Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 12

Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Samráð haft við stjórnar- andstöðu FORYSTUMENN stjórnarand- stöðunnar voru kallaðir inn á fund ríkisstjórnarinnar til að fara yfir stöðu mála á Flateyri og þær aðgerðir sem grípa þarf til á allra næstu dögum. A fundinum voru einnig forstjóri Landhelgisgæslu og framkvæmdastjóri Almanna- varna. Fyrir hönd sljómarandstöð- unnar mættu á fundinn Margrét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, Guðmundur Arni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins, Jóhanna Sig- urðardóttir, formaður Þjóðvaka, og Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- maður Kvennalistans. Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna, sat einnig fundinn. „Eg tel, út frá þeirri þekkingu sem maður hefur á þessum at- burðum, að menn hafi staðið sig afar vel, bæði hvernig tekið var á þessu af hálfu Almannavarna ) og eins rikissljómarinnar,“ sagði Margrét Frímannsdóttir. „A fundinum vorum við fyrst og fremst að fara yfir stöðuna eins og hún er í dag. Það var rætt um að við myndum hafa samráð áfram um hvernig staðið verður að málum í framtíðinni, sem skiptir verulegu máli.“ Margrét sagðist vilja fyrir hönd stjórnarandstöðunnar koma á framfæri þakklæti allra sem staðið hefðu að björgunarstörf- um og samúðarkveðjur til allra þeirra sem ættu um sárt að binda. Eitt flóð gleymdist í UPPTALNINGU í Morgunblaðinu í gær yfir snjóflóð, sem fallið hafa í og við Flateyri, var ekki talið með flóð, sem féll 26. október árið 1934, réttu 61 ári fyrr en flóðið á fimmtu- dag. í þessu flóði fórust þrír menn. FRÉTTIR Morgunblaðið/Arni Sæberg RÍKISSTJÓRNIN á fundi með fulltrúum stjórnarandstöðunnar og framkvæmdastjóra Landhelgisgæslunnar. Reynslan fra Súða- vík skípti miklu JÓHANNES Reykdal, talsmaður Almannavama ríkisins, segir að björgunaraðgerðir á Flateyri hafí gengið vel fyrir sig. Stjórnendur björgunarstarfsins fyrir vestan og í Reykjavík og björgunarsveitar- menn hafí búið að reynslu frá Súða- víkurslysinu. Þá hafi skipt miklu máli að fjarskipti og rafmagnsmál voru í góðu lagi. „Það er okkar mat að björgunar- aðgerðir hafi gengið eins vel og við mátti búast. Það hjálpaðist margt að, veðrið gekk niður og við gátum notað þyrlur. Hundar og læknar komust strax á staðinn og það held ég að hafi skipt sköpum í þessari leit. Fjarskipti og aðrar tengingar við svæðið hafa verið í mjög góðu lagi. Það var hægt að halda raf- magni á staðnum, en þessir tveir þættir ollu okkur erfíðleikum í Súðavík. Jarðgöngin hjálpuðu einn- ig mikið. Vegna þeirra var hægt að koma björgunarliði miklu fyrr frá ísaijarðarsvæðinu til Flateyrar en annars hefði verið. Það hefur ekkert komið upp sem hægt er að segja að við hefðum viljað gera öðruvísi. Björgunarað- gerðir verða hins vegar skoðaðar í heild síðar.