Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ IMINNINGU VINANNA FINNS, KRISTJÁNS OG SVANS Kveðja frá kennara Þegar ég heyrði um flugslysið, þar sem þrír ungir menn frá Pat- reksfirði fórust, rifjast upp minn- ingar, þótt samveran og kynnin yrðu ekki löng. A haustmánuðum 1986 var ég í forföllum skipaðs dönskukenn- ara, kennari við grunnskóla Pat- reksfjarðar. Þar kenndi ég mörg- um nemendum dönsku í nokkrum bekkjum. Þar á meðal voru pilt- arnir þrír, sem fórust. Kynni við þá voru mjög jákvæð. Minningarn- ar tekur enginn frá okkur, þótt annað týnist og tapist að fullu í lífsins ólgusjó. Þannig var, að ég dvaldi hluta dvalar minnar á Patreksfirði á heimili föðurforeldra eins piltsins, og var honum þess vegna kunnug- astur af þeim þremenningunum. Eg nefni hér engin nöfn; piltamir eru mér í minni. Mér er ljóst, að söknuður aðstandenda þeirra, svo og annarra, er þyngri en tárum taki nú, en tíminn læknar öll sár. Og minningin um dáðadrengi, sem féllu frá í blóma lífsins, er og verð- ur sárabót og huggun þeim, er næstir þeim standa. Bjart er lengi um dáðadrengi, dauðastund þó skilji fundi. Ljúft er að minnast mætra kynna manndómsrikra vina slíkra. (Sveinn frá Elivogum, i minningarljóði um Friðrik R. Bjömsson, 1919-1940). Eg votta aðstandendum hinna ungu manna einlæga samúð mína. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum kennari og skóla- sljóri. þeim hafi verið ætlað annað og stærra hlutverk annars staðar. Við biðjum góðan guð að varð- veita ykkur kæru vinir, ykkar verður sárt saknað. Megi góður Guð styrkja for- eldra, systkini, ættingja og vini þessara ungu manna í þeirra miklu sorg, því þeirra missir er mikill. Kristín Finnbogadóttir, Snæbjörn Gíslason. Fimmtudagskvöldið 14. september voru æskuvinir okkar og bekkjarfélagar, Svanur, Krissi og Finnur teknir frá okkur í blóma lífsins á sviplegan hátt. Á því augnabliki staðnæmdist allt. Orð fá ekki lýst þeim tilfmningum sem helltust yfír okkur hérna á Patró. Bærinn var lamaður enda missir- inn ótrúlega mikill. Við sitjum hér nokkur bekkjar- systkinin og rifjum upp þær góðu stundir sem við áttum með vinum okkar. Þeim stundum verður ekki með orðum lýst, enda voru þessir strákar með eindæmum lífsglaðir og þróttmiklir. Mikill tími fór hjá þessum félög- um í pælingar um flugvélar og allt stúderað sem viðkom flugi, enda var flugið líf og yndi þeirra allra. Við bekkjarsystkinin þökkum fyrir allar ánægjulegar samveru- stundir með strákunum, sem voru okkur ómetanlegar. Blessuð sé minning þeirra. Foreldrum, systkinum og ætt- ingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Bekkjarsystkinin. Með örfáum fátæklegum orðum viljum við kveðja þijá unga vini okkar og allrar fjölskyldunnar, sem voru kallaðir í burtu í blóma lífsins á svo voveiflegan hátt. Krissi, Svanur og Finnur voru all- ir æskufélagar og skólabræður eldri sonar okkar Gísla, en sá vin- skapur hélst jafn traustur og sterkur eftir að leiðir skildu í aðra skóla eftir skólaskyldualdur. Þessi árgangur, ’73, var sérstaklega samheldinn og er enn. Og sjö til átta strákar úr þessum hópi voru sérstakir að því leyti að þeir héldu alltaf saman og ekkert skyggði á vináttu og tryggð þeirra. Frá því að þeir voru sex til sjö ára gamlir höfum við fylgst með þeim vaxa úr grasi og verða að efnilegum ungum mönnum. Flestir þeirra ætluðu að verða flugmenn þegar þeir yrðu stórir. Tveir þeirra, Krissi og Finnur, voru komnir með einkaflugmanninn og Svanur stefndi á flugið líka. Það var engin lognmolla í kring- um þennan strákahóp og oft fjör og fyrirgangur þegar þeir voru allir saman komnir og alltaf var gaman að fá þá alla i heimsókn þegar