Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 BRÉF TIL BLAÐSINS Taktvissar tær? Frá Sif Ingólfsdóttur: EKKI alls fyrir löngu spilaði virtur og frægur einleikari með sinfóníu- hljómsveitinni hér í Reykjavík, en það merkilega var að einleikarinn var alveg heyrnarlaus. Hann er eftirsóttur út um allan heim. Mynd- in hér að ofan var tekin þegar heyrnarlaust fólk fór á söngleikinn Jósep í boði þeirra Kristínar og Halldórs sem eiga Ferðaleikhúsið. Söngvararnir í söngleiknum höfðu lofað að syngja alveg sérstaklega vel á þessari sýningu, sem þeir svo sannarlega gerðu og sungu líka frá hjartanu. Ég held bara að ferða- leikhúsfólkið hafi aldrei vitað það fyrr að heyrnarlausir gætu notið tónlistar og þá auðvitað líka dans- að svo prýðilega, alveg eins og við sem heyrum. Þeir nema tónlistina í gegnum fæturna. Eru ekki ann- ars fæturnir merkilegir? Þeir eru svo sannanlega til margs nýtir. Mig langar svo til að biðja ykkur, góðir Reykvíkingar, að nota þá núna á laugardaginn þann 23. september og koma með í göngu heyrnarlausra sem farin er í tilefni alþjóðlegs menningar- og baráttu- dags þeirra. Lagt verður af stað frá Kjarvalsstöðum klukkan hálftvö og gengið að Laugavegi 26. Þar, í húsnæði Félags heyrnar- lausra á 4. hæð, verða léttar veit- ingar fyrir þá sem vilja. Ykkur sem komuð með í gönguna í fyrra þakka ég ógleymanlega samfylgd. Það er svo gaman að vera saman. Sjáumst! SIFINGÓLFSDÓTTIR, Bergstaðastræti 7, Reykjavík. Margréti til formanns Frá Sigurði Bessasyni ALMENN og opinská umræða er grundvallaratriði í lýðræðislegu samfélagi. I hinni lýðræðislegu umræðu gegna sijórnmálaflokkar lykilhlutverki. Þeir eiga að leiða umræðuna og gæta þess að öll sjón- armið fái notið sín. Sljórnmálaflokkar eiga þannig að skapa aðstæð- ur þar sem mismunandi hugmyndir og hagsmunir fá að beijast um og mynda þá stjórnarstefnu sem samfélagið siglir eftir á hveijum tíma. Þar til fyrir ekki margt löngu gat Alþýðubandalagið státað af því með réttu að eiga þau tengsl inn í verkalýðshreyfinguna sem dugðu til þess að koma skilaboðum hins almenna launamanns þar til skila. Því miður hafa þessi tengsl rofnað á síðustu árum. Þá er ég ekki að tala um að Alþýðubandalagið geti ekki lengur skreytt framboðs- lista með fólki úr hreyfingu launafólks heldur tel ég að hugmynda- fræði hennar og sú umræða sem þar fer fram skili sér ekki nægjan- lega inn í stofnanir flokksins. Orsakanna fyrir þessari þróun er að leita í starfsháttum flokksins á síðustu árum. Almennt séð þurfa stjórnmálaflokkar að vera mun virkari í að leita eftir áliti og skoðunum flokksmanna sinna. Til undantekninga heyrir ef þeir leita til verkalýðshreyfingarinnar við stefnumótun. Sama gildir gagnvart sveitarstjórnarmönnum. Samt eru þetta hópar sem eru í hvað mestum tengslum við hinn almenna borgara. Stað- reyndin er sú að þeir einstaklingar sem starfa í verkalýðshreyfing- unni og í sveitarsljórnunum þekkja hvað gleggst þau vandamál sem steðja að venjulegu fólki dags daglega. Eftir höfðinu dansa limirnir og til þess að þetta geti breyst til hins betra hvað Alþýðubandalagið varðar þarf breyttar áherslur í forystu flokksins. Nú bjóða sig fram tveir ágætir félagar til þess vandasama starfs sem formennska er. Að Steingrími J. Sigfússyni ólöstuðum tel ég að Margrét Frímannsdóttir sé betri valkostur ef við viljum breyta vinnubrögðum frá því sem nú er til Iýðræðislegri og opnari starfshátta. Ég treysti Margréti frekar til þess að skapa það umhverfi sem þarf til þess að trúnaðarmenn í verkalýðshreyf- ingu og sveitastjórnum taki þátt í því starfi sem bíður Alþýðubanda- lagsins á næstunni. Það starf felst ekki síst í því að skapa tengsl við fulltrúa hins almenna launamanns í landinu, fólk í 65.000 manna hreyfingu sem krefst nú breyttra áherslna í samfélagi sem er að molna innan frá. SIGURÐUR BESSASON starfsmaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar ///77//////////c S s s s -H»PPVOR, Húfor « Eins og húfur eiga að vera ~ Mjúk bómull að Innan V Hlý ull að utan Fallegjar og klaoðilegar ENGLABORNIN Bankaetræti 10 • Sími 552-2201 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! 7 25 < 15 53 70 X 5 i eö Q smmrn .27 : 32 55 72 F u II ► . Munið tilboðið I DOMINO'S ÍPIZZA SIMI 58*12 345 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.