Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. SEFfEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN RAFN ERLENDSSON + Kristján Rafn Erlendsson, Hjöllum 26, Patreks- firði, fæddist 26.6. 1973 á Patreksfirði. Hann lést í flugslysi 14. september sl. Foreldrar hans eru Erlendur Krisljáns- son rafvirkjameistari og Sigríður Karls- dóttir hjúkrunarfor- stjóri. Systkini Kristjáns eru Sigríð- ur Filippía, f. 17.3. 1977, nemi, og Karl Óttar, f. 17.7. 1979, nemi. Kristján Rafn lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskölanum í Breiðholti vorið 1994,_og stundaði nám við Flugskóla íslands. Utför Kristjáns fer fram á Patreksfirði í dag og hefst at- höfnin kl. 14. ÞEGAR síminn h-ingdi snemma morguns þann 15. september þá hvarflaði ekki að mér að í dag myndi ég fá sorgarfréttir og að hræðilegur ^Aitburður hefði gerst. En þegar ég heyrði hvíslað „Bára, þetta er Björk“, þá settist ég niður og beið. „Eddi bróðir var að hringja, vinirnir Krissi frændi, Svanur og Finnur eru í vélinni sem er saknað." í gegnum hugann þutu ótal spurn- ingar. Af hveiju, hvers vegna? Þetta getur ekki verið - ég sem var að koma beint utan af Keflavíkurvelli eftir að hafa ekið þangað Nirði syni mínum, frænda, æskufélaga og góð- um vini Krissa, en hann er að flytj- ■»-ast til framandi lands að kanna hir.n stóra heim, og á sama tíma er kannski búið að kippa elsku frænda yfir móðuna miklu, frændanum sem allir elskuðu og dáðu - honum sem er hvers manns hugljúfi og traustur sem klettur. Honum sem er stóri sterki bróðirinn í einstaklega sam- heldnum systkinahópi. Krissa, sem var augasteinn Kristjáns afa og nafna allan þann tíma sem þeir nutu samvista. Þeir voru óviðjafnanlegir nafnarnir þegar þeir voru saman að bjástra, hvort sem það var úti við eða inni, og alltaf gat Krissi fengið afa til að brosa, Eða tryggðin við ömmu sína alla tíð, hann skyldi koma við alltaf þegar hann átti leið hjá og taka utan um ömmu og kyssa og athuga hvort hann gæti ekki gert éitt- hvert viðvik fyrir hana. Það var bara í fyrra- dag að þau komu systkinin ásamt Finni í heimsókn til okkar í Kópavoginn. Þegar Krissi birtist kallaði hann „það er svo langt síðan við höfum sést, ég ætla að faðma þig og kyssa!“ Þessum orðum mun ég aldrei gleyma, eða faðmlaginu trausta. Það var glatt á hjalla þessa dagstund. Við sátum þarna öll í litla eldhúsinu mínu, drengirnir mínir, Björk systir, Krissi, Finnur og Sigga Pía og gæddum okkur á stórri súkk- ulaðitertu. Þegar ég leit á þessi glöðu, myndarlegu ungmenni, geisl- andi af lífsgleði og uppfull af hug- myndum um hvernig mætti gera heiminn betri og umburðarlyndari hugsaði ég fyrir mig: „Mikið erum við ríkir foreldrar og getum verið stolt af börnunum okkar.“ Lífsgátan var rædd fram og aftur og Krissi laumaði spakur inn glettnum at- hugasemdum eins og honum var ein- um lagið, með rólyndissvip og bros á vör. Þegar þau kvöddu voru systkinin að gantast með verkaskipt- inguna í sambúðinni á Lokastígnum en úr augum þeirra skein gagnkvæm ást og virðing. Og ekki leyndi sér umhyggjan fyrir Kalla bróður þeirra, sem var nýfluttur til þeirra. Þau ætluðu öll þijú að halda heimili í Reykjavík í vetur. