Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D tvgmifyUifrUk STOFNAÐ 1913 216.TBL.83.ARG. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Simpson fyrir dómi í gær. Simpson ekkií vitnastól Los Angeles. Reuter. VITNALEIÐSLUM er nú lokið í máli O.J. Simpsons og hafa bæði saksóknari og verjendur lagt fram öll sín gögn í málinu. Vangaveltur höfðu verið um það hvort Simpson myndi bera vitni, en hann ákvað að gera það ekki. „Ég hef í huga við- mót kviðdómsins og ég treysti á heilindi hans og að hann muni komast að þeirri niður- stöðu að ég framdi ekki þennan glæp, gat það hvorki né vildi," sagði Simpson ! dómsalnum að kviðdómnum fjarverandi. Lance Ito dómari hafnaði í gær kröfu verjenda um að Simpson, sem er fyrrum ruðn- ingsstjarna og er gefið að sök að hafa myrt konu sína fyrrver- andi, Nicole Brown, og Ron Goldman, vin hennar, yrði sýkn- aður sakir ónógra sannana. Réttarhöldin hafa staðið í rúmlega níu mánuði, en í næstu viku munu saksóknari og verj- andi flytja lokaorð sín og því næst kemur til kasta kviðdóms- ins að skera úr um sekt eða sýknu Simpsons. Brown og Goldman voru myrt 12. júní 1994. Verða 1.000 fr. Juppe að falli? Ætlar ekki að segja af sér út af leigu- málum sonar síns París. Reuter. ÞÚSUND franskir frankar, um 13.000 ísl. kr., eru ekki mikið fé en samt virðast þeir vera að koma Alain Juppe, forsætisráðherra Frakklands, á kaldan klaka. Hefur hann áður viðurkennt að hafa feng- ið húsaleigu sonar síns fyrir íbúð í eigu Parísarborgar lækkaða um þessa upphæð en nú þykja tilraunir stjórnvalda til að reka dómara, sem er að kanna hvort rétt sé að lög- sækja Juppe, hafa bætt gráu ofan á svart. Talsmaður Juppes neitaði í gær að hann hygðist segja af sér. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, sagði í gær, að ríkisstjórnin sýndi æ meiri tilhneigingu til að þrengja að réttarkerfinu í landinu og dag- blaðið Liberation, sem er vinstri- sinnað, sagði, að Jacques Toubon Reuter Guðunum gefin mjólk HEITTRU AÐIR hindúar víða um heim flykktust í hofin sín í gær til að sjá guðalíkneskin dreypa á heilögum mjólkurfórnum. Ind- verskir vísindamenn segja hins vegar margir, að um sé að ræða múgsefjun og hugsanlega séu pólitískar ástæður að baki. „Þetta er kraftaverk. Guðirnir hafa stig- ið niður til jarðar til að leysa öll vandamál mannanna," sagði Sri- kant Ravi, prestur í Hanuman- hofinu í Delhi, en æðið hófst, eins og fram hefur komið, í fyrradag með orðrómi um, að líkneski guðsins Shiva, fylgikonu hans, Parvati, og Ganesh, sonar þeirra, sem er með fílshöfuð, hefðu drukkið af heilögum mjólkurfórn- um. Síðan hefur það breiðst út til hindúa í öðrum löndum og heims- álf um og þar eru sagðar sams konar sögur af mjólkurdrykkju guðanna. Sumir halda því jafnvel fram, að guðastyttur á heimili þeirra hafi klárað mjólkina úr ísskápnum. Á Indlandi hafa marg- ir varað við múgsefjuninni og ind- verska blaðið P/oiieerbirti ljós- mynd af manni, sem hélt fötu undir rörenda eða krana á bak- hlið eins hofsins. Úr krananum kom mjólk að sögn biaðsins. Á myndinni eru tvær hindúakonur í Bangkok í Tælandi að gefa lík- neski að drekka. Áttunda jafnteflið New York. Reuter. ÁTTUNDU einvígisskák Garr- ys Kasparovs heimsmeistara og Viswanathans Anands áskoranda lyktaði með jafntefli eftir 22 leiki í gærkvöldi. Þeir hafa nú fjögur stig hvor og hafa samið jafntefli í öllum skákum einvígisins, sem haldið er í New York. Kasparov og Anand hafa verið gagnrýndir fyrir lítt spennandi skákir og sá heimsmeistarinn ástæðu til þess að verja frammistöðu þeirra með þeim rökum að lítil' ástæða væri til að tefla til þrautar í jafnri stöðu. Stjórn Bosníu setur skilyrði fyrir vopnahléi Sarajevo, Zagreb. Daily Telegr^ph, Reutcr. STJÓRN Bosníu reynir nú að knýja fram vopnafrið við Bosníu-Serba samkvæmt sínum skilmálum. Í gær skipaði stjórnin Bosníu-Serbum að láta af hendi vígi sitt í Banja-Luka. Bosníu-Serbar vísuðu slíkum kröfum hins vegar á bug og kváðust mundu berjast áfram. Milan Milutinovic, utanríkisráðherra Serbíu, hvatti í gær til þess að friði yrði komið á í gömlu Júgóslavíu og hótaði að ella myndi Serbía dragast inn í átökin. „Þá yrði öllum brögðum beitt," sagði