Morgunblaðið - 04.10.1995, Page 18

Morgunblaðið - 04.10.1995, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Gullgerðarlist hin nýja MYNPLIST Kjarvalsstaöir MÁLVERK Kristin Gunnlaugsdóttir. Opið kl. 10-18 alla daga til 15. okt. Sýningarskrá kr. 1450. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). FERILL Kristínar Gunnlaugsdóttur er gott dæmi um hvernig óvenjuleg námsbraut getur orðið mun betri undirbúningur fyrir síðari störf en hefðbundnar leiðir. Hún stundaði nám í Mynd- listarskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan frá M.H.Í. 1988, á tíma þegar málverkið var síður metið en hugmyndalist af ýmsu tagi, og handverkið var minna virði en kenningin. Með þennan bakgrunn hélt hún til Ítalíu og lærði íkonamálun, sem byggir á hefðum sem hafa verið óbreyttar í aldaraðir; framhaldsnám í Flór- ens hefur síðan gefið henni tækifæri til að kynn- ast aldagamalli list í návígi, og út frá þessu hefur hún þróað sinn eigin myndheim, sem birt- ist hér á sýningunni sem aldrei fyrr. Kristín hélt einkasýningu í Gallerí Nýhöfn 1991, þar sem fram komu myndir byggðar á fornum hefðum, en undirritaður minnist sérstak- lega sjálfmyndar hennar á opnunarsýningu Listasafns Akureyrar fyrir tveimur árum, sem bar sérstæðri myndsýn glöggt vitni. íkonasýning hennar á síðasta ári var endanieg staðfesting þess að handbragðið og virðing fyrir hefðum þessarar listgreinar var til staðar, og vísaði með nokkrum hætti til þeirrar myndlistar, sem lista- konan hefur nú þróað enn frekar með persónu- legum hætti. Á sýningunni er að finna tuttugu og fimm myndverk, sem ýmist eru sett á vegg, eru í formi standandi helgimynda sem málað er báðum megin á, eða jafnvel tréhnatta, sem hafa nánast óendanlega vídd. Þessi málverk eru máluð méð olíulitum eða hinni fomu tækni eggtemperalita, auk þess sem gull er ríkulegur þáttur í flestum þeirra og gerir sitt til að skapa í þeim anda stað- og tímaleysis; þegar Kristín málar á tré verða tengslin við fomar hefðir enn sterkari en ella. í ritgerð í sýningarskrá spyr Ólafur Gíslason hvort það sé mögulegt að endurvekja gildi gam- allar listar í nútímanum, og vísar þá til vinnu- bragða listakonunnar og þeirra hefða sem hún byggir á. Þar skiptir dulúðin miklu, sem hún gerði einnig í hinni endalausu leit aldanna að viskusteininum, sem átti að umbreyta óæðra efni í gull; gullgerðarlistin var þannig ímynd allrar þeirrar sköpunar sem einnig kemur saman í myndlistinni. Sé litið til verka Kristínar á sýningunni er svarið við spurningunni ótvírætt jákvætt. Hver mynd er sérstakur heimur, sem bæði vísar til fyrri tíðar og snertir okkur í samtímanum. Stærstu verkin - tvær Maríumyndir (nr. 20 og 21) og „Bláir englar“ (nr. 22) vísa til hinnar tímlausu túlkunar á þessum myndefnum sem Morgunblaðið/Þorkell KRISTÍN Gunnlaugsdóttir: „Sólin“. má rekja aftur til miðalda, en í öðrum myndum hefur sama vinnuaðferð verið notuð til að skapa veröld framandi dulúðar, sem þó hefur ætíð mannlega skírskotun á bak við. Þannig er tilvís- unin í „Heyrnarlaus" (nr. 6) afar skýr, þó andlit- ið beri ljúflega þau örlög, sem á persónuna eru lögð; spurningin í „Græn mynd með stiga“ (nr. 7) er hin eilífa gáta um hvert liggur leið, og fylgidýrin í „Par í rauðu“ (nr. 25) vísa til klassískra tákngilda sem geta auðveldlega feng- ið nýja merkingu. Þær mannverur sem fylla fleti Kristínar eru dregnar mjúkum línum, og minna í fínleik sínum á myndgerð fimmtándu aldar, t.d. í verkum Hieronymus Bosch. En þrátt fyrir mýktina er þetta ekki kynlaust fólk fremur en í myndum Bosch; þar er fólkið látið þjást