Morgunblaðið - 27.09.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 23
AÐSENDAR GREINAR
69% vilja fella niður
skylduáskrift að RÚV
ÞAÐ ER ljóst að krafa 17.000
manna er orðin að kröfu 69% þjóð-
arinnar. Þrátt fyrir þessa stað-
reynd eru til menn sem statt og
stöðugt trúa því að þeir einir geti
með tilskipunum og lagasetningu
stjórnað hvað sé á boðstólum fyrir
allan almenning. Það er þeirra
staðfesta trú að þeir séu að gera
öllum gott, með því að hafa vit
fyrir almenningi og velja fyrir
hann það sem er á boðstólunum
hveiju sinni.
Lýðræði er það að lýðurinn
ræður innan þeirra siðferðismarka
sem má setja til að tryggja að
hver einstakur maður geti með
góðu móti talist vera fijáls. Lög
eru sett til að vernda hvern ein-
stakling til að hann megi dafna
innan þessa lýðræðisramma sem
nauðsynlegur er. En þegar lög eru
andstæð vilja meirihluta þjóðar-
innar og breyting á þeim brýtur
ekki gegn hveijum og einum ein-
staklingi, þá skal þeim breytt.
Lögin eru fyrir fólkið en lög eru
ekki fyrir lögin sjálf. Það eru lög
í landinu sem kveða á um að allir
eigendur viðtækja skuli greiða
sjónvarps- og útvarpsgjald. Það
er skýr vilji meirihluta þjóðarinnar
fyrir því að þessum lögum skuli
breytt.
skoða nánar annað
atriði sem Heimir fjall-
ar um þegar hann seg-
ir: „Einungis er á það
bent, að einkareknir
ljósvakamiðlar eru
skuldbundnir eigend-
um sínum. Útvarp og
sjónvarp í almennings-
þjónustu eru aftur á
móti engum háð nema
hlustendum sínum og
áhorfendum og þeim
lögum, sem þar að
lúta.“ Ég fæ ekki séð
að þessi skilgreining
standist nema með
fijálsri áskrift. Hvað
hafa hlustendur og
áhorfendur að segja þegar þeir
geta ekki sagt upp áskriftinni? Ég
vil ekki kalla þetta blindu heldur
yfirsjón af jafn hæfum manni sem
Heimi Steinssyni að sjá ekki hvað
felst í þessum orðum hans. Þetta
er í raun nákvæmlega það sama
og háttvirtur alþingismaður, Tóm-
as Ingi Ulrich, sagði á fundi hjá
okkur: „Það er fijálst val, þið get-
ið valið á hvaða sjónvarpsstöð þið
stillið." Einkarekin ljósvakamiðill
heldur ekki velli nema hann bjóði
góða dagsskrá sem lýtur vilja
þeirra sem á hana horfa.
Alþingi verður að
svara vilja
þjóðarinnar
Heimir Steinsson
útvarpsstjóri svarar
grein minni frá því 29.
ágúst sl. með annarri
þann 5. september. Ég
vil nú byija á því að
segja að deila okkar í
samtökunum Fijálst
val er hvorki við Heimi
Steinsson, þann mæta
mann, né starfsmenn
Rúv. Deila okkar er
við Alþingismenn og
aðra þá aðila sem vilja
viðhalda fyrirkomulagi
þessu hvað varðar skylduáskriftina,
gegn vilja þjóðarinnar. Reyndar vil
ég þakka Heimi fyrir hreinskilni
sína að viðurkenna að hann hafí
áhuga á frelsi og sjálfstæði ljósvak-
amiðla. Þar sem okkur greinir á
um eru aðferðirnar til þess að ná
þessu markmiði fram. Það er því
algjörlaga óþarfa skot að talá um
blindu þegar menn eru sammála
um markmiðið, en greinir svo á
um aðferðir. Þetta heitir á máli
alþingismanna, skoðanaskipti og
þykir bera vott um háttvísi. I fram-
haldi af þessu má ég til með að
Árni
Svavarsson
Útvarpsstjóri er sammála
Ég er þeirrar skoðunar að
einokun Rúv standi í vegi fyrir því
að upp komi eðlileg samkeppni um
áhorfendur. Heimir orðar þetta
svona: „Fijálsir og óháðir fjölmiðl-
ar eru eitthvert þýðingarmesta
vopnið í höndum borgaranna í lýð-
ræðisþjóðfélögum nútímans." Af
lestri greinar Heimis sé ég að í
raun erum við sammála um margt
og skil því ekki þegar hann heldur
því fram að það sjóði á mér.