“ Þyrlumar börðust á móti vindinum Jóhannes sagði að forgangsröðun aðgerða hefði breyst þegar ljóst var að hægt væri að nota þyrlurnar. „Það var náttúrlega alveg á mörk- unum að þyrlurnar gætu athafnað sig. Það sést best á því að það tók þyrlumar einn klukkutíma og 45 mínútur að komast frá Rifi að Flat- eyri, en ekki nema 45 mínútur alla leið frá Flateyri til Keflavíkur. Þetta segir sína sögu um veðrið." Einn af þeim sem lést í snjóflóð- inu yfirgaf hús sitt þar sem það var á hættusvæði samkvæmt hættumati. Jóhannes var spurður hvort það hættumat sem gefið væri út fæli í sér falskt öryggi. „Þetta hefur verið rætt og það hefur komið fram það sjónarmið að hættumatið sé byggt á söguleg- um forsendum; þeim þekktu snjó- flóðum sem hafa failið. Okkur vant- ar samt miklu meiri heimildir um snjóflóð til að byggja á. Við byggj- um á svo stuttri snjóflóðasögu. Það eina sem er öruggt er að þessi svo- kölluðu rauðu svæði eru hættu- svæði, en það hefur enginn sagt með óyggjandi hætti að þau svæði sem liggja þar fyrir utan séu ör- ugg-“ Umtalsvert tjón þegar fé fennti á Norðurlandi Æmar að finnast undir fjögurra metra snjósköflum Akureyri. Morgunblaðið. „TJÓNIÐ er mikið en hremmingin meiri,“ sagði Þröstur Jóhannesson, bóndi á Gilsbakka, sem ásamt sveit- ungum sínum var að leita að fé sínu í snjósköflum skammt frá bænum. Hann er með 75 ær, 38 þeirra höfðu fundist dauðar síðdeg- is í gær og voru 5 enn ófundnar. Ærnar voru að finnast undir allt að fjögurra metra snjósköflum. * Fjöldi'ljár á norðanverðu landinu drapst í áhlaupinu sem gekk yfir um miðja vikuna. Bændur nutu aðstoðar björgunarsveitarmanna við að grafa féð úr fönn, en al- mennt voru þeir ekki farnir að taka fé á hús þegar óveðrið skall á. Ljóst er að tjón bænda er umtals- vert að sögn Jóhannesar Ríkharðs- sonar, ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga, en í gær var þó ekki að fullu vitað hversu margt fé hafði farist í óveðrinu. Geysilegur skaði Um 300 fjár var á Ytri-Húsa- bakka í Seyluhreppi en síðdegis í gær var álitið að einungis um þriðj- ungur þess hefði bjargast úr óveðr- inu. „Þetta er alveg geysilegur skaði,“ sagði Jóhannes. Hann sagði Morgunblaðið/Kristján FJÖLDI manns leitaði fjár sem fennt hafði á norðanverðu landinu í áhlaupinu um miðja viku. Þeir Ingi Bjarkason, Akureyri, Ævar Kristinsson, Miklagarði, Ármann Ólafsson, Litla-Garði, Þorvaldur Hallsson, Ysta-Gerði, Þorsteinn Björnsson, Akureyri, Magni Kjart- ansson, Árgerði, og Þröstur Jóhannesson, Gilsbakka, voru enn að leita fimm kinda Þrastar síðdegis í gær, en þegar höfðu fund- ist 38 dauðar ær í eigu hans. að víða um Skagafjörð hefðu kindur farist, en langmest væri tjónið á Ytri-Húsabakka. „Bændur um allan fjörð eru að leita og grafa fé sitt upp úr fönn,“ sagði hann. Einnig var í gær verið að leita kálfa sem týnst höfðu í norðanáhlaupinu í Skagafirði. Mikið verk að moka kindurnar upp Vitað er að fjöldi kinda fórst í Eyjafirði, en félagar í björgunar- sveitinni Dalbjörgu í Eyjafjarðar- sveit aðstoðuðu bændur við að grafa upp fé í gær og þá lögðu félagar í slökkviliðinu einnig sitt af mörkum. Á Gilsbakka var síð- degis búið að finna 38 dauðar kind- ur en enn vantaði 5. Einnig var í gær verið að leita að nokkrum kindum á bænum Samkomugerði, en þar höfðu 20 ær fundist dauð- ar. -Mikið verk var að moka kind- urnar upp, en þær hafði hrakið undan veðri og leitað