Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 15 Breytingar á stgórn Handsals MIKLAR breytingar urðu á stjórn Handsals hf. á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þar voru kjörnir í stjórn þeir Ragnar Halldórsson, formaður, Einar Hálfdanarson, Sigurður M. Magriússon, Sigurður Helgason og Ógmundur Skarphéðinsson. Þeir fjórir fyrstnefndu eru nýir í_ stjórn og taka við af þeim Ágústi Valfells, Ágústi Karls- syni, Eddu Helgason og Gísla Marteinssyni. í varastjórn voru kjörnir Pétur Marteinsson og Jóhannes Markússon. Á aðalfundinum í gær var m.a. til umræðu að auka hluta- fé fyrirtækisins um 50 milljónir króna en ákveðið var að vísa því máli til stjórnar. Hagnaður Handsals á síðasta ári nam alls um 5 milljónum. Eins og fram hefur komið seldi Trygging hf. 15% hlut sinn í Handsali fyrir skemmstu til annarra hluthafa. Sigurður Helgason keypti stóran hluta þeirra bréfa og nemur hlutur hans nú ríflega 40%. Söluaukning Fríhafnar TÖLUVERÐ söluaukning varð hjá Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Að sögn Guð- mundar Karls Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Fríhafnarinnar, jókst salan um 10% á fyrri helmingi ársins, en síðastliðna tvo mánuði hefði aukningin verið minni miðað við sama tíma í fyrra. „Miðað við bókan- ir til og frá landinu nú í haust er hins vegar ástæða til að ætla að talsverð aukning geti orðið á síðari hluta ársins. Ef heildaraukning ársins verður svipuð og á fyrri hluta ársins mun veltan líklegast verða um 2,2 milljarðar." Guðmundur segist hafa orðið var við þann misskilning að verð áfengis hafi hækkað í Fríhöfninni í kjölfar álagningar hins nýja áfengisskatts. Hann segir skattinn engin áhrif hafa á verð í Fríhöfninni, þar sem einungis sé um að ræða annað form á tilfærslu hagnaðarins yfir til ríkisins. Breyttur Budweiser í ÁGÚST 1936 kynnti Anlie- user Busch Inc. fyrstu Budweiser-bjórdósina. Alla tíð hefur áprentunin á dós- inni verið lárétt en tekið ýmsum breytingum eftir anda hinna ýmsu tímabila, samkvæmt frétt frá umboðs- aðilanum. Nú þykir brotið blað í þessari þróun með því að áletrið á dósinni hefur verið snúið lóðrétt og hún stækk- uðverulega. Island er eitt af fyrstu iöndum heims til að fá dósir með nýja útlitinu. ENDURSKIPULAGNING AT&T AT&T samsteypan hefur greint frá áætlunum um endurskipulagningu þar sem það verður brotið upp í þrjú fjölþjóðleg almenníngshlutafélög Starfsmenn: 300,000 Starfsemi: Langlínu- og farsímaþjónusta, símtæki, tölvur og greiðslukort 1990 1991 1992 1993 ' 1994 Hin þrjú nýju og fyrirhuguðu fyrirtæki Nafn: AT&TCorp. Nafn: Óákveðið Nafn: GIS(áðurNCR) Áætlaðar * Áætiaðar ; Áætlaðar tekjun. 49 ma. dollara tekjur: 20 ma. dollara ; tekjur: 8ma. dollara Starfsmenn: ekki uppgefið Starfsmenn: ekki uppgefið Starfsmenn: 24,500 Starfsemi: Starfsemi: Starfsemi: Langlínu- og farsímaþjónusta, greiðslukort og AT&T rannsóknastofnanir Notendabúnaður, fjarskiptakerfi, tækjaframleiðsla og markaðsmál Meðalstórar tölvur, kerfi fyrir fjármála- smásölu- og fjarskiptafyrirtæki REUTER Tíme og Tum- er sameinast New York. Reuter. STJÓRNIR Time Warner og Turner Broadcasting (TBS)hafa samþykkt að sameinast í stærsta fyrirtæki skemmtanaiðnaðarins í heiminum eftir langar samningaviðræður. Turner Broadcasting er þekktast fyrir CNN-sjónvarpið og Hanna Barbera-teiknimyndir, en hefur einnig íþróttafélög á sínum snær- um. Time Warner ræður yfir