í grein minni 29. ágúst sl. sagði
ég að menningarhlutverk Rúv
væri stórlega ofaukið, ég sagði
Meiríhlutinn á að ráða
ferð, segir Árni
Svavarsson, og nærri
sjö af hverjum tíu
vilja fella niður skyldu
áskrift að RÚV.
aldrei að þessir liðir ættu ekki
heima þar. Heimir heldur áfram:
„Svo er að sjá sem listaflutningur
og umfjöllun um^ listir í útvarpi
og sjónvarpi séu Árna Svavarssyni
fullkomin andstyggð.“ Hér er
Heimir að leggja mér skoðun í
hug, eða að misskilja, því það má
ekki taka gagnrýni mína öðruvísi
en að mér fínnst þetta hlutverk
Rúv vera ofmetið. Til að mynda
sagðist ég alveg tilbúinn að ræða
frekar þá fullyrðingu Heimis að
íslensk sjónvarpsleikrit væru
spjótsoddur í menningarbaráttu
landsmanna. íslensk sjónvarps-
leikrit fá trúlega einna mesta
áhorfun alls efnis sem á annað
borð er boðið upp á. Það er í sjálfu
sér sérstakur viðburður þegar boð-
ið er upp á þetta efni. Staðreyndin
er hins vegar sú að þetta efni
hefur oft á tíðum verið hálf mis-
lukkað. Þessu er öðruvísi farið
með útvarpsleikritin sem mörg
hver hafa verið flutt í gegnum tíð-
ina jafnvel margendurtekin og við
góðar undirtektir. Það er einkenni-
legt að á meðan á þessum skorti
á sjónvarpsleikritum stendur er
aðilum innan stofnunarinnar greitt
í tvígang fyrir að skrifa sama leik-
ritið. Hér tel ég að leikritahöfund-
ar og frjálsir upptökuaðilar eigi
að leggjast á eitt og framleiða
efni sem þeir bjóða svo ljósvakam-
iðlunum að kaupa flutningsrétt á.
Hér mætti hugsa sér að styrkja-
kerfi kæmi að notum til fjármögn-
unar, t.d. í formi lána. Hlutverk
Rúv er að koma þessu menningar-
efni til áhorfenda. Þá komum við
aftur að því sem ég sagði að Rúv
hefði fyrst og fremst kynningar-
hlutverki að gegna.
Áskorun til alþingismanna
Að lokum þetta: Vilji þjóðarinnar
liggur fyrir, ef marka má könnun
Gallups sem Rúv lét gera fyrir sig.
Tæplega 70% vilja fá niðurfellingu
á skylduáskriftinni. Þessu verða
ráðamenn að svara með lagfæringu
á útvarpslögum. Ég skora á alla
þingmenn þjóðarinnar að virða vilja
þjóðarinnar.
Höfundur er ritari Frjáls vals.
SIBS-dagurinn
endurvakinn
ÞEIR sem komnir
eru yfir miðjan aldur
muna sjálfsagt eftir
SÍBS- deginum í byij-
un október, þegar
skólabörn gengu í hús
og seldu merki og blað
dagsins til stuðnings
þeim sem berklaveikin
- sá ægilegi vágestur
- hafði náð tangarhaldi
á.
Hvíti dauðinn er sem
betur fer að velli lagð-
ur en aðrir sjúkdómar,
engu betri, gerast nú
áleitnir við líf okkar og
heilsu og bregðast þarf
við af sama myndar-
skap og gert var gagnvart afleið-
ingum berklanna á sínum tíma.
Um næstu helgi efnir SÍBS til
merkjasölu um land allt eftir langt
Styrkjum Reykjalund,
segir Þorsteinn Sig-
urðsson, og minnir á
SÍBS-dagana, 29. og
30. september og 1.
október nk.
hlé og hyggst með því endurvekja
fjáröflunardag samtakanna sem á
árum áður skilaði dijúgu fé til upp-
byggingar að Reykjalundi. Vinnu-
heimilið að Reykjalundi þekkja
flestir, en það hóf starfsemi fyrir
50 árum að frumkvæði samtaka
berklasjúklinga. Eftir að þörfin á
endurhæfingu berklaveikra rénaði
var á Reykjalundi tekið til-við hæf-
ingu og endurhæfingu annarra
sjúklingahópa sem stóðu höllum
fæti. Þá þurfti til að koma margs
konar nýbreytni í húsnæði og
tækjabúnaði til viðbótar því sem
fyrir var og ráða þurfti hóp sérfræð-
inga í öðrum meinum til að sinna
hinum nýju verkefnum.