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. MINNINGAR Þó ævin sem elding þijóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Eddi, Sigga, Kalli og Sigga Pía, orð geta verið svo fátækleg þegar missirinn er mikill. Ég bið guð um að styrkja ykkur og leiða í gegn- um sorgina. Gefið sorginni tíma og eftir stendur ljúfa minningin um yndislegan son og bróður sem átti drauma og væntingar sem þið studd- uð hann í og stóðuð honum við hlið til hinsta dags. Elsku mamma, Dilla og Kalli, sorg ykkar er mikil og missirinn stór. Við stöndum saman og höldum utan um hvert annað og gefum fjölskyld- unni styrk. Kveðju mína og samúðar- óskir vil ég senda til Jónasar, Elsu Nínu, Siggu og Bjössa barna þeirra og annarra sem eiga um sárt að binda vegna ástvina- og vinamissis. Bára frænka. Það að ég minnist Krissa frænda míns með nokkrum orðum í minning- argrein hefði verið okkur frænd- unum ijarlægt, jafnvel brandari, fyr- ir nokkrum dögum - en fyrir þá sem ekki þekktu Krissa langar mig að segja í nokkrum orðum hvað hann var fyrir mig. Aðeins nokkrum dögum eftir að ég lagði af stað til þess að dvelja langdvölum í öðru landi, sit ég núna aftur í þotu á leið heim, fyrir ofan skýin og himinbláminn allt um kring. Hérna uppi vildi Krissi vera í fram- tíðinni, fljúgandi flugvélum, þotum eða jafnvel þyrlum - uppi í himninum og frelsinu. Ég hef enn ekki áttað mig á því að það mun ekki gerast og að Krissi er ekki lengur lifandi og að ég á aldrei eftir að hitta hann aftur. Við munum aldrei hlæja sam- an eða ræða um það sem efst er á baugi í draumum okkar um framtíð- ina. Dauðinn var þá fjarlægur og óraunverulegur og ekki til umræðu. Alltaf þegar ég kom á Patró í gegnum árin og frá því að ég man eftir mér, var Krissi þar og tók á móti mér. Á samri stundu leið mér eins og ég hefði aldrei farið og jafn- vel síðustu árin þegar fundir okkar urðu stopulli var alltaf eins og við hefðum verið saman uppá hvern dag sem leið í milli. Hann tók mig undir verndarvæng sinn og ég varð alltaf hluti af strákagenginu sem frændi hans Krissa. Það að eiga frændur, fjölskyldu og forfeður skipti Krissa miklu máli. Þegar við fórum út að Látrum í sumar vildi hann ólmur fara niður í Keflavík líka, þaðan sem langafi var, og þegar ég spurði hann hversvegna -,,þar eru ræturnar" sagði Krissi og um leið fundum við okkar eigin skyldleika og að hann skipti máli. Krissi frændi minn og uppeldisbróðir var sannur vinur, ég leit og lít alltaf upp til hans. Hann var alltaf til staðar fyrir þá sem þurftu á honum að halda, jafnt vini sína, systkini og aðra. Nú mundi hann segja að ég væri farinn að gerast full væminn, en þetta er sann- leikurinn. Frá honum stafaði einhver innri ró sem gerði það að verkum að hann var eins og traustur klettur sem maður vissi að mundi aldrei bregðast þegar á reyndi. Hann var sá sem vissi að allt hefðist með róleg- heitunum og þegar ég var klaufaleg- ur eða reiddist horfði hann bara á mig og brosti út undir eyru þannig að mér rann samstundis reiðin. Ohagganlegur, rólegur, heilsteyptur og alltaf brosandi, þannig kemur hann mér fyrir sjónir. - Ég vildi að ég hefði sagt honum hvað ég var stoltur af að hann væri frændi minn. Elsku Siggu, Ella, Kalla og Siggu Píu sendi ég samúðarkveðjur. Svo mikil tilgangslaus sóun virðist mér dauði þriggja vina minna vera