Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lilli þó, hefurðu ekki staðið í skilum með bílaskattinn, pjakkurinn þinn? Framkvæmdasljóri Dagvistar um tryggingamál barna Reykj avíkurborg semur beint við fólk BERGUR Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar bama, segir að Reykjavíkurborg sé það stór stofnun að hún semji beint við fólk, sé í sjálfsáhættu og kaupi ekki rándýrar tryggingar vegna leikskólabarna. Stjórn Landssamtaka foreldrafélaga leikskóla, LFL, skorar á stjórn Dag- vistar bama að ráða bót á trygginga- málum leikskólabama svo þau njóti vátrygginga til samræmis við börn annarra sveitarfélaga. Telur stjórn LFL ástand þessara mála hjá Dagvist barna alls óviðun- andi og sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að flestir foreldrar standi í þeirri trú að málum sé svipað háttað hjá Dagvist og í nágrannasveitarfélög- unum. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar bama, segir að önn- ur sveitarfélög séu það lítil að þau hafi tryggingu fyrir því tjóni sem barn getur orðið fyrir af völdum búnaðar eða af gæsiu starfsmanna. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 42,5% atkvæða, ef gengið yrði til alþingiskosninga nú, sam- kvæmt skoðanakönnun Dagblaðs- ins Vísis. Þetta er talsvert meira en fylgi flokksins í kosningunum síðastliðið vor, sem var 37,1%. Framsóknarflokkurinn bætir einnig við sig fylgi; fékk 23,3% í kosning- unum en hefur nú stuðning 26,6%. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar hins vegar frá síðustu könnun blaðsins. Áf þeim, sem af- stöðu tóku, segjast 52,3% fylgjandi í bréfi samtakanna til stjómar Dagvistar barna segir að í leikskólum stofnunarinnar í Reykjavík séu börn ótryggð fyrir slysum sem þau kunna að verða fyrir í leikskólanum. Hér sé um að ræða stóran hluta allra leikskólabarna á landinu. Flest önnur sveitarfélög með viðunandi tryggingar „Verði bömin fyrir slysi í leikskói- anum þurfa foreldrar þeirra að sækja rnál sín sérstaklega gagnvart Reykjavíkurborg vilji þeir ná fram rétti sínum og bætur fást ekki greiddar nema sök þyki sönnuð. Auk þess gerir Dagvist það ekki að skil- yrði fyrir rekstrarstyrk til einkarek- inna leikskóla að þeir vátryggi þau böm sem þar em vistuð jafnvel þótt þeir séu, andstætt við borgina, ekki endilega borgunaraðilar fyrir háum slysabótum," segir í bréfínu. Ingi- björg Óðinsdóttir, sem sæti á í stjórn LFL, segir að flest önnur sveitarfélög henni og 47,7% andvígir, sem þýðir í raun að fylkingarnar eru áiíka stórar, vegna skekkjumarka sem taka þarf tillit til. í seinustu könnun var stuðningur við stjórnina 67,7%. Fylgi Alþýðubandalagsins er samkvæmt könnuninni 15,3%, en var 14,3% í kosningunum. Alþýðu- flokkurinn hefur nú stuðning 9,8%, miðað við 11,4% í þingkosningun- um. Fylgi Þjóðvaka og Kvennalist- ans mælist 2,9%. Þjóðvaki fékk hins vegar 7,2% í þingkosningunum og Kvennalistinn 4,9%. hafi tekið tryggingu hjá VÍS þar sem ákveðinn tryggingaskilmáli er fyrir hendi, þ.e. í og frá skóla og meðan á leikskóla stendur. „Tryggingunni er einkum ætlað að ná yfir öll stærri slys sem örorka hlýst af en á við um öll önnur slys,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að í tryggingaskil- málum segi að hver svo sem á sök þá bæti tryggingin tjónið. „Reykja- víkurborg