Gísli var heima, allir fullir af orku og lífsgleði. Nú er höggvið stórt skarð í þennan litla hóp og við eigum erf- itt með að skilja tilganginn með því að kalla í burtu úr þessu lífi þijá hrausta og lífsglaða unga menn sem áttu allt lífið framund- an. En við verðum að trúa því að Mig langar í nokkrum orðum að minnast ástkærra vina minna Krissa, Svans og Finns sem tekn- ir voru í burtu frá okkur svo ung- ir og í blóma lífsins. Krissa og Finni kynntist ég um leið og við byijuðum í grunnskóla og Svanur bættist í hópinn þegar við vorum 12 ára gamlir. Við, ásamt þremur öðrum, mynduðum fljótt hóp sem haldið hefur sambandi þrátt fyrir að leiðir okkar lágu í ýmsar áttir við lok grunnskólanáms. Á stundu sem þessari á ég ekki til nógu sterk orð til þess að lýsa hvesu mikils virði það er mér að hafa notið vináttu Krissa, Finns og Svans. Minningamar um sam- verustundir okkar eru margar og góðar, og nú þegar þær eru það eina sem maður hefur hellast þær yfir mann og minna á hversu ein- stakir vinir þeir voru. Prakkara- strikin með Krissa og Finni þegar við vorum litlir og veturinn sem við Svanur bjuggum saman, þegar við vorum í Menntaskólanum á Akureyri, verða ljóslifandi í minn- ingunni. Elsku vinir mínir, þið einir vitið hversu sárt ég á eftir að sakna ykkar og tómarúmið sem þið skilj- ið eftir ykkur verður aldrei fyllt. Eg þakka Guði fyrir árin okkar saman og bið hann um að blessa foreldra ykkar, systkini, ættingja og ástvini á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Ykkar vinur, Gísli. SVANUR ÞÓR JÓNASSON María, orð mega sín svo lítils á stundum sem þessari. Sorg ykkar er mikil og sár, þið grátið hann sem var gleði ykkar. Þó Svanur hafi verið tekinn burt, verða minning- arnar um hann það ekki. Við (Suð- jón og börnin okkar vottum ykkur dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku Svanur. Sigríður Marteinsdóttir. Öllum verður bilt við þegar þeir heyra fréttir um slysfarir, en þær hafa verið tíðar á þessu ári og eng- ir hafa mátt þola meiri raunir en Vestfirðingar í þeim efnum hér á landi. Fimmtudagskvöldið 14. sept. komu fréttir um að lítillar flugvélar væri saknað og morguninn eftir var hringt til mín og mér bárust þau boð að þrír ungir menn frá Patreks- fírði hefðu farist með þessari flug- vél, allir 22 ára að aldri. Sá sem færði okkur fréttina var vinur minn, Sigurður Guðmundsson í Otradal og bætti því við að Svanur væri einn þeirra, en Svanur var dóttur- sonur hans og mikill vinur. Okkur hjónum varð mikið um þessa sorg- arfrétt, en einn hinna látnu var okkur kunnari en hinir. Það var Svanur Jónasson, dóttursonur Sig- urðar og Ingrid, sem hefur verið mikið vinafólk okkar í áratugi. Við höfðum fylgst með Svani frá því hann var lítið barn. Hann' var oft hjá afa sínum og ömmu í Otradal hvort sem foreldrar hans, Elsa Nína og Jónas Sigurðsson, voru búsett í Reykjavík, Bíldudal eða á Patreks- firði. Vegalengdin milli Otradals og Trostansfjarðar er ekki svo ýkja löng og í þau 23 ár sem við höfum verið við Árnarfjörð að sumrinu til höfum við alltaf átt góðar stundir og aldrei hefur fallið skuggi á vin- áttu okkar allan þennan tíma. Okk- ur tekur sárt til þessara vina okk- ar, foreldra Svans, ömmu hans og afa í Otradal, föðurömmu, systkina foreldranna og annarra ættmenna, sem við höfum fylgst með í gegnum lífið, að nú skuli elsta bamabarn þeirra í Otradal hafa farist ásamt tveimur öðrum ungmennum frá Patreksfirði. Aðdragandinn var enginn; það var eins og hendi hafi verið veifað. Svanur Jónasson var snemma bráðger og mikill dugnaðardrengur á barnsaldri og við munum vel eft- ir honum við heyskap í Otradal. Hann var röskur