að lífið sýnist óskiljanlegt. Gísli, Raggi, Gústi og Rúnar, þið vitið að þó að maður eignist aldrei aftur æskuvini, deyr minning þeirra aldrei. Njörður Sigurjónsson. Fregnin barst um vinahópinn eins og þytur í laufi. Félagi okkar hafði farist i flugslysi. Við neituðum að trúa því sem hafði gerst. Nei, ekki Stjáni. Nei, ekki. Sú dýrmæta eign sem menn gefa samferðamönnum sínum eru minn- ingar. Okkar fyrstu kynni voru um haustið 1989. Við vorum allir á viss- um tímapunkti í lífi okkar þar sem við vorum að byija í Menntaskólan- um við Sund. Ungir, feimnir og fullir eftirvænt- ingar tókumst við á við fyrsta skóla- daginn. Sumir okkar þekktust áður, en aðrir voru komnir langt að. Það leið ekki á löngu þar til sterk vináttu- bönd höfðu myndast og í öllum frí- mínútum og eyðum í skólastarfinu var farið að bralla eitthvað og þá oftast á bílasölur enda stutt í bíl- prófsaldurinn. Þegar líða tók á námsdvöl okkar í skólanum þurftum við að fara að huga betur að þeirri framvindu sem við vildum hafa á náminu. Hugur okkar beindist í mis- munandi áttir og ljóst var að við yrðum ekki allir í sama bekk að ári. Stjáni hafði hug á stærðfræði- braut því það myndi nýtast honum við flugnám sem hann hafði mikinn áhuga á og var áhuginn svo mikill að hann fór að læra flug í kvöld- skóla meðfram menntaskólanáminu. Stjáni var frá Patreksfirði en bjó hjá ömmu sinni og afa á Kleppsveg- inum. Stjáni var rólegur persónuleiki með sterkt jafnaðargeð. Hann kippti sér ekki upp við hlutina þótt á ýmsu gengi og var alltaf reiðubúinn að gera eitthvað fyrir okkur. I okkar vinahóp er komið stórt skarð sem fyllist aldrei. Við munum ætíð syrgja þennan kæra vin og allt- af sakna hans þegar við minnumst menntaskólaára okkar. Við kveðjum þig í þetta sinn en vitum vel að við hittumst aftur síðar, í landi draum- anna eða í drottins ríki. Stjáni, við þökkum þér fyrir allar þær skemmtilegu og dýrmætu stundir sem við höfum átt saman. Megi Guð vera með þér og veita fjöl- skyldu þinni styrk í sorg sinni. Þar kveðjum við góðan vin. Haukur, Skúli, Snorri, Sveinbjörn S.H., Svein- björn S. og Valberg. Bekkj- arfélagar og vinir úr Menntaskólanum við Sund. Kveðja frá skólafélögum og kennurum í Flugskóla Islands Það þyrmdi yfir okkur þegar fregnin barst um að einn félagi okk- ar í flugskólanum, hann Stjáni, væri fyrirvaralaust floginn frá okkur inn á næsta tilverustig. Þessi trausti, yfirvegaði og ágæti félagi okkar sem var að búa sig undir lífsstarfið sem átti hug hans allan, er horfinn. Kynni okkar hófust í upphafi þessa árs þegar fyrri önn námsins hófst. Hann kom 'akandi frá Patreksfirði um há- vetur af því að flugveður brást og missti af fyrstu kennslustundunum fyrir bragðið, en strax kom í ljós C . í í ( i t i i í ( « ( I I < -4- Finnur Björns- • son fæddist á Patreksfirði 6. ág- úst 1973. Hann lést af slysförum 14. september síðastlið- inn. Foreldrar Finns eru Jón Björn Gísla- son, byggingameist- ari frá Patreksfirði, og Sigríður Sigfús- dóttir, snyrtifræð- ingur. Systkini Finns eru Þorsteinn, rafeindavirki og kerfisfræðingur, f. 20. apríl 1970, sam- býliskona hans er ** > Sóley Karlsdóttir, og Anna Lilja, fædd 25. september 1981. Utför Finns fer fram á Pat- reksfirði í dag og hefst athöfnin kl. 14. í