í dag eru á Reykjalundi 174 vist-
rými og árið 1994 nutu alls 1274
sjúklingar með ýmsa
sjúkdóma og fatlanir
hæfingar og endur-
hæfingar. Fyrir ötult
starf SÍBS og með góð-
um stuðningi almenn-
ings hefur smám sam-
an tekist að efla Rey-
kjalund, auka hús-
næðið, bæta búnaðinn,
þróa starfið og gera
það fjölbreyttara og æ
umfangsmeira. Það er
ekki að ófyrirsynju að
Reykjalundur hefur
löngum verið helsta
stolt þjóðarinnar á sviði
endurhæfingar, enda
fagleg stjórnun og
rekstur stofnunarinnar með ein-
stökum ágætum.
Enn er þó brýn þörf á aukinni
og bættri aðstöðu á Reykjalundi,
og til þess þarf peninga sem ekki
verða sóttir í ríkissjóð. Nú eins og
jafnan fyrr leitar SÍBS til almenn-
ings um stuðning svo takast megi
að sinna mun fleiri sjúkum og nýta
enn betur þá góðu aðstöðu sem
þegar er til. Efst á óskalistanum
er fullkomin þjálfunarlaug til við-
bótar við þá litlu innisundlaug sem
fyrir er ásamt rúmgóðum sal til
hreyfiþjálfunar.
Þeir eru orðnir margir sjúkling-
arnir, sem notið hafa endurhæfing-
ar á Reykjalundi og þekkja af eigin
raun hvers virði dvölin þar er. I
framtíðinni munu einnig margir
koma þangað til dvalar eftir heilsu-
farsleg áföll. Gerum þeim vistina
sem árangursríkasta. Kaupum
merki SÍBS og stuðlum með því að
áframhaldandi uppbyggingu hæf-
ingar- og endurhæfingarstöðvar-
innar að Reykjalundi.
Sjálfboðaliðar munu verða á fjöl-
förnum stöðum um land allt SÍBS-
dagana 29. og 30. september og
1. október við sölu merkja og eru
landsmenn hvattir til þess að bregð-
ast vel við eins og jafnan áður.
Höfundur er kennari.
Þorsteinn
Sigurðsson
Kví eða ekki kví
FYRIR ekki margt
löngu læddist torkenni-
legur dúett inn fyrir
hafnargarðana í Hafn-
arfírði. Hér fóru saman
traustlegur dráttarbát-
ur sem á eftir sér dró
það sem við fyrstu sýn
virtist vera sögulegar
stríðsminjar. Gripur
þessi sem sennilega á
tilveru sína að þakka
heimstyrjöldinni hinni
síðari reyndist við nán-
ari kynni vera svokölluð
flotkví og ku vera sköp-
uð af baráttuglöðum
Bretum í lok þeirrar
styijaldar sem áður var
nefnd. Erindi þessa grá-
málaða ferlíkis til Hafnarfjarðar er
auðsætt og átti sér nokkurn aðdrag-
anda þótt bæði meðganga og fæðing
hafi tekið mun fljótar af en aðstand-
endur allir höfðu getið sér til um.
Það er engum blöðum um það að
fletta að flotkví sem þessi getur ver-
ið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í
því bæjarfélagi sem hún er staðsett
í. Um það verður ekki deilt.
Hitt má aftur deila um hvort sú
atvinnustarfsemi sem fyrir er þoli
nábýli við athafnasemi af þessu tagi,
og hvort upp geti komið sú staða
að meiru verði fórnað fyrir minna.
Ekki liggja fyrir, mér vitandi, neinar
óyggjandi upplýsingar um hversu
mikil og þá hvernig mengun geti
fylgt starfsemi þeirri sem tengist
flotkví þessari og því erfitt að vega
það og meta hveijum stafar hætta
af og hlýtur slíkt mat að verða nokk-
uð tilfinningaskotið og huglægt þar
til slíkar upplýsingar liggja fyrir. Hér
á ég við þá mengun sem hugsanlega
gæti stafað af málningarvinnu, sand-
blæstri, rústbarningi og fleiru í þeim
dúr. Önnur er sú mengun sem ekki
verður framhjá litið,í þess orðs fyllstu
merkingu, en það er sú mengun sem
oftast hefur gegnt nöfnunum útlits-
mengun eða sjónmengun.