og fylgdi fast eft- ir því sem hann var að gera. Eftir að unglingsárum lauk vann hann öll algeng störf. Hann var íþrótta- maður góður og hafði áhuga á mörgum greinum íþrótta. Hann var sterkur og vel byggður, bæði til lík- ama og sálar. Síðast þegar við sáum hann um mitt sumar var hann staddur á móti aflraunamanna og einn þáttur þess móts var haldinn á heimreiðinni í Otradal. Þar báru kapparnir sín hundrað kílóa lóð í hvorri hendi og þegar þessum afl- raunum var lokið tók Svanur þessi tvö hundruð kílóa lóð og bar þau mjög langan spöl. Þar sá maður að þarna var karlmenni á ferð sem ég hygg að fleiri hafí tekið eftir en við. Svanur var einkar hugljúfur og góður drengur. Hann hafði lokið stúdentsprófí og átti bjarta framtíð í vændum. Hann var afar mikill vinur og félagi foreldra sinna og afa síns og hann hafði mikið dá- læti á báðum ömmum sínum, systk- inum foreldra sinna, sem honum voru mjög kær og ég hygg að fáar fjölskyldur hafi haldið betur saman 'en fjölskyldan í Otradal. Okkur hefur alltaf fundist þessi fjölskylda eins og einn maður. Hún tekur þátt í gleði og sorgum og öllu sem að hendi ber eins og einn maður og það mun hún gera núna. Þar skilja allir hver annan; þar styðja allir hver annan. Foreldrar Svans eru afar traust fólk sem er gott að eiga að vinum. Þau eiga nú eina dóttur eftir, Sunnu, sem hefur misst þennan unga hrausta bróður í blóma lífs- ins. Djúpur harmur er kveðinn að fjölskyldu Svans. En tíminn læknar og tíminn græðir og þegar erfiðu skeiði er lokið mun tíminn varpa birtu ljúfra minninga um góðan dreng sem öllum þótti vænt um og mikils var vænst af. Við hjónum vottum foreldrum hans, Sunnu systur hans, afa hans, báðum ömmum, systkinabömum og frændliði okkar dýpstu samúð. Megi Svanur í friði hvíla. Fjölskyldum ungu mannanna sem fórust með Svani vottum við dýpstu hluttekningu. Megi þeir í friði hvíla. Kristín og Matthías Bjarnason. Það gerist ýmislegt á lífsleiðinni sem erfítt er að sætta sig við. Eitt af því erfiðasta er að horfa á eftir bömum og ungu fólki hverfa yfír móðuna miklu. Svo ótímabært eru þrír ungir og efnilegir menn hrifnir frá fjölskyldum sinum og vinum. Einn af þessum mönnum var fjöl- skylduvinur okkar Svanur Þór. Hann var alls staðar vel liðinn bæði í skóla, íþróttum og af öðrum sem til hans þekktu. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá Svani, allt- af með sitt góða skap léttur í lund og jákvætt hugarfar. Sjálfsagt hef- ur hann erft allt það besta frá for- eldrum sínum, því minningin um hann er svo björt. Minningin um mann sem engan vildi særa en staf- ar frá sér gleði, gefur og vekur ást til annarra, það var hans fortíð. Geti sú minning hjálpað okkur til eftirbreytni í okkar lífí, þá hefur hið stutta æviskeið hans átt sér mikinn tilgang. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Elsa Nína, Jónas, Sunna María, ömmur og afar og allir aðr- ir ástvinir sem syrgja, Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Jón B.G. Jónsson, Patreksfirði. Við viljum með nokkrum orðum kveðja vinnufélaga og góðan vin, Svan Þór Jónasson, sem lést af slys- förum 14. september sl. Svanur byrjaði að vinna með okkur í byijun árs og féll hann strax mjög vel inn í hópinn og eftir á að hyggja, er eins og hann hafí alltaf verið með okkur. Svanur var fjörugur og lífsglaður maður og gat hann alltaf fundið ljósu hliðarnar á þeim verkefnum, sem unnið var að, og þegar illa gekk hjá okkur, tókst honum alltaf að fá okkur til að brosa eða hlæja. í starfi okkar ferðumst við mikið um landið og erum saman í lengri og skemmri tíma, og kynnumst því hver öðrum mjög vel. Við erum eins og lítil fjölskylda og þegar