dauðans faðm nú fallið er og fölt og kalt það sefur það barn, ó Guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefur. Ó, faðir, lít í líkn til mín, og lát þú blessuð orðin þín ,„.mér létta sviðann sára, er sárra fær mér tára. * - (H. Hálfd.) Enn á ný hefur sláttumaðurinn slyngi lagt leið sína með ljáinn um lítið sjávarpláss vestur á fjörðum með þeim hætti að alla setur hljóða. Þrír ungir, kátir og áræðnir drengir sem sett hafa svip sinn á bæj arlífið á Patreksfirði hafa lagt upp í sína síðustu ferð. * Undanfarið hefur því verið fleygt að ekki sé búandi á þessum litlu stöðum sem eru umkringdir háum flöllum sem stöð- ug hætta stafar af og sjónum sem hefur tekið sinn toll gegnum tíðina. En eins og áður erum við harkalega minnt á það að hætturnar leyn- ast víða. Það breytir ekkert þeirri staðreynd að fólk mun halda áfram að byggja litlu sjávarplássin og við- halda einkennum slíkra samfélaga að hlúa að nágrannanum þegar hann á um sárt að binda með ólýsan- legri samstöðu og hluttekningu. Við í fjölskyldu Finns Björnssonar sem fórst ásamt tveim vinum sínum í flugslysi 14. september sl. höfum sannarlega upplifað þá samstöðu og hluttekningu í sorginni sem nú hefur kveðið á dyr foreldra, systkina, ann- arra ættmenna og vina þessara ungu drengja. Á svona stundum spyr maður sig hver tilgangurinn sé með því að láta þijá unga drengi hverfa á braut á því æviskeiði þegar flestir eru að ákveða hvaða leið þeir ætla að fara í gegnum lífið. Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Að fá að hverfa inn í eilífðina við verkefni sem eiga hug manns allan hlýtur að vera ósk hvers og eins. En þegar æviárin eru aðeins 22 er það engan veginn tímabært og flug- ferðirnar þeirra Finns, Krissa og Svans hefðu því mátt vera margfalt fleiri. Eins og svo margt sem þeir Finnur og Krissi höfðu tekið sér fyrir hendur í sameiningu allt frá því þeir voru lítil börn þá höfðu þeir báðir lokið einkaflugmannsprófi. Með fráfalli þeirra og Svans leikfé- laga og vinar er höggvið stórt skarð í árganginn þeirra á Patró og því eru þau mörg ungmennin sem eiga um sárt að binda. Nú þegar maður stendur frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að Finn- ur er allur verður söknuðurinn sár. Upp í hugann kemur mynd af ung- um, myndarlegum, brosandi manni, fullum af lífsgleði og áræðnum. Finnur átti sína drauma og hann gerði allt sem var í hans valdi til að láta drauma sína rætast. En það virtist sem hann hefði aldrei nægan tíma, hann var sífellt kominn á und- an sér sjálfum. Hlutirnir gengu ein- faldlega ekki nógu hratt fyrir hann. Hann varð líka fljótt gagntekinn af öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur hveiju sinni og fátt annað komst að á meðan. Eins og svo margir í okkar fjöl- skyldu hafði Finnur valið sjóinn og fór hann því í Sjómannaskólann, en það var ekki nóg fyrir hann og því ákvað hann jafnframt að fara í flugnám og upp frá því var hver stund notuð sem gafst í flugið. Nú þegar minningarnar leita fram kemur fram í hugann mynd af eins og hálfs árs snáða kafandi snjóinn upp í mitti á gamlárskvöld í tilraun sinni til að fá fullorðna fólkið til að skjóta njólum á loft sem stóðu upp úr snjónum, því þrátt fyrir upptendr- aðan himininn af allskyns flugeldum fannst Finni alls ekki nóg komið . . . 