöfundur, Eskihlíð 16 A, R. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu • efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.