Svanur lést var eins og við hefðum misst fjölskyldumeðlim, svo mikill er missir okkar allra. Kæri Svanur, við viljum þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman, stundir sem hefðu mátt vera miklu fleiri, og allt það góða sem þú gafst okkur. Við viljum votta foreldrum, syst- ur, ásamt fjölskyldu allri, vinum og vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinnufélagar loftneta- deild Pósts og síma og makar þeirra. í dag kveð ég minn kæra vin Svan Þór Jónasson er lést í hörmu- legu flugslysi þann 14. september sl. langt um aldur fram. Það má segja að það hafí haustað í hjarta mínu mjög snögglega þegar hringt var í mig og mér sagt frá þessu hræðilega slysi. Það líður langur tími þar til að ég venst þeirri til- hugsun að hann sé ekki lengur hér hjá okkur. Leiðir okkar lágu fyrst saman í gegnum körfuboltann haustið 1992 en báðir vorum við miklir áhugamenn um körfubolta og má segja að lífið hjá okkur hafí um tíma eingöngu snúist um hann. Við spiluðum saman hjá ÍA og minnist ég þeirrar hörðu baráttu sem leiddi til þess að við, ásamt félögum okkar, áttum þátt í því að koma IA í úrvalsdeildina. Næsta vetur á eftir bjuggum við saman á Akranesi, stunduðum nám í Fjöl- brautaskóla Vesturlands og spiluð- um körfubolta. Þar treystust vina- böndin enn frekar og eftir það var mjög mikill samgangur okkar á milli. Nú er dagur að kveldi kominn og horfínn traustur vinur sem ég mat mikils. Svans Þórs verður sárt saknað og megi guð vera með hon- um. Að lokum vil ég tileinka vini mínum þessi erindi: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæru Jónas, Elsa og Sunna, ég sendi ykkur samúðarkveðjur á þess- ari miklu sorgarstundu og megi guð vera með ykkur. Eggert Garðarsson. Elsku Svanur Þór er skyndilega horfínn frá okkur, hrifínn á braut í upphafi sinna fullorðinsára án nokkurrar viðvörunar. Svanur var góðum gáfum gædd- ur, hann var allar götur frá bams- aldri eftirtektarverður, fyndinn og skemmtilegur. Hann hafði frábæra frásagnar- hæfileika og leikhæfíleika, sem skemmtu ættingjum og vinum oft mikið. í framkomu og umgengni var hann hlýr og aðlaðandi. Mitt í sárum söknuði skjóta upp kollinum ótal minningar frá sam- verustundum. Smáatvik, tilsvör og svipbrigði sem eru ógleymanleg. Allar eru þessar svipmyndir mjög dýrmætar og helgar okkur sem eft- ir erum og syrgjum Svaninn unga. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þennan unga mann og fylgjast með honum allt frá fæðingu. Það var undravert að fylgjast með hvernig litli stúfurinn með sitt kolsvarta hár og kotroskinn svip, óx úr grasi og varð að táningi og síðan að stórfallegum ungum karl- manni sem vafalaust heillaði margt stúlkuhjartað. Hjá Svani var alltaf eitthvað um að vera, leikir, grín og gleði, síðan nám og vinna og íþróttirnar sem áttu svo stóran sess hjá honum ásamt þessum gífurlega áhuga fyr- ir fluginu og öllu sem því tengdist. Þessi áhugi var til staðar allt frá barnsaldri. Fyrir honum lá framtíð- in í flugi og aftur flugi. Þessi áhugi batt enn traustari böndum vinskap þeirra félaganna sem svo fóru saman síðustu flug- ferðina. Allir voru þetta hressir og kátir strákar, fallegir ungir menn sem áttu bjarta framtíð. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er - sem bétur fer. Kveðjustundin er upp runnin. Sorgin verður milduð með systur sinni gleðinni sem við fínnum í öll- um góðu minningunum. Margs er að minnast, og við vermum okkur og græðum sárin við minninganna arineld. Fljúgðu í friði Svanurinn okkar. Þakkir fyrir samveruna. Elsku Sunna María, Elsa Nína og Jónas, Ommur, afi og aðrir ætt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.