miskunnarlaust fyrir erfðasyndina, en hér eru staða kynjanna nokkuð önnur, hvort sem litið er til verka eins og „Sólin“ (nr. 5), „Fljúgandi menn“ (nr. 3) eða „Avaxtaskálin" (nr. 19), þar sem freistingin í aldingarðinum er óneitanlega sett upp á nokkuð annan hátt en venjulegast er. Mismunandi stærðir verkanna, lögun, sem og frágangur þeirra - allt frá því að vera í tví- og þrískiptum gylltum römmum helgigripa til þess að vera órammaðar - skapa sýningunni mikla fjölbreytni, sem þó er ætíð byggð á einhverri arræni dulúð, sem er undirtónn allra verkanna. lafur túlkar þetta svo í inngangi sínum: „í myndlist Kristínar má finna sterka löngun til afturhvarfs til þess tíma, þegar merking hlut- anna var skýrð út frá goðsögulegri eða trúar- legri reynslu og orðin og myndirnar höfðu ótví- ræða merkingu. Slík reynsla hefur um leið átt æ erfíðara uppdráttar í samtíma okkar, þar sem vísindahyggjan og markaðslögmálin hafa sundr- að heimsmynd okkar og leyst upp tungumálið, þannig að ekki er lengur mögulegt að draga upp heildstæða mynd af manninum í sögunni og rýminu." Það er mikið til í þessum orðum, en í ljósi myndanna má ef til vill ekki síður tala um að rudd sé ný braut en að horfíð sé aftur til fyrri tíma; þannig hefur góð myndlist til að bera ögrun, sem getur skapað fijóar umræður langt út fyrir beinar skýringar á viðfangsefninu. Þessi sýning nýtur miðrýmisins á Kjarvals- stöðum með þeim hætti, sem fáar aðrar hafa gert í langan tíma. Oft hefur því verið haldið fram, að myndlistin nái best til áhorfenda þegar sýningarplássið er sem næst hlutlaust, og dreg- ur ekki athyglina frá því sem verið er að sýna; dæmi um velheppnaða sýningu í þessum anda var sýning á hljóðverkum Finnboga Péturssonar á sama stað fyrir nokkrum misserum. Hér hafa veggir, stallar og skilrúm hins vegar verið löguð að verkum Kristínar og máluð í rauðum og svört- um litum, sem umlykja sýninguna og eiga mik- inn þátt í að skapa henni þá nánd og hlýju, sem hér ræður ríkjum í heildarsvipnum. Sýningarskráin er að sama skapi vönduð í alla staði og fylgir þessari tilfinningu eftir. Þeg- ar hefur verið minnst á fróðlegan inngang Ólafs Gíslasonar, þar sem höfundurinn veltir vöngum með skemmtilegum hætti yfir þeim tengslum sem fmna má í verkum Kristínar við frumspeki býsanskra myndhefða, tónlist og gullgerðarlist miðalda. Sú niðurstaða að setja ljósmyndir verk- anna almennt á svartan bakgrunn fremur en hvítan er einnig vel til fundin og dregur fram dýpt og innileik, sem ella hefði ekki notið sín að sama skapi. Þessi eigulega skrá er þannig verðugur vitnisburður um mjög sérstaka sýn- ingu. Hér getur að líta einkar persónulega myndsýn listakonu, sem að líkindum á eftir að halda áfram að vekja eftirtekt og láta að sér kveða í ís- lenskri myndlist. Því ættu listunnendur alls ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara; um leið er rétt að hvetja allan almenning til að líta inn og skoða vel þessi málverk, sem gera hvort tveggja í senn, að endurnýja kynni okkar við fornar hefðir miðilsins og sækja fram á nýjar lendur dulúðar og persónulegrar tjáningar. Hin nýja gullgerðarlist er ekki síðri hinni eldri. Eiríkur Þorláksson Chopin- keppni í Varsjá Varsjá. Reuter. MIKIL tónlistarkeppni til heiðurs pólska tónskáldinu Frederic Chop- in hófst í gær í Varsjá. Flykkjast ungir og efnilegir píanóleikarar til borgarinnar þar sem þeir munu leika verk tónskáldsins í von um að vekja athygli og öðlast frægð og viðurkenningu. Um 140 píanó- leikarar taka þátt í henni og 25 dómarar meta hvemig til tekst. Keppnin, sem fyrst var haldin árið 1927 þykir afar erfíð og mikl- ar kröfur gerðar til keppenda. Árið 1990 lýstu dómarar keppninnar því t.d. yfir að enginn píanóleikar- anna ætti skiiið að hljóta fyrstu verðlaun þar sem engum keppanda hefði tekist að fanga anda tónlistar Chopins. Næstu þrjár vikur munu kepp- endur leika með Fílharmóníu Var- sjárborgar og eru miðar á tónleik- ana uppseldir, þrátt fyrir hátt verð á pólskan mælikvarða. 