Milutinovic. „Og þessu stríði myndi ekki ljúka í bráð." Rússar hótuðu í gær að beita neitunarvaldi í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna ef lagt yrði til að Atl- antshafsbandalagið tæki við hlut- verki friðargæslusveita SÞ. Serbar hóta allsherjarstríði takist ekki friður Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að ótímabært væri að ræða slíkt. Enn væri friður ekki tryggður. Mohamed Sacirbey, utanríkisráð- herra Bosníu, krafðist þess í bréfi til Sameinuðu þjóðanna í gær að endi yrði bundinn á umsátrið um Sarajevo og opnuð yrði trygg leið til griðasvæðis Sameinuðu þjóðanna í Gorazde, sem er umkringt Serbum. Bosníu-Serbar myndu missa öll spil af hendi létu þeir undan þessum kröfum. Bosnía skiptist nú nokkurn veginn jafnt milli Bosníu-Serba ann- ars vegar og múslima og Bosníu- Króata hins vegar eftir sðkn stjórn- arhersins. „Við höfum stöðvað þessa sókn," sagði Radovan Karadic, leiðtogi Serba, í gær. „Við ætlum að reyna að frelsa nokkur þessara svæða Serba." Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að kyrrt væri við víglínurnar í norð- vesturhluta Bosníu, þótt enn væri hart barist á einu svæði. Friðargæsl- uliðar óttast hins vegar að yfirmenn herjanna missi stjórn á liðsmönnum sínum í norður- og vesturhluta Bosn- íu vegna mikilla liðsflutninga á stóru svæði. Serbneskir flóttamenn halda áfram að streyma til Banja Luka, þar sem Karadic hefur nú komið sér fyrir og hermt er að Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, hafi sést þar í vikunni. Bosníu-Serbar ráku í gær mörg hundruð múslima frá bænum Doboj inn á svæði sem er á valdi stjórnar- hersins í miðhluta Bosníu. Sumir flóttamannanna höfðu verið barðir og rændir áður en þeir voru sendir í 22 km næturgöngu. Svo virðist sem Bosníu-Serbar hafi orðið sér úti um dulmálslykla NATO og platað Bandaríkjamenn og Frakka til að fara í þijár árang- urslausar björgunarferðir til- að ná tveimur frönskum flugmönnum, sem skotnir voru niður yfir Bosníu. dómsmálaráðherra hefði sýnt „ótrú- lega heimsku" með árangurslausri tilraun til að reka Bemard Challe, yfirmann sérstakrar stofnunar, sem berst gegn spillingu. Hann hefur haft mál Juppes og sonar hans til athugunar. Dagblaðið InfoMatin sagði, að málið hefði verið við- kvæmt fyrir dómsmáláráðherrann en nú væri það orðið að sprengiefni. Úrskurður á mánudag Challe, sem lét ekki undan þrýst- ingi um að segja af sér, ætlar að skýra frá því á mánudag hvort Juppe, sem var aðstoðarborgarstjóri Parísar 1993, hefði haft rétt til að lækka húsaleigu sonar síns um 13.000 kr. á mánuði. Verður ekki um að ræða bindandi álit en vikurit- ið L'Express hefur hins vegar full- yrt, að Challe hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu, að ástæða sé til lögsóknar, þvert of an í álit ríkissak- sóknara. Það kom flatt upp á alla og ekki síst Challe sjálfan þegar Toubon dómsmálaráðherra tilkynnti á mið- vikudag, að hann hefði fallist á afsögn hans. Challe hafði alls ekki sagt upp en hann segir hins vegar nú, að hann ætli að gera það fljót- lega eftir að hann hefur kveðið upp úrskurðinn um Juppe. Slæmt fyrir stjórnina Það var fyrir tveimur árum sem Juppe lækkaði leigu sonar síns en hann bjó í glæsilegri bæjaríbúð í fínu hverfi í París. Sjálfur bjó Juppe í góðri bæjaríbúð og borgaði litla leigu fyrir og þannig var það líka með Jacques Chirac, forseta Frakk- lands og fyrrverandi borgarstjóra Parísar. Hefur þetta mál skaðað þá báða, enda lofuðu þeir í kosn- ingabaráttunni í vor að leggja sér- staka áherslu á húsnæðismál og bættan hag fátæklinga. Reuter Fundi slitið FUNDI Shimons Peresar, utanrík- isráðherra ísraels, og Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Paiestínu (PLO), var slitið í gær án þess að tækist að ganga frá samkomulagi um aukna sjálf- stjórn Palestínumanna. Samn- ingamennirnir höfðu ítrekað gef ið til kynna að skrifað yrði undir í gær, en við sólarlag varð að slíta viðræðunum vegna hvíldardags gyðinga. Þeim verður haldið áfram við sólsetur í kvöid. Peres sagði að náðst hefði samkomulag um öll meginatriði, en ýmislegt annað biði enn úrlausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.