Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLÁÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVlk, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forsætisnefnd hefur ákveðið að leggja til breytingu á lögum um þingfararkaup Þingmenn greiði skatt af 40 þúsund krónunum Hálfur sigur fyrir verkalýðshreyfing- una, segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ Rækjan skilar 19% hagnaði ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að botnfískvinnslan sé rekin með 4% tapi en í fyrra skilaði söltun og frysting 2,9% hagnaði og var það þriðja árið í röð að greinin skilaði hagnaði. Rækju- og loðnuveiðar hafa reynst mjög arðbærar. í ágúst sl. var talið að rækjuveiðar og -vinnsla skiluðu sem nam 19% hagnaði af tekjum og hafði það aukist úr 13% í fyrra. ■ Tap á botnfiskvinnslu/18 ■ Góð afkoma í rækju/28 FORSÆTISNEFND Alþingis sam- þykkti í gær að leggja fram frum- varp, þegar þing kemur saman í haust, þess efnis að greiddur verði skattur af kostnaðargreiðslum sem alþingismenn fá. Áformað er að greiðslan verði áfram 40 þúsund krónur á mánuði. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþing- is, telur ekki að þingmenn hafí gert mistök með því að samþykkja frum- varp sem fól í sér skattfijálsar kostn- aðargreiðslur. Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir fyrsti varaforseti ASÍ, segist vera sáttari við að þingmenn greiði skatta af kostnaðargreiðslum, en það værf einungis hálfur sigur. Þessi niðurstaða þýðir að þing- menn fá 40 þúsund krónur til greiðslu kostnaðar við þingstarfið, en af upphæðinni verður tekin stað- greiðsla líkt og um venjulega launa- greiðslu sé að ræða. Þingmenn verða síðan að leggja fram kvittanir fyrir þeim kostnaði sem þeir hafa af starf- inu. Ef skattayfirvöld samþykkja þann kostnað sem þingmenn telja fram verður skatturinn endurgreidd- ur. Ekki mistök Ólafur G. Einarsson var spurður hvort þingmenn hefðu ekki gert mistök með því að samþykkja frum- varp um þingfararkaup í vor með ákvæði um skattfrjálsar kostnaðar- greiðslur. „Nei, ég vil ekki kalla þetta mistök. Það er óbreytt skoðun okkar að þarna sé verið að leggja fram fé til þess að greiða ákveðinn starfs- kostnað. Við höfum tekið tillit til þeirrar miklu gagnrýni sem hefur komið fram í þjóðfélaginu vegna þessara sérstöku skattareglna sem fylgdu með í þessu frumvarpi og urðu að lögum. Við höfum tekið til- lit til þess og fallist á að það sé rétt að fara að almennum skattalögum," sagði Ólafur G. Ólafur G. sagðist ekki vita annað en að allir þingflokkar myndu standa að frumvarpinu. Hann sagðist gera ráð fyrir að formenn þingflokka og forsætisnefnd myndu flytja frum- varpið. Hálfur sigur „Mér fínnst ágætt að þeir skyldu sjá að sér og þetta er hálfur sigur fyrir verkalýðshreyfínguna í land- inu,“ sagði Ingibjörg R. Guðmunds- dóttir. „Við gerðum líka athugasemd við launin og að þeir tækju marg- falda launahækkun á móti því sem almenningur fær. Mér finnst í tilsvör- um fjármálaráðherra eins og að kostnaðargreiðslur væru það eina sem fólk gerði athugasemd við en það er fjarri lagi. Launahækkanirn- ar, sem þeir eru að taka sér, eru margfaldar á við það sem þeir sögðu að væri að kollsteypa þjóðfélaginu." - Silfurlax óskar eft- ir gjaldrotaskiptum STJÓRN Silfurlax hf. hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins séu brostnar og í gær var óskað eftir því við Héraðsdóm Suðurlands að félagið verði tekið til gjaldþrota- skipta. Júlíus B. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Silfurlax hf., vildi í samtali við Morgunblaðið í gær ekki gefa upp hverjir væru helstu lánardrottnar fyrirtækisins né hve skuldir þess væru miklar. Hann sagði skuldirnar þó skipta hundruð- um milljóna króna. Hluthafar í fé- laginu eru um 60 talsins, íslenskir og sænskir. Hjá félaginu starfa 15-20 manns, en auk þess hafa starfað 30-40 til viðbótar á vertíð- um. Silfurlax hf. hefur starfað á sviði Skuldir fyrirtæk- isins nema hundr- uðum milljóna seiðaeldis og hafbeitar í 11 ár. Hafbeitarstöð félagsins er í Hrauns- firði á Snæfellsnesi, en eldisstöðvar eru á Núpum og Læk í Ölfusi, Hallkelshólum í Grímsnesi og Laug- um í Hrunamannahreppi. Frá 1990 hefur félagið að meðaltali sleppt 2,5 milljónum sjógönguseiða á ári, en í seiðastöðvum félagsins er tals- vert á íjórðu milljón laxaseiða sem langt er komið með að ala fyrir seiðasleppingu vorið 1996. Þar að auki er talsverL á aðra milljón hrogna og kviðpokaseiða í stöðvun- um. Júlíus sagði að helsta ástæða þess að óskað væri skiptameðferðar væri sú að endurheimtur úr hafbeit hefðu verið langt undir því sem þarf til að reksturinn beri sig. „Endurheimturnar voru ríflega 7% þegar við vorum að byija og fram til 1988 og það hefði dugað ágætlega. Síðan hafa heimturnar verið nálægt 3% og því verið tap- rekstur í 5-6 ár,“ sagði hann. Ríkisstjórnin samþykkti 50 millj- óna króna lán til Silfurlax hf. í árs- lok í fyrra en þá stefndi í gjaldþrot félagsins, sem er í meirihlutaeigu sænskra iðjuhölda. Þar á meðal er Curt Nicolins, fyrrverandi stjórnar- formaður SAS. Hafa sænsku eig- endurnir lagt félaginu til áhættu- fjármagn sem nemur vel á annan milljarð króna frá því það tók til starfa árið 1984. Sveigjanlegur lánstími húsbréfa og lægri þröskuldur vegna lána til endurbóta á eldra húsnæði Húsbréf til 15,25 og 40 ára eftir áramót PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hyggst beita sér fyrir útgáfu húsbréfa með lánstíma til 15 og -«i*40 ára í viðbót við 25 ára bréfin. Hann reiknar með að þessir nýju flokkar húsbréfa verði gefnir út um næstu áramót. Páll sagði í samtali við blaðið að vaxtakjör yrðu líklega hin sömu á flokkunum þremur en benti á að árleg greiðslubyrði af láni til 40 ára yrði 19% léttari en af jafnháu bréfi ,i iil 25 ára. Um áhrif á greiðslumat, sagði Páll að ætla mætti að efnalít- ið fólk stæði frekar undir 40 ára bréfum en til 25 ára. Þessi breyting er að tillögu nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði í vor til að finna leiðir til að gera húsbréfakerfið sveigjan- legra eins og kveðið er á um í stjórn- arsáttmálanum. Formaður nefndar- innar er Magnús Stefánsson alþing- ismaður. Nefndin skilaði þessum tillögum í gær. Nefndinni var einn- ig falið að gera tillögur um hvernig leysa má úr vanda þeirra sem lent hafa í vanskilum með 25 ára bréfin og lengja lánstímann í 40 ár. Páll vonast eftir að fá tillögur þar að lútandi í næstu viku. Endurbætur fyrir 500 þús. lánshæfar Nú þurfa endurbætur á eldra húsnæði að kosta 1.080.000 kr. til að húsbréfalán fáist. Páll hyggst lækka þennan þröskuld niður í 500 þúsund krónur. Verið er að athuga hvort slík lán verða veitt fyrir ára- mót úr lánaflokki 25 ára bréfa sem enn er opinn. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Klifið í Búhömrum BJÖRN Baldursson íslands- meistari í klettaklifri kleif ný- lega Búhamra í Esju, en leiðin sem hann fór er um 20 metra há og þykir mjög erfið. Björn er nú í Frakklandi þar sem hann æfir fyrir Norðurlandamótið í klettaklifri sem haidið verður í Lillehammer í Noregi í lok októ- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.