Seint verður bæjarbúum talin trú
um að mannvirki þetta geti talist
fagurt og örugglega vandfundin þau
augu sem glaðst geta yfír sköpulagi
og ásýnd gripsins. Því er mikils um
veit að vel takist til um hvað stað-
setningu varðar. Vegna
þess hversu fljótt veður
skipuðust í lofti hvað
tilurð kvíarinnar snertir
er einsýnt að hún verður
fyrst um sinn að gista
innan hafnargarða.
Æskilegasta staðsetn-
ingin væri að mínu mati
innan við Norðurgarð,
en sú staðsetning, skilst
mér, mun kalla á dýpk-
unarframkvæmdir við
Norðurbakka, sem að
fróðra manna sögn eru
óframkvæmanlegar
vegna þess hve lítið má
grafa frá stálþili bakk-
ans. Einnig hefur því
heyrst fleygt að trygg-
ingafélög væru ófáanleg til að leggja
blessun sína yfir þær vistai'verur
sökum ölduhæðar. Þá hafa sjónir
fólks beinst að Háabakka sem tengir
saman Suðurbakka (Harðbakka) og
Óseyrarbryggju. Þar getur af skiljan-
legum ástæðum ölduhæð aldrei orðið
mikil, en aftur á móti getur öldusog
og kvika orðið þar gífurleg í vestan-
áttum og hafa skip sem þar hafa
legið við slíkar aðstæður slitið af sér
festar af sverustu gerð og mátt litlu
muna að illa færi. Slík staðsetning
myndi óyggjandi valda töluverðri
sjónmengun þar sem kvíin myndi
verða mjög áberandi og sjást víða
að og óneitanlega skera sig illilega
úr umhverfinu. Þá er að mínu mati
einungis um einn kost eftir að ræða.
Við Suðurgarð, við hið svokallaða
ker, hvíla einungis og oftast nær,
fyrrum stolt fley sem hætt eru að
færa björg í bú og bíða hnípin og
niðurlægð örlaga sinna. Þeim mætti
velja annan samastað og jafnvel fjar-
lægja kerið áðurnefnda og skapa
svigrúm og aðstöðu fyrir flotkvína.
Þar er dýpi nægjanlegt og olíuskip
eru að verða harla fátíðir gestir í
Hafnarfirði með tilkomu Helguvík-
urhafnar. Ekki hef ég aflað mér
upplýsinga um ríkjandi vindáttir í
Hafnarfjarðarhöfn en einhvern veg-
inn segir mér svo hugur um að þar
muni aðallega ráða ríkjum sunnan-
og austanstæðar áttir. Ætti það að
teljast til góðra tíðinda hvað varðar
hugsanlega mengun samfara starf-
Erum við að fórna meiru
fyrír minna, spyr
Gylfi Norðdahl, sem
hér fjallar um flotkví í
Hafnarfirði.
semi af þessu tagi, þ.e. ef um þessa
staðsetningu verður að ræða.
Staðsetning innan núverandi
hafnargarða getur aldrei talist góð-
ur kostur, og getur aldrei orðið nema
tímabundin.
Hefjast verður handa hið fyrsta
að gera nýjan hafnargarð út í Helga-
sker og ætla síðan flotkvínni ásamt
óhjákvæmilegu athafnasvæði sem
henni fylgir aðstöðu innan þess
garðs. Drafnarslippurinn mun þá
samtímis leggjast af enda tilveru-
réttur hans orðinn harla bágborinn
eftir að hinir svokölluðu vertíðarbát-
ar tína tölunni hver á fætur öðrum
og hverfa í hinn óseðjandi melting-
arveg sægreifanna.
Á því svæði ætti að geta orðið
áframhald á segl- og smábátahöfn-
inni sem fyrir er. Þau mannvirki og
sú starfsemi sem þar fer fram telj-
ast tiltölulega vistvæn á nútíma-
mælikvarða. Og víst er það að Flens-
borgarhöfn gleður augað.
Hófundur er verksljóri og vara-
maður í atvinnumálanefnd Al-
þýðuflokksins.
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WIND0WS
ALHLIÐA
TÖLVUKERFI
0 KERFISÞRÓUN HF.
Fákateni V - Sími 568 8055
Gylfi
Norðdahl