háttar sínum málum eins og ríkið gerir almennt. Stefnan hefur verið sú að taka ekki almennt trygg- ingar sem þýðir að fólk þarf að sækja málið sjálft og sanna sök, að eitthvað hafi verið að á gæsluvellinum, fóstr- urnar litið undan og svo framvegis. Þetta getur verið meiriháttar mál í sumum tilfellum á sama tíma og barnið er kannski stórslasað," segir Ingibjörg. Hún kveðst ekki óttast að dagvistargjöld gætu hækkað við það að Dagvist barna tæki upp sambæri- legar tryggingar. „Þetta er ekkert sem er að setja sveitarfélögin á haus- inn, hvað þá stórt sveitarfélag eins og Reykjavík. Okkur finnst eðlilegt að þetta væri sjálfkrafa inni í dag- vistuninni og margir foreldrar teija svo vera,“ sagði Ingibjörg. í bréfi LFL segir jafnframt að flest önnur sveitarfélög séu með viðunandi tryggingar fyrir sín leikskólabörn, sem og önnur skólabörn sveitarfé- lagsins, þar sem börnin eru tryggð gegn slysum sem verða í eða við leik- skólann, svo og á leið sinni að heim- an í leikskólann og þaðan og heim, hvernig sem slysið ber að og hver sem á sök á því. Tryggingin bæti m.a. örorku af völdum siysa. „Reykjavíkurborg er það stór aðili að hún hefur samið við fólk beint. Reykjavíkurborg kaupir því ekki rán- dýrar tryggingar heldur er í sjálfsá- hættu og komið hefur í Ijós að það er mun hagkvæmara fyrir hana. Þar með er ekki sagt að börnin séu ótryggð," sagði Bergur. Bergur sagði að þessi mál yrðu væntanlega rædd á næsta stjórnar- fundi Dagvistar barna. Skoðanakönnun DV Sjálf stæðisflokkur feng’i 42,5% Islensk stúlka á virtri danshátíð í Bandaríkjunum Þjálfunarhlut- inn vakti sér- stakan áhuga Gígja Guðbrandsdóttir ISLENSK ungmenni eru flest önnum kafin yfir vetrartímann. Gígja Guðbrandsdóttir, 17 ára, er engin undantekning frá því. Með námi í stærðfræðideild í Menntaskólanum í Reykja- vík æfír hún djassballett, ballett og módern fimm sinnum í viku og í sumar gafst henni tækifæri til að taka þátt í einni stærstu og virtustu danshátíð í Banda- ríkjunum. Gígja hefur æft djassball- ett í fjögur ár. „Ég byijaði að æfa djassballett hjá Jazz- ballettskóla Báru þegar ég var þrettán ára. Fyrst voru æfingamar þrisvar í viku. Nú hefur þeim Qölgað í fímm sinnum í viku og við erum farnar að æfa ballett og módem með. Módern er nútíma danstjáning og fellur hvorki undir djassballett né klassískan ballett. Dansformið hefur notið töluverðra vinsælda í Bandaríkjunum og hér heima eru vinsældirnar að aukast enda eru að koma fleiri staðir til að dansa á.“ — Hafið þið haft tækifæri til að koma framl „Jazzballettskólinn hefur alltaf verið með eina sýningú á ári. Stundum kemur fyrir að beðið er um atriði fyrir keppni í sam- kvæmisdönsum eða aðra viðburði. Ég get nefnt að fengið var atriði fyrir þolfimikeppnina í fyrra. Við þurfum auðvitað að hafa töluvert fyrir svona sýningum en ánægjan gerir auðvitað gott betur en að bæta púlið upp.