öfiugu kaplasjónvarpskerfi og stendur fyr- ir umfangsmikilli útgáfustarfsemi, plötuúgáfu og kvikmyndagerð. Fyrirtækin verða sameinuð með því að skipzt verður á hlutabréfum, sem hluthafar þurfa ekki að geiða skatt af. Þar með verður komið á fót risastóru fjölmiðlafyrirtæki með um 19.8 milljarða dollara tekjur 1994. Samkvæmt samningnum verður Ted Turner varastjórnarformaður Time Warner og yfírmaður mynd- bandsdeildar Time, sem öll fyrir- tæki TBS munu tilheyra. Auk þess mun hann hafa umsjón með kapla- sjónvarpsdeildinni Home Box Óffice. Turner fær einnig rétt til að tilnefna tvo af framkvæmda- stjórum Time Warner og annar þeirra verður hann sjálfur. Nýja fyrirtækið verður stærra og umsvifameira en fyrirtæki það sem Walt Disney Co. og Capital Citi- es/ABC ákváðu nýlega að samein- ast í. Það samkomulag var talið aðalkveikjan að því að Turner og Time Warner tóku upp viðræður um sameiningu. Stjórnarformaður Time Warner, Gerald Levin, sagði í yfirlýsingu að sameiningin mundi efla fyrirtæki, ekki sízt dreifíngarkerfi þeirra, og bæta stöðu þeirra á heimsmarkaði, þar sem samkeppni væri hörð. Turner sagði að eftir vandlega athugun á ýmsum möguleikum hefði komið í ljós að bandalag við Jerry Levin og Time Warner væri bezta leiðin til að tryggja áfram- haldandi eflingu Turner Broadcast- ing. Dollar enn undir þrýstingi Bóksalar og bókaútgefendur hafa komið sér saman um viðskiptareglur fyrir jólabókaflóðið Fast verð og há- marksafsláttur SAMKOMULAG hefur náðst milli Félags íslenskra bókaútgefenda og Félags íslenskra bóka- og ritfanga- verslana um endurskoðun á við- skiptareglum vegna bóksölu. Þar er gert ráð fyrir að bækur verði seldar á sama verði um allt land en heimilt verði að veita viðskipta- vinum allt að 15% afslátt af skráðu útsöluverði. Reglurnar eiga hins vegar eftir að hljóta blessum samkeppisyfir- valda og verða þær kynntar fyrir Samkeppnisstofnunar í næstu viku. ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. skil- aði alls um 159 milljóna króna hagn- aði fyrstu átta mánuði ársins. Þessi hagstæða afkoma skýrist fyrst og fremst af verulegri hækkun á hluta- bréfum í eigu félagsins en hagnaður af þeim nani alls um 133 milljónum á tímabilinu. Þannig hækkuðu t.d. hlutabréf sem skráð eru á Verðbréfaþingi ís- lands um 25% og ávöxtun hluta- bréfaeignarinnar að meðtöldum arð- tekjum var um 27% sem samsvarar utn 39% raunarðsemi miðað við heilt ár. Raunávöxtun skuldabréfa nam um 10,2% miðað við heilt ár. Fjár- munatekjur námu alls um 177 millj- ónum. Bréf í 44 fyrirtækjum Þróunarfélagið var sameinað Draupnissjóðnum fyrr á þessu ári og miðaðist sameiningin við 1. janú- ar 1995. Félagið á nú hlutabréf í 44 fyrirtækjum og nemur hluta- Teitur Gústafsson, formaður Fé- lags bóka- og ritfangaverslana, seg- ir markmiðið með reglunum að auka veg bókarinnar. Ætlunin sé að koma á svipuðu fyrirkomulagi og þekkist í Noregi, Danmörku og Frakklandi þar sem ákveðið fast verð á bókum sé í gildi. Bóksalar máttu þola 5-15% sam- drátt í sölu bóka fyrir síðustu jól vegna afsláttartilboða stórmark- aða. Teitur segir það samdóma álit allra að bóksala hafi ekki aukist heldur hafi hún færst til. bréfaeignin alls urn 600 milljónum. Þar af er 69% í skráðum hlutafélög- um á Verðbréfaþingi, 8% í félögum á Opna tilboðsmarkaðnum og 23% eru í óskráðum fyrirtækjum. Á fyrstu átta mánuðunum námu hluta- bréfaviðskipti félagsins um 133 miljjónum. Í átta mánaða uppgjöri félagsins er notuð sama reikningsskilaaðferð og áður var notuð hjá Draupnis- sjóðnum en hún felst í því færa verð- bréfaeignina á markaðsverði. Hreinn Jakobsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins, segir rekst- ur félagsins hafa gengið mjög vel eftir sameininguna og öll markmið sem sett voru haft náðst fram. „Eignadreifingin er mun áhugaverð- ari en áður og rekstrarkostnaður er lægri.