í skurði þar sem þær fennti á kaf. Bjargráðasjóður bætir þeim bændum sem urðu fyrir tjóni í ham- förunum tjónið, en þeir hafa 5% eigin ábyrgð. Bændur í erfiðleikum með fénað Hvammstanga. Morgunblaðið. MIKIÐ norðaustan og síðan norðan- veður hefur gengið yfir Húnaþing í vikunni. Talsverður snjór kom í héraðið, færð spilltist nokkuð og fénaður hefur hrakist og sums stað- ar fennt. Á fímmtudag hafði póstur t.d. ekki borist í héraðið frá því um helgi. Talsvert er um að bændur eigi í erfiðleikum vegna búfénaðar, sem óvíða var kominn í hús. Mikil bleyta var í snjókomunni og klessist snjór- inn því mjög í féð og torveldar því að bera sig um. Björgunarsveitin Káraborg hefur a.m.k. aðstoðað einn bónda við fénað. Slátrun tafðist Slátrun sauðfjár er ekki lokið að fullu á Hvammstanga. Guðmundur Gíslason, sláturhússtjóri hjá kaup- félaginu, sagði starfsfólk hafa mætt nokkuð vel á miðvikudags- morgni, en ekki náðist að flytja í hús nema 150 fjár, en fyrir voru í húsi um 700 fjár. Alls vinna í slátur- húsinu um 100 manns. Margt starfsfólk úr sveitinni hefði orðið að gista á Hvammstanga, því ekki hafí verið nokkurt ferðaveður. Rafmagn hefur haldist í vestari sýslunni, en fréttaritara hefur ekki tekist að fá nánari upplýsingar um hvort bilanir séu á svæðinu. Að lokum má geta, að fréttarit- ara þykir skammur tími síðan snjór- inn fór úr garði han's, en hann var fram í júníbyijun. Nú er kominn þar mannhæðarhár skafl. ♦ ♦ ♦----- A-Húnavatnssýsla Miklir fjárskaðar Blönduósi. Morgunblaðið. LJÓST ER að töluverðir fjárskaðar hafa orðið í Austur-Húnavatnssýslu í veðuráhlaupinu sem gekk yfir landið sl. miðvikudag. Ekki er gott að átta sig á fjölda kinda sem drep- ist hafa en vitað er að allt að þijá- tíu kindur á bæ hafi drepist á nokkr- um bæjum. Skaðar virðast hafa orðið um alla sýslu en þó virðist við fyrstu sýn, tjón vera mest í lág- sveitum í vesturhluta sýslunar. Bændur hafa unnið að því hörð- um höndum síðastliðna tvo daga að grafa fé úr fönn og hefur tekist að bjarga mörgum kindum. Þær kindur sem hafa drepist hafa flest- ar hrakist undan veðrinu og lent í skurðum og ófærum hverskonar. Dæmi er um að fé hafi leitað niður í fjöru undan veðri og orðið haföld- unni að bráð en geysilegt brim hef- ur verið. Eitthvað er um að hross hafi drepist í veðuráhlaupinu en um fjölda er lítið vitað. Öll kurl eru langt í frá komin til grafar og óttast menn að fjöldi kinda skipti hundruðum sem farist hafa í áhlaupinu. ♦ ♦ ♦----- Tófan nagaði snoppur ánna Innri Múla/Bardaströnd. Morgunblaðið. BÆNDUR á Barðaströnd vantar fé eftir óveðrið sem gekk hér yfir, en leitað Var í gær og fyrradag. Bóndinn á Krossi fann þijár ær í gær og voru þær fastar í skafli, svo aðeins hausamir stóðu upp úr. Tófa hafði nagað á þeim snoppuna og varð að aflífa eina. Bændur óttast að margt fé hafi fennt í óveðrinu, allt upp í nokkra tugi. Tófan er hættuleg, því hún vílar ekki fyrir sér að koma alveg að bæjum í leit að æti. Lítið snjó- flóð varð í hlíðinni rétt hjá Krossi og segir Ámi Sigurvinsson bóndi að hann óttist að fé hafi lent í flóð- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.