257 píanóleikarar sóttu um að taka þátt í keppninni en aðeins 140 manns hlutu náð fyrir augum dóm- nefndarinnar. Flestir eru frá Pól- landi og Japan, þar sem tónlist Chopins er í hávegum höfð. „Tónlist Chopins er fínlegasta og besta lýsingin á sál Póllands og sál pólsku þjóðarinnar. Hún hefur fylgt okkur á erfiðustu og gleðileg- ustu stundunum sem við höfum átt sameiginlegar," sagði Josef Oleksy, forsætisráðherra, við setninguna. Pavarotti neitar fréttum um skilnað ÍTALSKI tenórinn Luciano Pa- varotti bar í gær til baka sögu- sagnir um að erfiðleikar væru í hjónabandi hans og eiginkonunn- ar til 34 ára, Adua. Söngvarinn, sem er staddur í Varsjá, þar sem hann hyggst halda tónleika í kvöld, sagðist dýrka, elska og dá konur en sagði jafnframt að hann skildi þær ekki. Sigurvegarar Tónvaka RUV Hefur margvís- lega þýðingu SIGURVEGARAR í Tónvaka Ríkisútvarpsins eru tveir að þessu sinni, Júlfanna Rún Indriðadóttir píanóleikari og Ármann Helgason klarinettuleikari. Þetta var í fjórða sinn sem keppnin er haldin en áður hafa Þorsteinn Gauti Sig- urðsson, Bryndís Halla Gylfadótt- ir og Guðrún María Finnbogadótt- ir unnið hana. Sigurvegurunum verður afhent verðlaun á sérstök- um Tónvakatónleikum í Háskóla- bíói 26. október þar sem Ármann og Júlíanna Rún leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands. Þessir tónleikar eru hluti af margháttuð- um verðlaunum sigurvegaranna en auk þeirra hljóta þau ákveðna fjárupphæð og upptökurétt hjá Ríkisútvarpinu. Góð viðurkenning Júlíanna Rún lauk einleikara- prófi hér heima áður en hún fór Ármann Helgason Júlíanna Rún Indriðadóttir til Berlínar í framhaldsnám. í við- tali við blaðamann sagði hún að sigurinn í keppninni hefði marg- víslega þýðingu fyrir sig. ,’Þetta er góð viðurkenning og ætti að geta hjálpað manni til að koma sér á framfæri. Þetta er góð aug- lýsing. Það er einnig mjög mikil- vægt að vinna upptökutíma hjá Ríkisútvarpinu því það er hpgsan- legt að maður geti gefið þær upp- tökur út.“ Júlíanna Rún sagðist vera að undirbúa sig fyrir Tón- vakatónleikana í október en að öðru leyti er framtíðin nokkuð óráðin. Mörg tækifæri Ármann Helgason lauk einleik- araprófi á klarinett árið 1988 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann fór svo í framhaldsnám til Royal College of Music í Manc- hester. Síðan var hann í þijú ár í einkanámi hjá John McCaw í London en einnig sótti hann tíma í París. Ármann segir að sigurinn í keppninni veiti sér mörg tækifæri til að koma sér á framfæri og auglýsa. „Ég kem fram með Sin- fóníunni í október og get hugsan- lega gefið út upptökurnar sem ég get gert hjá Ríkisútvarpinu. Svo finnst mér þessi keppni vera mjög góður stuðningur við íslenska tón- iist almennt þar sem hver kepp- andi þarf að hafa þriðjung efnis- skrár sinnar af íslenskum toga sem þýðir að íslenskir tónlistar- menn kynna sér íslenska tónlist til flutnings." Ármann hefur undanfarið verið að taka upp Mozart-klarinettu- kvintettinn með hópi sem heitir Camer Arctiea, einnig eru ýmsir kammertónleikar á dagskrá hjá honum á næstunni ásamt tónleik- um á Listahátíð næsta sumar. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.