“ — Mér er sagt að þú hafir farið á 6 vikna danshátíð í Bandaríkj- unum í sumar? „Ég fór til Bandaríkjanna til að vera með í svokallaðri American Dance Festival í Norður-Karolínu. Hátíðin snýst aðallega um módern og hefur verið haldin á Duke há- skólalóðinni í 18 ár. Kennararnir eru danshöfundar og danskennar- ar frá Bandaríkjunum og Evrópu. Kennslan stóð yfirleitt yfir í sex tíma á hvetjum degi, hátíðin stóð yfir frá 9. júní til 22. júlí. Nemend- urnir velja sér sérsvið og læra ekki aðeins dans. Okkur var t.a.m. kennt að semja dans og hvernig hægt er að halda sér í formi og hyggja upp styrk án þess að dansa. Af öðru get ég nefnt að við fengum að kynn- ast því hvernig hægt er að miðla dansi til fólks í samfélaginu. Við fórujn inn á stofnanir, eins og geðdeildir, elliheimili og barnaheimili, og virkjuðum fóikið í dansi. Fyrst var farið í grunn- hreyfingar og dagskráin endaði yfirleitt með því að fólkið sýndi spunadans eftir sjálft sig í hópum.“ — Hverjir tóku þátt í hátíðinni? „Á hátíðinni voru áhugadansar- ar og atvinnumenn. Stór hópur var frá Bandaríkjunum og svo voru fjölmargir frá Suður-Ameríku. Éfnilegum danshöfundum var sér- staklega boðið á hátíðina. Dans- höfundarnir komu frájafn ólíkum löndum og Ástralíu, Japan, Kóreu, Kína, Finnlandi, Póllandi og Bóliv- íu og unnu að eigin dönsum sam- hliða því að vera með okkur í tím- um. Við hin fengum svo að sjá dansana þegar þeim var lokið. Ekki má heldur gleyma því að flestir bestu danshóparnir í Banda- ríkjunum sýndu á hátíðinni. Fyrir- lestrar voru haldnir o.m.fl." ► Gígja Guðbrandsdóttir er fædd 31. ágústárið 1978 í Reykjavík. Gígja stundaði nám í Grandaskóla og Hagaskóla og er á öðru ári á stærðfræðibraut í Menntaskólanuni í Reykjavík. Með skólanum hefur Gígja æft djassballett i Jazzballettskóla Báru frá 13 ára aldri. Foreldrar hennar eru Guðbrandur Gísla- son og Steinunn Bjarnadóttir. Gígja á einn hálfbróður og fjór- ar stjúpsystur. - Eignaðistu einhverja vini á námskeiðinu? „Ég eignaðist nokkra vini og bauð þeim að koma í heimsókn ef þeir færu til Evrópu. Mér finnst líklegt að ein bandarísk vinkona mín af námskeiðinu heimsæki mig næsta sumar. Hún kemur líklega við á leiðinni til London eða París- ar,“ segir Gígja og skýtur því inn að hún hafi verið svo heppin að Margrét Seema Takyar, vinkona hennar úr MR, hafi verið með henni á hátíðinni í fjórar vikur af sex. Hafði námskeiðið einhver áhrif á fram tíðaráform þín? „Þjálfunarhlutinn vakti sér- stakan áhuga minn. Við lærðum hvernig hægt væri að setja saman æfingar fyrir íþróttamenn, að slaka á og forðast slys, svo ég nefni eitthvað. Ég gæti vel hugsað mér að læra eitthvað í tengslum við þetta.“ - Þú hefur sem sagt ekki hugs- að þér að freista þess að li/a af dansinum? „Ég elska listgrein- ina. Núna er hins vegar erfitt að lifa af dansi því alls staðar er verið að skera niður fjár- magn til lista. Spurn- ingin er því bara hvort ég get hugsað mér að lifa af mjög litlu eða ekki." - Hvernig gengur að stunda dans og skóla? „Með skipulagningu tekst mér að sinna dansinum og skólanum. Ég fæ svo mikið út úr dansinum að mér er aiveg sama þó ég hafi minni tíma til að stunda aðra tóm- stundaiðju. Engu að síður hef ég tíma til að fara í bíó og á böll eins og aðrir krakkar á mínum aldri gera. Ég hef líka áhuga fyrir öðr- um íþróttum og hef æft fimieika og körfubolta." - Þú hefur væntanlega ekki haft tök á að spara fyrir veturinn í sumar? „Nei, en ég fæ smá vasapeninga til að gera mér ýmislegt til skemmtunar, t.d. að fara í leik- hús, með því að þrífa einu sinni í viku.“ Alls staðar er verið að skera niður fjár- magn til lista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.