3 ára ljóshærður drengur að draga heim til sín björg í bú eftir áð hafa lagt leið sina í frystihúsið þar sem hann varð sér út um fisk í plast- poka... 4 ára snáði kominn heim kotroskinn úr ferðalagi þar sem hann varð sér út um bíiferð með vegavinnubílstjóra til Tálknafjarð- ar. .. Alsæll aðeins nokkurra ára með sínar fyrstu kökur sem hann bakaði einn og óstuddur... 17 ára sæll og glaður nýkominn heim frá Ástralíu eftir að hafa verið þar sem skiptinemi í eitt ár, ákveðinn að gera það gott í tónlistinni. Finnur var mikill fjölskyldumaður og lét sig aldrei vanta þegar stór- Ijölskyldan sameinaðist hvort sem var í sorg eða gleði. Hann hafði jafn- framt átt því láni að fagna að alast upp við þær bestu aðstæður sem nokkurt barn getur óskað sér þar sem hann átti öruggt athvarf og umhyggju foreldra sinna vísa. Nú þegar Finnur hverfur til þeirra sem á undan eru gengnir er það huggun harmi gegn að þar á hann öruggt skjól. Megi minningin um glaða, táp- mikla drengi verða þeim líkn sem lifa. Föðursystkini og íjölskyldur þeirra. Elsku Finnur bróðir. Með hjartað fullt'af söknuði skrifa ég þér og þakka fyrir samveru okk- ar. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að eiga þig fyrir bróður. Það er svo ótalmargt sem mig langar að segja við þig og þakka þér fyrir, en aðeins lítið brot kemst á blað! Frá því að ég var lítil stelpa hefur þú verið til staðar og nú síðustu árin hefur unglingurinn í mér fengið skilning hjá þér þar sem þú varst búinn að upplifa alla þessa unglinga- veiki, útivistarumræðu og margt þess háttar. Allt sem þig snertir er nú orðið mér svo dýrmætt og kært, jafnvel gamalt gælunafn er nú kær minning þótt það hafi verið fundið upp til að espa litlu systur. Þú varst ( stóri bróðir sem réðir, en í raun j varst þú eftirlátur við litlu systur. Nú í byijun september fór ég með * þér í flugferð þótt ég væri heldur rög við flugið. Þessi ferð var mjög skemmtileg og ég skildi þá enn bet- ur þinn mikla áhuga á fluginu og hve oft þú þurftir að heimsækja flug- völlinn og skoða vélarnar. Nú gleðst ég yfir að þessi ferð var farin, nú veit ég að þú fórst í síðustu ferðina áhugasamur og glaður yfir því sem þú varst að gera. Eftir því sem ég ( hef elst, hefur samband okkar orðið nánara og ég hef eignast mikla hlut- deild í þínum málum og skilning á lífi þínu. Síðastliðinn vetur fór ég eitt sinn með ykkur vinunum í sund, þá heyrði ég hvað þið voruð miklir vinir og höfðuð mikinn áhuga á lífi og starfi hvers annars, ekki bara á fluginu einu. Þessi vitneskja er líka huggun, því það er öruggt að þið hafið veitt hver öðrum styrk þegar stundin kom i og eruð saman eftir sem áður, alltaf jafnkátir og skemmtilegir. Nú koma svo margar minningar upp í hugann, það væri heldur langt mál að rifja það allt upp. Allar þess- ar minningar eru svo yndislegar og kærar. Gott er til þess að vita að ég get alltaf rifjað upp stundirnar okkar saman. Allt sem við gerðum og sögðum í gamni og alvöru hverf- ur aldrei - enginn getur tekið það frá mér. Nú finnst mér alveg skilj- i anlegt hvað þú varst alltaf mikið á ferðinni. Þú þurftir að sinna svo mörgu á stuttum tíma og upplifa FINNUR BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.