“ Eigið fé félagsins nemur nú um 1.013 milljónum eða um 73% af heildareignum. Hlutafé félagsins er nú um 645 milljónir og innra virði bréfanna því 1,57. Tilgangurinn að jafna samkeppnisstöðu Ólafur Ragnarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að tilgangur hinna nýju reglna sé m.a. sá að jafna samkeppnisað- stöðu þeirra sem selji bækur hér á landi. Þær feli í sér meira svigrúm en þær reglur sem áður voru í gildi. Um leið sé sett ákveðið hámark á það hvað megi veita mikinn afslátt. „I framhaidi af því verður kannað hvort reglurnar geti fengið blessun Samkeppnisstofnunar. Það hafa verið í gildi undanþágur frá sam- keppnislögum varðandi sölu á bók- um. Eðliiegt hefur þótt út frá menn- ingar- og byggðasjónarmiðum að bækur væru á sama verði um allt land. Við viljum láta reyna á það hvort það viðbótarsvigrúm sem næst með afsláttarmöguleika rúm- ast ekki innan þess ramma. Auðvit- að vonumst við til þess að Sam- keppnisstofnun samþykki reglurnar vegna þess að þeir aðilar sem voru með meiri afslátt af bókum í fyrra hafa lýst því yfir að þeir muni sætta sig við reglur Samkeppnisstofnun- ar,“ sagði Ólafur. London. Reuter. VERÐBRÉF lækkuðu í verði í Evr- ópu í gær, þar sem dollarinn sýnir ný veikleikamerki og efasemdir hafa vaknað um peningabandalag Evrópu. Í gærmorgun hafði dollarinn lækkað í 97,10 jen. En hann náði sér nokkuð á strik, þótt hann kæm- ist ekki í yfir 100 jen, þrátt fyrir íhlutun Japansbanka, sem sagt var að hefði keypt um 5 milljarða doll- ara. Á hádegi var gengi hans skráð 98,50 jen í Evrópu. Dollarinn var einnig veikari gegn þýzka markinu en í fyrradag. Veikleiki dollars, sem stafar sum- part af auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna í júlí, hefur aukið ugg Þjóðveija og Japana um að útflutningur þeirra verði fyrir skaða vegna bandarískrar samkeppni. DAX-vísitalan í Frankfurt lækk- aði um rúmlega 60 stig eða 2,6% eftir lækkun Nikkei-vísitölunnar í Tókýó um 320,86 stig eða 1,78% í 17.713,93. í París lækkaði CAC- vísitalan urn 45 stig eða 2,46 stig síðdegis. Lækkun að mestu lokið? í London telja sérfræðingar ólík- legt að gengi dollars lækki mikið úr þessu meðan Japansbanki haldi áfram að selja jen. „Japansbanki mun prenta eins mikið af jenum og nauðsynlegt er til að þrýsta dollarnum aftur yfir 100 jen,“ sagði fulltrúi fjárfesting- arbanka J.P. Morgan. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, blómum, skeyt- um og hlýjum simtölum ú 90 úra afmœlinu minu 9. september síðastliðinn. GuÖ blessi ykkur öll. e. „... Signður Bjornsdottir, Birkivöllum 34, Selfossi. Innilegt þakklœti til afkomenda minna ú sam- verudegi 17. september 1995. Það var sönn gleöistund. Einnig þakkir fyrir blóm, gjafir og skeyti sem búrust i tilefni af 90 úra afmœli mimt. Guð launi vkkur öllum. Lilja Finnsdóttir, Borgarnesi. Batnandi afkoma Þróunarfélags íslands hf. vegna hlutabréfahækkunar Hagnaður um 159 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.